Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 08.12.1931, Page 4

Verklýðsblaðið - 08.12.1931, Page 4
liaust á þetta litla félag. En þá neitaði lýður- inn og hefði betur fyr verið. Fyrir einni ein- ustu kröfu hefir þú barizt með harðfengi. Hún er þessi: Gerið mig að skurðgoði ykkar, trúið á mig, því að ég einn veit hvað rétt er eða rangt, skil hlutina og á því að ráða. Nokkra trúmenn á þessu sviði léztu leggja plástur á ósigur þinn í kaupdeilunni í fyrra. Það var stórgjöf. Mannagreyin gengu sníkjandi um göturnar og beiddust fjár hjá einstökum með- limum Verklýðsfélagsins, til þessa fyrirtækis. Var þetta skýrt sem verðlaun frammistöðu þinnar í kaupdeilunni og var látið heita svo, að frá félaginu væri. Það er ein af þeim prýði- iegustu kratalygum, sem staflaust ganga um þennan bæ. Það var aldrei borið upp á félags- fundi, því síður samþykkt. Bezta sönnunin fyrir ósigri þínum í kaupdeilunni í fyrra, er sú, að þú skammast þín svo fyrir samningana, sem þú náðir, að þú hefir aldrei sýnt þá í Jafnaðarmanninum og er þá lángt jafnað. Það er það eina, sem ég get við þig virt. Það sýnir, að þú ert ekki með öllu orðinn sómatilfinn- ingarlaus. Norðfirði, 29. okt. Ingimann Ólafsson. Bæjarstjórnin synjar kröfcm atvinnuieysÍDgianna Framh. af 1. síðu. um verkamönnum í Reykjavík um hinar sjálf- sögðustu kröfur sínar til lífsins, þrátt fyrir andstöðu kratabroddanna og það hefir meira að segja tekist að fá kratabroddana til að láta þegjandi undan síga og lofa að flytja kröfurnar. Þessari liðsöfnun er það að þakka, að bæjarstjórnin var knúin til að hefja þessar lítilfjörlegu atvinnubætur. Annars var það meiningin, að gera alls ekkert fram að áramót- um. Og með þessum hundsbótum hyggst bæj- grstjórnin að brjóta broddinn af baráttu at- vinnuleysingjanna. Og hefðu fulltrúar Alþýðu- fJokksins í bæjarstjórn staðið með verkalýðn- um, myndi miklu meira hafa áunnist. Hinum dæmafáu svikum krataíulltrúanna og tilraunum þeirra til að kljúfa baráttu-sam- fylkingu atvinnuleysingjanna, er það að kenna, að ekki tókst að knýja bæjarstjórnina til að láta meira í té. Krötunum má undir engum kringumstæðum takast að kljúfa samfylkingu verkalýðsins í þessu máli. Nú ríður á að ganga á lagið. Nú ríður á að standa saman um kröfurnar. Nú ríður á að auka liðssöfnunina og treysta liðið. Ekkert lát má verða á baráttunni fyr en kröf- urnar eru uppfylltar. Verkalýðurinn verður að treysta svo samtök sín að bæjarstjórnin neyð- ist ti! að segja af sér, ef hún ekki uppfyllir hinar sjálfsögðustu kröfur hans. Atvinnubætur — atvinnuleysisstyrk — ann- ars burt með bæjarstjórnina. Dagsbrúnarstjórnina vei'ður að knýja til að halda almennan fund um atvinnuleysismálið, þar sem bæjarstjórnarfulltrúarnir standa reikningsskap gerða sinna og verkalýðurinn getur tekið ákvarðanir um næsta skrefið í baráttunni. nifiwiii ■■■iini ii imiiiiiiiimiii iiniiiiifiiiWirmrTrrnTrn—nrnr~nT Danskir iönrekendur til Rússlands. Vegna mikillar viðskiftaaukningar milli Danmerkur og Rússlands hefir komið fram tillaga í danska iðnaðinum um að senda nefnd iðnrekanda þangað. Þessi hugmynd vakti strax mikla eftirtekt, og mun nefndin nú vera lögð af stað. Formaður nefndarinnar var kosinn H. H. Blace framkvæmdarstjóri fyrir Burmeister & Wain. Nefndin hafði ákveðið að heimsækja Moskva, Charkow, Leningrad og einnig nýju rafmagnsstöðina við Dnjeperstroi. Klofningur í krataflokknum þýzka Uppreisn verkamannanna í krataflokknum þýzka er nú orðin svo almenn að foringjarnir eru farnir að sjá að ekki má við svo búið standa. Flokkurinn er bókstaflega í upplausn sem verkamannaflokkur. Fjöldinn af þeim flokksmeðlimum, sem eru verkamenn, hata for- ingjana, sem hafa rutt fasismanum braut og stutt hann til valda. Hið eina, sem bindur þá við flokkinn, eru ýmsir styrktarsjóðir, sem verkamennirnir hafa komið sér upp, og lagt fé í árum saman með súrum sveita. En auðvaldið í Þýzkalandi veit það vel, að ef krataflokkurinn missir gjörsamlega áhrif sín meðal verkalýðsins, eru dagar auðvaldsins í Þýzkalandi taldir. Fjörbrot sósíaldemókrata- flokksins eru fjörbrot þýzka auðvaldsskipulags- ins í heild sinni. Þessvegna sjá foringjarnir að brýn nauðsyn ber til að grípa til nýrra ráða til að hindra