Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 26.05.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 26.05.1931, Blaðsíða 2
Barnadagurinn ?5. maí tókst ágætlega Alla síðastliðna viku vorum við að undir- búa hinn fyxsta almenna bamadag- Sambands ungra kommúnista. Og undinbúningurinn var mikill og- margvíslegur. Fyrst og fremst þurfti að ákveða staðinn, útvega bílana og skipuleggja aðsóknina. Fyrst ákváðum við að halda skemmtunina undir Hamrahlíð. En þegar hin gífurlega þátttaka var auðsæ, þá sáum við strax, að Hamrahlíð vai’ allt of óhentugur staður og fengum því Lækjarbotna lánaða. Þar héldum við daginn og á bóndinn á Lögbergi miklar þakkir skilið fyrir allskonar hjálp og liðleg- heit. 20 kassabílar voi*u svo pantaðir hjá Vöru- bílastöðinni 1 Reykjavík. En þegar á staðinn kom, voru þeir allt of fáir og urðu að lokum 26, auk nokkurra hjálparbíla. Einnig bílstjór- unum eigum við að miklu leyti að þakka, hve ferðin tókst vel. •* Síðan þúrfti að skipuleggja aðsóknina. I því augnamiði voru búnir til 600 miðar, sem af- hentir voru á afgreiðslu Verklýðsblaðsins og auk þess í Hljóðfærahúsinu og verzlun Ben. Elfar. Við vissum ósköp vei, að þessir miðar myndu aldrei nægja hinum mörgu þúsundum alþýðubarna Reykjavíkur, en hitt vissum við líka, að við höfðum ekki krafta eða fjármagn til að halda þeim öllum skemmtun. Það sann- aðist líka, því að á laugardagsmorguninn, þegar bömin komu að sækja miðana, þá var aðsóknin svo mikil, að á 4 tímum voru allir. miðamir famir. Og alla dagana, allt þangað til lagt var af stað, þá streymdu tugir og hundruð bama til okkar í miðaleit. Svo kom veitingastarfið. Það hafði verið á- kveðið, að gefa öllum bömunum mjólk og brauð. Veitinganefndin var í óðaönn að út- vega kökur og mjólk. Allar stúlkurnar i F. U. K. og Spörtu vom önnum kafnar við að baka. En þó er sérstaklega vert að geta hinnar rausnarlegu aðstoðar flestra brauðbúða í bænum, ásamt Mjólkurfélags Reykjavíkur, Verzl. Jóns Þórðarsonar o. fl. Hjálp þeirra var svo mikil, að enga einustu köku þurfti að kaupa. Fjolmargt annað varð að gera. Það þurfti að ná í strigapoka fyrir pokahlaupin, útbúa kröfuspjöldin, útvega boltana, litla rauða fána á hvern bíl, sjá fyrir merkjum, hljóðfærum, leikhópunum o. fl. o. fl. Það þurfti líka að fá lækni eða hjúkrunar- konu til að vera með í förinni. Og fengum við ungfrú Kristínu Thoroddsen, sem sýndi verk- lýðsbörnunum þann vinarhug, að vilja enga borgun þiggja. Að vísu var hún atvinnulaus þama uppfrá, því að enginn krakki meiddist. Fregnin um daginn læsti sig eins og eldur í sinu út um alla Reykjavík, og létti það mikið undir útbreiðslustarfinu. Auk stórra auglýsinga í Verklýðsblaðinu og Alþýðublað- verkalýðsins, þau hafa staðið opin hverj.um þeim verkamanni, sem vildi berjast fyrir hagsmunum verkalýðsins. Kommúnistar hafa dyggilegast barizt með atvinnuleysingjum og skipulagt baráttu þeirra, og fyriv það voru þeir settir í fangeH. Hér hafið þið, verka- menn, því nokkuð til samanburðar. Verkamenn til sjávar og sveita! >3núið baki við fiokkum borga’.ar.na, Þeir hafa nógu lengi blekkt ykkur, blekkingar þeirra haf.'