Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 04.12.1933, Page 3

Verklýðsblaðið - 04.12.1933, Page 3
Dómsmorð & Dimitroff og félög’um yfirvofaudi. Aðeius öflugasta mótmælabarátta verka- lýðsins getur bjargaÖ þeim. Tveir mánuðir eru nú ^íðan „réttarhöldin" út af ríkisþings- brunanum hófust og um miðjan desember verður dómurinn kveð- inn upp. Hitler-stjómin dregur málið svona á langinn til að reyna að draga úr áhuga verkalýðsins fyrir málunum. En það má ekki takast. Hin hetjulega framkoma Dimi- trovs,, sem tætir sundur blekk- ingavef fasistanna, hefir vakið ást alls verkalýðsins og aðdáun jafnvel svæsinna andstæðinga, — jafnvel lítilmenni Alþýðuflokks- ins geta ekki að sér gert að dást að honum, til að níða svo flokks- bræður hans því svívirðilegar um leið. Dimitroff stendur frammi fyrir „rannsóknarrétti“ fasismans sem byltingasinnaður fulltrúi sinnar stéttar, sem foringi í for- ustuflokk verkalýðsins, sem með- limur í framkvæmdanefnd AI- þjóðasambands kommúnista. Sem tákn hreystinnar og fórnfýsinn- ar, sem einkennir hinn byltingar- sinnaða verkalýð, svarar hann spurningum dómarans um hvort hann hafi verið dæmdur til dauða í Búlgaríu, með setningunni: „Það kemur mér ekki við“! Með skarpleik hins þaulæfða marxista rekur hann lygarnar ofan í ljúg- vitni nazista og notar réttarsal- inn óhikað til að bera kommún- ísmanum vitni. Það er sem mætist tákn hins unga, risandi öreigalýðs — í Dimitroff — og tákn hins spillta og hrörnandi auðvalds — í Gö- ring, þegar þessi morfínisti og stórglæpamaður, innanríkisráð- herra og blóðhundur mætir fyrir réttinum sem „vitnk'. Með ræðu sinni, heimskulegri og þóttafullri, tætir Göring óvart sundur „megin- sannanir“ þær, sem „rétturinn“ j ætlaði að byggja á. Iiann lýsir j því sem sem skoðun sinni að brennuvargarnir hafi komið gegn- um neðanjarðargöngin! Og þegar Dimitroff, hæðinn og kaldur, — þótt skugga böðulsaxarinnar beri við höfuð hans — spyr Göring spjörunum úr og flældr þennan heimska „hershöfðingja“ svo hrottalega í mótsagnir, að Göring æpir upp, að hann skuli láta drepa hann strax og hann nái í hann og skipar hann fluttan út. Og það er auðséð að „vitnið“ Göring ræður réttinum, sem bara hlýðir. Dimitroff er fluttur út, en heimsblöð auðvaldsins meira að segja neyðast til að viðurkenna algeran ósigur Görings í þessu sögulega einvígi. En hótun Görings vofir yfir Dimitroff og félögum hans. Dauð- inn undir böðulsöxi fasismans bíður þessara ágætu fulltrúa verkalýðsins, ef allur verkalýður án tillits til stjómmálaskoðana ekki sameinast til mótmælabar- áttu. Verkalýður íslands má ekki láta sitt eftir liggja að reyna að bjarga Dimitroff og félögum. Baráttunefndin gegn fasisma er sú samfylkingarnefnd, sem hvað eftir annað hefir beitt sér fyrir mótmælunum héðan og hélt mót- mælafund síðast í gær. En í milli- tíðinni hafa Alþýðuflokksforingj- arnir opinberað sig sem banda- menn og þjónar Hitlersstjórnar- innar til að reyna að kljúfa þessa samfylkingu með því að skora á Alþýðuflokksmenn að taka ekki þátt í þessari nefnd. Þannig vega þeir aftan að samtökum verka- lýðsins gegn fasismanum. En verkalýður Reykjavíkur mun svara með því að fylkja sér enn ákveðnar gegn fasismanum hér og erlendis, til bjargar Dimi- troff og félögum með efldri bar- áttu á vinnustöðvum og í verk- lýðsflögum gegn fasismanum og brautryðjendum hans, sósíalfas- istunum gegn hakakrossinum, morðtákninu þýzka og ofbeldi ís- ! lenzku ríkisstjómarinnar. Verkamenn! Kjósið fulltrúa í j baráttunefndina gagn fasisma á vinnustöðvunum! Mótmælið yfir- j vofandi dómsmorðum í Leipzig j með fundum og verkföllum á vinnustöðvunum! Samþykkið mót- mælatillögur á vinnustöðvun og j sendið þær þýzku konsúlunum! , Sendið verkamannanefndir af j vinnustöðvunum til fulltrúa Hitl- j ers á íslandi til að votta þeim ; hatrið gegn fasismanum og hinar j öflugu kröfur verkamanna um j frelsi fyrir Dimitroff, Torgler og j félaga, um frelsi fyrir Thálmann, ! og alla andstæðinga fasista úr dýflissum Þýzkalands! Stjórnarkosnmg i Sjomannatélg'inu. Kosning í stjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur er byrjuð fyrir nokkru, og stendur yfir út þenn- an mánuð. Samfylkingarlið sjómanna mæl- ir með eftirfarandi mönnum, sem eru í kjöri við kosningarnar. í formannssæti: Ásgeir Péturs- son. í varaformannssæti: Enok Ingimarsson. 