Verklýðsblaðið - 16.09.1930, Page 3

Verklýðsblaðið - 16.09.1930, Page 3
Ríkisauðvaldið ógnar verkalýðnum Tilhneíáingar til íasisma hjá ríkisstjórninm Jónas frá Hriflu hótar verkbanni gegn verkaíýðnum Ræða dómsmálaráðherra 5. september og aðdragandí hennar i 5. sept. afhenti ríkisstjómin hina nýbyggðu síldarolíuverksmiðju á Siglufirði. Var um leið haldið hóf mikið til minningar um athöfn þessa og hundruðum manna boðið. Kom dómsmála- ráðherra með varðskipið „Ægir“ fullt af fólki frá Eyjafirði og víðar, mestmegnis hreintrúaða Framsóknarmenn, og mun liðssöfnuður þessi hafa átt að skjóta siglfirskum verkalýð skelk í bringu og um leið tryggja ræðu þeirri, er dóms- rnálaráðherrann ætlaði að halda, sæmilegan hljómgrunn. Hvort veizla ríkisstjórnarinnai’ og hin hátíð- lega vígsla hefir átt að reyna að dylja hneyxli það, sem afhending ríkisstjómarinnar á verk- smiðjunni er, skal ósagt látið. Ríkisstjórnin átti að vera búin að byggja þessa verksmiðju í júnílok og afhenda, svo hún gæti þá þegar í stað tekið til óspiltra málanna, að taka á móti síld. En ríkisstjómin hefir verksmiðjuna ekki til fyrr en mánuði of seint, síðast í júlí. Afleið- ingin verður sú, að bræðslueigendumir fá að leika lausum hala og pína bræðsluverðið niður fyrir allar hellur, allt niður í 2 krónur, — allt í skjóli þess, að -ríkisverksmiðjan ekki gat tek- ið á móti. Tap sjómanna og útgerðarmanna á þessari hneyxlanlegu töf skiftir hundruðum þúsunda króna. Og tap ríkisverksmiðjunnar beinlínis er líka geysimikið. En nú er svo kom- ið, að hún hefir aðeins fengið 60,000 mál, en átti að taka á móti 120,000 málum. Allur rekst- mrinn verður því óeðlilega dýr. Og ofan á þetta bætist að síldarolía verksmiðjunnar liggur öll óseld og mun iUseljanleg, fyrst ekki var hugsað um að gera neina fyrirframsamninga við síld- arolíukaupendur erlendis. Ríkisstjóminni mun því ekki af veita, að reyna að dylja alla með- ferð sína á þessu máli. Nokkra áður en vígslan átti fram að fara kom til Siglufjarðai’ flokkur símalagninga- manna, til að vinna þar. Hafði hann smánar- kaup það, sem ríkið yfirleitt greiðir óbreyttum verkamönnum. Var það allt niður í kr. 1.00 um tímann,- enginn kaffitími og eftirvinna óákveð- in. Var það því hreint brot á taxta Verka- mannafélags Siglufjarðar, ef flokkurinn hefði unnið þar fyrir þetta kaup. Stöðvaði því stjórn Verkamannafélagsins vinnuna og tilkynnti at- vinnumálaráðaneytinu, að yrði taxtým brotinn af ríkisvaldinu við símalagninguna, yrði hafið samúðai’verkfall gegn ríkisstjóminni við bræðsluverksmiðjuna. Lét ríkisstjórnin undan síga og var aðeins unnið við símalagninguna af þeim mönnum, er fengu fullan taxta félagsins. Alræðisherranum frá Hriflu mun hafa þótt þessi málalok ósigur fyrir ríkisstjómina og á- kvað að sýna, að sagan skyldi ekki enduitaka sig hvað þetta snerti. Hélt hann svo ræðu sína hina miklu, sem orðin er nú allsöguleg og mun sett á bekk með glamur- og hótunarræðum Mussolini hins ítalska, dómsmálaráðheiTanum til lítils heiðurs. I ræðu þessari lýsti Jónas frá Hriflu því yfir, að yrði verksmiðjan stöðvuð af völdum verka- lýðs, myndi hún að öllum líkindum fá að standa kyrr heilt ár, svo verkalýðurinn fengi almenni- lega á því að kenna, að reisa sig gegn ríkisvald- inu. Kvað hann ríkisstjómina myndi snúast skarplega gegn