ð þið sjálfir sannreynt! Fylkið ykkur utan uin Kommúnistaflokk Islands, sem er hinn eini flokkur, er berst fyrir hagsmunum ykkar og getur leyst ykkur úr ánauð auðvaldsins. Þessvegna kjósa allir stéttvísir verkamenn og verkakonur B-listann í Reykjavík og fram- bjóðendur kommúnista í öðrum kjördæmum. Kommúnistaflokkur íslands. inu, voru fest upp mjög falleg og áberandi „plaköt“ á götunum. Þessi „plaköt“, sem voru listavel gerð, hrifu hugi allra þeirra alþýðu- bama, sem sáu þau, því að þau sýndu sam- fylkingu verklýðsbama allra landa. Síðan var gefið út lítið barnablað með mörg- um myndum. Hét það Hamar og Sigð. Fyrir hádegi á mánudag — 25. maí — var öllum undirbúningi lokið. Barnadagur SUK rann svo upp og augu allra félaganna og bamanna mændu á himin- inn til að sjá, hvernig veðrið yrði. Loftið var fyrst skýjað töluvert, en er á leið, greiddist úr þeim og sólin fékk óhindruð að skína allan daginn. Klukkan 1 voru bílamir komnir á staðinn. Bömin fóru að hrúgast upp í þá og á svip- stundu voru allir bílarnir — 26 að tölu — orðnir troðfullir. Þegar hver bíll var orðinn fullur, keyrði hann niður í Lækjargötu og staðnæmdust þeir þar allir. Hver bíll var númeraður og skrifaði flokksstjóri hans bíl- númerið aftan á miða barnanna og taldi þau. Það var mikilfengleg sjón að sjá alla bíla- lestina, þar sem hún staðnæmdist á Lækjar- götunni, öll skreytt rauðum fánum og „plak- ötum“. Þau 600 fjörugu og kátu líf, sem í bílunum voru, sýndu hina miklu tiltrú og traust, sem alþýða þessa bæjar sýndi sam- bandi ungra kommúnista, er hún fól því á hendur varðveizlu þeirra þeiman dag. Svo var merkið gefið. Allir bílamir runnu af stað og undir söng og rauðum fánum þaut þessi mikla lest áfram, keyrði fyrst Vonai’- stræti, Aðalstræti og Hafnarstræti inn Hverf- isgötu og svo — áfram upp í sveit. — Rétt fyrir innan bæinn staðnæmdist lestin. Bílunum var raðað eftir númerum og vista- bíllinn með stórum rauðum fána hafður fremstur, til þess að vistimar skemmdust ekki af rykinu. Síðan var haldið stanzlaust áfram. Sólskin- ið var alltaf að aukast og kætin óx. Bömin sungu og hlógu eða sögðu skrítlur og sögur. Klukkan 2^/% komum við á Lækjarbotna og bömin streymdu út úr bílunum, sem fóru strax aftur. Fyrst voru sungin nokkur lög og síðan • dreifði fjöldinn sér um vellina, sem eru ágætlega failnir til slíkra ferða. Hver bílfor- ingi tók að sér sinn hóp, gekk með hann fylktu liði á einhvem góðan blett og leikirnir hófust. Allskonar leikir voru leiknir, hlaup og stökk, fótbolti o. s. frv. Rólurnar voru líka óspart notaðar. Oft mátti sjá fylkingar með hundruðum bama ganga undir rauðum fánum um vellina. Hópamir slógu sér stundum sam- an, skildu síðan og aftur og léku sér. Alls- staðar var kæti og fjör. Engin meiðsli og enginn grátur. Stór hluti bamanna var mjög ungur, allt frá 5 og 6 áram. En hið ágæta skipulag olli því, að allt fór ágætlega fram. Strax og komið var á staðinn var byrjað að veita. Stóreflis kössum með kökum, glösum og diskum, mjólkurbrúsum o. s. frv. var raðað á veitingastaðinn. Veitingarnar fóra fram með ágætu skipu- lagi. Tveir og þrír hópar voru kallaðir í einu. Þeir komu þangað fylktu liði og settust niður í röðum og hálfhringum. Síðan hófust veiting- amar. Hvert barn ásamt flokksforingjanum fékk 2 glös af mjólk og 4 vænar kökur. Þau sem meira vildu fengu alLtaf eitthvað að auki. Eftir veitingamar héldu hópamir út á vell- ina og hófu leikina. Smáverðlaunum var út- býtt og var