Verklýðsblaðið - 04.08.1930, Blaðsíða 6

Verklýðsblaðið - 04.08.1930, Blaðsíða 6
Kreppa nálgast! Einhver auðvaldsþjónn, sem kallar sig Z. fór á stúfana í „Vísi“ þ. 27. f. m. með grein, er hann kallar „Dýrtíðin“. Bendir hann þar á hið mikla verðfall á heimsmarkaðinum og telur upp ýmsar vörutegundir, §umar lítið sem ekk- ert dýrari en fyrir stríð og aðrar, sem eru nú mun ódýrari en þá. Nú skyldu menn kanske ætla, að þessi sann- leikspostuli myndi benda á hið hræðilega okur- verð, sem er á þessum sömu vörutegundum hjer á landi, þar sem vísitölur smásöluverðsins eru enn töluvert fyrir ofan 200 (þ. e. dýrtíðin er tvöfalt meiri en fyrir stríð), og kanske jafnvel, að hann myndi koma með einhverjar tillögur um að fá þessu „kipt í lag“ svo alþýða manna gæti notið þessarar blessunar frjálsrar sam- kepni. En síður en svo! I stað þess segir hann, að það sje „full þörf á því, að útlenda verð- lækkunin nái sem fyrst að verka í þá átt, að lækka framleiðslukostnaðinn .á íslenskum vör- um, til þess að vjer getum staðizt samkepni". Á öðrum stað telur hann upp hömlurnar á ís- lensku verðlækkuninni: vinnulaunin og til mála- mynda húsaleiguna og háu vextina. Z. notar dulmál. Haim vill lækkun vinnulauna, til þess er greinin bersýnilega skrifuð, en talar um að ísland verði að vera samkepnisfært, að húsa- leigan sje há og útlendu lánin dýr. Þessa aðferð hefir auðvaldið altaf notað til að blekkja verkalýðinn. Rjettindi kallar það ábyrð, fátækt áhyggjuleysi, þrælkun vinnu- gleði, arðrán vinnuveitingu, nýlendulcúgun vemd og þannig má lengi telja. Auðvaldið og „vísindi“ þess, hafa búið til tvær kenningar um nauðsyn lágu vinnulaun- anna, sem það notar á víxl. Þá fyrstu notar það á góðum árum. Hún hljóðar þannig: „Vinnulaunin hjer á landi (þetta segja þeir hver í sínu landi) verða að lækka svo að fyrirtækin geta safnað sjóðum; þá geta þau fært út kvíamar, og ef illæri koma (auðvitað eingöngu af völdum náttúrunnar) þá hafa þau varasjóði. Af þessu hafa verkamenn engu síður hag en atvinnuveitendur“. En þegar svo, þrátt fyrir lækkað kaup, lengd- an vinnutíma, aukinn vinnuhraða, dýrari nauð- synjar og hækkaða skatta, kemur kreppa og atvinnuleysi, þá eru auðvalds„vísindin“ heldur ekki í vandræðum. Þá koma þau með kenningu nr. 2. Hún hljóðar þannig: „Vinnulaunin hjer á landi verða að lækka til þess, að föðurland okkar verði samkepnisfært. Þá getum við sigr- að kreppuni og þegar hún er úr sögunni hækka vinnulaunin að sjálfsögðu aftur“. Og þegar svo tímamir batna aftur, þá kemur kenning nr. 1 fram á sjónarsviðið — þangað til síðasta krepp- an kemur. Og sósíaldemókratamir, sem auðvaldið og þeir sjálfir kalla sósíalista hafa mjög svipaðar kenningar á boðstólum. Hjer á landi sem ann- arsstaðar telja sósíaldemókratarnir launahækk- un því aðeins rjettmæta og mögulega, að fyrir- tækið (eða með öðrum orðum auðvaldið) geti „borið“ hana. Kjörorð þeirra er stjettasam- vinna, sameiginlegir hagsmunir allra stjetta, ræningja, og rændra. En verkalýðurinn lætur ekki lengur auðvaldið og umboðsmenn þeirra sósíaldemókratana villa sjer sýn! Verkamenn í öllum löndum skilja æ betur að eina lausnin er miskunnarlaus barátta gegn auðvaldinu fyrir hærri launum, styttri vinnutíma og bættum kjörum uns auðvalds- skipulaginu er hrundið til grunna. Verkalýðurinn skilur, að hann á einskis góðs að vænta af auðvaldsskipulaginu og að hags- munir hans geta aldrei samrýmst hagsmunum arðræningja. Stjett gegn stjett! Hin djúptæka alþjóðlega kreppa sem nú er á öllum sviðum atvinnulífs er einnig hjer að byrja að gera vart við sig. Bæði sjávar- og landbúnaðarafurðir eru þegar lækkaðar stór- kostlega í verði og þeir munu falla ennþá miklu meir. Það má því búast við harðvítugri sókn af Saga Krossaoessverkfallsins, framb. af í síöu. 3. Vikuleg útborgun hjá öllum jafnt. 