Verklýðsblaðið - 16.09.1930, Side 4

Verklýðsblaðið - 16.09.1930, Side 4
verður sterkari innan Alþýðuflokksins, þvi cí það er álitið nóg-, að ríkisrekstur sé á atvínnu- vegunum og þjóðnýtingunni, takmarki sosial- ismans, sé náð með ríkisrekstrinum, þá munu slíkir „jafnaðarmenn“, er það álíta, standa með ríkisvaldinu í komándi deilu þess við verkalýð. All einkennileg er afstaða íhaldsblaðanna út af ræðu Jónasar. „Morgunblaðið" telur hana skrípaleik einn. Heldur blaðið þar áfram aðferð sinni að agitera Jónas frá Hriflu upp meðal al- þýðu sem aðaííhaldsandstæðing landsins. Með þessu móti villir blaðið fjölmörgum alþýðu- mönnum sýn. Það stimplar ríkisauðvaldið sem hreinasta kommúnisma og Jónas sem höfuðpaur kommúnista. Er með þessu vakin tiltrú til Framsóknar og Jónasar hjá ýmsum verka- mönnum og fátækum bændum, sem vanir eru að hafa í hávegum menn þá, er íhaldið níðir. Hjálpa íhaldsblöðin þannig til að auka fylgi „Framsóknar", með þeim möxmum, er yrði ákveðnir andstæðingar ríkisvaldsins, er þeir sjá það í sinni réttu mynd. Þó gera íhaldsblöðin þetta enganveginn af pólitískum klókindum til að tryggja öðrum aðalflokki íslenzka auðvalds- ins þá menn, sem hinn flokkurinn — íhaldið — ekki fær. Nei. Þau gera þetta sem flest önnur verk sín af heimsku og hatri annarsvegar. Af heimsku líkri hundanna, sem spangóla upp í tunglið, — af því skilningsleysi að trúa enn þá á samkeppniskenningu auðvaldsins, þegar hringamyndunin, fjármála- og ríkisauðvaldið, eru búin að gersigra landið, — af því lærifeður ísl. auðvaldsins enn þá tilheyra Manchester- skólanum, eru tæprí öld á eftir tímanum. Hins- vegar af hatri, — hatri nokkurra stjómmála- manna (á borð við S. Eggerz. J. Þorl. o. fl.) til slungnari braskara, er „slá þá út“ í samkeppn- inni, — og hatri kaupmannaklíkunnar til rísandi samvinnuhreyfingar íslenzkrar alþýðu, sem kaupmannavaldið þó um leið reynir að spilla með því að eitra hana anda sínum og hefir tek- izt það að nokkru leyti, því miður. En það sem máli skiptii* fyrir verklýðshreyf- inguna, er að láta þessa meira eða minna mála- myndar- og yfirborðsandstöðu einkaauðvaldsins gegn ríkisauðvaldinu og aðalmanni þess, dóms- málaráðherranum, enganveginn verða til að riðla fylkingum sínum í baráttunni gegn báð- um þessum örmum auðvaldsins — og ekki þá hvað síst ríkisvaldinu sjálfu. Einkaauðvaldið og íhaldið, hinn pólitiski fiokkur þess, er það kunnugt allri alþýðu, að hún varast það. En ríkisauðvaldið er hulið hjúp hinna hættu- legustu blekkinga og víða tengt samvinnu- og þjóðnýtingarhugmyndum jafnaðarstefnunnar á hinn viðsjárverðasta hátt. Þess vegna þarf nú að leggja miklu meiri áherslu á að upplýsa al- þýðu um hið sanna innræti þess. Aðferð ríkisauðvaldsins í baráttunni við verkalýðinn er sú að deila og drottna. Fyrst reynir ríkisstjórnin og flokkur hennar að tengja forvígismenn verkalýðsins við fyrirtæki ríkis- auðvaldsins, gera þá áhugasama um að viðhalda stéttarfrið og vinnufrið í landinu og lama þannig stéttabaráttu verkalýðsins. Vogi þeir sér engu að síður að tala djarflega máli verka- lýðsins og krefjast umbóta honum til handa, en móti hagsmunum auðvaldsins, — þá hótar dómsmálaráðherrann að sreka þá (sbr. grein J. J. gegn Einari Olgeirssyni des. 1928). Á þennan hátt gerir ríkisauðvaldið ýmsa helstu foringja verkalýðsins háða sér, bindur jafnvel málgagn flokksins á skuldaklafa bank- anna og nær þannig broti úr verkalýðnum með sér. En dirfist hinn hluti verkalýðsins, sem engra gæða nýtur