Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.06.1933, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 20.06.1933, Blaðsíða 3
Brezku samníngarnír „Brezki samningurinn er kurt- eis og eins og slíkir samning- ar eiga að vera“. Alþ.bl. 30. maí ’33. Við höfum aðrar skoðanir á þessu máli en Alþýðublaðið. Brezki samningurinn er fyrst og fremst spegilmynd af ósjálfstæði Islands gagnvart Bretlandi í utan- ríkismálum, hann er ljóst dæmi vaxandi fjárhagslegs ósjálfstæðis íslands gagnvart stórveldastefnu Breta. „Við getum verið ánægðir með brezka samninginn, enda er vel- vild Breta meira virði en nokkurs annars stórveldis“ heldur Alþýðu- blaðið áfram. Og Alþýðuflokks- þingmennimir greiddu allir at- kvæði með nauðungarsamningn- ; um við Bretland. Skýringin á af- | stöðu kratabroddanna er auðfeng- j in, helztu menn þeirra eru beinir fulltrúar þessarar „velviljuðu“ brezku stórveldastefnu gagnvart íslenzku þjóðinni. Jón Baldvinsson stjórnar öðru útbúi Hambros á Islandi, Héðinn Valdimarsson er fulltrúi British Petroleum, Sigurð- ur Jónasson gegnir umboðsstörf- um fyrir British-Amerikan To- bacco Co. En athugum þenilan kurteisa samning. Árið 1931 keyptum við af Bretlandi 28,6% af öllum inn- flutningi okkar eða fyrir 12,006 þús. kr., en seldum til Br^tlands aðeins 16,8% af útflutningi lands- ins eða fyrir 7,917 þús. kr. Við- skipti Bretlands við íslands eru því sérstaklega hagstæð fyrir Breta og hagstæðari en ofan- greindar tölur sýna, því ótalið er ýmislegt sem ekki er getið í verzl- unarskýrslunum svo sem ýmisleg- ur kostnaður íslenzkra togara í brezkum höfnum, (viðgerðir, kola- kaup o. a.), sem árið 1931 nam tæpum 4 milj. kr.*), tryggingar- iðgjöld greidd til Bretlands, sem árið 1931 námu 930 þús. kr., kola- kaup Eimskipafélagsins 355 þús. kr., leiga á brezkum flutninga- skipum665 þús. kr. og loks vaxta- greiðsla af opinberum lánum Is- lands í Bretlandi, sem nam árið 1931 uppundir 2 milj. kr. Samkvæmt skýrslum íslenzku stjómarinnar er prentaðar voru sem „trúnaðarmál“(!), eru sam- anllagðar greiðslur íslands til Bretlands árið 1931 232.58 kr. á hvert mannsbarn á íslandi eða 1163.00 krónur á fimm manna fjölskyldu. Samningurinn. Samkvæmt samningunum má Bretland takmarka fiskútflutning íslands til Bretlands á frystum og söltuðum fiski í 90% af meðal- tali áranna 1928—31. — Hvað þýðir þessi takmörkun? Hún þýð- ir að eigi má fltyja út meiri fisk á ári en 354 þús. ctw., sem sam- svarar tæpum 18 þús. smál. En *) Hér er um stórvægilega skekkju á íslenzkum verzlunarskýrslum að ræða, þar sem allur þcssi raunveru- legi innflutningur kemur hvergi fram í þeim. af þessu magni verða 104 þús. ctw. að vera blautsaltaður fiskur. Það þýðir að hæsta magn af út- fluttum ísfiski til Bretlands má vera 12,675 þús. kg. Þessi útfl. nam árið 1931 16,965 þús. kg. Samkvæmt ísfisksútfl. 