1 gjaldkerasæti: Sólberg Eiríks- son. íþróitafélag verkamanna Skemmíun verður haldin í K.-R.-húsinu laugardaginn 9. des. kl. 8V2 Fjölbveyít skemmtiskrá! « Dans! Við, sem vinnum eldhússiövfin Fæst í bókabúðum Kjör sjömanna Auövaldið sendir Sigurjon Olatssou út at örkinm. Sigurjón Á. Ólafsson, formað- ur Sjómannafélags Reykjavíkur, hefir í umboði auðvaldsins tekið að sér að nota Alþýðublaðið til þess að sundra sjómönnum í bar- áttunni fyrir bættum kjörum á vertíðinni í Vestmannaeyjum. Að- ferð hans er þessi: Hann skrökvar því að fulltrú- amir á samfylkingarráðstefn- unni á Stokkseyri hafi ekki verið kosnir af sjómönnum og verka- mönnum. Það þarf ekki að eyða orðum að því, að þetta eru ósannindi. Fulltrúarnir voru kosnir. En Sig- urjón kom austur ókosinn. Þá segir hann, að þama hafi verið saminn taxti fyrir vertíð- ina í Vestm.eyjum. Allir vita að þetta er tiihæfu- laus og hlægileg skröksaga. Þarna voru aðeins samþ. leiðbein- andi tillögur til Sjóm.fél. Vest- mannaeyj a, um nokkur aðalatriði taxtans. Þá reynir hann að telja lesend- unum trú um, að ráðstefnan hafi lækkað kaupið frá því í fyrra(!!) í fyrra segir hann, að mánaðar- kaupið hafi samkv. taxta verið 275—563 kr., lágmarkstrygging háseta, ef um hlut var að ræða, 900 kr., en vélamanns 1350 kr. og lágmarksverð fyrir fisk 40 aurar á st. hækkandi eftir gang- verði(!) En nú hafi þessi óhræsis ráð- stefna lækkað kaupið niður í 300 á mán., lágmarkstrygginguna nið- ur í 600, en tekið hana algerlega af vélamönnunum, og samþ. að verð fiskjarins megi ekki fara fram úr 40 aurum á st.! O-jæja. I öðru orðinu talar Sig- urjón um hin hörmulegu kjör sjómanna í Vestm.eyjum, en í hinu segir hann, að þeir hafi í fyrra haft 275—563 kr. mánaðar- kaup, eða 900 kr. lágmarkstrygg- ingu auk hlutarins(!) Slík kjör þekkjast nú raunar ekki ennþá í íslenzkum verstöðvum. Sannleikurinn er sá, að í fyrra í Vesfm.eyjum höfðu sjómenn í Vestm.eyjum hvergi fastakaup né tryggingu. Það þótti sæmileg afkoma, ef hlut- urinn reyndist 5—600 kr. í 4 mánuði, þrátt fyrir framúrskar- andi afla, og aðeins aflahæstu bátarnar höfðu yfir 600 kr. í hlut. Svo mikið reyndist vald Al- þýðusambandsbroddanna, erind- reka auðvaldsins í verkalýðs- hreyfingunni, að ekki tókst að fylkja sjómönnum til baráttu til að hrinda af sér þessum smánar- kjörum. Hugsum okkur nú sjómann úr Vestmannaeyjum, sem les grein Sigurjóns, og ekki áttar sig á hverskonar maður greinarhöfund- ur er. Ilvað dettur honum fyrst í hug? Tvímælalaust að greinin sé skrifuð af fávita. Greinin er eklci skrifuð af fá- vita, heldur af formanni stærsta sjómannafélagsins á landinu. Hún er skrifuð í þeim tilgangi að sundra sjómönnum í baráttunni fyrir bættum kjörum. En hér hef- ir Sigurjón látið áhuga sinn til þess að þjóna auðvaldinu fara með sig í gönur. Hann hefir orð- ið sér til skammar og stendur ber- strípaður frammi fyrir sjómanna- stétt landsins. Þessarar greinar verða sjómenn að minnast, nú þegar þeir eru að kjósa sér for- mann fyrir næsta ár. Kröfur sjómanna. Það sem Sigurjón er að þvæla um, eru kaupkröfur sjómanna í Vestmannaeyjum frá í fyrra, og skýrir hann í blekkingaskyni svo ruglingslega frá, að ekki er hægt að skilja hvað hann er að fara, né bera saman við tillögur Stokkseyrarráðstefnunnar. Ráð- stefnan gerði t. d. engar tillögur um kaup vélamanna, enda voru ekki mættir fulltrúar frá þeim. Af þessu dregur Sigurjón þá ályktun, að ráðstefnan vilji hvorki að þeir fái kaup né lágmarks- tryggingu. Sjómannafélag Vest- mannaeyja mun nú ræða kaup- taxta þeirra, í samráði við þá sjálfa, og kaupkröfur fyrir þeirra hönd munu áreiðanlega ekki verða lægri en í fyrra, ef vélamenn eru reiðubúnir að berjast fyrir þeim.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.