4. Aðeins f j elagsbundnir verkamenn fái vinnu í Krossanesi. Kröfur þessar voru sendar Holdö ásamt til- kynningu um að verkamenn hefðu til taks nefnd, sem ætíð væri reiðubúin að ræða við hann eða umboðsmann hans um sættir, ef hann óskaði þess. Var svar Holdös á þá leið, að hann gengi að því að greiða íslendingum samkvæmt Akureyrartaxta, en öllum hinum kröfunum mótmælti hann kröftuglega. Fór hann í flæm- ingi og vildi skjóta deilumálum þessum undir úrskurð einhverra „óvilhallra“. Verkamenn svöruðu og kváðust sem fyr, reiðubúnir til sam- komulagsumleitana, en mótmæltu ákveðið, fyr- ir sitt leyti, öllum utanaðkomandi afskiftum til þessara mála. Þegar svo var komið sneru verkamenn sjer óskiftir að því nauðsynlegasta, og það var Skipulag verkfallsins. Á fyrsta fundi, sem verkamenn hjeldu, í kaupdeilunni, skipuðu þeir fastar vaktir á vinnustaðnum og vökumenn í Glerárþorpi og Akureyri í sambandi við þær til þess að verlc- fallsmenn gætu í tíma komist á vettvang og varið vinnusvæðið, fyrir ágangi verkfails- bi'jóta og hvítliða sem atvinnurekendum eni oft svo þarfir. t sambandi við þetta var stofn- að sjerstakt lið, sem ætíð skyldi reiðubúið til aðstoðar ef þörf krefði. Reyndist lið þetta hið árvakrasta allan verkfallstímann. Verklýðsfjelögunum út um landið nær og fjær var tilkynt kaupdeilan og hvött til sam- úðar og samstarfs. Einnig voru gerðar sjer- stakar ráðstafanir til að safna fjárstyrk til handa verkfallsmönnum og sýndi það bráðlega góðan árangur. Samúðarskeyti og peninga- sendingar komu þegar um hæl frá Vestmanna- eyjum, ísafirði, Siglufirði og Akureyri. Varð hvorutveggja mikill styrkur fyrir verkfalls- menn. Á Akureyri var stofnuð deild úr Alþjóða- samhjálp verkamanna, sem þegar í stað tók til starfa í Glerárþorpi, á hinum heppilegasta tíma. Fyrir forgöngu verkfallsmannanna voru haldnir fundir, með sjómönnum, bæði á Akur- eyri og Siglufirði, þar sem sjómönnum var skýrð Krossanesdeilan og þýðing hennar fyrir verklýðsstéttina sem heild, auk þess sem tekið var til meðferðar hið lága síldarverð í verk- smiðjum Siglufjarðar og samþyktar róttækar ráðstafanir í þessu efni, ef síldarverð ekki hækkaði. Var stemning svo góð meðal sjó- manna, að borgurunum stóð alment ótti af. Það sem þá var þýðingarmest og einna merkast í skipulagningu Krossanesdeilunnar voru hinir tíðu fundir verkamanna, sem haldn- ir voru á hverjum degi frá byrjun hennar til enda. Svo gaumgæfileg liðskönnun hefir aldrei farið fram í neinu íslensku verkfalli áður. I gegnum fundarhöld þessi gafst verkamönn- um kostur á að kynnast öllu, frá því smæsta meðal einstaklinganna til hins stærsta sem varðaði félagsheildina og hina yfirstandandi baráttu. Var því ávalt hægt að vita það með vissu, hvaða samtakastyrk verkfallsnefndin hafði að baki sjer allan tímann sem deilan stóð yfir. Þetta var meginstyrkur verkfallsmanna í Krossanesi. Andstæðingarnir. Þó nú því verði ekki neitað að vel hafi verk- fallsmenn á Krossanesi búið um sig í deilu þess- ari, er langt frá því að nokkru hafi þar verið ofaukið, því alt hugsanlegt var reynt og eins- kis látið ófreistað af andstæðinga hálfu, til að hnekkja málstað verkfallsmanna. Þegar Holdö sá að hótanir og ógnanir um lagalegar hegningar o. fl. bitu ekki á verka- hendi íslenskra atvinnurekenda á laun og lífs- kjör vei’kalýðsins og fátækra bænda. Það ríður því á því, að íslenskur verkalýður efli samtök sín. Fyrsta sporið í þá átt að skapa örugt vígi gegn kúgunarsókn auðvaldsins verður því að vera betri skipulagning verkalýðssamtakanna, — stofnun óháðs verkalýðssambands. mennina, fór hann ýmsar aðrar leiðir. Meðal annars ljet hann unga og gamla