Verklýðsblaðið - 07.08.1934, Side 4
*
Nýjar álögur.
Hækkun kjötverðs ínnanlands með kjöt-
skatti á neytendur sem nemur 5-600,000
krónur á ári.
Morgunbl. um síldarlög Harald-
ar Guðmuudssonar: „Takist Har
aldi Guðmundssyni að halda
sér á þeirri braut, að láta íram-
leiðendur sem sjáliráðasta um
málefni sín, má segja að úr hon
um rætist betur en margur
bjóst við að óreyndu". — — —
Morgunbl. 5. ág. 1934.
Sama daginn sem fyrsta trausts
yfirlýsing Mbl. til „stjórnar hinna
vinnandi stétta“ birtist, fyrir hina
dásamlegu úrlausn á málefnum
síldarframleiðenda, þar sem ,,at-
vinnumálaráðherra alþýðunnar“,
Haraldur Guðmundsson, skipar
einkasölunefndina með Steindóri
Hjaltalín, Hafsteini Bergþórssyni,
Ásgeiri Péturssyni og- Ingvari •
Guðjónssyni ásamt Finni Jóns- •
syni, er í fyrsta sinn lyft dálítið
frá baktjaldamakkinu um skipu-
lag’ið á afurðasölu innanlands, sem
verkalýðurinn á von á frá hendi
nýju stjómarinnar nú næstu daga.
Hver er þessi skipulagning?
Jónas frá Hriflu talaði um það í
hinni frægu Tímagrein sinni, að
nú ætti að lækka mjólkurverðið
handa neytendum kaupstaðanna,
jafnframt því sem það yrði hækk-
að til bændanna, — að hinn óþarfi
og svívirðilegi gróði milliliðanna
ætti nú loks að hverfa. — Það á
nú ekki að byrja á mjólkinni, held-
ur á kjötinu. Og nú skulum við
heyra hvernig á að framkvæma
þessa hagsmunabót fyrir neytend-
ur og seljendur í einu, án þess að '
milliliðirnir geti okrað á fátæku
stéttunum.
Fimm manna kjötverðlagsnefnd
fær vald til þess að ákveða lág-
marksverð á kjöti innanlands.
Enginn má slátra sauðfé til sölu
aema með leyfi þessarar nefndar.
Leyfin til slátrunar eru ekki veitt
bændum, heldur samvinnufélögum
og kaupmönnum. Nefndarmenn
fá 1000 króna bitling á ári hver,
fyrir sitt starf. Á hvert kíló af
kjöti á að leggja 8 aura skatt,
sem rennur í verðjöfnunarsjóð,
sem síðan á að jafna til útflytj-
enda (þ. e. a. s. til samvinnufélaga
og kaupmanna), sem uppbót á
verði útflutts kjöts. Þessi skatt-
ur leggst á heildsöluverð, svo
hækkunin á smásöluvérði verður _
talsvert hærri.
Þetta er í stuttu máli innihald
skipulagsráðstöfunarinnar. Þetta
er afkvæmi nefndar þeirrar, sem
skipuð var á síðasta Alþingi, með
mönnum eins og séra Ingimar
Jónssyni, Jóni Árnasyni og Hann-
esi á Ilvammstanga.
Hvað þýðir nú þetta fyrir neyt-
endur? Það þýðir að kjötverð í
landinu verður stórlega hækkað
til neytenda. Enginn má kaupa
kjöt nema í gegn um einkasölu-
félög þau, sem fá slátrunarleyfin,
en það eru kaupmenn og kaupfé-
lög, sem eru erindrekar eða rétt-
ara sagt milliliðirnih milli banka
og bænda. Hækkunin, sem fæst á
kjötverðinu frá fátækri alþýðu
kaupstaðanna með lögum þessum,
kemur því ekki til bændanna, held
ur rennur hún í skuldareikning
þeirra hjá kaupmönnunum og kaup
félögunum, skuldareikninga, sem
myndaðir eru sem afleiðing
margra ára milliliðaokrunar þess-
ara stofnana á afurðum bænda.
Hve miklu nemur hækkunin á
kjötverðinu fyrir hina innlendu
neytendur? Nú er talið að 2/3 af
kjötframleiðslunni fari á innan-
landsmarkaðinn, en 1/3 til sölu á
erlendum markaði. Árið 1931 voru
flutt út 2,7 milj. kg. af söltuðu
og frystu kjöti. Samkvæmt því
nemur innanlandsmarkaðurinn um
,5,4 milj. kg. Þar sem nú álagn-
ingin, vegna skattsins, er lögð á
heildsöluverð, en smásöluálagn-
ingin reiknuð út af því verði,
verður aukahækkunin minnst 10
aurar á kíló upp og niður.
Það þýðir aukaskatt á neytend-
ur, sem nemur um 5—600 þús.
krónur á hverju ári, bara á þess-
ari einu vörutegurtd.
Þetta er þá bjargráðið fyrir ís-
lenzka alþýðu til sjávar og sveita:
Fyrir verkamenn og fátækar
millistéttir kaupstaðanna: 5—600
þús. króna hækkun á kjötverði.
Fyrir fátæka bændur: Bann
gegn því að mega selja eitt ein-
asta kíló af kjöti nema í gegn
um kaupmenn og kaupfélög. Ekki
einn einasti eyrir fyrir verðhækk-
unina á kjötinu.
Fyrir banka, kaupmenn og ok-
urstofnunina S. í. S.: Beinn gróði
frá vinnandi stéttunum með skatti
sem rennur beint til þeirra og
skiptir hundruðum þúsunda á ári.
