Verklýðsblaðið - 11.08.1930, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 11.08.1930, Blaðsíða 3
Þing ,Rauða verkamanna-alþjóða sambandsíns* í Moskva. Islenzkir verkamenn senda fulltrúa. 15. ágúst hefst 5. þing „Rauða Alþjóðasam- bandsinsu í Moskva. Verkalýðssambandi Norð- urlands hefir verið boðið að senda einn full- trúa. Samtími8 hefst Alþjóðaþing byltingasinnaðra byggingaverkamanna á sama stað. Verkalýðs- sambandi Norðurlands hefir verið boðið að gangast fyrir því, að íslenzkir verkamenn sendu tvo fulltrúa á það þing. í félögunum Norðanlands hafa farið fram at- kvæðagreiðslur um það, hvort þau vildu senda fulltrúa á þingin. Hefir það alstaðar verið sam- þykt einum rómi og fulltrúar kosnir. Jafnframt hefir verið safnað fé til að standast ferðakostn- að. Fulltrúarnir eru þegar lagðir af stað til Moskva. Boð þetta gildir alla íslenzka verkamenn, sem starfa vilja á grundvelli stéttabaráttunnar. Verkamenn um allt land þurfa því að gera sér grein fyrir hvað „Rauða alþjóðasambandiðu er og hvaða þýðingu það hefir fyrir fyrir íslenzk- an verkalýð að komast í samband við það. Hvað er „Rauða verkamanna- alþjóðasambandið“ ? Þegar sósíaldemókratarnir sviku í styrjöldinni miklu, fóru verkalýðsfélög þau, sem stóðu undir yfirráðum þeirra, sömu leiðina og sósíaldemó- krataflokkarnir. Foringjarnir tóku að leita sam- vinnu við auðmannastéttina í stað.þess að berj- ast á móti henni. Það varð því nauðsynlegt, að mynda ný samtök um allan heim á grund- velli stéttabaráttunnar. III. Internationale, al- þjóðasamband kommúnista, tókst þetta hlutverk á hendur á sviði pólitísku málanira, en „Rauða alþjóðasambandiðu á sviði verkalýðsmálanna. Árið 1920 ’var „Rauða alþjóðasambandið stofn- að í Moskva. Það setti sér það markmið, að safna innan vébanda sinna öllum þorra verka- lýðs um allan heim, bæði í Evrópu og í öðrum heimsálfum. Síðan heflr það staðið í broddi fylkingar í hinni hörðustu baráttu verkalýðains um allan hnöttinn. Aldrei hefir það svikist und- an merkjum, allt af hefir það leitt baráttuna allt til enda. I hvert skifti, sem baráttan héfir harðnað, hafa sósíaldemókratar, og engu síður þeir, sem hæst hafa glamrað, gerzt liðhlaupar. En „Rauða alþjóðasambandiðu hefir jafnan bar- izt til hins ýtrasta. Undir forustu þess var kola- verkfallið mikla, sem varð til þess, að allt brezka heimsveldið nötraði, háð. Undir forustu þess börðust finnsku hafnarverkamennirnir hraustlegast. Undir forustu þess býður nú verka- lýður Indlands og Kína og annarra undirok- aðra þjóða stórveldunum byrginn. Þegar verka- mannasamband það, sem er undir yfirráðum sósíaldemókrata og hefir sæti í Amsterdam (venjuléga kallað Amsterdamsambandíð) neitaði um allan styrk, hefir „Rauða alþjóðasambandiðu safnað meðal verkalýðsins tugum miljóna til etyrktar í baráttunni. Og „Rauða alþjóðasambandinu“ hefir tekizt að safna verkalýðnum í ölluin heimsálfum und- ir merki sitt. Meirihluti félagsbundinna verka- manna víðsvegar um heim, eru nú beinlínis