Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.07.1933, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 20.07.1933, Blaðsíða 2
Svik kratabroddanna í Sogsmálinu. yfir hans ósigra. En verkamenn- irnir, sem hafa yfirgefið Alþýðu- fiokkinn, hafa ekki setið heima í kosningunum heldur fylkt sér sem einn maður um Kommúnista- flokkinn og kosið hans fulltrúa. 2700 verkamenn og smábændur hafa í þessum kosningum greitt Kommúnistaflokknum sitt at- kvæði. Það er mikið ifteira en helmingi fleiri en greiddu honum atkvæði í kosningunum 1931, þeg- ar hann hafði í fyrsta sinni full- trúa í kjöri við Alþingiskosning- ar. Þessir 2700 verkamenn og smábændur, sem nú greiddu Kommúnistaflokknum atkvæði, eru ekki aðeins kjósendur Komm- únistaflokksins. Þeir eru líka komandi bardagamenn verka- manna. og bændabyltingarinnar, komandi byggingameistarar sósí- alismans á íslandi! Kosníngin i Hafnarfírði. Á fundinum, sem við héld- um sameiginlega, frambjóðendur flokkanna í Hafnarfirði, skýrði ég tilgang Kommúnistaflokksins með framboði mínu þar, sem einn þátt í þeirri baráttu sem við heyjum gegn auðvaldinu og flokkum þess. Ég lýsti þar sam- fylkingartilboði Kommúnista- flokksins til Alþýðuflokksins og svari Alþýðuflokksins við því. í því sambandi sýndi ég fram á með dæmum, sem óhrekjanleg eru, svik Alþ.fl. í ýmsum mestu hagsmunamálum verkalýðsins. Emil Jónsson sagði á þeim fundi að allt, sem ég hefði sagt, væri lygi, en færðist undan því að ræða það frekar, því hann vissi, að það mundi verða til þess að opna augu Hafnfirskra verka- manna fýrir svikastarfsemi Al- þýðúflokksbroddanna. Kosninga- úrslitin sýna, að kratabroddun- um hefir tekist í bili — á kosn- ingadaginn — að lægja þá óá- nægjuöldu* sem risin er meðal verkalýðsins, og hindra að sá eini flokkur er berst fyrir hagsmun- um verkalýðsins, fengi nema 33 atkvæði. Þó sýnir þetta, að svika- pólitík kratabroddanna opnar augu fleiri og fleiri verkamanna, en sökum veikleika okkar kom- múnista fór nokkur hluti þeirra yfir í herbúðir hins ógrímu- klædda auðvaldsflokks — íhalds- ins. Alþýðublaðið ásakar okkur komúnista fyrir að hafa fellt krataforingann Kjartan Ólafsson. Þetta er auðvitað rétt, og þess- vegna er einmitt nauðsynlegt að skýra afstöðu okkar kommún- ista til Alþýðuflokksins. Að áliti flokks okkar eru krataforingjarn- ir þjóðfélagsleg stoð og stytta auðvaldsins á íslandi og erind- rekar þess í herbúðum verka- lýðsins. Krataforingjarnir eru þetta sökum þess, að þeir við- halda trú meiri hluta hins skipu- lagsbundna verkalýðs á auðvalds- þjóðfélaginu og nota verklýðs- samtökin beint og óbeint til þess að verja auðvaldið og styðja það núna í kreppunni, einmitt þegar verkalýðnum ríður mest á sam- fylkingarbaráttu gegn árásum auðvaldsins á lífskjör hans, þeg- Fyrir síðustu kosningar notuðu krataforingj arnir óskammfeilnari lygar og blekkingar til að veiða atkvæði, heldur en þei1: nokkru sinni áður hafa gert. Þeir skirð- ust ekki við að breiða út þær ótrúlegustu kosningalygar um Kommúnistaflokkinn og reyndu að blekkja verkalýðinn á hinn auðvirðilegasta hátt, sem hugsan- legur er. í grein um kaupkúgunina við Sogið segir „Alþ.bl.