Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 02.02.1932, Qupperneq 4

Verklýðsblaðið - 02.02.1932, Qupperneq 4
Sultarlaun bamakennara Bæjarstjórnin neitar barnakennurum um staðaruppbót. Með lækkun dýrtíðaruppbótarinnar úr 40% niður í 171/3% lækka laun barnakennara niður í slíkt sultarlágmark (188 kr. á mánuði) að alveg er óviðunandi. Barnakennarar fóru þess því á leit við bæj- arstjórnina að hún bætti þeim upp þessa launa- lækkun. Þetta var fellt, þegar gengið var til atkvæða um fjárhagsáætlunina á fimmtudag- inn 21. f. m. Er slíkt ærin ósvífni meðan árs- laun borgarstjóra eru 15000 krónur. Þessi ósvífna framkoma bæjarstjórnar, er eigi aðeins árás á barnakennara, heldur á al- þýðufræðsluna í bænum og alla þá foreldra, sem láta börn sín í barnaskólana. Ef barnakennarar beita samtökum sínum til að hrinda af sér þessari kaupkúgun, verða þeir því að eiga vísan stuðning allrar alþýðu í bænum. Stéttarfélag bamakennara hefir samþykkt eftirfarandi mótmæli, sem það hefir sent Verk- lýðsblaðinu: „Fundur stéttarfélags barnakennara í Reykjavík mótmælir fastlega gerðum meirihluta bæjarstjórnar Reykjavíkur á bæjarstjórnarfundi 21. jan. þ. á., þar sem hún neitar beiðni bamakennara í Reykjavík um ca. 10% uppbót á laun þeirra, sem borin var fram af kennurum vegna launalækkunar ríkisins. En á sama tíma samþykkir bæjarstjóm að veita öllum starfsmönnum bæjarins, jafnt hálaunuðum, sem láglaunuðum, 40% dýrtíðaruppbót (þá sömu og var áður). Mótmælin byggjast á þessu tvennu: f fyrsta lagi, að störf bamakennara í Reykjavík ,eru eingöngu unnin í þágu bæjarfélagsins. í öðru lagi, að óhugsandi er að lifa við þau launakjör í Reykjavík, 188,01 kr. á mánuði, sem ekki er viðunandi út um land“. Stækkun V erklýðsblaðsíns Baráttan fyrir stækkun blaðsins hefir ekki gengið að óskum fram að þessu. Utan af landi hefir enn lítið frétzt og í Rvík er ekki kominn fullur skriður á söfnunina ennþá. Þetta má ekki svo lengur ganga, ef markið á að nást. Allir félagar verða nú að taka til starfa. 3 sellur í Reykjavík standa nú í samkeppn- inni um að safna 50 áskrifendum hver og 50 krónur í blaðsjóðinn. Eru það Hafnarsellan, sella 3, og AV-sellan. Tvær sellur hafa útvegað ca. 30 kr. í mán- aðarlegum styrktargjöldum. Reykjavíkurdeildin hefir skorað á flokks- deildina í Eyjum í samkeppni og hafa félag- arnir þar tekið áskoruninni. Á Reykjavík að safna 150 áskrifendum, en Vestmannaeyjar 50. Áskrif endasöfnunin: I Reykjavík hafa nú safnast frá því að bar- áttan hófst 68 nýir áskrifendur. Á Norðfirði hafa bæst við 27 nýir áskrif- endur. Á Húsavík 9. í grend við Húsavík 17. Samtals 121 áskrifandi, sem frézt hefir um. Áfram nú með baráttuna, félagar! Þvotíakvennafélag Á föstudagskvöldið 22. f. m. komu þvottakon- ur saman á fund til að stofna með sér félag. Er. slíkt mikil nauðsyn, og sjálfsagt fyrir allar þvottakonur að ganga í það og stuðla að því, að það geti orðið að gagni í hagsmunabaráttu þeirra. Atvinnuleysisskýrslur Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrsiur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna og kvenna í Reykjavík 1. og 2. febrúar n. k. Fer skráningin fram í Goodtemplarahúsinu við Vonarstræti frá kl. 9 árdegis til kl. 19. að kvöldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að verða viðbúnir að svara því, hve marga daga þeir hafa verið óvinnufærir á sama tímabili vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi síðast haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum. Ennfremur verður spurt um aldur, hj úskaparstétt, ómagafjölda og um það í hvaða verklýðsfélagi menn séu. Borgarstjórinn