Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 21.03.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 21.03.1931, Blaðsíða 4
Nú vil ég beina örfáum orðum til ungu kyn- slóðarinnar í hreppnum mínum, sem aðgerða- laus lifir ár eftir ár og ekkert reynir til bóta. Ég skora því á ykkur, og særi ykkur við sæmd ykkar og heiður, að hefjast handa á móti ein- okun, kúgun, þrældómi og afturhaldssemi, og ryðja nýja braut í þjónustu bræðralagsins. Verzlunaraðferð hér í hreppi er í alla staði slæm og óþolandi. Menn leggja inn vörur sín- ár, og fá ekki að vita, hvað mikinn gjaldeyrir þeir fá fyrir hana fyr en eftir langan tíma, og svipað er með úttektina. Þetta er gangurinn, tekið út og lagt inni, og það allt í mestu ráð- leysis blindni, að undanskildum einstaka mönn- um, svo sem efnabændunum. Þeir hafa á laun hærra verð fyrir vöru sínar en fjöldinn. Á hverjum áramótum fer fram uppgjör við við- skiptamennina. Ég ætla ekki að lýsa því á neinn hátt, nema að því leyti, að fáir eiga inn- eign við áramótin. í kaupstaðnum hér á Amarstapa er um tölu- verða vinnu að ræða, 4 vorin og sumrin, en þó sérstaklega á haustin. Á vorin og sumrin er aðallega um skipavinnu að ræða, og hana svo vonda að slíkt þekkist óvíða. Þar er engin bryggja, og verða menn að bera á bakinu allt upp úr bátnum, eða þá á handbörum, og vaða sjóinn í mitti og upp undir höndur. Að því loknu halda þeir áfram að bera upp í vöru- geymsluhúsin, en tíl þeirra er yfir læk og snar- bratta grjótkleif að fara. Það er þungt ok að bera á bakinu 100 kg. poka yfir grjótleið, og fá svo ekki að verðlaunum nema 80 aura á klukkutímann, hvort heldur er á nótt eða degi, helgum degi eða rúmhelgum. Og verða svo þar að auki að rífa í sig matinn eins og hundar í skarni, meðan á afgreiðslu skipanna stendur. Svo er það haustvinnan (sláturtíðin), sem er mjög slæm vinna, óþrifaleg, og mjög á eftir tímanum í alla staði, hvað húsrúm snertir og verkfæri og einnig meðhöndlan á kjötinu. Þessa vinnu verðum við að byrja áð vinna með degi og það fram í myrkur á kvöldin, og sumir langt fram á kvöld. Og fyrir allan þennan vinnutíma, sem stundum kemst upp í 14—15 klukkutíma á dag, fáum við ekki nema 6—8 krónur á dag, og sumir að emhverju Leyti frítt fæði, sérstak- lega ef það eru vildarmenn atvinnurekenda. Undanfarin sumur hefir ríkissjóður verið að leggja bílfæran veg hér vestur um sveitirnar, og fyrst í sumar var byrjað á honum hér í hreppi. Það er nú á margan hátt gott og ágætt að fá veginn, „en böggull fylgir nú skammrifi“. Því hverjum verkfærum manni er gert að skyldu að vinna mörg dagsverk endurgjalds- Laust eða að borga þau sér á parti. Fyrir þetta hafa menn borið mikinn skaða í vinnutapi frá heimilum sínum. Fyrir skömmu átti ég tal við einn fátækan mann, Jón bónda Kristjánsson í Melabúð á Hellnum. Þar á meðal segir hann. „F.yrír það, að ég varð að fara og vinna skyldudag'sverkin, tapaði ég öllum beztu dögun- um á rneðan aflabrögðin voru sem bezt“. En svo hittist á að áflabrögð voru góð um þetta leyti*). Eftir því, sem mér sýnist og ég bezt til þekki hefði verið nóg rúm fyrir nokkurn afla inn í heimili mannsins, en í stað þess er