Fyrir kjötverðlagsnefndina, en
í henni koma til að eiga sæti
nokkrir kratar, eins og Ingimar
Jónsson og slíkir alþýðufulltrúar:
Eitt þúsund króna bitlingur á ári
handa hverjum, auk alls kostnað-
ar vegna einkasölunnar, sem
greiddur verður úr ríkissjóði.
Haraldur Guðmundsson og með
honum hin nýja „stjórn vinnandi
stéttanna“ ætlar auðsjáanlega að
„halda áfram á sömu braut“, og
má þá segja, að úr honum rætist
vel fyrir auðvaldið íslenzka. X.
Auðvaidsþjónusta
Alþýðublaðsins.
Ég varð dálítið hissa, þegar
ég sá, að Alþýðublaðið 23. þ. m.
birti grein með sannri lýsingu á
Sigurjóni á Álafossi, en ég var
ekki lengi hissa. Tveimur dögum
seinna birtir Alþýðubl. fyrir Sig-
rujón samantvinnaðar svívirðing-
ar og róg um greinarhöf., sem er
verkamaður, en sem þó í engu
gat afsannað það, sem um Sigur-
jón var skrifað. Ég er greinar-
höf. þakklátur fyrir skrif hans.
Ég er einn af þeim, sem hafa
komizt í kynni við þann óþverra,
sem Sigurjón lætur bera á borð
fyrir verkafólk sitt og þann að-
búnað yfirleitt, sem því er látinn
í té. Má vera að ég hafi ekki fyr
Vifið þér hvernig
i
Verð
fullgerðrar plötu:
A-stœrð: 4,50 (báðutnegin 5,50)
B stœrð: 3,75 (báðumegln 4,75)
C-stœrð: 3,25 (báðumegin 4,00)
hljððritun A
Hljóðfarahússins §
er hagað B
Lesið:
Leiðin liggur beint upp á fyrstu hæð í
Bankastræti 7 (þar sem Hljóðfærahúsið er
niðri, við hliðina á Lárusi Lúðvígssyni). —
Þar uppi er einkaherbergi, þar sem engiun
óviðkomandi er viðstaddur. Þar er aðeins
einn maður, sem sér um hljóðritunina og
tekur á móti yður.
En á meðan á hljóðrituninni stendur, er
hann ekki í sama herbergi og þér.
Viljið þér leika á hljóðfærí, þá er piano og
orgel þar uppi.
Fjandskapur ensku
stjórnarinnar gegn
Sovjetríkjunum
Sovjetvinafélágið enska hefir
;ótt um leyfi til stjómarinnar að
sendinefnd frá rússnesku verklýðs
félögunum fái að sitja sovjetvina-
þing er halda á bráðlega í Eng-
landi.
Um þetta leyfi hefir verið synj-
að, og er það því eftirtektarverð-
ara sem! stjómin hefir um líkt
leýti veitt ýmsum sovjetféndum
landleyfi og fullt frelsi til þess
að reka þar undirróðursstarfsemi
sína gegn Sovjet. T. d. hefir Ker-
ensky verið þar í slíkum erindum.
Md. Theravin, kona landflótta
prófessors frá Rússlandi, hefir
verið þar og flutt fyrirlestra um
„hið hræðilega ástand í Sovjet-
löndunum“. Nikulás Zemaff hefir
ferðast aftur og fram um England
og talað á fjölmennum samkom-
um um „ofsóknir gegn kristnum
mönnum í S.S.S.R.“.
Sýnir þetta hvorutveggja í senn
sovjetfjandskap brezku stjórnar-
innar og hræðslu hennar við að
enski verkalýðurinn komist í ná-
ið samband við verkalýð Sovjet-
landanna og fái að heyra af hans
eigin munni um hið blómgandi
efnalega og menningarlega líf, er
hann á við að búa.
(Heimild: Daily Worker)
Fyrir ^
Xkrénu
2 postulínsbollapör 1.00
2 berjafötur með loki 1.00
4 sterk vatnsglös 1.00
3 sápustykki í kassa 1.00
3 gólfklútar 1.00
50 fjaðraklemmur 1.00
s klósettrúllur 1.00
Fataburstar 1.00
Gler í hitaflöskur 1.00
Rafmagnsperur 1.00
Sigurðor Kjartansson
Laugaveg 41.
Melórmr
Appelsínur
frá 15 aurum, afbragðsgóðar
Delicious epli,
Nýjar kartöflur, lækkað verð.
íslenzkar gulrófur.
Verzl. Drífandi,
Laugaveg 63. Sími 2393
minnst á Sigurjón vegna þess, að
ég liafi haldið, að allir þekktu
fasistabulluna á Álafossi. En það
er víst, að Alþýðublaðið veit, að
Sigurjón stelur mát og vinnu-
launum af verkafólki sínu til
ágóða fyrir sjálfan sig, en blaðið
birtir þó níð um þetta sama
verkafólk, eftir þennan nazista.
Hversvegna? Því ættu þeir
verkamenn að svara, sem hingað
til hafa skoðað Alþbl. sem sitt
málgagn. Ari.
Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamason.
Prentsmiðjan Acta.
OpiRber tuidor
íþréttamMia
verður haldinn að tilhlutun íþrótta-
félags verkamanna, föstudagskvöldið
17. ágúst.
Rætt verður um ástandið í íþrótta-
tnálunum.
Ailir íþróttamenn eru velkomnir.
Nánar auglýst síðar.