“ 14. júlí: „Verkamenn! Standið fast sam- an; látið ekki kúga niður kaup- ið“ (!) Hvað gera svo kratabroddarnír til að framkvæma þetta kjörorðV Ekkert. En þeir aðstoða íhaldið í bæjarstjórn við framkvæmd kauplækkunarinnar, eins og sýnt verður hér á eftir. Frambjóðendur Kommúnista- flokksins skoruðu á Héðinn Valdi- marsson fyrir kosningar að kalla þegar saman fund í „Dagsbrún" til að félagsmenn fengju að ræða kauplækkunaráformið og til þess að verkamenn gætu tekið ákvarð- anir um að verjast hinum óheyrðu taxtabrotum við væntanlegan Sogs veg með baráttu. I stað þess að verða við hinni sjálfsögðu skyldu, að gefa verkalýðnum kost á að verja sig og félag sitt gegn launa- lækkun íhaldsins í bæjarstjórn- inni, aðstoðar Héðinn auðvaldið í bæjarstjórninni við framkvæmd iaunalækkunarinnar, einmitt með því að hindra baráttu verka- manna gegn kaupkúguninni. í stað þess að svara fyrirspum- um kommúnista á frambjóðenda- fundinum, svöruðu kratabroddam- ir með því að segja verkamönn- um að „kjósa jafnaðarmenn á þing“ og „moka Ihaldinu út úr þinginu“. Það var „ráð“ krata- broddanna til að hindra kauplækk. unina við Sogið. S. i. þriðjudagskvöld talaði „Dagsbrúnarstjórnin" (þ. e. Héð- inn Valdimarsson) við verkamenn þá, sem ráðnir hafa verið í Sogs- veginn. Sagði hann að verkamenn ættu kost á að taka vegalagning- una að sér upp á akkorð fyrir 1 kr. á teningsmeter í vondum og kr. 0,75 í skárra jarðvegi. Þessi akkorðsvinna mundi þýða það, að verkamennirnir næðu ekki 75 aura tímakaupi. Héðinn sagði verkamönnunum, að „Dags- brún“ (þ. e. hann sjálfur) bann- aði þeim ekki að fara og ráða sig fyrir 75 aura tímakaup, en sagði að „Dagsbrúnar“-stjórnin óskaði eftir að þeir færu ekki fyr en búið væri að reyna(!) að fá 85 aura tímakaup, sem hann taldi þó övíst að fengist. Einn verkamannanna spurði Héðinn „hvort þeir (þ. e. krata- broddamir) ætluðu ekki að beita samtökunum til að hindra launa- lækkunina“. Héðinn gat engu svarað, sagði þýðingarlaust að halda fund í „Dagsbrún" og minntist ekki á „hin skipulögðu alþýðusamtök", sem, eins og kunn- ugt er, er eitt af blekkingar-slag- orðum krataforingjanna. ‘Svik krataforingjanna í Sogs- málinu eru því þegar fullkomn- uð. Iíauptaxti „Dagsbrúnar“- verkamanna er brotinn. Kaup- gjaldið lækkað um 61 eyri á tím- ann. Fjölskyldumenn geta alls ekki lifað af þessu kaupi. Stærsta verkalýðsfélagið á landinu er aðgerðarlaust í þessu dæmalausa kúgunarmáli. Þetta er fyrsta beina launalækkunin að þessu sinni og fleiri munu koma á eftir, ef verkalýðurinn ekki fylkir sér saman til vamar undir forustu eigin samfylkingar- samtaka. Krataforingjarnir munu halda áfram að svíkja og liggja hundflatir fyrir auðvaldinu, sem hefir keypt þá með húð og hári. Þeir munu halda áfram að nota verkalýðssamtökin sem bakhjarl í'yrir auðvaldið, til þess að hindra varnarbaráttu verkalýðsins gegn árásum atvinnurekenda á lífskjör lians. Þeir munu halda áfram að gaspra á móti Ihaldinu, en styðja það í verkinu, eins og í Sogs- málinu. Dagsbrúnar-verkamenn! Eru þið sammála foringjum ykkar í Sogsmálinu? Ef þið eru það ekki, þá takið sameiginlega upp bar- áttuna með kommúnistiska verka- lýðnum gegn launalækkunarher- ferðinni! Látið ekki auðvaldinu takast að bæta nýjum launalækk- unum ofan á aukna tolla á lífs- nauðsynjar ykkar og aukið at- vinnuleysi. Heimtum fund í „Dagsbrún* og beitum samtökum okkar til að stöðva árásir bæjarstjórnarinnar á lífskjör verkalýðsins. Stöðv- um allsherjarlaunalækkunina með samf ylkingarbaráttu! HfD’M'M'IÍniSTHHDKKllR ÍSLHHDS Reykjavíkurdeildin heldur lokaðan fund í fundarhús- inu í Bröttugötu fimmtudaginn 20. júlí kl. 814 e. h. UMRÆÐUEFNI: 1. Alþingiskosningarnar. 