verkalýðnum, ef hann dirfðist að ráðast á fyrirtæki hennar, og tók sér í munn orð Lofts hins ríka, að fyrir hvem einn, sem drepinn yrði af þeirra mönnum, myndu 3 drepn- ir á móti. Þar sem það hefir verið látið í veðri vaka af ríkisstjóminni sjálfri, að hún væri frekar vin- veitt verkalýðnum, og Alþýðusambandsþingið síðasta taldi hana ekki beinlínis fjandsamlega verkalýðnum, en íhaldsblöðin í heimsku sinni telja hana á bandi kömmúnista, — þykir hlýða að rannsaka gerr hinar þjóðfélagslegu orsakir til þeirrar „stefnu“, er Jónas nú boðar, og ýms- um þeim, er minna þekkja til, muni þykja stefnubreyting. Þróun ríkisauðyaldsins á Islandi Hið eftirtektarverðasta við þróunina í at- vinnu- og fjármálum íslands síðan 1927 er hinn geysilegi vöxtur ríkisauðvaldsins (Stats-kapi- talismans). Ríkið sem slíkt hefir síðan flokkur einkaauðvaldsins, íhaldsflokkurinn, beið lægri hlut við kosningai'nar 1927, lagt undir sig fleiri og fleiri svið atvinnumálanna. Auk þess sem ríkisvaldið áður hafði póst- og síma, vegalagn- ingar, brúargerðir o. fl., og greiddi verkalýðn- um við þær atvinnugreinar hin alkunnu smán- arlaun, hefir það nú bætt við sig síldarsölunni, áburðarsölunni og útvarpstækjum, teygt sig inn á síldarolíu og lýsisframleiðsluna og aukið skiþakost sinn. En það sem kórónar þó allt er að ríkið nú hefir í shmm höndum allar þrjár bankastofnanir landsins og er þar með alvaldt í höfuðvígi auðvaldsins, bönkunum, sem nú eru miðstöð alls atvinnulífsins. Hefir þetta geysi- þýðingu, þvi meirihluti allrar framleiðslu á ís- landi er rekinn með lánsfé bankanna. Má því óhætt telja að með því að ná yfirtökum á bönkunum, hafi auðvaldið íslenzka komist inn á hæsta og síðasta þróunarstig auðvaldsþjóð- félagsins, stig fjármálaauðmagnsins (Finans- kapitals) og ríkisauðmagnsins. Með þessu móti er ríkisstjórnin íslenzka orðinn lang veigamesti aðiljinn í öllum atvinnu- málum og þá um leið í launadeilumálum. Ennfremur er ríkisvaldið orðið mjög svo á- byrgt út á við fyrir öllum skuldum lands- manna, eins og viðurkennt var með hinni hneyxlanlegu afgreiðslu íslandsbankamálsins í vetur. Um leið er ríkisvaldið orðið háð hinu er- lenda fjármálaauðmagni, sem einnig er tengt ýmsum öðrum böndum við íslenzkan atvinnu- rekstur, sem greinilega var bent á nýlega hér í blaðinu. Nú er það orðið ríkisstjórnin, sem með ríkis- bönkunum sem verkfæri, þarf að krefja inn blóðskattinn, sem íslenzk alþýða borgar árlega í mynd okurvaxta af lánunum. Nú er það rík- isstjórnin, sem að síðustu ber ábyrgðina á því að atvinnuvegir landsins ekki kikni undan ok- urgjöldunum til lánardrottnanna og glundroða þeirra sjálfra. Þess vegna verður ríkisstjórnin beint og óbeint stórvægilegasti aðiljinn í launa- deilu verkalýðs og sjómanna. Ríkisstj ómin hlýtur því að koma fram sem vörður auðvaldshagsmunanna, sem erindreki erlenda fjármálaauðmagnsins, sem foringi at- vinnurekendanna í launadeilunni við verkalýð Islands. Og ríkisstjómin kom þannig fram opinber- lega og grímulaust í ræðu Jónasar frá Hriflu, sem nú hefir verið greint frá. Þær ástæður, sem nú knýja stjómina til að kasta grímunni og koma opinberlega fram sem harðvítugur andstæðingur verkalýðsins, eru ef tirfarandi: Heimskreppan hefir nú teygt hrammana yf- ir ísland. Allar framleiðsluvörur falla stórum í verði og óseldar byrgðir safnast fyrir, sem jafnvel geta orðið óseljanlegar, ef þær liggja uns nýja framleiðslan kemur á markaðinn. 