1931 nemur því takmörkun þessa út- flutnings 25%. Ennfremur helzt 10% verðtollurinn á öllum inn- fluttum fiski, nema þeim, sem verður endurútfluttur frá Bret- landi. Hér er því um stóríelda tak- mörkun á markaðsmöguleikum Is- lands fyrir ísfiskinn að ræða. Enn óheillavænlegri fyrir ís- lenzka utanríkisverzlun verða án vafa ákvæði brezka samningsins um útflutning á frystu kjöti. Krafa íslands var sú að lágmarks- innflutningsleyfi á frystu kjöti yrði undir engum kringumstæð- um meira en 2,000 smálestir ár- lega. Þessi krafa hefir ekki feng- ist fram. í samningnum er ekki tekið fram annað en það, að ís- lánd skuli njóta fullkomins jafn- réttis við aðrar þjóðir í þessu efni. En hér er sannarlega ekki um neitt smáatriði að ræða, þar sem veltur á framtíð stærstu útflutn- ingsvöru bændastéttarinnar. Þró- un undanfarinna ára hefir geng- ið í þá átt að auka útflutning á frystu kjöti vegna minnkandi eftirspumar á saltkjöti. Hafa í þessu augnamiði verið reist 13 frystihús víðsvegar um land, sem geta tekið á móti 2250 smálestum af kjöti. Ennfremur hafa verið áætlaðar byggingar sex nýrra frystihúsa fyrir samtals 800 smá- lestir í viðbót og veitti næstsíð- asta Alþingi ríkisstjórninni heim- ild til þess að ábyrgjast 400 þús. kr. lán til handa Sís í þessu skyni. j Nú hefir útflutningur á frystu og kældu sauðakjöti verið 872 smálestir að meðaltali síðustu fimm ár. Hæst komst útflutning- urinn í fyrra með 1564 smálestir. Það er engin von til þess að inn- flutningsleyfi til Bretlands fari : fram úr þessu marki og mjög Iík- legt að það verði undir því. Hvað þýðir það? Það, þýðir að ekki verður hægt að fá markað fyrir nema um helming af fram- leiðslugetu frystihúsanna, . það þýðir fullkomið hrun allra fram- tíðaráætlana íslenzkrar bænda- stéttar á auknum útflutningi af frystu kjöti og getur haft hinar verstu afleiðingar fyrir íslenzk- an landbúnað. Jafnframt má geta þess, að krafa íslands um leyfi til þess að fá að flytja inn lifandi skepnur, var ekki tekin til greina. Alþýðublaðið, eitt af málgögn- um stórveldastefnu Bretlands á íslandi, segir, að þessar takmark- anir séu ekki meiri en það, „að mikil von er til að verðhækkun- in(!) sem af því leiðir, muni vega upp á móti minnkuðu vöru- magni“. Það eru álíka spádómar eins og spádómar sama blaðs í haust þegar saltfiskshringurinn | var stofnaður. Þá átti „saltfisks- j kreppunni“ íslenzku að vera lok- i ið, en batinn hjá almenningi i mundi koma fram á næsta vori. i Nú er vorið liðið, en lítið er enn I farið að bóla á „góðærí“ Alþýðu- r Jón Kristbjörnsson i andaðist 17. þ. m. af völdum slyss, sem hann varð fyrir í knatt- spyrnukappleik. Jón var góður fé- lagi í „Félagi ungra kommúnista". Um slys þetta kemur grein í Rauða Fánanum í þessari viku. blaðsspámannanna hjá almenn- ingi. Það er ekki nóg með það, að ísland varð að undirgangast þessar ógurlegu takmarkanir á útflutningi sínum til Bretlands, heldur fengu Bretar ,,hlunnindi“ fyrir þessi góðu kjör. Og hlunn- indin eru þau, að þeir fá íviln- unartoll á helztu vefnaðarvörum sem til landsins flytjast, þ. e. a. s., að tollur á brezkum vörum lækkar úr 15% niður í 10%, sem þýðir að miklu leyti einokunar- afstöðu á íslenzkum markaði. Loks fá þeir lögbundinn innflutn- ing á 77% af öllum kolum, sem til landsins flytjast. Alþýðublaðið segir, að sendi- menn íslands hafi gætt skyldu sinnar. Já, þeir gættu skyldu sinnar gagnvart brezka auðvald- inu og munu vaíalaust rækja þau skyldustörf einnig inn á við með því að velta þeim auknu byrðum, sem þrælasamningarair brezku valda íslenzku þjóðinni, yfir á herðar verkalýðs og fá- tækra bænda með enn meiri kúg- un. Brezki