Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 02.02.1932, Qupperneq 2

Verklýðsblaðið - 02.02.1932, Qupperneq 2
Stjórnarkosningar í verklýðsfélögum Kaupdeila á Blönduósí Tíiraun til að svelta verkamenn tíl undirgeíní. Stjórnarkosning í Dagsbrún. í fyrradag var kosin stjórn í verkamanna- félaginu Dagsbrún. Var öll gamla stjórnin endurkosin og fékk listi hennar 333 atkvæði. Listi kommúnista og róttækra verkamanna fékk 93 hrein atkvæði. Guðjón Benediktsson, sem var í kjöri í varaformannssæti á listan- um fékk 100 atkvæði. Kratarnir hafa aldrei áður lagt annað eins starf í að smala fylgismönnum sínum á fund- inn. Héldu þeir tvo fundi, og boðuðu á þá með kortum, verkamenn, sem þeir töldu lík- lega til fylgis. — Þessir klíkufundir voru kost- aðir af fé Alþýðusamb. og er slíkt hreixm og beinn stuldur á sameiginlegu fé verklýðsfélag- anna. Kratamir höfðu heldur elcki góða samvizku. Fulltrúi kommúnista og róttækra verkamanna í uppástvmgunefndinni, Gunnar Benediktsson, gerði allt sem hann gat til að ná samkomu- lagi um baráttuhæfa stjóm í Dagsbrún, eins og brýn nauðsyn ber til, nú þegar svo harð- vítugar deilur eru framundan. Bar hann fyrst fram tillögu um að mynduð yrði verkamanna- stjórn, mynduð af sósíaldemókratiskum og kommúnistiskum verkamönnum. Lagði hann enga áherzlu á að í slíkri stjóm yrði t. d. nema einn kommúnisti. Þessu var hafnað. Þá bauðst hann til að gera ekki ágreining og stilla ekki upp lista gegn gömlu stjórninni, ef hún vildi skuldbinda sig til: 1. Að beita sér fyrir því að Dagsbrún not- aði samtök sín til að verjast öllum launalækk- unum, bæði beinum og óbeinum, af völdum gengislækkunarinnar. 2. Að stjórnin hætti uppteknum hætti að sundra félaginu, með því að reka kommúnista úr því og synja þeim um upptöku. 3. Að fundum yrði stjórnað hlutdrægnis- laust, og teljarar væru settir frá báðum aðil- um við atkvæðagreiðslur, ef krafizt væri. Þessu var einnig hafnað. Með öðrum orðum: Stjórnin vill ekki að samtökunum verði beitt til að verjast bæði beinum og óbeinum launalækkunum. Og hún ætlar að halda uppteknum hætti, að sundra félaginu með brottrekstrum. Verkamenn! Strengjum þess heit að þetta skuli krötunum ekki takast. Samfylking verkamanna í stéttabaráttunni skal verða sterkarí en kratabroddarnir. Stjórnarkosning í Sjómannafélaginu. Á þriðjud. var, var haldinn aðalfundur í Sjómannafélaginu. Tveir nýir menn voru kosnir í stjórnina, hinir voru endurkosnir. Annar nýju mannaDna, sem kosinn var, var kommúnisti, félagi Steindór Ámason. Var hann í kjöri móti Jóni Bach (sósíaldemó- krata). Fékk hann 268 atkvæði. Frá Siglufirði. Frá fréttaritara Verklýðsblaðsins á Siglufirði. Aðalfundur verkamannafélags Siglufjarðar var haldinn 25. janúar. Kosinn formaður sós- íaldemókratinn Guðmundur Skarphéðinsson með 178 atkvæðum. Allir sem eru í stjórninni eru ákveðnir kratar. I kjöri frá kommúnistum og róttækum verkamönnum voru: Gunnar Jó- hannsson (form.), Guðjón Þór., Óskar Gari- baldason og tveir af þeim sem voru á lista andstæðinganna. Atkvæðatala kommúnista var 128 atkv. Á fjórða hundrað manns á fundi. 64 nýir innsækjendur. Tveir þriðjuhlutar af því Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Allir flokkarnir þrír sameinuðust á móti kommún- istum við kosninguna. Félag ungra sjálfstæð- ismanna .fjölmennti í verkamannafélagið. Kosningabaráttan ein sú harðasta sem hér hefir verið háð við nokkrar kosningar. AIls- konar hótanir og svívirðingar hafðar í frammí af hendi sameinaðra andstæðinga yerkalýðs- ins. Kommúnistar bættu við sig 40—50 at- Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins. Blönduósi 26. jan. 1932. Verklýðsfélag Austur-Húnvetninga hefir reynt samninga um kaup við afgr. Eimskip á Blöndu- ósi, árangurslaust. Verkfall liafið. Lagarfoss af- greiddur í dag af utanfélagsmönnum. Kaupfélagið hefir afgreiðsluna. Stjórn kaupfélagsins hefir tekið ákvörðun um að loka reikningum allra verkalýðs- félaga undantekningarlaust. Tilraun til að svelta verkalýðsfélaga til hlýðni. Jón Einarsson. Atvinnurekendur á Blönduósi hafa krafist 15 aura launalækkunar um tímann. Þessu hafa Japanar taka Kínverska hluta Shanghai herskildi. Blóðugir bardagar. í dag sagði ' Kina Japönum stríð á hendur. Síðustu borgaraleg skeyti herma að það sé missögn að Kína hafi sagt Japönum stríð á hendur. Enda skiftir það ekki svo miklu máli. Aðalatriðið er að Japanar ráðast