Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 17.09.1934, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 17.09.1934, Blaðsíða 2
blöð o. fl. verður þar flutt ræða um Verklýðsblaðið, rætt um stækkun þess skipulagt starfið fyrir það, afhent gögn til að nota við peningasöfnun o. fl. Allir verkamenn og verklýðs- sinnar ættu að koma í Bröttugötu þetta kvöld. Bókbíndarar stofna með sér sféttar- félag og setja f ram kröf' ur um kjarabætur. Bókbindarar hafa nú tekið á sig rögg og stofnað með sér stéttarfélag. Var þess sannarlega ekki van- þörf, því kjör þeirra hafa verið hin verstu fram á þennan dag. Laun þeirra hafa verið lág og þó sérstaklega misjöfn; vinnuskil- yrði afleit, lítil eða engin sumar- frí, veikindi sem oft eru tilfall- , andi og mjög orsakast af slæm- um vinnuskilyrðum algerlega á kostnað sveinanna, yfirvinna mjög illa launuð o. s. frv. Auk þess vill það brenna við í stöðugt ríkara mæli, eins og í öðrum handverks- og iðnaðar- greinum að atvinnurekendur með aðstoð aukinnar vélanotkunar auki við sig ódýru vinnuafli nema og svokallaðra hálfsveina, sem atvinnugreininni geti stafað hætta af. Hið nýja félag bókbindaranna hefir sent atvinnurekendum hags- bótakröfur sínar, þar sem m. a. er farið fram á töluverða hækk- un í eftir. og helgidagavinnu, fullt kaup yfir vissan tíma í veik- indatilfellum, vissa frídaga handa og fyrsta mánudag í ágúst) með fullu kaupi, 12 daga sumarfrímeð fullu kaupi, kauphækkun í hlut- falli við aukna dýrtíð o. fl. Auk þessa setja bókbindaramir þá kröfu fram að hálfsveinar og nemar, jafnt karlar og konur, fái hækkun kaupsins í það minnsta til jafns við það, sem nemar í prentsmiðjum hafa. Þetta er nauðsynleg samfylk- ingarkrafa til að hindra arðránið á nemunum og fyrirbyggja yfir- troðslur atvinnurekendanna á at- vinnurétti sveinanna. í þessu nýstofnaða félagi ríkir áhugi og eining um framkomnar kröfur. I En þess verða bókbindaramir j að gæta, að stjóm Alþýðusam- j bandsins, sem vafalaust þykist j hafa veitt vel í net sitt, með inn- j göngu bókbindarafélagsins í Al- þýðusambandið, takist ekki að sundra samtökum þeirra um þessar kröfur. Fullkomið lýðræði og eining áu tillits til mismunandi stjómmjála- skoðana verður að vera kjörorð bókbindaranna í hagsmunabarátt- unni. Samfylking franska verkalýðsins. í 11 bæjum Frakklands hafa járnbrautarverkamenn samfylk- ingarverklýðsfélög. Víða annars- staðar er myndun slíkra félaga í undirbúningi, og_ á mörgum stöð- um hafa jámbrautarverkamenn myndað sameiginlegar baráttu- nefndir, án tillits til pólitískra skoðana. Þegar Héðinn ,fskípuleggur“. Kjör vöfubllstjóra og afskifti hans af jseim. A þeim árurn, sem útgerð var mest hér í hæ, skapaðist fjölmenn stétt manna, sem hafði lífsuppeldi sitt af því að keyra vörubíl. Fiestir þessara verkamanna eiga bílana sjálfir; gátu meðan betur áraði lagt smóupphæðir til hliðar eða fengið lón til að greiða fyrstu afborgun af bíln um. Eins og kunnugt er, eru bifreiða- salarnir (umboðsmenn erlendu bíla- hringanna) einhverjar verstu blóð- sugur. Vörubilarnir eru því rándýrir og allir varahlutir seldir fyrir hrein- asta okurverð. Af bverjum einasta benzinlítra, sem bílstjórar kaupa, verða þeir að gieiða 5 aura í rikissjóð, og benzin 10—12 aurum dýrara hér en í ná- grannalöndunum. það sem aðallega heldur uppi okurverðinu á benzíni eru þó samtök oliuhringanna (B. P., Sbell og Standard) og þar fallast þeir Héðinn , VaJd., Magn. Guðm, Eggert Claessen og Jes Zimsen í faðma gegn hagsmunum fátækra bílstjóra. Fjölmargir bílstjórar hafa nevðst til vegna litillar atvinnu, dýrra við- gerða o. fl., að lána benzín hjá hringunum og eru nú hnepptir í skuldáfjötra (hafa veðsett bílana, sett víxla sem tryggingar o. fl.). Pegar nissneska benzínið fór að flytjast. hingað, hugðu margir bíl- stjórar til að reyna að losna úr skuldafjötrunum við hringana, með því að kaupa 3-4 aura ódýrara beúzin. þessa spamaðan’iðleitni bilstjór- anna gátu hringamir ekki þolað og létn því Héðinn fyrir sína hönd ráða mann upp á fast mánaðarkaup lil að njósna um það, hvaða bílstjór- ar keyptu benzin hjá „Nafta“. Síðan kúgaði Héðinn og hringamir bílstjór- ana til að verzla ófram við hringana með ógnunurp um að afhenda skuldimar til innheimtu. þetta er sennilega það sem Héðinn kallar „Iýðræði“ og „skipulag"! AtvinnuleysiS og samtök bíl- stjóra. Síðustu kreppuár hefir ríkt