Verklýðsblaðið - 16.09.1930, Side 2

Verklýðsblaðið - 16.09.1930, Side 2
Astandíð í Vestmannaeyjum .—— Kreppan byrjar að gera vart víð sig. Bærinn hættur að greiða vinnulaun (Frá fréttaritara vorum í Vestm.eyjum) ir tugir króna og munaði þess vegna ríkissjóð engu. Enda tók landssímastjóri skýrt fram, að hér væri eingöngu um stefnumál að ræða. Hvaða stefna var það, sem ríkisstjómin fylgdi svona fast? Hún er í því fólgin að nota ríkis- valdið til að brjóta samtök verkamanna á bak aftur og lækka launin til þess að aðrir atvinnu- rekendur geti svo siglt í kjölfar þeirra. Þessa stefnu lætur Alþýðusambandsstjómin „hlutlausa“. Hún leit yfir alt það, sem rikis- stjómin hafði gert í launamálum verkamanna sínna og fann að það var harla gott. Barátta siglfirskra verkamanna gegn ríkisstjóminni, sem gerir tilraun til að brjóta kauptaxta þeirra, er því um leið barátta gegn sambandsstjórn Al- þýðuflokksins, sem er meðsek. Það er fullvíst, að verkalýðurinn verður að búast öfluglega til vamar gegn launalækkunar- tilraunum atvinnurekenda i þeim tilgangi að velta byrðum kreppunnar yfir á verkalýðinn. Það veltur því á miklu hvort það tekst að halda velli gegn ríkisstjóminni, sem hefir fomstuna í sókn atvinnurekenda. Heill sé siglfirskum verkamönnum, sem hafa brotið lítið skarð í launakúgun ríkisvaldsins. Nú ríður á að ganga miskunnarlaust á lagið. En til þess þarf að skipuleggja baráttuna um land allt. Til þess þarf verkalýðurinn að skapa sér öflugri samtök. Fram til baráttu fyrir verklýðssambandi á grundvelli stéttabaráttunnar. Ummæli Alþýöublaðsins um Verklýdsblaðið „Bergmál Morgunblaðsins („Verklýðsblaðið") kom út í morgun og er innihaldið eins og vant er mjög illgimislegar (en reyndar jafnframt máttvana) árásir á Alþýðuflokkinn. Hins vegar er engin árás í blaðinu á íhaldið eða auðvaldið, nema fyrir afskipti þess af Indiandi og Kína“. Gísla Indriðasyni, sem áður hefir verið toll- þjónn á Seyðisfirði og nú síðast á ísafirði, hefir verið sagt upp stöðunni. Er álitið að það standi í sambandi við það, að hann var einn af þeim, sem skrifuðu undir áskorunina um það að áfengisverzlun ríkisins yrði lögð niður á Isafirði. Fyrata vinnuatöðvablað á Islandi „Raudi fáuinn“ gefinn út af kommúnistiskri cellu á Siglufirði Á Siglufirði byrjaði að koma út veggblað í síðasta mánuði. Grein sú, sem á eftir fer er tekin upp úr fyrsta tölublaði þess: Stallsystur! Hafið þið athugað afstöðu ykkar til atvinnu- rekandans? Hafið þið sömu hagsmuna að gæta og hann? Ég se'gi nei. Ykkar hagsmunir em andstæðir hagsmunum atvinnurekendans. Tök- um dæmi: Kaup ykkar er mjög lágt. Þið eruð óánægðar með það. Það er hagur atvinnurek- andans að það sé sem lægst og hann neitar að borga ykkur hærra. Þið talið hver við aðra og allar em á sama máli um það, að það ætti að hækka. Sumar vilja gera verkfall, aðrar vilja það ekki. „Við viljum engar æsingar". „Við er- um engir bolsar“. „Við vitum ekki hvað útgerð- in þolir að greiða hátt kaup. Þeir vita það auð- vitað langt um betur sjálfir. Það er