Verklýðsblaðið - 13.09.1932, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: HOMNÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚRA.K.)
III. ápg. Reylcjavílí 13. sept. 1932 37. tbl
Y erkalýðurinn svarar „Y erklýðsblaðinu“
787,00 kr. til blaðsins á einni viku í Reykjavík.
Verkalýður Reykjavíkur hefir svarað áskor-
uninni í síðasta „Verklýðsblaði“ um að koma
því til hjálpar. Fyrir viku voru skuldir þess
fvrir prentun og húsaleigu orðnar allmiklar.
En á síðustu viku kom inn í áskriftum, flokks-
gjöldum og gjöfum 787,75 kr. Er bað drengi-
lega að verið og sýnir að verkalýður Reykja-
víkur vill ekki missa blað sitt nú þegar mest
á ríður og þessvejna leggur hver verklýðs-
sinni, sem getur, fram sinn skerf, þótt — eða
réttara sagt — einmitt af því að neyðin knýr
nú hvað harðast að.
Hundruð verklýðssinna hafa verið um það
að leggja fram þennan skerf af frjálsum vilja.
Það sýnir hvar hugur hins virka og starf-
andi verkalýðs er á sama tíma, sem Alþýðu-
flokksbroddarnir með yfirgangi sínum láta
greipum sópa um sjóði vefklýðsfélaganna
handa rógblaði sínu. Þá^Var yfir 3000 kr. rænt
frá þrem félögum með eftirfarandi fjölda
rnanna:
Að forn-
með móti spurðum
Verkakv.fél. Framsókn 18- 13 ca. 560
Jafnaðarm.fél. ísl . 30 19 ca. 200
Sjóm.fél. Rvíkur . . . . 80 45 ca. 1400
128 77 ca. 2100
Með 100 manna klíku ná kratabroddarnir fé
Willy Miinzenberg.
Baráttan gegn stríðinu
Halldór Kiljan Laxness rithöfundur, full-
trúi íslandsdeildar' A. S. V. á alþjóðaþinginu
í Amsterdam, gegn stríðshættunni, ritar ítar-
lega greinargerð frá þinginu í blaðið í dag.
Halldór var kosinn í skandinaviska nefnd, sem
hefir með höndum baráttu g’egn stríðinu. —
Mun margan fýsa að lesa hina ágætu lýsingu
Halldórs á hinum glæsilega, óþreytanda for-
ingja heimssamtaka A. S. V., félaga Willy
Miinzenberg, sem rógburðarsnepillinn, sem enn
dirfist að kalla sig „Alþýðublaðið", var að sví-
virða nú í vikunni sem leið. Lesið grein Hall-
dórs og sýnið hana hinum sósíaldemókratisku
félögum ykkar.
>
X
\
\
verklýðsfélaganna að fornspurðum yfir 2000
félagsmanna og greiddu þeir broddarnir, sem
af þessu lifa sjálfir, eins og t. d. Ólafur Fr., í
tveimur félögum atkvæði með ránunum.
Aðeins í Prentarafélaginu tókst að hindra
sióðrán broddanna.
f þessum söfnunum mætast andstæðurnar
innan verklýðshreyfingarinnar — annai-svegar
verkamennirnir, sem af frjálsum vilja með
samtökum sínum smíða sér vopn eins og Verk-
1; ðsblaðið í stéttabaráttunni, — hinsvegar nú-
verandi valdhafar í verklýðshreyfingunni, 'sem
með yfirgangi og kúgun reita sjóði verklýðsfé-
laganna til að launa ritstjórn „Alþýðublaðs-
ins“ og nota það móti verkalýðnum í stéttabar-
áttu hans.
Úti á landi eru líka safnanir í gangi, einkum
koma áskriftagjöldin nú óðum inn. En betur
roá, ef duga skal. Verkalýðurinn getur ekki un-
a? við að hafa aðeins vikublað í Reykjavík.
Nú gildir að áskrifendur þeir, sem enn eru
eftir, borgi sem fyrst, að hver einasti flokks-
maður og verklýðssinni herði á söfnuninni fyr-
ir blaðið, því að standa í stað er sama og að
fara aftur.
Takmarkið, sem hinn stéttvísi verkalýður
sc-tur sér nú, verður að vera:
Verklýðsblaðið út tvisvar í viku.
Þátttaka Kommúnistaílokksins
1 kosningiinum 22. okt.
Kommúnistaflokkurimi hefir ákveðið að taka
þátt í aukakosningunum til Alþingis, sem fram
eiga að fara 22. október í Reykjavík, með
Brynjólfi Bjarnasyni, sem frambjóðanda.
