Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 12.04.1932, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 12.04.1932, Blaðsíða 3
0« ríisslyrjttld lapaia! Gegn grimmdaræði Japana í Mansjúríu! Gegn heimsstyrjöld stórveldanna! Til varnar Ráðstjórnarríkjimum! I öllum löndum hefir verkalýðurinn mót- mælt hinni glæpsamlegu styrjöld, sem Japan- ar heyja. Miljónir verkamanna, bænda og ann- ara undirokaðra í auðvaldslöndunum og ný- lendum þeirra, hafa myndað með sér baráttu- samfylkingu gegn stórveldastríði. Baráttima gegn stríðsglæpum stórveldanna verður að herða og magna. I Mansjúríu búa Japanar sig undir hernað- arárás gegn Ráðstjórnarríkjunum, gegn landi sósíalismans. Samtímis auka ræningjar Ev- rópu-stórveldanna vígbúnað sinn, bersýnilega eingöngu með stríð gegn Ráðstjórnarríkjun- um fyrir augum. Alþjóðasamhjálp verkalýðsins, félagsskapur samfylkingar öreiganna, hefir skipað sér í hina rauðu samfylkingu gegn stórveldastríði, og deildir hennar hafa í öllum löndum gengið í fylkingarbrjósti þeirrar baráttu. Miðstjórn Alþjóðasamhjálpar verkalýðsins skorar á allar deildir sínar að gefast ekki upp í baráttunni gegn stórveldastríði, heldur þvert á móti, að gera hana víðtækari og Öflugri. í öllum Iöndum verður A. S. V. að hvetja verkalýðinn með fundahöldum og fjölda flug- rita. Hér er ekki einungis um Kína að ræða, ekki einungis það að vernda land hinna sósíal- istisku framkvæmda, fyrsta vígi heimsbylt- ingarinnar, Ráðstjómarríkin. Hér er um ykkur að ræða, um börn ykkar, konur, bræður og foreldra. Styrjöld og stórveldaofríki hefir ennþá meiri þjáningar í för með sér: dýrtíð, himgur, neyð og hverskyns eymd, allar skelfingar skot- grafanna, allar ógnir hernaðareinveldis og fasisma, miljónir örkumla manna, brotnar borgir og miljónir á miljónir ofan af myrtum félögum. Þessvegna skorum við á ykkur: Verjið ykkur! Verjið Kína og Ráðstjórnar- ríkin! Á þessum grundvelli verða deildir A. S. V. að heyja stríðið gegn stríðinu með auknum krafti. Deildir Alþjóðasamhjálpar verkalýðsins verða að taka einhuga þátt í kröfugöngunum 1. maí, og strax í dag hefja mikinn undirbúning í því skyni, að gera 12. júní 4. alþjóðlega samfylkingardag- inn, að voldugum alþjóðlegum mótmæladegi gegn stríðinu. Berjist gegn stórveldastríðinu! Skipið ykk- ur í hinar rauðu fylkingar! Eflið fylkingamar! Fram til starfa. Mótmæladagana 1. maí og 12. júní, alþjóð- lega samfylkingardagixm, ganga fylkingar A. S. V. kröfugöngu undir kjörorðunum : Gegn stórveldastríði! Til vamar Ráðstjóm- arríkjunum, landi sósíalismans! Lifi alþjóða- samfylking öreiganna! Til hjálpar kínverskum verkamönnum og bændum! Brauð, vinnu, frelsi! Vinnið að falli auðvaldsdrottnunarinn- ar og að framkvæmd sósíalismans í öllum löndum! Lifi 4. alþjóðlegi samfylkingardagurinn 12. júní 1932. Miðstjóm Alþjóðasamhj. verkalýðsins. ST AK A Hugsun beitt með hrakyrðing hvergi telst hið versta, en að selja sannfæring svívirðing er mesta. Jón frá Hvoli. Blönduóssdeílan Verkamenn einhuga að halda baráttunni áfram. (Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins). Blönduósi 10. apríl Samningaumleitanir hófust á ný í gær milli afgreiðslu Eimskip og Verkalýðsfélags Blöndu- óss. Tillaga frá afgreiðslunni rædd á fundi fé- iagsins í dag. Felld með 31 atkvæði gegn þremur. Fundurinn ákvað að fresta samning- um að svo komnu.