af bræðingnum, sem fær að þræla fyrir sultarkaupi hjá ríkinu eða öðrum atvinnu- rekendum, — að rísa gegn kúguninni með eina vopnftiu, sem hann á til, verkfalli, — þá ætlar ríkisauðvaldið að svelta hann til hlýðni með verkbanni, sem jafnvel gæti staðið heilt ár. Svo hótar Jónas frá Hriflu fyrir hönd ríkisstjómar- innar um leið og Jóni Baldvinssyni er veitt bankastj órastaðan við Útvegsbankann. Og hver yrði afleiðingin ef þessi hótun yrði f ramkvæmd ? íslenzkur verkalýður lætur ekki svelta sig í hel, þótt foringjar hans séu settir í æðstu stöð- ur landsins. Því harðara sem ríldsstjórnin tek- ur á verkalýðnum, því miskunnarlausari skulu árásirnar verða á móti. Eða hvort er ástæða til að greiða skatta til hungurstjómar slíkrar, til að greiða vexti af lánum frá bönkum hennar, hlýða embættis- mönnum hennar eða virða lög hennar að nokkru? Og allsherjarverkfall er til sem vopn þótt enn hafi eigi verið notað. Og þegar framkvæmdarstjóm ríkisvaldsins á íslandi ætlaði sér að beita ofbeldi til að kúga hinn róttæka verkalýð til að láta undan, þá myndi víst ekki veita af ríkisslögreglu íhaldsins — og hvað er orðið um lýðræðishjal „Fram- sóknar“ þá? í áttina til fasisma Öllum verkalýð verður því að vera Ijóst, að með þessum tilkynningum dómsmálaráð- herra, er stefnt í áttina til fasisma. Og þótt of- beldisboðunin og andúðin gegn þingræðinu, sem hvarvetna erlendis eru meginþættir fasismans, ekki komi hér í Ijós á þessu stigi málsins, þá eru þó önnur byrjunareinkenni hans til hér, svo sem nú skal telja. Fasismi byrjar alltaf sem „róttæk vinstri" stefna, sem glamrar með vígorðum jafnaðar- manna og nær á þann hátt fylgi alþýðu, sem það síðan notar til að festa auðvaldið í sessi. Eitt aðalmarkmið fasismans er að bæla niður stétta- baráttu verkalýðsins og skapa vixmufrið fyrir auðvaldið. Eitt aðaleinkenni á atvinnuskipulagi fasismans í Italíu er víðtækur ríkisrekstur og ríkiseinkasölur — en auðvaldinu í hag. Og eitt aðalatriðið, sem fasisminn notar sér til að ná völdum, er einhver „sterk persóna“, er hefir lýðhylli og átrúnað, — og þykja ágæt- lega *fallnir til þess menn, sem áður hafa verið foringjar jafnaðarmanna. Og það gildir um þá báða Mussolini og Jónas frá Hriflu. Hér með skal enganveginn sagt að „Fram- sókn“ sé flokkur fasista eða því um líkt, því til fasistaflokks þarf betur skipaðan og agaðan flokk en þexman sundxirlausa milliflokk. En hitt viljum við leggja áherzlu á og vara bæði verkamenn og bændur í Alþýðu- og Fram- sóknarflokki við, að með þeixri stjómarstefnu, sem nú er rekin, er stefnt í áttina til alræðis ríkisauðvalds og fasisma og harðvítugrar bar- áttu við allan þann verkalýð, sem berst fyrir lokasigri sosialismans. Rök atvinnuþróunarinn- ar og vandræði kreppunnar munu knýja núver- andi valdhafa viljandi og óviljandi út í þessa stéttastyrjöld við verkalýðinn, fyrst þeir ekki höfðu hug né vilja til að beina vopnum sínum gegn íslenzka auðvaldsskipulaginu. Og ræða J. J. sýnir að nú er þeim að verða ljóst hvert þeir stefna og — þeir sætta sig við það. „Verklýðsblaðið“ Pósthólf 761 — Reykjavík Áskriftarmiði Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi „Verklýðsblaðsinsu . Nafn Staða Heimili Áskriftargjald g; JJJ g* “2 f “ (Klippist úr og sendist til blaðsins) „Verklýðsblaðið". Ritstjórn: Ritnefnd „Spörtu“. — Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. 0. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta. 3. þing S. U. J. Framh. af 1. síðu. enn á fyrsta bernsku stigi. Það eru ekki liðin nema tæp tvö ár síðan að Samband ungra jafn- aðarmanna var stofnað. Þó telur það orðið 1200 meðlimi í 10 deildum víðsvegar um land. Það er því engum vafa bundið að æska íslenzkrar alþýðu mun þess fyllilega megnug, að skapa sér þann orðsstír ungra jafnaðarmaxma í öðrum löndum að verða framsæknasti hluti verkalýðs- ins. Því er óhætt að slá föstu að hreyfing ungra jafnaðarmanna hefir með samtökum sínum nú þegar skapað sér það sæti í íslenzkum stjóm- málum, að hún er orðixm sá pólitíski aðili, sem ekki verður gengið framhjá. Mörg merk mál bíða úrlausnar þingsins. 1 fremstu röð má telja skipulagsmálin. Það verð- ur að skapa ákveðinn grundvöll að góðri skipu- lagningu samtakanna, svo að unnt verði að draga alla meðlimi sambandsins í virka starf- semi fyx-ir málum jafnaðarstefnunnar. Einn lið- ur í betri skipulagningu samtakanna verður og að fixma ráð til þess hvernig bezt verði hagað félagsstarfsemi í smæxri kaupstöðum og koma fastari reglu á samvinnuna við einstaklings- meðlimina upp til sveita. Ekki verður það síður drjúgt verkefni þings- ins að ræða hagsmunamál ungra verkamanna og kvenna, smíða sér vopn í baráttunni fyrir styttri vinnutíma unglinga, betri launum, end- urbótum á hinni ranglátu iðnnemalöggjöf o. s. frv. Mörg öxmur stórmál munu verða rædd á þinginu svo sem stofnun bamadeilda til þess að losa böm alþýðumaxma undan áhrifum borgai'alegra félaga, stofnun íþróttadeilda, og öflugri menningarstafsemi ungra jafnaðar- manna. ótvírætt mun þingið á Siglufirði skapa veg- legt sæti í sögu jafnaðarstefnunnar á íslandi. Kafli úr verkamannabréfi framhald af 2. síðu Alstaðar þar sem verkamenn voru saman komnir á Siglufirði, var verkfallið til umræðu, hvað þeim bæri að gera fyrir verkfallsmexmina. „Skyldur okkar við þá eru ótakmarkaðar“, sagði einn. Um kvöldið kl. 8 kom símskeyti frá Akureyri, sem var eitthvað á þessa leið: Vinna stöðvuð í Krossanesi. Kallið saman fund. Hefjið samskot. Þessa daga var mikil vinna á Siglufirði, og unnu menn oft til kl. 10 á kvöldin. En þegar það bai'st frá maxrni til manns, að fundur ætti að vera kl. 9 um kvöldið, hættu menn að vinna, og komu margir vinnuklæddir, og blandaðist víst engum hugur um, að það var reglulegur verkamannafundur. Menn voru einhuga og „stemningin" var ágæt, og hefi ég óvíða kunn- að betur við mig en þax*. Mættir voru ca. 100 félagar, þó fundur væri boðaður með tæpum klukkutíma fyrirvara. I verkfallssjóð söfnuðust um 100 krónur. En í allt söfnuðust í bænum 900 kr. og fóru til verk- fallsmanna í Krossanesi 400 krónur, en með 500 krónum stofnaði verkamannafélag Siglufjarðar verkfallssjóð (eftir því, sem mér var skrifað síðar). Sú frétt barst til Siglufjarðar, að Félag ungra sj álfstæðismanna á Akureyri, sem sumir kalla „Fjelag ungra gamalmenna" ætlaði að fjölmenna í KroSsanes og sýna með því sjálf- stæði sitt, að hjálpa Holdö. Siglfirðingar voru ákveðnir í því að veita þeim #ungu gamalmenn- unum) þær viðtökur, sem þeir áttu skilið. „Við erum ekki í vandræðum að komast inn til Akur- eyrar, það eru mörg skip við bryggjurnar“,. sögðu þeir. Þann stutta tíma, sem ég stóð við á Siglu- firði eignaðist ég marga vini meðal stétta- bræðra minna, sem ég dáist að og ber mikið traust til, og vona að þeir taki eftir í tíma ef nokkur skyldi vera í verkamannafélaginu, sem ræki þar erindi burgeisanna eða vildi gera fé- lagana afturhaldssama.-------— Verkamaður.

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.