í Reykjavík, 29. janúar 1932. K. Zimsen Hvernig Jóhann Jó* sefsson les úr síöfum A. S. V. „Allsherjarslagur verkalýðsins“. Sama daginn sem sjómenn í Vestmannaeyj- um auglýstu verkfall sitt, auglýsti A. S. V. (Alþjóðasamhjálp verkalýðsins), að hún byrj- aði starfsemi sína á tilteknum stað í bænum þá kl. 2 um daginn. Þegar götuslagurinn um sama leiti fór fram, voru hinir ölvuðu riddarar Jóhanns spurðir hví þeir létu svo ófriðlega. Var svar þeirra á þessa leið: „Kommúnistam- ir ísleifur og Jón eru búnir að æsa upp lýðinn og allsherjarslagur verkalýðsins á að byrja nú kl. 2 í dag“. — Og bentu því til sönnunar á hinar uppfestu auglýsingar A. S. V. Alþjóða- samhjálpar verkalýðsins. Blað Jóhanns, Víðir, segir það tilhæfulaus ósannindi, að nokkur þessara manna hafi verið undir áhrifum víns, en staðhæfir það jafnframt, að kommúnistar hafi ákveðið ryskingar kl. 2 þann sama dag. Það sem af þessu verður séð, er það, að þeir Tangamenn hafa fyrst helt víni í þessa hvers- dagsgæfu hugsunarleysingja og gert þá frá- vita, en síðan byrjað að kríta liðugt og loks farið að lesa fyrir þá auglýsingar A. S. V. Já, „vel er það að ísland skuli eiga slíka menn sem Jóhann Þ. Jósefsson“, segir Víðir. Óaldarlið Jóhanns Jósefsson- ar og litvegsbankans í Vestmannaeyjum. Þeir, sem í þágu banka- og Tangaauðvalds- ins í Vestmannaeyjum ásamt nokkrum öðrum óþokkum réðust á verkfallsmenn í sjómanna- kaupdeilunni, voru þessir „menn“: Björn Gottskálksson útvegsmaður, Sigurður Bjarna- son formaður — að nafni til —, Þórður Stef- “ansson formaður, Sigurður Oddsson útgerðar- maður, Vilmundur Kristjánsson útgerðarmað- ur, Hannes Hansson útgerðarmaður og form., Stefán Björnsson útgerðarm. og form., Sveinn Sigurhansson vélamaður, meðlimur í „jafnað- armannafél." Þórshamar, Guðmundur Einars- son Viðey, Ólafur Ingileifsson form., Eiríkur Ásbjörnsson form., Gísli Magnússon útgerðar- maður, Pétur Guðjónsson Kirkjubæ form., Að- alsteinn Gunnlaugsson vélamaður, Bergur Guð- jónsson Kirkjubæ. Nöfn þessi verða allir sannir verkamenn og sjómenn að hafa í minni og koma fram á þeim maklegum hefndum með samtökum sínum. ! BBszmsBmmsmmEmBmmwMamEMœmmMsaEamamm VERKLÝÐSBLAÐIÐ. Ábyrgöarm.: Brynjólfur Bjaraason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sírni 2184, Prentsmiðjan Acta. Félag ungra kommúnista. --------------------- F. U. K. Fundur verður haldinn fimmtud. 5. þ. m. kl. 8(4 í fundarsalnum við Bröttugötu. Ýms áríðandi félagsmál á dagskrá. Verða því allir félagar að mæta og sýna skírteini við inng. Þeir, sem ekki hafa enn fengið skírteini, geta fengið þau við inn- ganginn. Stjórnin. NB. Munið, að annanhvern fimmtudag held- ur F. U. K. fundi en hinn fimmtudaginn kommúnistaflokkurinn. Allt af á sama stað í fundarsalnum við Bröttugötu. íf’ Frá, Minni Borg: Einstakar máltíðir beztar og ódýrastar. Þér flnnið ávalt gleði og glaum á Minni Borg. 0 Kol & Koks 0 Kolasalan S.f. - Sírai 1514 Bílsíöðin „Bíilinn" Lauguveg 26 heflr ávalt til leigu ódýrasta bíla. Áreiðanlegir bílstjorar. Sími 1954. Kaupið hina þektu IndianapoSis - Vinnuhanska — um 20 mism. tegundir — Verðið hvergi lægra! O. Giiingsen. Mótmæli gegn sprengingarstarfi kratanna. Á fundi verkamannafélags Húsavíkur, sem haldinn var 24. þ. m. voru samþykkt harðorð mótmæli gegn synjun Dagsbrúnar á yfir- færslubeiðni Einars Olgeirssonar og gegn brottrekstri verkarnanna þriggja úr verka- mannafélagi Norðfjarðar. Var jafnframt sam- þykkt áskorun til Verklýðssambands Aust- fjarða, um að sjá til að verkamennirnir yrðu aftur teknir í félagið.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.