1. ág. 1930 voru fiskbyrgðirnar 254,271 þurr skippund, en 196,483 á sama tíma 1929. Bankarnir hafa lánað út á allan fisk sem liggur. Ríkið á því beinlínis háar fjárupphæðir í fiskinum, auk þess sem meginhlutinn af tekj- um þess, er imdir sölunni kominn. Falli fiskur-. inn áfram í verði, hljóta atvinnurekendur að reyna að velta verðfallinu yfii; á verkalýð og sjðmenn með lækkuðum vinnulaunum og iægra blautfisksverði. Bankar ríkisins eiga rnikið af fjármagni sínu undir því að þessi launalækkun- artilraun takist — og verða því sem endranær atvinnurekendum hjálpanlegir til að brjóta samtök verkalýðsins á bak aftur og lækka laun- in — jafnvel með langvarandi verkbanni. Það getur jafnvel borgað sig fyrir stóratvirmurek- andann mikla — íslenzka ríkið — að stöðva útgerð eða framleiðslu um nokkurt skeið, til þess að geta eyðilagt samtök verkalýðsins um lengri tíma. Og það hótar Jónas frá Hriflu að gera — t. d. loka síldarbræðslunni heilt ár -- ef verka- lýðurinn ekki reynist auðsveipur. Sama gildir vafalaust um vegalagningar og slík verk. Ríkisstjómin myndi eftir þessari yf- irlýsingu dómsmálaráðherrans ekki hika -við að láta þá vinnu niður falla um eitt ár, frekar en láta undan verkalýð. Og með þessu myndi ríkisstjórnin slá tvær f lugur í einu höggi: kúga verkalýðinn og spara útgjöld fyrir ríkið, sem yrði vafalaust all að- þrengt meðan kreppan stæði yfir. Hinsvegar er það mjög þægilegt fyrir ríkis- stjórnina að hóta að svelta verkalýðinn til að láta undan, því hún hefir um leið skatt- og tollálöguvaldið gegnum Alþingi, til að ryja fá- tæka alþýðuna fyrir ríkissjóðinn að því litla, er hún gæti fengið sér í vinnulaun annars- staðar. Hafi nú einhverjir verkamenn gert sér vonir um að ríkisauðvaldið með Framsóknarráðu- neytið sem framkvæmdastjóm sína, myndi verða verkalýðnum vinveittara en gamla í- haldið, þá ætti Jónas frá Hriflu nú að hafa fu!l- komlega eyðilagt þær tálvonir. Minnsla kosti var einn helzti foringi íhaldsins á íslandi, Jón Ólafsson, forstjóri annars mesta auðfelags landsins, „Alliance“, og bankastjóri Otvegs- bankans, — ekki lengi að skilja yfirlýsingu Jónasar og samsinna henni og vitna í hana ein- mitt um verkbannshótunina í ræðu, sem hann hélt á eftir. Og allt íhaldið á Siglufirði hefði óðar kosið Jónas sem fulltrúa sinn á þing, ef kosningar hefðu farið fram daginn eftir veizl- una. Svo hrifið var það. Bardagaaðferð-ríkisauðvaldsins Á því stigi', sem auðvaldsþróunin nú stendur ei það ein helzta skylda allra sannra foi’víg- ismanna verklýðshreyfingarinnar, að vekja eft- irtekt verkalýðsins á hinni hættulegu aðstöðu hans og reyna að sameina hann einkum gegn voldugasta andstæðingnum, ríkisvaldinu, sem nú kemur fram sem miskunnarlaust ríkisauð- vald. Reynir nú mjög á hve rétta skoðun jafnað- armenn hafa á ríkisvaldinu og hlutverki ^þess. Kommúnistar líta eins og allir Marx-sinnar á ríkisvaldið sem framkvæmdavald yfirráðastétt- arinnar og kemur það greinilega frain sem slíkt nú. Sosialdemókratar, eins og aðrir borg- aralegir umbótamenn, líta á ríkisvaldið sem eitthvað óháð stéttunum, sem eitthvert afl, er standi þeim ofar. Reynir nú á hvor skoðunin

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.