*’ Jón Einarsson. Samningatilboð það, sem fyrir lá frá kaup- íélaginu var þannig: Til 1. júlí: dagvinna kr. 0.90 (áður kr. 1.00), næturvinna: kr. 1.20 (áður 1.25). 1. júlí—15. sept: dagv. 1.15 (áður 1.35), næt- urvdnna: 1.40 (áður 1.65). Frá 15. sept. aftur lægra kaupið. Verkamenn skyldu sitja fyrir 2/3 vinnunnar, en utanfélagsmenn J/3. Þessu smánartilboði höfnuðu verkamenn einhuga, í því trausti, að „Brúarfoss“ verði stöðvaður þegar hann kemur hingað eftir hálfan mánuð. Hefir verkamálaráðið lofað því. Neyðin sverfur meir og meir að félögunum á Blönduósi. í hálfan mánuð verða þeir að lialda áfram hinni hreystilegu varnarbaráttu sinni áður en von er til að andstæðingarnir láti undan síga. Enn hefir ekki tekizt, þrátt fyrir vonir andstæðinganna, að svelta þá til undirgefni. Og það skal ekki takast. Þessvegna ríður nú á að bregða skjótt við með drengilegum stuðningi við söfnun A. S. V. Útbreiðsluvika A. S. V. Alþjóðasamhjálp verkalýðsins (A. S. V.) er alþjóðafélag, sem starfar að því, að styrkja verkalýðínn í baráttu hans. Félag þetta er aðeins 10 ára, en telur nú þegar um 20 milj- ónir meðlima, og er eitt hið sterkasta félag, sem vinnur nú á grundvelli stéttabaráttunnar og hefir deildir um heim allan. Félag þetta hefir það fyrst og fremst að markmiði, að hjálpa verkalýðnum þegar hann er- í neyð staddur, vegna baráttu sinnar við auðvaldið, til dæmis í verkföllum, o. s. frv. Annars lætur A. S. V. öll þau mál til sín taka, er verka- lýðinn varða mest. Þegar um neyð er að ræða ’af völdum náttúruafla, svo sem uppskeru- brests, vatnsflóða, eldgosa, hafísa, sjóslysa o. s. frv., géngst A. S. V. fyrir því, að hjálpað sé öllum þeim, er neyð líða. Líka kemur A. S. V. upp bamaheimilum fyrir börn af verka- lýðsstétt, sameiginlegum eldhúsum og þvotta- húsum og fleiru því, er til léttis má verða fyrir konur verkamanna í þeirra starfi. Einn- ig kemur A. S. V. upp upplýsingarskrifstof- um fyrir mæður, sjómannastofum og verka- mannaskýlum. Ennfremur gengst A. S. V. fyrir fræðslustarfsemi, gefur út blöð og bæk- ur, efnir til fyrirlestra, sjónleika og kvik- myndasýninga, til að fræða verkalýðinn um allt það, er skiftir hann mestu máli. Það er því mjög þýðingarmikið fyrir verka- lýðinn, að efla þennan félagsskap eftir megni. Það eru tæplega tvö ár liðin, síðan fyrsta deild A. S. V. var stofnuð hér á landi. Hér hef- ir því tiltölulega lítið verið starfað að því sem A. S. V. beitir sér fyrir og framkvæmt í öðr- um löndum. Hér þarf því að hefjast handa og starfa meira en verið hefir, en til þess að það sé hægt, verður verkalýðurinn að fylkja sér um A. S. V., efla félagsskapinn méð þátttöku sinni í starfinu og styrkja hann með því að gerast meðlimir A. S. V. og greiði árgjald sitt sem eru aðeins fjórar krónur. Með því hjálp- ar verkalýðurinn sjálfum sér með samtökum sínum. Þriðjudaginn 12. apríl (í kvöld) heldur A. S. V. útbreiðslufund í Kaupþingssalnum (uppi í Eimskipafélagshúsinu) kl. 81/2- Ættu allir les- endur Verklýðsblaðsins að koma þangað, því þar verður hægt að fá ítarlegri fræðslu um þennan alþjóðlega félagsskap, í þeim erindum Úrslit forsetakosninganna í Þýzkalandi Eins og vitað var, náði Hindenburg kosn- ingu við forsetakjörið í fyrradag. Samkvæmt bráðabyrgðartalningu voru atkvæðatölurnar þannig: Hindenburg fékk 19 milj. 359 þús. atkvæði, Hitler 13 milj. 417 þús. og Thál- mann 3 milj. 606 