ekki fyrir okkur að grubla út í þá reikninga". „Ég er hrædd um að það væri ekki fyrir höfuðið á mjer'. „Jeg held það væri nú sama og að fá henni kisu það, Manga mín“. „Ójá, Stína mm, við sátum nú ekki á skólabekkjunum í okkar ungdæmi. Það var ekki verið að kosta okkur á kvennaskóla. Það var ekki lenska þá“. „Nú Blautur fiskur er óseljanlegur og mjög lágt verð á þurfiski. Verð á full-þurkuðum línufiski er 90 kr. fyrir skippundið. Söluhorfur á fiski eru mjög slæmar, þar eð kreppan, er stöðugt að færast í aukana á Spáni og gengið fellur þar óðum, en jafnframt minnkar þar kaupgeta verkamanna. Útgerðarmenn hér í bæ ræða nú af kappi um endurbætur á framleiðslutækjunum, byggingu þurkhúss o. s. frv. Engin atvinna er hér í bænum nema við hafnargerð bæjarins, og þar hafa verkamenn ekki getað fengið greitt kaup í þrjár vikur. Fólkið hugsar með kvíða til vetrarins, er í hönd fer. Vaknaðn! (Verkamannabréf). I ár eru liðin 1000 ár síðan auðvaldið náði yfirráðum á Islandi og íslenzkri þjóð. 1 tíu aldir hafa hinar vinnandi stéttir verið beygðar undir erlenda og innlenda auðkýfinga, sem hafa haft ánægju af að þrælka þær og féfletta. En hvað fá þær svo eftir 1000 ára stríð og strit. Ekkert. Nei, arfurinn, sem þú færð íslenzki vinnandi lýður, hann er enginn, nema ef þér að lokum hlotnast lítilsvirt moldarleiði, sem þú verður að borga, ef þú getur; en ef ekki, þá hreppur þinn eða bær, því auðvaldið á jörðina, en lofar þér ekki að liggja í henni nema fyrir kaup. Þannig endar æfi þín í jámgreipum auðvalds- ins, sem gleðst af óförum þínum. En ef þú gerist svo djarfur að reyna að klóra í bakkann og hafa þig upp úr feni skulda og undirlægjuskapar, þá er auðvaldið jafnan til- svona eitthvað verðum við að gera í þessu“, segir Sigga, „ég fyrir mitt leyti vil að við ger- um alt, sem við getum, til að fá kaupið 'hækk- að. Ég veit ekki nákvæmlega hvað útgerðin þolir, en jeg veit hvað ég þarf til þess að lifa, og ég veit að útgerðarmaðurinn hefir mikið hærri laun yfir árið en við allar til samans. Ég legg til að við gerum verkfall næst þegar skip kemur inn“. „Heyr!“ „Heyr!“ „Heyr!“ „Það er bezt að fram fari atkvæðagreiðsla um þetta“. „Það er samþykkt með 15 atkv. gegn 3 að gera verkfall. Nú má enginn skerast úr leik og við bindum ykkur, gömlu kellur, ef þið verðið ekki góðar“. Rétt í þessu er kallað: „Síld“. „Nú sitjum við kyrrar“, segir Sigga. „Já, við hreyfum okk- ur ekki“, segja hinar. Tíu mínútur líða. Verk- stjórinn kemur. „Hvemig er það annars, ætlið þið ekki að koma út að kverka?“ „Nei“, segir Sigga, „við hreyfum okkur ekki fyr en við er- um búnar að fá hækkað kaupið“. „Eruð þið vit- lausar“, segir verkstjórinn, „Veiðibjallan er komin inn með 600 tunnur af glænýrri síld. Það er þó ekki meining ykkar að eyðileggja það allt saman“. „Það er meining okkar að fara ekki út fyr en við fáum hækkað kaupið og þú ert beð- inn að skila því til útgerðarmannsins“, segir Sigga. Verkstjórinn fer. Skipið liggur við bryggjuna hlaðið af síld og mjög er heiþt í veðr- inu. Eftir hálfa klukkustund kemur verkstjóri aftur og segir: „Nú getið þið víst byrjað, þið fáið þetta kaup sem þið heimtið". „Bravó!