Verklýðsblaðið

Eksemplar

Verklýðsblaðið - 10.11.1931, Side 1

Verklýðsblaðið - 10.11.1931, Side 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOHKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ápg. Reykjavík; lO. nóvember 1931 50. tbl. Atviniiiileysingjar hefjast handa Fjölmennur atvinnuleysing-jamndar kýs stóra atvinnuleysingjanefnd og samþykkir krötur um hjálp til atvinnuleysingja nú þegar. Kröíurnar fluttar fram íyrir Eftir að nú hafa gengið margir mánuðir í þófið um atvinnuleysismálin og hver yfirvöld- in vísað frá sér til hinna, bæjarstjórnin kvart- að yfir peningaleysi, ríkisstjórnin ekki vitað nein ráð og kratarnir ekkert gert til að reka á eftir þessu, — hófust loks hinir atvinnu- lausu verkamenn sjálfir handa, er þeir sáu að við svo búið mátti ekki lengur standa. Nefnd sú, er þeir kusu í sumar 16. júlí, hafði for- göngu um að boða til fundar, er haldinn var á fimtudagskvöld 4. nóv. í fundarhúsinu við Bröttugötu. Salurinn var fullur af verkamönnum og var auðheyrt að nú var vonast eftir að farið yrði að herða betur á yfirvöldunum. Verkamenn- irnir sáu að tími var til kominn að taka málið í sínar eigin hendur. Þorsteinn Pétursson hóf máls og lýsti gangi atvinnuleysismálanna fram að þessu, sleifar- lagi sósíaldemókratanna og bað verkamenn læra af því hvernig þeir hefðu verið dregnir á tálar í fyrrav'etur, að halda fastar á málunum nú. Bar hann fram tillögur í atvinnuleysis- málunum, er gerðu róttækar kröfur bæði til bæjarstjórnar og ríkisstjórnar. Guðjón Benediktsson talaði næstur og lýsti m. a. fyrir verkamönnum hverskonar viðfangs- efni það væru, sem bæjarstjórnin fengist nú við, — sem sé veitingaleyfi fyrir Borg o. s. frv. Sýndi hann fram á, að peningar væru nægir til, ef yfirvöldin vildu og þyrðu að taka þá þar sem þeir væru. Kom nú fram tillaga um kosningu á nýrri, stórri atvinnuleysingja- nefnd, til að flytja kröfurnar til bæjarstjórn- ar og ríkisstjórnar og fylgja málinu eftir. Síðan talaði Áki Jakobsson, hinn nýkjörni forseti S. U. K., um hlutverk verldýðsæskunn- ar í atvinnuleysisbaráttunni, kjör hennar og tilraunir atvinnurekenda til að nota hina smán- arlega illa launuðu ungu iðnnema í stað hærra launuðu sveinanna og lækka þannig heildar- kaup verkalýðsins. Þá talaði Ólafur Guðbrandsson einnig hvatn- ingarorð til verkamanna um að heyja sjálfir baráttuna fyrir frelsi verklýössté' tarinnar og vera samtaka í árásunum á auðvaldið. Þar sem upplýst var á fundinum að bæjar- stjórn héldi fund um kvöldið um fundargerð fjárhagsnefndar, álitu verkamenn hentugt að kröfur þeirra yrðu bornar fram undir eins. Voru því tillögurnar bornar upp og samþykkt- ar. Var síðan nefndin kosin og henni falið að fara með kröfurnar á bæjarstjórnarfund. Fór mestur hluti fundarins með nefndinni niður á bæ j arst j órnarf und. Tillögur fundarins voru þessar: Kröfur til bæjarstjórnar Reykjavíkur 1. Fundurinn krefst þess, að þegar í stað verði hafnar atvinnubætur í stórum stíl og að veittur verði atvinnuleysisstyrkur þegar í stað öllum atvinnulausum verkamönnum er nemi minnsí 5 krónum á dag og 1 króna bæjarstjórn og ríkisstjórn. fyrir hvert barn og sé það greitt af fé því, er bænum ber af atvinnubótastyrk sam- kvæmt lögum frá síðasta Alþingi. 2. Fundurinn krefst þess, að nú þegar verði lögð á sérstök bjargráðaniðurjöfnim á há- tekjumenn nægileg til þess að uppfylla kröfur atvinnuleysingjanna. 3. Fundurinn krefst þess að bærinn láti at- vinnulausum verkamönnum í té ókeypis gas og rafmagn. 4. Fundurinn krefst þess að atvinnuleysingjar verði undanþegnir útsvörum. Kröfur til ríkisstjómar. 1. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að greiða þegar í stað kaupstöðum og kauptúnum sinn hluta af atvinnuleysisstyrknum hvort sem þau nú þegar geti lagt fram fé eða tryggingu að sínum hluta til atvinnubót- anna eða ekki. Fundurinn ályktar að ríkis- stjórninni sé skylt að sjá bæjum og kaup- túnum fyrir fé eða láni til atvinnubóta. 2. Fundurinn krefst þess af ríkisstjórninni, að hún láti útbýta saltfiski eftir þörfum til allra atvinnuleysirigja ókeypis af fiskbirgð- um stórútgerðarmanna á kostnað bankanna. 3. Fundurinn krefst þess að ríkisstjórnin geri ráðstafanir til þess að hindra að atvinnu- lausir menn verði sviftir húsnæði vegna húsaleiguskulda. 