Verklýðsblaðið - 16.09.1930, Qupperneq 1

Verklýðsblaðið - 16.09.1930, Qupperneq 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTQEfANI)l:lAFNAMRM4NNAfJEIAQIf)4PARTAM I. árg. Reykjavík 16. september 1930 7. tbl 3. þing S. U. J, Siglufirði 13. sept. 1930. Sambandsþing- ungra jafnaðarmanna sett kl. 2 sd. í dag, af forseta sambandsins, Áma Ágústssyni. Forseti skipaði kjörbréfanefnd og lýsti yfir því, að kjörbréf frá félögum, sem ekki hefðu setið síðasta sambandsþing, yrðu ekki tekin gild. Kl. 41/2 var aftur settur þingfundur af for- seta. Forseti lýsti yfir, að hann og félagar hans vildu ekki sitja þingið með hinum fulltrúunum og sagði þinginu slitið. 12 fulltrúar (44 mættir) gengu af fundi, þar á meðan öll sambandsstjóm. Fulltrúi meirihlutans, E. Olgeirsson, lýsti yfir, að hér væri um lögleysu að ræða af hálfu sambandsstjómar og hefði hún því fyrirgert rétti sínum, sem lögmæt stjóm. 3. þing S. U. J. héldi áfram. Engin ágrein- ingsatriði hefðu komið fram á þinginu og eng- in mál verið rædd. Þvínæst var kosin kjörbréfanéfnd, og er hún hafði lokið störfum sínum, var nýjum félögum veitt viðtaka og öll kjörbréf tekin gild. Þingið sitja 32 fulltrúar frá 12 félögum af 13. 4 fulltrúar af 8 frá F. U. J. í Reykjavík sitja þingið. Þingforseti kosinn Þorsteinn Pétursson, að- alritarai- þingsins: Eyjólfur Árnason (ísaf.) og Sigurður Halldórsson (Reykjavík). Sjómannaverkfalli því, sem hér hefir staðið yfir er nú lokið með sigri sjómanna. — 50—60 sjómenn á fjórtán 12 tonna bátum hafa staðið i verkfallinu. Hækkun sú, sem þeir knúðu fram er sem hér segir: Á smáfiski úr 13 aurum upp í 15 aura. Á ýsu úr 7 aurum upp í 9 aura. Moskva 31. ágúst 1930. 5. alþjóðaþingi rauða verklýðssambandsins er nú lokið. Skýrslur kjörbréfanefndar sýna hraðan vöxt hinnar byltingasinnuðu verklýðshreyfingar. 538 fulltrúar tóku þátt í þingi þessu. Af þeim höfðu 299 atkvæðisrétt, en 239 málfrelsis- og tillögu- rétt. 60 lönd höfðu sent fulltrúa. Rússland átti þama 141 fulltrúa (60, sem höfðu atkvæðis- rétt), Þýzkaland 41, Frakkland 45, England 29, Tschechoslowalda 26, Bandaríki Norður-Amer- íku 36, Kína 24, Pólland 20, Ítalía 11, Japan 10 o. s. frv. Jafnvel eins fjarlæg lönd og Suður- Afríka, Ástralía, Brasilía, Guatemala, Egypta- Siglufirði 14. sept. 1930. Þingið ki-afðist í dag að sambandsstjóm skil- aði af sér öllum plöggum sambandsins, en þeiiTi kröfu vai- synjað af sambandsstjórn. Það ætlar að endurtaka sig hér, sem annars- staðar í sögu samtakanna, að það eru sosial- demókratamir (hægfara jafnaðarmenn), sem reyna fyrstir til þess að kljúfa samtökin undir eins og þeir sjá fram á, að þeir ætla að missa völdin úr höndum sér. En sem betur fór mis- tókst þessi klofningstilraun algerlega í þetta sinn. Og vér vonum, að samtök æskulýðsins á grundvelli stéttabaráttunnar megi styrkjast æ betur og betur undir stjóm þeirra, sem eru á- hugasamastir í stéttabaráttu æskulýðsins. Vér vitum, að þessi klofningstilraun gerir æsklu- lýðssamtökin sterkari gegn þeirri næstu. Alstaðar úti í heimi hefir alþýðuæskan skip- að brjóstfylkinguna í baráttunni gegn auðvald- inu. Hún hefir verið það forustulið verkalýðs- ins, sem algjörlega hefir losað sig af hinum andlega klafa borgarastéttarinnar, bjartsýn og djörf í starfinu fyrir sigri jafnaðarstefnunnar. Hér á landi er hreyfing ungra jafnaðaimanna Framh. á 4. síðu. Á stórfiski úr 17 aurum upp í 18 aura. Samtökin vom ágæt. Sjómenn þeir, sem tóku þátt í verkfallinu voru flestir ófélagsbundnir. Gengu þeir ótrauð- ir fram í baráttunni og sýndu greinilegan skilning á stéttasamtökunum. land, Island, Indochina, Korea, Mexiko, Mon- golia, Nýja Sjáland, Palestína, Peru, Paraguay, Persía, Salvador, Uraguay, Fillippeyjar, Chile, Ecuador 0. s. frv. höfðu sent fulltrúa á þingið. Einnig voru þarna fulltrúar frá Austur-Afríku, Boliviu, Gambiu, Honduras, Kuba, Panama, Formosa, Luxemburg o. fl. Á 4. þinginu voru aftur á móti ekki nema 421 fulltrúi frá 49 löndum. Á 1. þinginu komu fulltrúar úr 41 landi. 