undir handleiðslu þess. 1928 voru fylgjendur „Rauða sambandsin8u ca. 17 milljónir en með- limir Amsterdamsambandsins aðeins tæpar 13 milljónir. Af þessum 13 milljónum fylgja fjölda margir „Rauða sambandinuu. Barátta fyrir sameiniug verkalýdsina. Jafnhliða því, sem auðvaldið sameinast í al- þjóðlegum hringum og risasamsteypum, verður það nauðsyuiegt, að verkalýðurinn um allan heim búist sameinaður til varnar, að hann sam- einist i eitt alþjóðasamband til sóknar og varn- ar í hinni einföldustu dægurbaráttu, án tillits til almennra lífsskoðana. I þessu máli, sem öðr- um, hafa sósíaldemókratar svikið verkalýðinn og rekið erindi auðvaldsins. Um öll lönd hafa þeir unnið sleitulaust að því, að sundra verka- lýðsfélögunum og rekið kommúnista og róttæka verkamenn úr þeim, þar sem þeir hafa haft meirihluta. Þau verkalýðsfélög, sem hafa barizt baráttu stéttar sinnar í trássi við „fjötra for- ingjannau hafa þeir rekið úr verkalýðssam- böndunum. (Búast má við, að þessi sundrung- arstefna fari að skjóta upp kollinum hér á landi þegar baráttan harðnar. Þá er það skylda hvers verkamanns, sem vill hag stéttar sinnar, að stimpla hvern þann, sem bryddir á slíku, sem erindreka auðvaldsins i verkalýðshreyfingunni, sem rekur erindi húsbænda sinna undir kjör- orðinu: „Deildu og drottnaðu“). Islenskir alþýðumenn fara á 5. þing rauða alþjóðasam- bandsins í Moskva. Eins og getið er um í greininni að ofan fóru 3 full- trúar ísl. verka- lýðsfélaganna á 5. alþjóðaþing rauða fagsambandsins í Moskva. Þessir fóru: Jón Rafnsson, sjómaður úr Vestmannaeyj- um, form. verka- mannafél. „Dríf- andiu, Tómas Jóns- son verkamaður í Reykjavik og Aðalbjörn Pétursson, iðnaðar- maður, Akureyri. „Rauða alþjóðasambandiðu hefir barizt fyrir því árum saman, að sameina „Amsterdamsam- bandiðu og „Rauða sambandiðu í eitt allsherjar heimssamband á lýðræðisgrundvelli. Herrarnir í Amsterdam hafa barizt á móti sameiningunni og kallað hana herbragð bolsjevíka. „Rauða sambandiðu hefir svarað: „Já, víst er hún her- bragð. Hún er herbragð verkalýðsins í barátt- unni við auðvaldið“. Og þess vegna eru líka foringjar „Amsterdamsambandsinsu á móti henni. Þeir eru á móti henni vegna þess, að hún er hættuleg fyrir auðvaldið, sem þeir þjóna. Starfsskrá „Rauða alþjóðaaambandsins“. „Rauða sambandiðu hefir á undanförnum ár- um barist fyrir þvi að verkalýðurinn um allan heim sameinaðist í baráttunni fyrir eftirtöldum málum: 1. Barátta gegn lengingu vinnudagsins, fyrir 7 stunda vinnudegi og 6 stunda vinnudegi í neðanjarðarnámum, við heilsuspillandi vinnu og fyrir unglinga yngri en 18 ára. (Þetta er alt saman komið í framkvæmd í Rússlandi). 2. Barátta gegn öllum ráðstöfunum auðvalds- ins, sem standa í sambandi við gjörnýtingu þess á framleiðslutækjunum, með því að hækka launin og bæta vinnuskilyrðin í hinum gjör- nýttu fyrirtækjum o. s. frv. 3. Barátta gegn lækkun lífeyrisins, fyrir hækkuðum launum, fyrir sömu launum við sömu vinnu. 