þús. Það er auðséð á þess- um úrslitum, að fjöldi kommúnistiskra kjós- enda hefir ekki skilið nauðsyn þess að ganga að kjörborðinu, þegar úrslitin voru fyrirfram gefin. Hindenburg á sósíaldemókrötunum sigur sinn að þakka. Hefðu þeir stutt Thálmann, frambjóðanda verkalýðsins, var sigur hans al- gerlega viss. Enn þá andstyggilegri verður stuðningur kratanna við hinn alræmda mann- slátrara frá heimsstyrjöldinni, þegar þess er gætt, að með þessu þykjast þeir vera að berjast á móti Hitler og fasistunum. Nú er það vitanlegt, að Hindenburg og afturhalds- stjórn sú, sem nú situr að völdum og studd er af sósíaldemókrötum, undirbýr beinlínis af kappi valdatöku Hitlers, enda er þetta hrein- skilnislega játað í grein, sem birtist í Al- þýðubl. í síðustu viku. Með stuðningi sínum við Hindenburg, eru sósíaldemókratar því að hjálpa fasisfum til valda. Hefðif kratarnir ekki gengið í lið með afturhaldinu og hindr- að samfylkingu alþýðunnar, var valdataka fasistanna óhugsandi og sigur verkalýðsins tryggður. aanBBBHHnBnaHHBHBanBBÐBBHI sem þar verða ílutt, einnig verður upplestur og fleiri skemmtiatriði. Vonandi kemur hver einasti lesandi Verklýðsblaðsins og ef hann er ekki meðlimur A. S. V., að hann gerist það þá, til þess að leggja hönd þar að verki, að þessi félagsskapur geti orðið sem öflugastur og innt sem veigamest starf af höndum. Laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. april 1932 heldur íslandsdeild A. S. V. fyrsta þing sitt, þar verða mættir fulltrúar frá deildum A. S. V. út um land. Störfin sem liggja fyrir þinginu eru afar mikil, dagskrá þess er mjög þýðingarmikil fyrir verkalýðinn. Rætt verður um hið fjárhagslega ástand í heiminum og baráttuverkefni A. S. V. er það mikilsvert mál og nauðsynlegt fyrir verkalýðinn, að fylgj- ast vel með því, hvemig A. S. V. hugsar sér að berjast fyrir því, að bætt verði úr þeirri neyð, sem nú sverfur að verkalýðnum, af völdum yfirstandandi kreppu. Þá verður rætt um kvennahreyfingu A. S. V. og skilyrðin fyrir því, hvort hægt sé að koma upp upp- lýsingarskrifstoíu fyrir konur af verkalýðs- stétt, og möguleikana til að létta fyrir þeim daglegu störfin. Einnig verður rætt um hvort hægt muni vera að koma upp sumardvalarhæl- um fyrir börn verkamanna. Allir vita og skilja nauðsyn þess fyrir heilsu, líf og uppeldi bama, að geta komið þeim burt úr borgarlífinu yfir sumartímann, upp í sveit. A. S. V. ætlar að beita sér fyrir þessu nauðsynja máli, og reyna að koma upp sumardvalarheimilum uppi í sveit fyrir verka- mannaböm. Mörg fleiri nauðsynjamál liggja fyrir þing- inu og þar á meðal næstu verkefni A. S. V. En þau eru mörg og merk, eins og hér á und- an er sagt, öll þessi mál verða að komast í framkvæmd sem fyrst, en til þess að það sé hægt, verður verkalýðurinn að sameina sig um A. S. V., til að létta undir við starfið með stéttarsystkinum sínum, sem nú eru þar með- limir. Góðu lesendur, þið skiljið vitanlega nauð- synina á starfi A. S. V. og það, hve afar á- ríðandi það er, að A. S. V. geti haldið áfram og aukið það starf. Komið á fundinn í kvöld þar sem þið getið fengið ítarlegri fræðslu um allt það er við kemur A. S. V. Verkamenn og verkakonur! Styðjið stétta- systkini ykkar í starfinu fyrir málefnum ykk- ar og gerizt meðlimir í Alþjóðasamhjálparfé- lagi verkalýðsins.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.