469 fulltrúanna voru verkamenn. 61 fulltrú- anna hafa áður verið meðlimir sósialdemo- kratiska flokksins. Gaman er að bera saman þátttöku þessa Baráttan áegn launakúgun ríkisvaldsins Undanfarið hefir Verklýðsblaðið tekið launa- kúgun ríkisvaldsins við vegavinnumenn all- rækilega til meðferðar. En ríkisstjómin beitir valdi sínu eigi aðeins gegn vegavinnumönnum, heldur líka til að halda niðri launum allra óbreyttra verkamanna, sem vinna í þjónustu ríkisins. Gætir hún þannig prýðilega hlutverks síns, sem æðsta stjóm auðvaldsins í landinu og gerist brimbrjótur í baráttu atvinnurekenda tii að lækka launin. Fyrir skemstu varð það uppvíst að 17 símar lagningarmenn, sem unnu að símalagningu á Sigluf jarðarskarði, unnu fyrir miklu lægra kaup en leyfilegt er samkvæmt kauptaxta Verka- mannafél. Siglufjarðar. Var þetta þegar í stað kært fyrir landssímastjóra, en hann svaraði illu einu og bar það fyrir sig, að sambands- stjóm Alþýðuflokksins hefði athugað launakjör þau, sem símalagningarmönnum var ætlað að búa við og ekkert haft við þau að athuga. Verkamannafélagið stöðvaði þá vinnuna, en yf- irmennirnir mölduðu í móinn og sögðu að verkamannaforingjamir í Reykjavík hefðu ekk- ert að athuga við þetta kaup í umdæmi þeirra. Siglfirskum verkamönnum fanst þetta nokkuð kynleg verkalýðspólitík, að láta það viðgangast að taxti verkalýðsfélaganna sé brotinn ef ríkis- stjómin á í hlut. Kaup flestra þessara manna var kr. 1,10 um tímann og enginn kaffitími. Um hríð leit svo út, sem landssímastjóri ætl- aði að þverskallast við að greiða Siglufjarðar- taxta og jafnvel hætta við að láta vinna verk- ið. Tóku þá verkamenn það ráð að sýna ríkis- stjórninni í tvo heimana, og tilkynntu henni, að þeir mundu gera verkfall í síldarverksmiðju ríkisins, ef hún léti ekki greiða taxta verka- mannafélagsins við verk þetta. Ríkisstjómin svaraði ekki, en lét þegjandi undan síga, sendi þá veí-kamenn burtu til annara staða, sem unnu undir taxta. Hinir halda áfram verkinu og Sigl- firðingar eiga að koma í stað þeirra,. sem burtu fóru. Það er eins og gefur að skilja hið mesta fangaráð hjá auðvaldinu að láta ríkisvaldið ganga fyrir skjöldu um að brjóta taxta verka- lýðsfélaganna. En hitt er þó miklu betra, að hafa sér við hlið yfirstjóm í verkalýðsmálum, sem leggur blessun sína yfir það, að taxtinn sé brotinn. Það, sem um var deilt, var ekki nema nokkr- R. A. V. þings við þátttöku síðasta al- þjóðaþings sósialdemokratanna í Stokkhólmi á dögunum. Meðal hinna 130 fulltrúa, sem það þing sátu, og komnir voru frá 23 löndum, var ekki einn einasti fulltrúi frá nokkurri nýlend- unni og enginn frá Suður-Ameríku. Fulltrúar þessir voru ekki valdir, heldur komu þama að- eins saman starfsmenn hinna og þessara verk- lýðsfélaga, sem vinna að þjóðlegri endurbóta- starfsemi. Aftur á móti voru 464 af fulltrúum R. A. V. þingsins kosnir af verkamönnum á vinnustöðvum, 38 voru sendir af verklýðsfélög- um og aðeins 36 fiílltrúar voru sendir frá mið- stöðvum verklýðssambandanna. Sjómannaverkfallinu á Fáskrúðsfirðí lokið Sjómenn sigra! (Frá Fréttaritara vomm á Fáskrúðsfirði). 5. þing R. A. V.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.