Verklýðsblaðið - 10.01.1933, Blaðsíða 4
Þann 10. þ. m. byrjar nýtt 8 vikna námskeið í
bókfærslu. Þátttaka 30 kr. Kenni einnig aliskonar
reikning.
Notið tækifærið ungir jafnt og eldri.
Brávallagata 4, 3. janúar 1933.
ÁRNI BJÖRNSSON,
cand. polit.
Beztu cigapettupnar í 20 stk, pökkum, sem
kosta kr. 1,10, eru
Commander
Westminster Yirginia
cigarettur.
I hverjum pakka er gullfalleg íslenzk eimskipsmynd. Sem verð-
laun fyrir að safna sem flestum smámyndum gefnm vér skínandi
falleg albúm og framúrskarandi vel gerðar, stækkaðar eimskipa-
myndir út á þær. Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heild-
sölu hjá
Tóbakseinkasölu Ríkisins.
Búnar til af
Westminster Tobacco Company Ldt.,
London.
Umsóknip
um siypk iil skálda og
lisiamanna, sem veiiiup
ep á fjárlögum ápsins
1933 (kp. 5000,00) sendisi
Menniamálapáði (slands á
skpifsiofu piiapa þess,
flusiupsiræii 1, hép í baz,
fypip 1. febpúar 1933.
Svo kallar Gisli Sigurbjömsson
greinarlangloku, sem birtist í
„Vísi“ 4. þ. m. og á að vera frá-
sögn af áðumefndri skemmtun,
en svo óráðvandlega er sagt frá,
að hefði ég ekki séð Gísla þar
með eigin augun, hefði ég þótzt
þess fullviss, að hann hefði alls
ekki verið þar viðstaddur. Gísli
hefir því auglýst sig sem afar
óvandaðan mann frammi fyrir
þeim fjölda, sem fyllti Iðnó þotta
kvöld. Ég ætla mér ekki að reyna
til að leiðrétta lygar og rang-
færslur þær, sem GísU ber á
borð fyrir lesendur „Vísis“ vegna
þess að allur sá fjöldi, sem í
Iðnó var þetta kvöld vitnar gegn
honum. Gísli segir, að ég hafi
talað á skemmtun þessari, án
þess að ég væri auglýstur á
skemmtiskrá og það er það eina
sem rétt er í þessu sambandi. En
þar sem A. S. V. er hjálparfé-
lagsskapur verkalýðsins og stjóm
þess bað mig að segja frá til-
drögum og gangi jámiðnaðar-
mannadeilunnar faimst mér sjálf-
sagt að gera það án þess að
spyrja þann mikla mann(!!),
Gísla Sigurbjörnsson, um leyfi.
— Að Gísli hnýtir lítilsháttar í
mig persónulega, er í raun og
veru skiljanlegt, vegna þess að
við höfum átt lítilsháttar við-
skipti og það er nú einusinni svo
með Gísla garminn, að hann
kemst brátt í ósátt við flesta þá,
sem hann kynnist.
Um það leyti, sem Gísli var á
ferðinni með nokkuð, sem hann
nefndi „íslenzka viku“, og var að
segja atvinnulausum og peninga-
lausum verkalýð að nota íslenzk-
ar vörur, þegar hann hefði ekki
efni á að kaupa þær útlendu(!!),
að Gísli skifaði bréf þar sem
hann fór fram á það að við gæf-
um sér skýrslu um útlendinga þá,
sem vinna í okkar iðn, og gátum
við ekki annað skilið en að Gísli
ætlaði svo að koma þeim úr landi.
Félag jámiðnaðarmanna svaraði
þessu bréfi strax, og þeim lið
bréfsins, sem fjallaði um ofanrit-
að, svaraði það á þá leið: Að
það sé andvígt útlendingahatri og
telji það fasistum einum samboð-
ið.
Þó að Gísli hafi verið formaður
fyrir félagi, sem á að vera fag-
félag, þá hefir hann ekki meiri
skilning á fagfélagsmálum en svo,
að hann heldur að Félag jámiðn-
aðarmanna sé ekkert annað en
formaðurinn, eins og hann hélt
að hann væri „Merkúr“ og „Merk-
úr“ væri hann.
Þessvegna varð Gísli afar
reiður þegar hann fékk þetta við-
eigandi svar, og hélt að ég hefði
einn, bæði samið það og sam-
þykkt, og er honum afar illa við
mig síðan.