það, að verkalýðurinn rati réttu leiðina yfir til kommúnistaflokksins. Þessvegna hafa nokkrir foringjar tekið sér fyrir hendur að hefja skarpa andstöðu gegn flokksstj óminni og reyna að safna hinum óánægðu sósíaldemókratisku verkamönnum í kring um sig. Hingað til hafa þeir alltaf tal- að hátt, en jafnan beygt sig fyrir flokksstjóm- inni í verkinu. Nú sjá bæði hægri og vinstri foringjarnir að slíkur skollaleikur dugar ekki lengur. Hann er allt of gagnsær. Skollaleikurinn verður að taka á sig ný form. Þessvegna hafa þeir ákveðið að skipta flokknum á þann hátt að láta vinstri glömrurunum eftir hinn óánægða hluta flokksfélaganna til að rugla þá og gera þá óvirka í baráttunni við auðvaldið. Flokksstjórnin . hefir rekið þá Seidevitz, Rosenfeld og fleiri úr flokknum, og þeir hafa gert ráðstafanir til að stofna nýjan sósíaldemó- krataflokk. Stofnþing nýja flokksins kom saman í Berlín 4. þ. m. Komúnistaflokkurinn stimplar þetta athæfi sem glæp gagnvart verkalýðnum, gert í þeim tilgangi að sundra verkalýðnum og rugla hann, einmitt á því augnabliki, sem honum er mest nauðsyn að standa sameinaður um forustulið sitt, Kommúnistaflokk Þýzkalands. En nýi glamraraflokkurinn er ekki líklegur til að hafa mikil áhrif. Til þess er stéttavitund þýzka verkalýðsins komin á of hátt stig. Einn af vinstrisósíaldemókrataforingjunum, Ötting- haus þingmaður, hefir gengið í kommúnista- flokkinn. Öttingshaus var liinn eini þeirra, sem hafði pólitíska stefnuskrá. Sósíaldemókratisku verkamennirnir flylvkjast inn í Kommúnistaflokkinn. Nýlega talaði Öt- tinghaus á fundi einum í Rínarhéraðinu. Stimpl- aði hann athæfi fyrverandi félaga sinna, sem lævísleg svik við verkalýðinn. Á þeim fundi gengu 103 nýir félagar inn í Kommúnista- flokkinn og voru margir þeirra sósíaldemókrat- iskir verkamenn. Slíkir atburðir gerast nú svo að segja daglega. „ALLT ER LÝGI, SEM STENDUR í VERKLÝÐSBLAÐINU“, segir Jónas Guðmundsson. Iivað hefir staðið um hann í þessu blaði? „Að hann væri for- kólfur Alþýðuflokksins á Austurlandi og að liahn sæi engin ráð til að komast á þing nema með aðstoð íhaldsins í Suður-Múlasýslu“. Norðfirðingar geta sjálfir dæmt um hvort þetta er lygi eða ekki. Verklýðsblaðið hefir aldrei látið svo lítið að eyða einu skoti á þenn- an aumingja. Það er nóg annað að gera við skotfærin á stríðstímum, en að eyða þeim á rnontblöðrur eða músarrindla. Norðfirðingur. 5 vikua áætlun lTerklýdsblaðsms 5. vika. í blaðsjóð Áskr. • kr. Reykjavík 22 3,00 Siglufjörður... . 2 63,35 Akureyri 5 40,00 Vestmannaeyjar . . 27 Eyrarbakki 7 10,00 Snæfellsnes 3 Húsavík 9 Alls 75 116,35 Mark 5 vikna áætlunarinnar var: 150 ÁSKRIFENDUR 200 KR. f BLAÐSJÖÐ en safnast hafa 237,00 áskriiendur 363,35 krónur i bladsjóðinn. Þetta eru þó ekki úrslitatölur, þar sem margir söfnunarlistar eru enn útistandandi. Allir sem lista hafa, eru áminntir um að skila þeim strax til framkvæmdarstjóranna. Endanleg úrslit verða birt í næsta blaði. Utbreiðslu- og fræðslunefnd K. F. I. Tfirlýsing Vegna þeirra ummæla sem ég hefi heyrt að Andrés Hafliðason hafi haft eftir mér á síð- asta bæjarstjórnarfundi 28. nóv., á Siglufirði, að Sverrir Kristjánsson hafi tekið út styrk þann, er veittur var verkamannaskólanum þar og siglt með hann til Kaupmannahafnar, lýsi ég því yfir, að þetta er uppspuni frá rótum, og hefi ég aldrei minnst einu orði á slíkt við Andrés, enda var það annar maður, sem sótti styrkinn á skrifstofu bæjarins, eins og sjá má á bókunum. Helga Guðmundsdóttir. RITSSLANDSSENDINEFNDIN KOMIN HEIM. Verklýðssendinefndin kom heim frá ferð sinni um ráðstjórnarríkin með „Brúarfoss“. í kvöld segir hún frá ferð sinni, í Iðnó. FÉLAGI LÁTINN. 2. þ. m. andaðist félagi Eiríkur Andrésson, útsölumaður Verklýðsblaðsins á Sandi. Bana- mein hans var botnlangabólga. Eiríkur heitinn lætur efti.r sig konu, sem liggur nú á Vífils- stöðum, og 6 börn. BÆNDAHEFTI RÉTTAR er ágæt jólagjöf. sendið það kunningjum ykkar upp í sveit fyrir jólin. — íiits V.ERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgöarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., i lausasölu 15 aura ointakiö. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. 0. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.