hann sviftur skerfi sínum úr auðlind náttúrunnar, af rikisvaldinu og þess útsendurum. Þessa sögu gæti ég endurtekið upp aftur og aftur um marga fátæka menn í byggðarlagi mínu. Ég kveð nú þetta greinarkorn rnitt, því mér súrnar í augum, er ég sé mig staddan á kær- leikslausri eyðimörk samtíðar minnar. Þvi hrópa ég nú til stéttarbræðra minna í nafni kærleikans og bræðralagsins um hjálp handa mér og meðbræðrum mínum, bömum þeirra og bömum mínum. Sendið okkur rödd, er getur vakið upp af dáðleysis svefni ungu kynslóðina, svo á henni megi rætast orð skáldsins, „til að velta í rústir og byggja á ný“. Ég skora því á ungu kynslóðina í sveit minni „að velta í rúst- ir“ íhaldi, afturhaldi, einokun, kúgun, þræla- haldi, ófrelsi, órétti, „og byggja á ný“ kær- leika, bræðralag, frjálsræði og jafnrétti. ___________ Hreppsbúi. *) Á Hellnurn liia menn öllu moira á sjávarafurð- um on landbúnaði. Frá ísafirði (Úr verkamannabréfi). .. . Hér gengur flest afturábak, þegar annar- staðar fer áfram. 22. febr. var haldinn hér verklýðsfélagsfundur í sal Hjálpræðishersins. Á dagskrá var: 1. Inntaka nýrra félaga, 2. „Vöggur“ (félagsblaðið), 3. Prentsmiðjumálið, 4. Guðm. Hagalín: Erindi um erlendan alþýðu- rithöfund. Fyi’sta málið gekk fljótt. Einn var tekinn inn, öðrum vísað frá. 2. málið var „Vöggur“, sem var svo innan- tómur að ekki var opnaður. í stað þess var lesið upp bréf frá miðstjóm Alþýðuflokksins, þar sem menn vora beðnir að muna eftir „Jafn- aðarmönnum" hér á ísafirði við næstu Al- þingiskosningar. (Að kjósa þá Finn eða Vil- mund, hvorn þeirra, sem yrði í kjörí. Þetta stóð vitanlega ekki beint í bréfinu). Sást eng- um bregða þá svo væri mælt. En aftur sást á nokkrum, að þeim þótti, sem slíkur lestur hefði mátt bíða einn fund til, þar sem það mál var ekki á dagskrá. Því næst var prentsmiðjumálið, og var það ekkert rætt. En tillaga kom fram þess efnis, að kjósa 5 manna nefnd til söfnunar fyrir prentsmiðju. Var hún samþykkt með 7 atkvæð- um gegn engu. (Á fundinum voru 80—100 manns). Vora þá kosnir menn í nefndina og hlaut sá hæsti 7 eða 8 atkvæði, en sá lægsti 3. Þannig var nefndin kosin. Þá var tekið fyrir 4. og síðasta málið. Guðm. Hagalín: Erindi. Hefði það einnig mátt bíða, því að því loknu var andinn yfir Finni orðinn svo kaldur, að hann neitaði bróður sínum, Ing- ólfi Jónssyni að ræða verklýðsmál, og sagði fundi slitið. Kvað Ingólfur ófyrirgefanlegt að slíta fundi, meðan ekkert verklýðsmál hefði verið rætt, svo sem atvinnuleysísskýrslur og kaupgjaldssamningar, þó ekki væra eftir nema tvö fundartímabil, þar til samninga ætti að endumýja. Má því búast við, eins og sakir standa nú, að aðeins verði komið með tillögu á síðustu stundu, um kaup, er þú og ég á að hafa og fólkinu sagt að samþykkja. Því miður er hætt við að þá verði í hugum margra eftir venju: „Fylla mun ég flokkinn þann, er fylgið hefir meira“. Og ef einhver er í vafa, þá: „Yfirmönnunum allra bezt, áttu að fylgja, þó þér sé verst“. Og þar með verði samningarnir samþykktir, eins og yfinnennirnir vilja hafa þá. — Því for- maður félagsins (Finnur Jónsson, krati), hefir yfir mestri atvinnu að ráða í bænum og þar af