Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.08.1934, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 20.08.1934, Blaðsíða 3
Sigrandi s amfylkíng „Eining verkalýðsins er sterk- asta vopn byltingarinnar“ Lenin. Samfylking austurríska verkalýðsins. Osvffní bur- geisavaldsins „Atvinnubætur“ á kostnað bæjarverkamanna. Alda samfylkingarhreyfingar verkalýðsins fer sigurför um heiminn. 1 öllum löndum hafa kommúnistaflokkarnir enn einu sinni sent samtökum jafnaðar- manna tilboð um sameiginlega baráttu gegn íasisma og stríðs- j hættu. Þessi tilboð hafa, þrátt j fyrir áframhaldandi andstöðu miðstjórnar alþjóðasambands sósíaldemÖkrata, fengið svo góð- ar undirtektir, að þegar hefir í mörgum löndum skapast baráttu- eining, sem markar tímamót í sögu verklýðshreyfingarinnar. Þann 24. júlí undirrituðu mið- stjórnir sambands byltingasinn- aðra jafnaðarmanna í Austurríki, stjóm varnarliðs jafnaðarmanna og miðstjórn Kommúnistaflokks Austurríkis, samning um sam- eiginlega baráttu og sendu út ávarp til verkalýðsins. Þann 25. júJí tókust samningar^ miili kommúnistaflokksins og jafnaðarmannaflokksins í Saar- héraðinu. Þann 27. júlí undirrituðu 5 fulltrúar úr miðstjórn Kommún- istaflokks Frakklands og sjö með- limir miðstjóraar jafnaðarmanna- flokksins franska samningsupp- kast kommúnistaflokksins um sameiginlega baráttu gegn fas- isma, gegn stríðsundii-búningi, gegn neyðarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar, gegn grimmdaræði fasismans í öllum löndum. Jafnaðarmannaflokkurinn enski hafnaði samfylkingartilboðinu, en á sama tíma boðuðu fjölmargar deildir ungra jafnaðarmanna og ungra kommúnista til ráðstefnu gegn fasisma og stríðshættu í Sheffield þann 4. ágúst. Sam- fylkingarnefndir og samtök eru að myndast um gjörvalt landið. Hollenzki jafnaðarmannaflokk- urinn hafnaði samfylkingartilboð- inu, en tugir þúsunda sósíaldemó- kratiskra verkamanna og ungra jafnaðarmanna tóku þátt í bar- dögunum við hlið kommúnista gegn ofsóknunum á hendur verk- lýðsstéttinni í Amsterdam. Yfir fimmtíu þúsund verka- menn og verklýðssinnar gengu í sameiginlegri fylkingu að gröf Jean Jaurés í Pantheon í París til þess að mótmæla stríðshætt- unni, en Jean Jaurés var sá fyrsti sem lét lífið fyrir baráttu sína gegn stríðinu mikla. Þar gengu hlið við hlið kommúnistar, jafn- aðarmenn og flokksleysingjar. Samband byltingasinnaðra verk- lýðsfélaga í Frakklandi hefir sent verklýðssambandi j afnaðarmanna tilboð um skipulagslega sam- steypu, gegn því að samningar tækjust um sameiginlegan bar- áttugrundvöll og pólitískt lýðræði yrði tryggt fyrir alla meðlimi án tillits til pólitískra skoðana og flokksafstöðu. Þessi sameining hefir enn ekki tekizt, en samt hafa nú þegar fjöldamörg verk- lýðsfélög í smærri bæjum Frakk- lands sameinast í eitt félag. Sænski sósíaldemókrataflokkur- inn sem fer með ríkisstjóraina Hið sameiginiega ávarp sosialdemokrata og kommúnisfa t Austurriki hljóðar svo: Verkamenn, verkakonur, varnarliðsmenn og verklýðsæska! Félagar! , Fasisminn í Miðevrópu heiir kom- ist á blóðugasta stig sitt. í pýzka- landi rotna niður tugir stormsveitar- foringja, myrtir af sínum eigin vin- um, villidýr hafa drepið villidýr. Hversvegna? Vegna þess að sam- eiginleg stjóm þeirra sjálf er rotin, vegna h®ss að þeir finna að þeir standa á eldgig andstöðu hins vinn- andi íjölda, vegna þess að