sjálfstæðis- menn bera það út meðal verkamanna, að ef þeir ekki slökuðu til á kröfum sínum, myndi hann hverfa af landi burt með atvinnuveg sinn, og þeir þá standa atvinnulausir!! eftir. Ennfremur reyndu borgaramir eins og hægt var að æsa sjómenn upp til andúðar gegn verk- fallsmönnum í Krossanesi*) með það agn á odd- inum, að þeir væru valdir að hinu lága síldar- verði í verksmiðjum á Siglufirði. Auk þess reyndu bæði borgarar og smáborgarar, með það fyrir augum að koma ágreiningsefnunum inn í samtök verkamanna, að fá einstaka fje- laga til að hallast að hugmyndinni um ríkis- sáttasemjara í kaupdeilunni, og tala máli þess á fundum. En þetta var einnig árangurslaust. Ríkissáttasemjari! Verkamenn afneituðu alger- lega fyrir sitt leiti öllum ríkisafskiftum til þessara mála, en lögðu því meira kapp á að tryggja samtök sín og gera þau að því afli sem þeir mættu treysta á. Reyndar sendu þeir að lokum mann á fund sáttasemjara eftir marg- ítrekaðar óskir Holdös og sáttasemjara sjálfs, þó með því skiiyi'ði, að það yrði hvorki á kostn- að fjelagsins eða þess sem sendur yrði og með þeim ummælum, að það væri ekki að neinu leyti í þágu verkamanna. Það að verkamenn ljetu það dragast svo mjög, að senda mann á fund sáttasemjarans, varð til þess að hags- munir Holdös ráku svo miskunnarlaust á eftir, að gengið var í öllum meginatriðum að kröfum verkamanna. Sáttasemjari ríkisins gat því ekki að þessu sinni komið atvinnurekandanum að tilætluðum notum. Niðurlag. Vafalaust mun kaupdeila þessi vera ein hihna merkustu sem háðar hafa verið hjer á landi. Ber margt til þessa: í fyrsta lagi það, að verkfallið sjálft snýst ek;ki, þegar fram í sækir, um launakjör hinna íslensku verkamanna, heldur útlendinganna og forgangsrjett hinna fjelagsbundnu verkamanna til atvinnunnar í Krossanesi. 1 öðru lagi það, að skipulagning verkfallsins er að ýmsu leyti sú besta sem þekst hefir hjer á landi og er það fyrir það lærdómsrík og eftir- breytnisverð fyrir íslensk verklýðssamtök yfir- leitt. Á vinnustaðnum sjálíum var kosin verkfalls- nefnd til að stýra deilunni í samvinnu við Verk- lýðsfjelag Glerárþorps og Verkalýðssamband Norðurlands. í nefnd þessa voru kosnir íslend- ingar og Norðmenn, fj elagsbundnir og ófie- lagsbundnir verkamenn. Allir verkamenn í verksmiðjum, án tillits til þjóðernis eða hvort þeir voru í verklýðsfjelagi eða ekki, tóku þátt í kosningunni. Árangurinn af fyrirkomulagi þessu varð hinn besti, sem á verður kosið. Með þessu vanst það, að allir verkamennimir, undantekningar- laust, stóðu skilyrðislaust saman; 1 öllum atrið- um og árangurinn varð sá eftirá, að nú er hver einasti verkamaður í Krossanesi, hvort sem hann er Norðmaður eða íslendingur, með- limur í Verklýðsfjelagi Glerárþorps. Enda þótt að. samúðarvottanir hinna ýmsu verkalýðsfjelaga úti um landið hafi orðið verkfallsmönnunum í Eirossanesi mikill styrk- ur, bar þó tilfinnanlega á ýmsum örðugleikum sem óneitanlega stafa af hinu ófullkomna skipulagi alþýðuhreyfingarinnar á íslandi, vöntun verkalýðssambands. Alþýðusamband Islands gat ekki birtst verk- fallsmönnum í Krossanesi greinilegar í eymd sinni, en einmitt í skeytum frá stjórn þess og Ólafi Friðrikssyni, sem í krafti sinnar eigin persónu, ætlaði að stjórna verkfallinu á Krossa- nesi úr Reykjavík. Skeyti þessi eru birt á öðrum stað í blaðinu. —--------— Jón Ráfnsson. *) (Sbr. skrif Morgunblaðsins hjer. — Ritn.). „Verklýðsblaðið". Ritstjórn: Ritnefnd „Spörtu“. — Abyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Kemur út á bverjum mánudegi. Árg. 5 kr., í lausasölu 15 au. eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. 0. Box 761, Reykjavík. — Prentsmiðjan Acta,

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.