skuldafjöturinn. Hvemig stendur á þessum samningum? Við seldum t. d. til Spánar árið 1931 afurðir fyrir tæplega 21 milj. kr., en keyptum þaðan aðeins fyrir rúmar 2 milj- ónir. Hvemig stendur á því, að við þurfum ekki að lúta svipuð- um nauðungarkjörum gagnvart Spáni? Það er vegna þess, að hér stjórnar brezkt fjármálaauðvald og innlendir umboðsmenn þess. Skuldaklafi íslands gagnvart Bretlandi af opinberum lánum síðustu 12 ár — lán með okur- vöxtum, allt upp í 7% — nem- ur rúmlega 40 milj. kr. Á síð- ustu 10 árum hefir ísland þurft að greiða í vexti af þessari skuldasúpu um 14 miljónir kr. Það er brezki skuldafjöturinr., sem er undirstaða þessara þræla- samninga. í bróðurlegri einingu hafa allir borgaraflokkamir sam- þykkt brezka samninginn fyrir luktum dyrum Alþingis, og þann- ig stigið enn eitt spor til þess að ofurselja fullkomlega sjálfstæði landsins. Á sama tíma, sem þeir skreyta sig með „sjálfstæðis“- og „þjóð- emis“-nöfnum og brigsla komm- únistum um landráð og föður- landssvik, fylla þeir blöð sín með blekkingum um „ágæti“ og „kur- teisi“ nauðarsamninganna. Aðeins með sameigmlegri bar- áttu íslenzkrar alþýðu undir for- ustu verkalýðsins með alþýðu allra þeirra landa, er nú heyir frelsisbaráttu sína, gegn kúgun brezku stórveldastefnunnar, að- eins með sigri sósíalismans á fs- landi verður mögulegt að afmá brezka okið. Haukur Bjömsson. verður haldinn í fundarhúsinu við Bröttugötu miðvikudaginn 21. júní kl. S1/* e. h. Til umræðu verður: atvín nuíeysið, kröfur atvinnuleysingja, Sogsvirkjunin, mötuneyti o. fl. Nauðsynlegt að allir atvinnuleys- j ingjar mæti! I Samfylkingarsamtök sjómannaog hafnarverkamanna SkemmtlfunduF verður haldinn í fundarsalnum í Bröttugötu næstkomandi laugar- dagskvöld kl. 9. Félagar, fjölmennið með gesti. Skemmtinefndin. Sundrung meðal Nazísta. Aðalforingjar Nazistanna hafa nú skriðið undir pilsfald móður ! sinnar, Ihaldsins. Þeir hafa engan i frambjóðanda í kjöri, en styðja auðvitað íhaldið við komandi kosn- ingar. Nokkur hluti meðlimanna, sem hafa tekið blekkingarslagorð for- ingjanna gegn auðvaldsflokkun- um alvarlega, hafa fyllst gremju yfir framferði þeirra. Þessir óá- nægðu Nazistar, sem flestir eru yngri menn, eru flestir af alþýðu- stétt og hagsmunir þeirra og á- hugamál hafa auðvitað frá upp- hafi stangast á við auðvaldsþjón- ustuna. Þeir gáfu nýlega út blað- ið „Ákæruna", sem réðist m. a. heiptarlega á arðrán „Kveldúlfs" á smáfiskframleiðendum. Þetta tiltæki hinna ungu Nazista varð til þess, að „foringjaráðið“ bann- aði sölu blaðsins og afneitaði hin- um ungu Nazistum. Þessi uppgjöf foringjanna og opinberun samstarfsins við íhaldið ætti að opna augu allra alþýðu- manna, sem tældir hafa verið til fylgis við þennan ófbeldisflokk auðvaldsins með róttækum slag- orðum. Fasisminn er engin ný stefna. Hann getur ekki leyst eitt einasta aðal-vandamál auðvalds- þj óðfélagsins. Hann er þvert á móti ógrímuklæddur ofbeldis- flokkur, sem setur sér það mark að verja auðvaldsskipulagið með öllum ráðum, en bæla niður bar- áttu verkalýðsins með blóðugu of- beldi. Ynrnnrlið verknlýðsin«. heldur fund í Bröttugötu í kvöld (þriðjudag kl. 8V2). Skylda að mæta félagar.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.