leiðandi fyrsti maður til samþykktar kaup- samninga. En sú kemur tíðin að verkalýðurinn vakn- ar ... Kommúnismi, landslag og veðrátta „Kyndli“, blaði ungra sósíaldemókrata, hefir . nú loks tekist, eftir áralangar rannsóknir þaul- æfðra vísindamanna, að finna orsakimar fyrir því, hversvegna framtíðarskipulagið á tslandi er auðvaldsskipulagið en ekki kommúnismi. Þó að kommúnisminn „eigi við“ víða út í heimi, er fjarri því að hann eigi við á íslandi. Veldur því íslenzkt landslag og veðrátta. Kommúnismi kvað til dæmis þrífast ágætlega í kuldunum í Síberíu og hitunum í Indlandi. Aftur á móti er óhugsandi að hann þoli vetrarhörkumar hér. Við olíuframleiðsluna í Kaukasus kvað kommún isminn reynast ágætlega. Hinsvegar er það hin mesta villa að hugsa sér að kommúnisminn geti fest rætur við olíustöðvarnar hér. Að vísu er Kaukasus háfjallaland eins og ísland, en það kváðu vera allt aðrar bergtegundir í fjöllunum þar syðra. Togararnir voru loks leystir úr banni og leyft að fara á veiðar í fyrradag. Era þeir nú búnir að liggja bundir allan bezta tíma vertíðarinnar. Lengur hafa stóru útgerðar- og fisksölufélögin ekki tieyst sér að halda þeim í höfn. — Öll skip, sem verið hafa að veiðum, hafa haft mokafla meðan togararnir lágu inni. Má hamingjan vita bversu lengi þessi mikli afli helzt. — En stóru útgerðarfélögin eiga sjálfsagt þá ósk heitasta að fiskiríið sé þegar á enda. Uppfylling. (Verkamannabréf). Á laugardaginn 28. f. m. var grein(?) í Al- þýðublaðinu. Það var nærri hálfur dálkur með 49 mannanöfnum. Það er ekki atvinnuleysið á ritstjómarskrif- stofunni þar, fyrst þeir komast ekki yfir það þrír að skrifa eitthvað af viti í blaðið. Þeir hefðu þó í verstu tilfellum getað skrifað um hvað mikið er að gera. Þeim lætur hvort sem er ekki svo vel að skrifa um atvinnuleysi. Annars heldur nú Ólafur ritstjóri því fram, að þegar verkalýðurinn er hungraður, þá eigi hann að þegja svo atvinnurekendumir viti það ekki. En úr því að blaðið er farið að nota svona uppfyllingu til að skila ekki auðu, þá finnst mér að heppilegast væri að hafa það eins og „Kyndill“ á kosningadaginn í fyrra, að fá bara eina heilsíðu auglýsingu hjá Tóbaksverzlun ís- lands h.f. Það munar þó svolítið um það. Og okkur atvinnuleysingjunum er alveg hætt að blöskra hvemig blaðið er hvort sem er. . eson Bækur um kommúnisman. Á íslenzku: Þróun Jafnaðarstefnunnar, eftir Fr. Engels. Kommúnistaávai’pið, eftir. K. Marx og Fr. Engels. Leninisminn, eftir J. Stalin. Byltingin í Rússlandi, eftir Stefán Péturs- son. Athugasemdir við Gotha-stefnuskrána, eftir K. Marx. (Með inngangi og eftirmála eftir Brynjólf Bjamason. Sérprentun úr „Rétti“j. Erindi bolsévismans til bænda, eftir Einar Olgeirsson. Baráttustefnuskrá Kommúnistaflokks Is- lands. Allar þessar bækur fást í Bókaverzlun AI- þýðu, Lækjargötu 4. Tímarit um þjóðfélags- og menningarmál M emur út 4 sinnuin á ári. Árg. kostar 5 kr Gerist áskrifendur. Afgreiðslumaður í Iteykjavík: Arinbjörn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. „V erklýðsblaðið4*. ! Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr„ i lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.