Gunnar Benediksson
\
flytur erindi í Goodtempl-
arahúsinu í Temlarasundi
þriðjudaginn 13. september
klukkan 8VB síðdegis.
Arás Alþýðu-
blaðsíns á A.S.V.
Hverjir hjálpa?
Hverjir svíkja?
Ólafi Friðrikssyni og öðr-
um sem að árásunum standa,
gefinn kostur á að svara
til saka. Aðgangur kostar
aðeins 50 aura. Aðgöngu-
miðar seldir í Góðt.húsinu
á þriðjud. frá kl. 4. Á eft-
ir erindinu verður ennfrem-
ur i’ætt um hagsmunakröf-
ur skólabarna.
Næstu verkefniu
í atvinnuleysisbaráttunni
Ki-atabi’oddarnir hafa krafizt þess, að tekin
yrði upp atvinnubótavinna, sem 350 manns
gætu stöðugt verið í, jafnframt því, sem þeir
neyddust til að viðurkenna, að 1300 atvinnu-
leysingjar hefðu látið skrá sig. Þeim kom ekki
til hugar, að krefjast stöðugrar vinnu handa
öllum atvinnuleysingjum, eða atvinnuleysis-
styrks ella. Þeim kom heldur ekki til hugar, að
krefjast þess, að taxti „Dagsbrúnar“ yrði
greiddur í atvinnubótavinnunni. Þvert á móti.
Þeir verja taxtabrotin á opinberum fundum og
liafa gengið manna bezt fram í því að koma
þeim á. Tillögur þeirra í atvinnubótavinnunni
merkja ekkert annað en tillögur um skipulagn-
ingu hungursins, enda var ágreiningur þeirra
og íhaldsins í bæjarstjórninni enginn annar en
sá, hvort bæta skyldi örfáum mönnum í at-.
vinnubótavinnuna nú strax eða 1. okt., eða með
öðrum orðum, ágreiningurinn var rétt til rnála-
mynda, — „Barátta“ þeirra gegn hinni sví-
virðilegu lækkun fátækrastyrksins lýsir sér
bezt í orðurn Ólafs Friðrikssonar, sem fyrir
skemmstu lét þá skoðun í ljósi, er rætt var um
íátækramálin, að allar kröfur um hækkun fá-
tækrastyrks væru firrur, því reynslan hefði
sýnt, að fátæklingarnir gætu komist af með 40
áura á dag! (Sjálfur má Ólafur ekkert missa
af sínum 10 eða 11 þúsundum).
Hverjar eru þá kröfur verkalýðsins ?
Verkalýðurinn krefst atvinnu handa hverj-
um einasta atvinnulausum verkamanni, með
fullum daglaunum, eða ella atvinnuleysisstyrks
er nemi fullum daglaunum.
Hann krefst þess að fatlaðir, sjúkir og at-
vinnulausir menn, seni hafa orðið að þiggja
fátækrastyrk, fái einnig full daglaun án þess
að það varði nokkrum réttindamissi.
Hann krefst atvinnuleysistrygginga, sem að
minnsta kosti standa ekki að baki frv. Kom-
ínúnistaflokksins.
Allur afsláttur af þessum kröfum, er af-
sláttur af hinurn ótvíræðasta siðferðislega
rétti verkalýðsins.
Hið vinnandi fólk hefir skapað öll þau verð-
mæti, sem til eru í landinu og atvinnuleysið er
engu öðru að kenna en auðvaldsskipulaginu.
Þegar íhaldið og kratarnir eru að reyna að
fá atvinnuleysingja til þess að slá af þessum
óbrotnustu kröfum sínum, falla á kné og biðja
um einhvern sultarpíring, þá eru þeir að reyna
að koma því inn í meðvitund verkamanna, að
þc gar auðvaldið getur ekki lengur grætt á
vinnu þeii’ra, séu þeir skepnur, sem eðlilegt og
sjálfsagt sé að fara með eins og afdankaða
húðarklára, sem megi þakka fyrir, að kastað
sé í einhverju moði.
Með stolti þess, sem veit að hann verður sig-
urvegarinn á rnorgun, verður verkalýðurinn að
rísa til varnar fyrir mannréttindum sínum.
„Vér erum þrælar oss var kveðið. Vér erum
hermenn sögðum vér“.
Og jafnframt verður verkalýðurinn að gera
sér ljóst, að á hnignunartíma auðvaldsins, þeg-
ar yfirráðastéttin er ekki lengur fær um að
sjá verkalýðnum fyrir hinum brýnustu lífs-
þörfum, án þess að gróðakerfi hennar hrynji
saman, — hlýtur þessi einfalda barátta verka-
lýðsins fyrir mannréttindum sínum að vera