blóð- straumurinn einn er nægilegur til þess að ná einu marki, að fram- lengja ennþá stundarkorn valdstjórn auðvaldsins. í Austurríki hefir Dollfuss-stjórnin nýverið „umskipulagt" sig. Hún reyn- ir að sameina öll öfl fasismans gegn verklýðsstéttinni. Hún ætlar að færa sér í nyt kreppu Hitlerfasismans, draga til sín hina „betri“ þjóðlegu flokka og komast að samkomulagi við Hitler. Jafnframt tilkynnir hún, að hver sá, sem hefir smellhettu í fórum sínum, verði hengdur. Böðuls- stjómin, sem þykist vera „sterk“, er ennþá rotnari enn stjórn Hitlers. Með grimmdaræði, sem hver starf- andi Austurríkismaður taldi útilok- að iyrir 6 mánuðnm siðan, hyggst hún að viðhalda valdi sinu. Til þess að yfirvinna innri mót- setningar kapitalismans, undirbúa stórveldin nýja styrjöld. Pólitik austurrísku fasistastjómarinnar geí- ur hverjum þeim stríðsæfintýra- manni undir fótinn, sem mundi vilja gera Austurriki að vigvelli nýrrat styrjaldar. Sovétlýðveldin haía tryggt alstöðu sína í baráttunni íyrir friði. Innri veikleiki auðvaldslandanna hindrar þau í að ráðast á Sovét-Rússland.. en fasistar og afturhaldsseggir allra landa hafa þó ekki enn kastað þsim draumi sínum fyrir borð. Við stéttvísu verkamenn vitum. að það er aðeins eitt ráð til, sem getur íyrirfram hindrað nýja stórvelda- styrjöld; það ráð er verklýðsbylt- ingin! hefir hafnað samfylkingartilboði Komúnistaflokksins. Þrátt fyrír það helclur Kommúnistaflokkur- inn áfram tilraunum sínum til samfylkingarinnar í baráttu verkalýðsins. Hann hefir nú einnig sent jafnaðarmannaflokki Kil- boms og Ströms tilboð um kosn- ingabandalag við í hönd farandi bæjarstjómarkosningar á gTund- velli ákveðinnar baráttustefnu- skrár. í Belgíu hefir ráðstefna ungra jafnaðarmanna samþykkt með 19,310 atkv. gegn 35 atkvæðum að taka upp baráttukröfur Sam- bands ungra kommúnista og taka þátt í samfylkingarbaráttunni gegn stríði og fasisma. Á Spáni, í Sviss, í Tékkó- slóvakíu, — alstaðar vex viljinn til einingar allrar verklýðsstétt- arinnar. A þessu tímabili, sem er undirbún- ingstímabil nýrra styrjalda, er byli- ing okkar komin á dagskrá. Móti auövaldinu og blóðugasta stjómar- íormj þess, fasismanum, ríður á að skapa einingu verkalýðsins á bylt- ingarsinnuðum stéttargrundvelli. pvi skjótar sem okkur tekst að skapa þá einingu, því skjótar munum við sigra. Miðstjórn sambands byltingasinn- aðra jafnaðarmanna, miðstjórn Kommúnistaflokksins og hin sam- eiginlega stjóm vamarliðsins hafa því á sameiginlegri ráðstefnu ákveð- ið, að ganga til sameiginlegrar bar- áttu nú þegar tuttugu ár em liðin frá því að heimsstyrjöldin mikla brauzt út. Við skorum á alla vinnandi alþýðu Auslurrikis að samíylkjast til bar- áttu þann 1. ágúst: Móti stórveldastriði! Fyrir verndun Sovétríkjanna. Fyrir frelsun fangelsaðra verka- manna! Fyrir falli böðlastjórnarinnar! Fyrir byltingasinnað alræði verk- lýðsstéttarinnar! Félagar! Við höfum myndað bar- áttusamfylkingu gegn fasismanum. Með því höfum við gefið verkalýð allra landa fyrirmynd í þvi að sam- einast til sameiginlegrar baráttu. peir, sem við enn ekki höfum náð í samtylkingarsveit okkar eru aðeins nokkrir smáhópar klofningsmanna, en einnig flesta þeirra munum við geta unnið fyrir baráttu okkar. En þeir aftur á móti, sem hlaupa úr röðum verkalýðsins yfir til stéttar- andstæðingsins eða skilja ekki tákn timans og berjast gegn baráttuein- ingu