Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 29.09.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 29.09.1931, Blaðsíða 2
Síðustu fréttir af fjárhagshruninu Fj árplógsaðferð Kveldálfs og Hesteyrarmálin (Sjómannabréf). Á Alþingi 1930, þegár rætt var um mat á síld til bræðslu, og farið var fram á að öll síld sem afhent væri yrði vegin samkv. lögskip- uðu máli, sem átti að vera 135 kg., risu önd- verðar nokkrar íhaldssálir með Ólafi Thors í broddi fylkingar, og andniæltu slíkri „óhæfu'-. Þótti þeim oflangt gengið á hluta útgerðar- manna, þar eð slíkt hefði töluverðan kostnað I för með sér þá. Meðal vandkvæða sem af viktun hlytist, taldi Ólafur að löndun myndi tefjast að miklum mun. Það er öllum vitanlegt, sem til þekkja, að löndun gengur ekki fljótar fyrir sig á Hest- eyri (sem er eina stöðin sem ekki viktar síld- ina), en á öðrum stöðvum, því eina töfin, sem til greina gæt^komið að telja, er slæm aðstaða um borð. En öðru máli er að gegna, að það hefir komið við útgerðarmanns hjarta Ólafs Thors, að leggja í þann litla kostnað, sem til þurfti, svo að sjómennirnir gætu fengið það sem þeir áttu. En án efa er Kveldúlfur þó nú búinn að fá upp í þann kostnað í gegnum þá yfirvikt sem honum hefir hlotnazt undanfarin sumur. Það er vitanlegt, að Kveldúlfur er bæði selj- andi og kaupandi að þeirri síld, sem fiskast á skip hans, og er því auðskilið, að Ólafi hafi verið það töluvert áhugamál, að koma því fram, að síldin væri aðeins vegin ef seljandi óskaði þess. Að hann hafi ekki farið villur veg- ar með hagsmuni Kveldúlfs sézt ljóslega á því, að t. d. hefir aldrei á Hesteyri mælst meira en 2150 mál úr Þórólfi, en þegar hann í sumar landaði á Sólbakka fékkst úr honum 26Q0 (þar er viktað). En ekki er ein báran stök, það er ekki nóg að sjómenn skaðist á mælingunni um 10—15% af síldarþóknun sinni, heldur eiga þeir í sífelld- um erjum við þá menn, sem Kveldúlfur hefir sett til þess að ákveða hvað sé fullt mál eður ekki. Að þessi fáheyrða ósvífni, með öllum þeim vandkvæðum sem af henni hlótast, skuli Bankarnir hættir að skrásetja erlenda mynt. Undanfarna daga hafa bankarnir aðeins skrásett sterlingspundið á sama verði og áð- ur eða kr. 22.15, og hættu á föstudagsmorgun að selja erlenda mynt. En í gærmorgun hættu bankarnir einnig skrásetningu pundsins og átti sér engin'skrá- Baráttan fyrir meðlimasöfnun í S. U. K. er nú hafin með fullum krafti. Á síðasta fundi F. U. K. í Reykjavík gengu inn 12 nýir félagar og á fundinum stóra sem Kommúnistaflokkur- inn hélt í síðustu viku bættust enn við 5 nýir félagar. • Félag ungra kommúnista stofnað í Hafnarfirði. Á föstudagskvöldið síðasta boðaði S. U. K. til útbreiðslufundar í Hafnarfirði og lauk þeim hafa átt sér stað, má óefað tileinka að mestu leyti sleifarskap formanns okkar sjómann- anna, fyrv. 4. þm. Rvíkur, Sigurjóni Ólafssyni, eftir því sem hann sjálfur segir á þingi, að hann hafi ekki fylgst með umræðum um málið (sjá þingt.). Hann, sem hefði þo átt að vera fulltrúi okkar til þess að benda á þá vansköp- un sem gerð var á lögunum um mat á síld, með breytingartill. Ólafs Thors, þm Vestmannaey- inga og fjarðarbóndans þm. Sunnmýlinga. Það er búinn að hljótast sá skaði fyrir sjómenn á Klveldúlfsskipunum, að við slíkt má ekki leng- ur una. Kveldúlfi er ekki meiri vorkunn að vikta si'idina, en öllum öðrum bræðslustöðum. Við verðum því, félagar, að heimta það að þessi fjárplógsaðferð á nokkurn hluta stéttar- innar, verði afnumin úr lögunum, þegar á næstá þingi, en takizt svo hrapallega til, sém setning stað í gærdag. Allar heildsöluskrif- stofur hafá lokað. Erlendar fréttir. Bankarnir í Svíþjóð og Noregi hafa hækkað forvexti upp í 8% og hætt við gullinnlausn seðla. fundi eftir fjörugar umræður með stofnun F. U. K. 23 ungir verkamenn og konur stofnuðu Hafnarfj arðardeildina. AJls hafa því S. U. K. bætzt 40 nýir íélagar í Reykjavík og Hafnarfirði nú fyrstu viku baráttunnar. Áfram nú með söfnunina félagar! Náum markinu: 125 nýir meðlimir fyrir 4. þing hugsanlegt er, eins og þingið nú er skipað, að það ekki fái framgöngu, verður að kippa því í lag með sérstökum samningi, sem formanni okkar ætti að vera ljúft og skylt að gegnum- gangast, hver svo sem það verður. Stéttarbræður! Fylkið ykkur undir merki hins eina flokks, sem eingöngu berst fyrir vel- ferð verkalýðsins og það er Kommúnistaflokk- ur Islands. Sjómaður. Verklýðsblaðið er í miklum fjárkröggum. Útsölumenn eru beðnir að gera strax skil og kaupendur og styrktarfélagar að greiða strax gjöld sín. 40 nýjir medlixiiix* hafa gengið inn í S. U. K. síðustu viku í Reykjavik og Hafnarfirði. S. U. Ií.! Árás brezka auðvalds- ins á verkalýðinn undir forustu sósíaldemókrata. Verkamannastj ómin brezka, sem nú er far- in frá völdum, hefir undanfarin tvö stjómar- ár sín ráðist hlífðarlaust á lífskjör verkalýðs- ins. Hinir svokölluðu verkamannaforingjar, sem komust í ráðherrastólinn, gjörðust for- verðir auðvaldsins í launalækkun og reyndu á allan hátt að þrengja kosti verkalýðsins. Mun ekki ofsagt að sókn sú, sem hafin<va?''