það ágæt skemmtun. Um kl. 4 voru öll börnin kölluð saman. Streymdu þau allstaðar að í smáfylkingum. Lúðrasveit, er var þar að æfa sig, spilaði nokk- ur lög. Síðan tók „maðurinn með sögina“ við. Allir bamahópamir settust upp undir hraun í kring um hann. Hann byrjaði að spila söngva J alþýðunnar og bömin þrengdu sér alltaf nær og nær. Þarna vora líka sagðar smásögur. Nokkrir félagar héldu ræður. Þar á meðal einn 9 ára gamall verkamannssonur. Hann talaði um sam- einingu hinna smáu íþróttafélaga verklýðs- bamanna í úthverfum Reykjavíkur. Einna mest þótti börnunum gaman að leik- hópunum, sem sýndu nokkra leiki út undir beram himni. Nú var klukkan að verða 6. Börnin fóru að tínast upp í bílana, glöð og ánægð eftir dag- inn. Hver hópur fór í sinn sérstaka bíl og vandlega talið, að ekkert vantaði. Bráðlega voru allir bílar fullir. Lestin brunaði af stað. Bömin hrópuðu kveðjuorð og sungu og haldið var heim. Á leiðinni fékk hvert bam barna- biaðið gefins og geymdu þau það vandlega. Kl. 7 komum við á Lækjartorg. Við tókum börnin út úr bílunum, rauðu fánana niður, og með bros á vörum skildist allru hópurinn. Sól- in var að ganga til viðar. Þannig lauk fyrsta degi íslenzku alþýðu- barnanna, fyrsta bamadegi sambands ungra kommúnista. Á þessum degi lærðum við og sáum hverju verklýðsríkið lofar börnum verkalýðsins. Lifi alþjóðasamtök alþýðubamanna! Lifi F. U. K. Lifi Samband ungra kommúnista á Islandi! F. U. K. félagi. Nýr bæblingnr Skattaklyfjarnar. Hvernig getur alþýðan velt þeim af sér? Kommúnistaflokkur Islands hefir gefið út bækling í arkarstærð með þessu nafni. Er þar lýst hinum drepþungu skattabyiðum, sem hvíla á íslenzkri alþýðu, skattapólitík borgara- flokkanna og sósíaldemókrata. Jafnframt er bent á leiðimar fyrir alþýðu að velta af sér skattaklyfjunum undir forastu Kommún- istaflokksins. Bæklingurinn kostar 25 aura og fæst á af- greiðsiu Verklýðsblaðsins, Aðalstræti 9 B (gamla Vísisafgreiðslan). Oráðvendni Ólafs Friðrikssonar í rithætti I greininni „Norðurför stjómmálamann- anna“, er það gefið í skyn að á Borgamesfund- inum hafi kommúnisminn ekkert fylgi haft, og er Héðinn Valdimarsson borinn fyrir þessu. I samtali við mig neitar Héðinn að hafa sagt frá því eins og Alþ.bl. tilgreinir, og að það sé bara samsuða úr ritstjóranum. Enda var það öllum kunnugt, sem á fundinum voru, að kommúnistar áttu þar allmikið fylgi — en aðeins ein kerling klappaði fyrir Héðni. Á Akranesfundinum eyddi Héðinn miklu af ræðutíma sínum í að verja sig fyrir ádeilum mínum, eins og hann hefir viðurkent — svo af frásögn Alþýðubl. lærist það eitt, að ekki er mark takandi á nokkru af fréttum þess, það hefir komist á bekk með „Mogga“ í því sem cðru. Annars ætti bæði Héðinn og aðrir að gæta þess framvegis, að þeir væru ekki bornir fyrir einu og öðru, sem Ólafi Friðrikssyni dettur í hug að láta fjúka. G. I. Kjósendur, sem farið burt úr bænum fyrir kjördag. Kjósið hjá lögmanni í gamla Bamaskólanum (opið 10—12 árd. og 1—7 sd.) Skrifið aðeins bókstafinn B á kjörblaðið, og munið að líma ytra umslagið aftur. „VerklýðsblaðUT. Ábyrgðarna.: Brynjólfur ,Bjamason. — Árg. & kr„ i iausasölu 15 aura eiutakið. — Utanéakrift blaðaina: VerkJýíisblaðið, P. O. Box 761, Reykjavik. PmttemiSjM A«ta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.