nú inn í lijarta Kína, þar sem yfirráð Bandaríkjaauð- valdsins eru sterkust og það hefii mestra hagsmuna að gæta. Hafa þeir nú tekið aðaliðnaðar- og viðskifta- borgina í þessum hluta Kínaveldis. Bandaríkjamenn hafa sent talsverðan hluta flota síns til Kyrrahafsins og 3000 hemaðar- flugvélar bíða vígbúnar á Hawai-eyjunum. Verður ekki annað séð, en að til stórtíðinda aragi. Öll skilyrði fyrir nýju stórveldastríði eru fyrir hendi. Verður það bæði barátta milli þeirra innbyrðis um ránsfenginn í Kína og jafnframt sameiginlegt stríð þeirra gegn verklýðs- og bændabyltingunni í Kína. Samtímis eru öll brögð notuð til að fá á- kvæðum frá því í fyrra. Nokkrir róttækir verkamenn fjarverandi. Sumir hinna nýju inn- sækjenda hrópuðu niður með samtök verka- lýðsins þegar kommúnistar hrópuðu: Lifi verkalýðshreyfingin. Ósvífin íilraun iil að vjúfa samfylkingu verkalýðsins 7* Á fundi, sem Alþ.flokkurinn hélt fyrra sunnu- dag, til að ræða Keflavíkurdeiluna bað Haukur Bjömsson um orðið, til að skýra frá deilunni í Vestmannaeyjum og hvetja verkamenn til samfylkingar með verkamönnum þar og í Keflavík, en var neitað um orðið og jafnvel hótað að reka hann út. Sömu svör fékk Brynj- ólfur Bjarnason, er hann bað um orðið. Þó fékk Haukur loks að lesa upp stutt frétta- skeyti frá Eyjum. Þvínæst bað Hjörtur Helgason verkamaður um orðið til að hvetja menn til að styðja söfn- un A. S. V. til styrktar verkamönnum í Kefla- vík og Vestmannaeyjum, en var einnig neitað um það. Til samanburðar má geta þess að á fundi Kommúnistaflokksins kvöldinu áður fengu kratar .ótakmarkaðan ræðutíma, sem þeir not- verkamenn auðvitað ekki viljað ganga að, og lagt niður vinnu. Til þess að svelta verkamenn til undirgefni, hefir kaupfélagsstjórinn þar tekið upp það giæpsamlega ráð, að loka reikningum fyrir þeim verkamönnum, sem ekki vilja ganga að lækkuninni. Standa þeir þannig gjörsamlega bjargarlausir. Það er alveg skilyrðislaust nauðsynlegt, að landssamtök verkalýðsins grípi strax í taum- ana og stöðvi alla vöruflutninga til Blönduóss. Slík þrælabrögð verður að kveða niður á eftirminnilegan hátt. Tilraun til að koma af stað styrjöld milli Sovét-Rússlands og Japan. í Moskva hefir nú gerzt atburður sem minnir : mjög á morðið í Serajevo 1914 og aðferð- irnar, sem notaðar voru til að kveikja eld heimsstyrjaldarinnar þá. Háttstandandi maður í tékknesku sendisveit- inni í Mosvka hafði samband við rússneskan jámbrautarstarfsmann og hafði fengið hjá honum ýmsar upplýsingar um rússnesku járn- brautirnar. Smátt og smátt fór hann að færa sig upp á skaftið og fór að hafa orð á því, að ef japanska sendiherranum í Moskva væri sýnt banatilræði, myndi það leiða til styrjaldar milli Sóvét-Rússlands og Japan. T/oks fór hann fram á það við hann, að hann framkvæmdi þetta verk. Rússinn ákvað þá að tilkynna lög- reglunni þetta. Að lokinni rannsókn tilkynnti Sóvét-stjórnin hlutaðeigandi stjórnarvöldum fyrirætlun þessa og hefir tékkneski sendisveit- armaðurinn nú verið kallaður heim. Enginn vafi er á því, að auðvaldsríki Vest- ur-Evrópu standa að baki þessum glæpsamlega málatilbúnaði. uðu — ekki til að hvetja til samfylkingar í deilunum — heldur til að ráðast á Kommún- istaflokkinn. Þegar kratarnir tala um samfylkingu, þá meina þeir samfylkingu um að kjósa krata á þing, til að hækka tollana um miljónir og koma Jóni Baldvinssyni í bankastjóraembætti. En í baráttunni við auðvaldið reyna þeir að kljúfa samfylkinguna. En sundrunartilraunir kratabroddanna skulu ekki takast. Nú ríður á að allir verkamenn standi saman í einni órjúfandi baráttufylk- ingu. Þess vegna styðja allir verkamenn og allir sannir verklýðssinnar söfnun A. S. V. — eftir mætti. Járniðimemar mótmæla óhróðri Alþýðublaðsíns Á fjölmennum fundi sem iðnnemadeild járn- iðnaðarmanna hélt fyrra sunnudag var eftir- farandi tillaga samþykkt af hverju einasta at- kvæði sem á fundinum var: Aðalfundur í félagi járnsmíðanema lýsir fyllsta trausti á sambandsfélagi sínu „Félagi járniðnaðarmanna“ og vítir því grein þá er Ólafur Friðriksson skrifaði í Alþýðublaðið 16. janúar, sem virðist skrifuð í þeim tilgangi að spilla samtökum innan stéttarinnar. Sienduv ný heimssiyrjöld fyviv dyvum? Kaupmannahöfn 30. jan. (Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins). tyllu til að koma af stað stríði við Ráðstjórn- ar-Rússland.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.