4. Fundurinn krefst þess fyrir hönd sjómanna að tollur af útfluttri síld verði greiddur sjó- mönnum upp í hlut sinn. Bæjarstjórnarfundurinn. Þegar mannfjöldinn kom í bæjarstjórnar- fund var fundarhlé, en nokkru síðar var fund- ur settur, og afhenti einn nefndarmanna for- seta bæjarstjórnar kröfurnar, sem samþykktar voru til bæjarstjórnar, og fór fram á að for- seti lýsti kröfunum þegar í stað. Forseti neit- aði því fyrst í stað, en varð þó að láta undan og las þá upp kröfurnar og lofaði að taka þær síðar á dagskrá undir fundargjörð fjárhags- nefndar. Síðan voru rædd veitingaleyfi og hneykslismál, og skorti þá ekki almenna at- hygli bæjarfulltrúanna né þátttöku í unnæð unum. Loks voru kröfur atvinr.uleysingjanna teknar á dagskrá, en þá gerðust þau merkilegu tíðindi að frá krötunum, — sem hingað til hafa ekki flutt neinar tillögur í atvinnuleysis- málunum — komu tillögur um aukaniðurjöfn- un, atvinnuleysisstyrk, ókeypis gas og raf- magn og eftirgjöf á útsvörum. Hafa þeir þó áður barizt á móti atvinnuleysisstyrk á Dagsbrúnar-fundum og eins verið á móti flestum hinum kröfunum. — Allar þessar kröfur voru bornar fram af atvinnuleysingjun- um fyr á fundinum, en það er gleðilegt, að þessi fundur hefir opnað augu kratanna fyrir því að eitthvað þurfi að aðhafast í atvinnu- leysisbaráttunni. Kröfum atvinnuleysingjanna og afriti kratanna af kröfunum var síðan vís- Frh. á 4. síðu. Gengismálið og vinnudeilurnar Neyðarráðstafanir ríkisst j órnarinnar og umræður, sem út af þeim hafa spunnist í blöðum borgaranna, hafa opnað augu almenn- ings fyrir því, hversu örlagaríkar afleiðingar kreppan mun hafa fyrir íslenzkan þjóðarbú- skap og fjármálalíf. Þrátt fyrir góðæri og hagstæðan verzlunar- jöfnuð undanfarin ár, hafa skuldir hins opin- bera og einstaklinga aukizt stórkostlega. Töp af lánum þeim, sem bankarnir veittu útgerð- inni í braskframleiðslu þá, sem var afleiðing hinna óeðlilegu útþennslu, er byggðist á stríðsgróðanum, eru nú óðum að dynja yfir. Kíkissjóður fékk fyrsta verulega skellinn af töpum þessum við hrun Islandsbanka, en síð- an hafa mörg miljónagjaldþrot lagst á á- byrgð hans og fleiri munu vafalaust vera á leiðinni. Þjóðarbúskapurinn íslenzki var því illa við því búinn að mæta alheimskreppu auðvalds- skipulagsins, sem eins og kommúnistar sögðu fyrir um, myndi ekki láta Island afskifta- laust og sem er nú dunin yfir með öllum þunga sínum, í mynd völdugrar framleiðslu og fjármálakreppu. Hinar bjartsýnu staðhæfing- ar forsætisráðherrans á flokksþingi Fram- sóknar í vor, um að landið hefði aldrei staðið jafn brynjað til að verjast áföílum, hafa ekld staðizt rás viðburðanna. Gengisfall sterlingspundsins vakti mikla gleði í herbúðum valdhafanna, þar sem það gaf ]?eim óvænt tækifæri til þess að fella krónuna, sem þeim veittist orðið erfitt að halda uppi. Gleði þessi kom berlega í Ijós í skrifum fj.ármálaráðherra um gengismálið, þar sem spáð var um nýtt fjör fyrir atvinnu- lífið og bjartari horfur um sölumöguleika ís- lenzkra afurða, auðvitað á kostnað vinnandi stétta vegna vaxandi dýrtíðar, sem nú þegar er komin fram af völdum gengislækkunar- innar. En einnig þessi von brást, því þó að peset- inn spánski hafi haldið sig nokkurnveginn gagnvart pundinu, féll saltfiskurinn íslenzki enn í verði um 20% á markaðinum laust eftir gengisfallið. Lækkun íslenzku krónunnar hefir því fram að þessu ekki gefið auðvaldinu neinar leiðir út úr kreppunni, heldur aðeins aukið dýrtíðina á nauðsynjavörum alþýðunnar og skert innstæð- isverðmæti sparifjáreiganda, jafnframt þvi sem hún hefir getað hulið hinn raunverulega veikleika krónugengisins. Samkvæmt upplýsingum í grein Jóns Árna- sonar í Tímanum hafa lausaskuldir Lands- bankans við útlönd aukizt í rauninni um ca. 15 miljónir króna, öll innstæðan erlendis horf- ið, svo skuldirnar nema nú 8.25 milj. Þegar litið er á þessa geysilegu skuldaaukningu á lausaskuldum og horfst í augu við þær líkur að ekki muni vera hægt að grynna á þessum skuldum neitt verulega fyrir áramót, ef sala fiskbirgða þeirra, sem nú liggja í landinu tekst ekki (sbr. grein Jóh. Jósefssonar í „Víði“, um að allt bendi til þess að ekki muni verða flutt- ir út nema einn eða tveir farmar til áramóta), vaknar spurningin: Er ekki full ástæða til að ætla að íslenzka krónan muni enn falla í verði og fara niður fyrir pundið?

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.