okkar með úreltum slagorðum, verða að búast við því að við mun- um berjast gegn þeim sem óvinum verklýðsstéttarinnar, Okkur er Ijóst, að baráttusamfylk- ing okkar þann 1. ágúst er aðeins byrjunin. Við þurfum að styrkja þessa baráttusamfylkingu. Upp úr því verður að rísa hinn sameinaði stéttarflokkur austurriska verkalýðs- ! ins. Til þess að ná því marki verðið þið öll að hjálpa til, verkamenn, varnarliðsnienn og verklýðsæska. Hin sameiginlega barátta 1. ágúst verður afgerandi spor í þessa átt. pessvegna segjum við: Fram til sameiginlegrar baráttu! Látum róg og óhróður andstæðing- j anna, sem vind um eyrun þjóta. Við vitum að á bak við það er aðeins óttinn, óttinn fyrir því að verkalýður Austurrikis mnni tala á rúss- n e sk u ! Við erum stoltir yfir því að við förum götur Parísar Kommún- unnar og rússnesku byltingarinnar. Miðstjórn Sambands byltingar- sinnaðra jafnaðarmanna í Austurríki. Miðstjórn Kommúnistaflokks Austurríkis. Stiórn Yaraarliðsins. (V erkamannabréf) Fyrir baráttu okkar tókst okk- ur, sem unnum í vatnsveitunni, að fá áframhaldandi vinnu hjá bænum við götulagningar. En það var ekki meining valdhaf- anna, að sú sæla skyldi ríkja endalaust. Þegar atvinnuleysis- skráningin sýndi 400 atvinnuleys- ingja, há fór að fara um vald- hafana. Þá kom fyrír almenn- ingssjónir sá fjölmenni hópur hraustra vinnufúsra verkamanna, er háðu blóðuga baráttu við sult- inn og atvinnuleysið. Og það varð til þess að burgeisarnir þorðu ekki annað en að sam- þykkja að hefja atvinnubætur. En á hvern hátt ætla þessir herrar að gera það? Jú, með því að seg'ja okkur 49 verkamönnum bæjarins upp atvinnunni og taka aðra 49 í staðinn. Þetta eru „at- vinnubætur“ þeirra. Aðrar at-. vinnubætur þykjast þeir ekki geta framkvæmt „vegna féleysis! Á sama- tíma halda þeir áfram að kosta böðulshersveitir sínar og lífvarðarsveitir og á sama tíma eru þrír borgarstjórar á launum og peningum ausið gegndarlaust í kosningasmala og mútuþega íhaldsflokksins. Og til þess að reyna að koma í veg fyrir baráttu verkalýðsins gegTi þessum ábyrgðarlausa fjáraustri í gróðahítir sínar, fyrir atvinnu og brauði til handa verkalýðnum, þá æsa þeir at- vinnuleysingjana upp á móti þeim, er vinnu hafa haft, og er „Alþýðubl.“ einna virkasti þátt- takandinnn í þeirri iðju. En þessi brjóstfylking burgeisa- valdsins skyldi samt sem áður fara varlega í sakirnar, því óvíst er hve lengi slíkar kúgunartil- raunir verða liðnar og hve lengi þeir eiga kost á því að ræna al- menningsfé til glæpaverka sinna. Verkamenn, atvinnuleysingjar! Stöðvum þessar glæpsamlegu kúgunartilraunir yfirstéttar- skrílsins. Sameinumst allir til baráttu gegn uppsögnunum, fyrir 250—300 manna atvinnubóta- vinnu. Iíjósið á hvierjum vinnu- stað fulltrúa í nýstofnaða at- vinnuleysisnefnd og styrkið þannig baráttu okkar. Gefum valdhöfunum aldrei augnabliks- frið, heldur látum kröfur okkar um vinnu dynja yfir þá eins og haglél. Heimtum fund í Dags- brún og ræðum þar mál okkar, og sameinumst gegn hinni á- byrgðarlausu svikastarfsemi krataforing janna! At\innuleysingi. Börn austurrísku hetjanna til Sovét. 7. ágúst lögðu af stað til Sovét- ríkjanna 160 börn austurrískra varaarliðsmanna, sem nú eru fangar eða drepnir hafa verið. Nefnd Weissel-sjóðsins sér um sendingar bárnanna og er þetta fýrsta förin.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.