4. Barátta gegn hverskonar skattlagningu á laun verkamanna, fyrir því að ríkjandi stétt beri allar skattabyrðarnar. 5. Barátta fyrir því að ríkið tryggi atvinnu- lausa menn og verkamenn, sem hafa ekki stöð- uga ntvinnu. Barátta fyrir sömu réttindum til handa atvinnulausum konum. 6. Barátta fyrir mæðravernd og vernd kvenna og barna. 7. Barátta fyrir fullkomnu lýðræði í verka- lýðsfélögunum, gegn öllum tilraunum til að tak- marka rétt meðlimanna, gegn brottrekstrum og þvingunarráðstöfunum af hendi fagfélaga brodd- anna, fyrir fullkomnu málfrelsi og skoðanafrelsi innan verklýðsfélaganna. 8. Barátta fyrir því að óiðnlærðir og ófélags- bundnir verkamenn, vinnandi konur og ungl- ingar verði tekin upp í verkalýðsfélögin. 9. Barátta gegn öllum kynstofnatakmörkun- um innan verklýðshreyfingarinnar, gegn sundr- un fagféiaganna af þjóðernislegum eða trúarleg- um ástæðum. 10. Barátta gegn fasistiskum, gulum og „þjóð- legumu fagfélögum, fyrir fullkomnu frelsi stétt- arfélaganna, fyrir fundafrelsi, verkfallsfrelsi og fullkomnu prentfrelsi fyrir blöð verklýðsfélaga. 11. Barátta gegn lögboðnum gerðardómum, gegn því að deilur milli auðmagns og vinnu séu lagðar fyrir borgaralega dómstóla, gegn stuðningi rikisins við verkfallsbrjóta, gegn því að lögregla og réttarfar skifti sér af vinnudeil- um. 12. Barátta fyrir samfylkingu verkalýðsins, fyrir bróðurlegu sambandi verkamanna, sem hafa ýmsar skoðanir í baráttunni móti auð- magninu og ríki borgaranna. 13. Barátta gegn sundrun verkalýðsins, fyr- ir myndun sameiginlegs verkalýðssambands á grundvelli stéttabaráttunnar í sérhverju landi. 14. Barátta gegn hverskonar samvinnu milli stéttanna, gegn iðnaðarfriði, borgarafriði, ágóða- hluta, gegn því að fagfélög og rekstursráð taki þátt í því að auka framleiðslumagn vinnunnar í auðvaldsfyrirtækjum. 15. Barátta fyrir því að breyta samvinnu- félögunum í auðvaldslöndunum í raunverulegan verkalýðsfélagsskap, sem er þess megnugur að styrkja verkamenn í baráttu þeirra gegn auð- valdinu. 16. Barátta fyrir bróðurlegri samvinnu milli verkamanna í auðvaldslöndunum og hins sigri hrósandi öreigalýðs í ráðstjórnarríkjunum. 17. Barátta fyrir myndun alþjóðlegra sam- vinnunefnda allra verkamanna, sem vinna í sörau iðnaðargrein. 18. Barátta fyrir myndun sameiginlegs stétt- ar-alþjóðasambands, sem hefir innan sinna vé- banda verkalýðsfélög allra landa, allra kynstofna og allra heimsálfa. Hvaða þýðingu hefir það fyrir ía- lenskan verkalýð að leita samvinnu við „Rauða alþjóðasambandid“? Hið alþjóðlega auðmagn er nú farið að teygja klær sínar svo eftirminnilega til landsins að það er nauðsynlegt fyrir íslenzka verkamenn að búast skjótlega og kröftuglega til varnar. Verkalýðurinn hér á landi er nú einangraður og skipulagslaus. Hann á ekkert allsherjar verkalýðssamband og Alþýðusambandið er hon- um með öllu ónýtt og foringjar þess- orðnir haft á hreyfingunni. Ef íslenzkur verkalýður stendur tvístraður og einangraður í baráttu

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.