á lífs- kjör alþýðunnar þessi tvö ár standi sem eins- dæmi í sögu yerklýðshreyfingarinnar. MacDonald stjómin komst til valda með því að slá um sig með róttækum slagorðum og kröfum í kosningabaráttunni. Þá lofuðu „verkamannaforingjarnir11 því að berjast fyrir styttingu vinnutímans niður í 7 stundir á dag, að segja atvinnuleysinu stríð á hendur, að bæta tryggingarlöggjöf alþýðu, að berjast íyrir afvopnun og að tryggja frið Bretlands við nýlendurnar. Undir þessum kröfum komst „Labour“ stjórnin til valda. Þegar MacDonald tók við stjórn, voru 1100000 atvinnuleysingj- ar skráðir í Englandi, en nú 10. ágúst, eða skömmu áður en stjórnin fór, var tala þeirra 2714000. Þetta var árangur baráttunnar gegn atvinnuleysinu! Álíka fór með styttingu vinnu- tímans. Vinnutími námumanna er minnst 7j/2 stundir á dag, í mörgum héröðum 8 stundir. f stað þess að bæta tryggingarlöggjöfina voru tugir þúsunda verkamanna rændir at- vinnuleysisstyrk. I einu orði sagt, „yerkamanna“ stjórnin tók að sér að framkvæma verstu sltítverk yfir- stéttarinnar, enda var hún aðnjótandi flQls sfuðnings auðvaldsins brezka. Látíaust unnu „verkamanna" ráðherrarnir að því að velta byrðum kreppunnar yfír á hinn vinnandi lýð. Enda hælast þeir sjálfir yfir árangrinum af þessu starfi sínu, eins og ljóslega kom fram í útvarpsræðu MacDonalds 25. ágúst sl., þar sem hann var að miklast yfir því, að stjórn- inni hafi tekist að lækka tekjur verkalýðsins um llj/2% undanfarin tvö ár. Samkvæmt skýrslum verkamálaráðuneytis- ins hafa laun 2617000 verkamanna verið lækk- uð að miklu leyti fyrstu 6 mánuði þessa árs. Meðan auðvaldið ennþá var þeirrar skoðunar að því mundi takast að yfirbuga kreppuna lét hún MacDonald stjórnina fara með völd, enda bjóst við að geta á þann hátt hægar skellt af- leiðingum kreppunnar yfir á alþýðu. En þegar horfurnar urðu ískyggilegri með degi hverj- um, var gripið til þess ráðs að fella „verka- manna“-stjórnina og mynda samsteypustjórn allra þriggja flokkanna með MacDonald í broddi fylkingar. Hvernig er ástatt með þjóðarbúskap Breta? Nýjustu tölur sem birzt hafa um ástand brezka iðnaðarins og verzlunarinnar, skýrsl- urnar fyrir 2. ársfjórðung 1931, gefa beztu hugmynd um það hve djúptæk kreppan er. Framleiðslan í aðaliðngreinunum var þessi, samanborið við 1929: . / Járn Stál Skipa- Kol (milj. tonn) smíði. II. ársfj. 1928 . . . 6,3 1920 2480 428 II. ársfj. 1931 . ,. 5,5 990 1260 23 Málmframleiðslan (jám og stál) hefir sam- kvæmt þessu minnkað um 50% á móts við 1929. Afturförin í skipasmíði er geysileg og er skipasmíði Bretlands nú komin í saxna horf og hún var árið 1887. Y&pðmæfi útflutningsins naW * jnnjmánuði 1930 304800000 sterlingspund, en á sama fíma í ár 199100000 pund, þ. e. 34,7% minna. Út- flutningur á kolum minnkaði um 25%, járn og stál 40%, vefnaðarvörur 43% o. s. frv. Á sama tíma minrikar innflutningurinn frá því að vera 492400000 1930 niður í 382000000 1931. Við þetta bætist svo fjárhagskreppan, sem gerir brezka gengið fallvalt. Skýrsla sparnaðarnefndar brezku stjórnar- innar birtist fyrir rúmum mánuði síðan, er ekkert annað en opinber krafa um að halda á- fram árásinni á lífskjör alþýðunnar enn heift- arlegar en fyr. Sparnaðarnefndin leggur til að ríkisútgjöldin verði lækkuð um 96000000 sterlingspund. En af þessari upphæð á bein- línis að ná 80 miljónum sterlingspunda af verkalýðnum með lækkun .atvinnuleysisstyrks og annara trygginga. Viðburðir þeir, sem nú eru að gerast í Bretlandi, klofningur verkamannaflokksins, eru aðeins síðustu tilraunir auðvaldsins brezka til að blekkja verkalýðinn svo það geti tafið sem mest fyrir því að opna augu verkalýðs- ins fyrir svikum foringja sinna. Þetta mun þó áðeins verða stundarfrestur. Daglega flykkj- ast fleiri og fleiri verkamenn inn í kommún- istaflokkinn, sem einn getur leitt , baráttu verkalýðsins til sigurs.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.