2. Atvinnuleysið og ástandið á Siglufirði. 3. Sogsvegurinn. 4. Útlendar fréttir. Áríðandi að allir flokksmenn mæti Deildarstjórnin. Rógurinn um Sovét-Rússland. Morgunblaðið hefir enn á; ný snuðrað uppi og birt (19. þ. m.) eina andstyggilegustu saurgrein- ina um ríki verkalýðsins, Sovét- Rússland. Greinin er frá upphaíi til enda tilhæfulaus rógburður. Verkamannasendinefndin, sem fór til Rússlands í vor, ferðaðist um á þeim slóðum, er greinin sér- staklega tilnefnir, og fylgir hér yfirlýsing tveggja Sóvétfaranna: Greinin „Frá Rússlandi" í Morgun- hlaðinu 19. þ. m., eins og fleiri róg- greinar, sem við höfum lesið um Sovétríkin, síðan við komum úr Rússlandsför okkar, er svo aúgljós fjarstæða, að það má ótrúlegt þykja, að nokkur maður fáist til að trúa henni. Hún er sérstaklega ' hlægileg fjarstæða í augum okkar, sem ferð- uðumst um Ukraine á sama tíma og greinin er skrifuð. Á allri leið okkar l)löstu við víðlendir og yel plægðir akrar og þess á milli stórar naut- gripahjarðir. „Alræðisvald yfir(!) ör- eigunum" þekkist ekki á Rússlandi og að hungri miljónanna liggur auð- valdsríkjunum nær að leita hjá sjálí- um sér. Sigurður Tómasson. Björn Jónsson. Fréttaburður Morgunblaðsins um Sóvétríkin er andstyggilegur rógur og móðgun við lesendur þess. Svarið honum með því að kynna ykkur starf Sóvétvinafél. Svarið honum með því að hlusta á útvarpserindi verkamannasendi- nefndarinnar og með því að ger- ast áskrifendur að hinni nýju bók um Sóvétríkin: „I austurvegi“, eftir Halldór Kiljan Laxness. Hún kemur út eftir nokkra daga, og er tekið á móti áskriftum í Hafnarstræti 18 (á skrifstofu A. S. V.). Sóvétvinafélag íslands. samþ. nýja tolla á lífsnauðsynj- um almennings. Tollarnir og rík- islögreglan eru hvorttveggja bölv- un fyrir verkalýðinn, og allir þingflokkar, Ihald, Framsókn og Alþ.fl., eru jafnsekir um þessi níðingsverk á alþýðunni. Þýðingarmesta mál verkalýðs- ins nú er baráttan gegn árásum auðvaldsins á lífskjör hans, en í þeirri baráttu hefir verkalýður- inn ekki aðra forystu en Koirnn- únistaflokkinn. Þessi 33 atkv. eru því þýðingarmikil fyrir hafn- firskan verkalýð. Aftur á móti mundi kosning Kjartans Ólafs- sonar aðeins hafa þýtt einn bit- ling í viðbót til kratabroddanna. Bjöm Bjarnason. Áhyrgðarm.: Brynjólíur Bjamason. Prentsmiðjan Acta. ar auðvaldsskipulagið er komið á hnignunarstig þróunar sinnar, e1" komið í úlfakreppu og hefir leitt meiri fátækt og eymd yfir verka- lýðinn en nokkru sinni fyr. Reynslan sannar að skilgreining flokks okkar á krataforingjunum er rétt. Ég vísa í því sambandi til þeirra dæma er ég tók á um- ræddum framboðsfundi, um svik og sundrungarstarfsemi kratafor- ingjanna (Enn ítarlegar skýrir bæklingur Br. Bjamsonar: „Sam- fylking þrátt fyrir allt“ erind- rekstur kratabroddanna fyrir auð- valdið). Alþýðuflokkurinn er því hvorki meiri eða minni auðvalds- flokkur en Ihald eða Framsókn. Alþýðuflokkurinn er aðeins grímu- klæddur auðvaldsflokkur, en íhaldsflokkurinn grímulaus. Síð- ustu afrek krataforingjanna á Al- þingi sanna ljóslega auðvalds- 1 þjónustu þeirra. Ríkislögreglan var samþ. með atkv. allra þing- ' flokka, Sjálfstæðisfl., Framsókn- ' ar og krata. Formaður Alþ.fl. ! felldi ásamt íhaldinu hækkunina á tekju- og eignaskatti, og gaf um leið Framsókn tækifæri til að

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.