“ „Húrra!“ Kaupdeilunni er lokið. Allir þjóta út. Á þessu sjáum við, að hagsmunir ykkar fóru Tíð óvenju stirð. Um tveir þriðju af allri fisk- framleiðslu Eyjanna óþurkuð og liggur víða við skemdum. Verkalýðsfélögin eru byrjuð að halda fundi. í Alþýðuhúsinu hefir verið opin lesstofa á hverjum sunnudegi. F. U. J. hefir hafið vetrarstarfsemi sína og hefir því þegar bæzt nokkrir nýir félagar, og hefir verið stofnaður 40 manna lesflokkur. Nú verða verkamenn að efla samtök sín, til þess að halda velli gegn árásum atvinnurekand- anna á lífskjör þeirra, svo sem neitun á greiðslu verkakaups og fyrirsjáanlegar tilraunir þeirra til launalækkunar. búið til að sparka þér niður aftur. Vaknaðu þvi til fulls, íslenzki verkalýður; hristu af þér 1000 ára hlekki kúgunar og vesaldóms. Taiktu stjómina af auðvaldinu í þínar hend- ur. Taktu atvinnutækin líka, að svo miklu lejrti sem þú getur, svo að þau verðmæti, sem skap- ast við vinnu þína, verði borguð sannvirði, sem skiftist niður eftir hvers þörfum. Og þegar þessu marki er náð, þá munt þú íslenzki vinnandi lýður, lofsyngja þeim er fyrstur hugsaði þá stefnu sem á að ráða í heiminum, en það er jafnaðarstefnan. Helgi Jónsson. ÍSiT Kafli úr verkamannabréfi -------Ég kom á Sigluf jörð að nóttu til. Það fyrsta sem ég heyrði um morguninn, þegar ég vaknaði, var að verkfall væri hafið í Krossa- nesi. (Um það hefir Jón Rafnsson skrifað mjög ítarlega í Verklýðsblaðið). Flutt á 4. síðu. ekki saman með hagsmunum atvinnurekand- ans. Þið neituðuð að vinna, þegar að honum lá mest á, af því að þá stóðuð þið bezt að vígi með að fá kaupið hækkað. Atvinnu ykkar er þannig háttað, að hún er kannske á iSuðurlandi á vetrum og vorin, en á Norðurlandi yfir sumarið. Það kostar ykkur mikið að fara þessa löngu leið, þar sem það er venja að þið borgið aðra leiðina. Ef atvinnu- rekandinn þyrfti að flytja norður hjólbörur til vinnunnar og síðan suður aftur að haustinu, yrði hann að borga flutninginn báðar leiðir. Af þessu má sjá að atvinnurekandanum verður ódýrara að flytja ykkur sem vinnutæki en hjól- böru'rnar. Þið hafið gert þá lítilfjörlegu kröfu að fá báðar ferðir borgaðar. Er það ekki ósanngjamt. En þó þið fáið borgaðar báðar ferðir í þetta sinn er engin sönnun fyrir því að þið fáið það að sumri. Sömuleiðis hafið þið enga tryggingu ef illa gengur. Krafa ykkar þarf framvegis að vera sú, að þið fáið vissa lágmarkstryggingu og báðar ferðir greiddar. Þessar kröfur eigið þið að ræða í þeim verkalýðsfélögum, sem þið er- uð í, fá sem flestar til að fylgja þeim og sam- þykkja. Síðan að senda áskorun til verka- kvennafélags Siglufjarðar um að berjast fyrir þessum kröfum og setja þær í næsta kauptaxta sinn. Talið við allar verkastúlkur, sem þið þekkið hér, og fáið þær til að vera með ykkur. Hvetjið þær. Standið sjálfar saman og verið ákveðnar. Hopið aldrei! Félagi.

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.