Það halda margir því fram, að
Gísli gangi með anga af stór-
mennskubrjálæði, og þá fer mönn-
um að verða skiljanleg afstaða
hans.
Það er auðséð á grein Gísla í
„Vísi“, að honum hefir sviðið að
sjá skrípaleik þann, sem fram
fór í yfirstjóm mötuneytisins
dreginn fram fyrir annan eins
fjölda og var í Iðnó þetta kvöld.
er símanúmerið, sem þér
skuluð velja ef þér viljið
fá skóna yðar sótta heim
og senda aftur samdægurs.
Viðgerðir við yðar hæfi,
fyrir sanngjamt verð. —
Gnðm. Olafsson
éT\ Æ| er rétta síma-
sllJvffe iffl ZB. númerið, sem
JL þér veljið, ef
þér viljið fá skóna yðar sótta til
viðgerða og senda heim. Vinnan
er vönduð og hvergi eins ódýr.
T. d. sóla og hæla karlmanns-
skó kr. 6.00, sóla og hæla kvenn-
skó kr. 4.50 Otrúlega ódýrar við-
gerðir á allskonar gúmmískófatnaði.
Skóvinnustofa Frakkastíg 7
sími 3814
Kjartan Árnason.
KOMMÚNISTAFLOKKURINN
hefir opna skrifstofu á hverjum
degi í Bröttugötu (minni salnum)
frá kl. 4—7 e. h. Félagar, sem
eru atvinulausir em áminntir um
að koma þangað til að hjálpa við
hin daglegu störf.
Köttur getur aldrei horft á sjálf-
an sig í spegli.
Á sumum bæjum í sveitinni eru
hundarnir svo illa vandir, að þeir
gelta látlaust að ókunnugum sem
að garði bera, og það þýðir ekk-
ert að skamma þá, því þeir
kunna ekki að skammast sín. Það
gerir uppeldið. Ef ég vissi, að það
þýddi nokkuð að segja Gísla að
skammast sín, þá myndi ég gera
það, en ég veit að það þýðir ekki.
Það gerir uppeldið.
Loftur Þorsteinsson.
Kröfur alþýðunnar á Eskifirði.
Eskifjörður er einn þeirra
bæja, þar sem fólkið á við hörmu-
legustu ástæður að búa af völd-
um kreppunnar. Alþýðan á Eski-
firði er nú að rísa til baráttu
gegn hinni svívirðilegu hungur-
pólitík, sem hún er beitt af rík-
isvaldinu og Reykjavíkurauð-
valdinu.
í fyrradag var haldinn almenn-
ur • afarfjölsóttur borgarafundur
á Eskifirði. Voru þar samþykkt-
ar eftirfarandi kröfur til ríkis-
stjórnarinnar:
1. Að hún útvegi 200.000 kr.
lán til atvinnubóta á Eskifirði.
2. Að bænum verði gefnar
upp allar skuldir.
3. Að verkamönnum og smáút-
vegsmönnum sé veittur gjald-
frestur í 2 ár.
5 manna nefnd var kosin til að
fara til Reykjavíkur og bera
þessar kröfur fram við ríkis-
stjórnina. í hana voru kosnir:
Sigurður Jóhannsson, Jens Fig-
ved, Leifur Björnsson, Arnfinn-
ur Jónsson og Amþór Jenssön.
Þrír þessara manna eru félag-
ar í Kommúnistaflokknum.
Nefndarmennimir koma til
Reykjavíkur í þessum mánuði.
Nú er það reykvískrar alþýðu,
að styðja alþýðuna á Eskifirði af
öllum mætti í þessari baráttu.
Kartöflur, íslenzkar og norskar
í 50 og 100 punda pokum.
Hvítkál, gulrófur.
Símar 4417 og 8507.
KAUPFÉLAG ALÞÝÐU.
Verðlækkun
Frá og með deginum í dag
seljum við skippundið af kolum
fyrir kr. 7,00 gegn greiðslu við
móttöku.
KOLAVERZLUN
OLGEIRS FRIÐGEIRSSONAR
Sími 2255.
Kol! Kol!
Verðlækkun
Frá og með deginum í dag
seljum við skippundið af
kolum
á 7 krónur.
Kolasalan s.f.
Simi 4514.
Kolaverzlun
■Y •
Olafs Olafssonar
hefir síma
3 5 9 6
VERKLÝÐSBLAÐIÐ
Ábyrgðarm.: Brynjólíur Bjarnason.
Prentemlðjan Acta.