stöð- ugt atvinnuleysi meðal almennra verkamanna. petta hefir m. a. leitt til þess, að margir fóru að reyna að stunda aðra vinnu og sumir lærðu að stjórna bíl. Hefir þvi fjölgað i hílstjórastéttinni, þrátt fyrir sífellt minnkandi atvinnumöguleika. Aldrei hefir þó atvinnuleysið með- al vörubilstjóra verið jafnmikið og í ár. Vinnan á vertiðinni var með afbrigðum lítii og í sumar er ekki hægt að segja að vörubílstjórar hafi aimennt haft neina vinnu að ráði og því óskiljanlegt hvernig þeir hafa getað framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Fyrir nokkrum árum gengu vöru- bílstjórarnir i „Dagsbrún" og stofn- uðu sameiginlega bilstöð, „Vörubíla- stöð Reykjavíkur“. Hugðust þeir að geta hætt kjör sín með þessum sam- tökum. Fró því fyrsta hafa broddar Al- þýðuflókksins, Héðinn & Co. ráðið yfir stjprn stöðvarinnar, enda hefir hún ávalt, verið i mesta ólagi. Nokkrir vildarvinir Héðins og Kristínusar gína yfir þeirri vinnu, sem nokkurs virði er, en allur þorri bílstjóranna fá svo að segja enga vinnu gegnum stöðina. Og hvar er tryggingin fyrir því, að Héðinn og Stínus ckki útvegi vildarvinum sín- um fastavinnu með því að brjóta taxta stöðvarinnar? Dæmið urn Kornelius er varla einsdæmi. Um fjórmál og sjóði stöðvarinnar vita bílstjórarnir almennt ekkert nema það, að þeir hafa ekki verið notaðir til að bæta kjör þeirra (kanpa varahluti o. s. frv.) og að hið liáa stöðvargjald er hlífðarlaust rukkað inn. Hinsvegar ei*u bílstjór- arnir svjftír atkvæðisrétti é fundum stöðvarinnar, ef þeir ekki hafa get- j að borgað stöðvargjöldin á tilsettum í tima. þeir sem ekki geta borgað, fá engan íhlutunarrétt um málefni vörubílstjóra. þannig er „lýðræði" Héðins í reyndinni eftir „beztu“ fyrirmyndum íhaldsins í gamla daga. Samtök vörubílstjóranna, sem gátu orðið til að bæta kjör þeirra á allan hátt, hafa í höndum krata- foringjanna snúist upp í vönd á bíl- stjórana sjálfa. Nýja stjömin. Margir bílstjóranna, sem íylgt hafa Alþýðufl. og Fi’amsókn, héldu að þossir flokkar, sem lofuðu fyrir kosningamar að „útrýma atvinnu- levsinu og kreppunni" og „minnka dýrtíðina", mundu ef til vill efna örlítið brot af loforðunum og bæta að einhvérju leyti kjör þeirra og annara verkamanna. En reynjdin hefir orðið önnur. Sama atvinnuleysið ríkir. Nýja stjórnin hefir gert margar ráðstaf- anir til að tryggja gróða auðvalds- ins (síldareinokunin, kjöteinokunin), hún hefir ekki minnkað heldur auk- ið dýrtiðina (hækkun á kjöti, vind- lingxim o. fh), en ekkert gert til að bæta kjör hinna vinnandi stétta, sem hún revnir að kenna sig við í blekkingaskyni. Burtför Kristínusar. Umboösmaður Héðins á Vörubíla- stöðinni, Kristínus Amdal, er nú orðinn svo óvinsæll vegna sviksemi sinnar í starfinu og erindceksturs fvrir krataforingjana, að Alþýðufl. hefir nú séð nauðsyn á því að skapa nýjan hit’ing fyrir hann. Fer hann af stöðinni 1. október. Ætlar Héðinn nú að x'itnefna nýj- an erindreka sinn ó stöðina, því bíl- stjórarnir fá ekki sjálfir aS kjósa stöSvarstjóra. Eru vörubílastjórarnir eðlilega mjög óánægðir yfir þessai’i fyrirætl- un Héðins. Finnst þeim nóg komið. þeir vita sem er, að áframhaldandi stjóm krataforingjanna á stöðinni Þýðir: atvinnulcysi, skipulagsleysi á öllum rekstri stöðvarinnar og algert einræSi HéSins eins og hingað til. En á sama tima staglast krata- foringjamir á blekkingar-töfraorðun- um: atvinna, skipulag og lýðræSi(M). Næstu verkefni. þær skoðanir hafa komið fram hjá vörubílstjórunum, að ef kratafor- ingjarnir eigi að stiórna stöðinni á- fram í gegnum nýjan einræðisherra, þá væri réttast að sprengja stöðina. petta er ekki ráSið, vörubilstjórarl Krataburgeisarnir hafa spilt sam- tökum ykkar. En nú eru það verk- efni ykkar sjálfra, að byggja þau upp aftur og beita þeim til að ná fram þeim endurbótum, sem krata- foringjarnir liafa svikist um. þið ráðið yfir beittara vopni held- ur en flestir aðrir verkamenn. Ekk- ert er viðkvæmara fyrir auðvaldið reldur en stöðvun vöruflutninga. þessu vopni, sem krefst samfylk- ingar vörubilstjóranna sjálfra, verð- ið þið nú að undirbúa ykkur til að beita í lífsbaráttu ykkar við auð- valdið. Wlólmælið sem einn maður nýjnm einræðisherra krataforingjanna, en kjésið sjálfir stöðvarstjóra, sem þið treystið, úr ykkar hóp. Kjósið einnig úr ykkar hópi 2 end- urskoðentlur, sem rannsaki fyrri rekstur stöðvarinnar og hafi áfram- haidandi eftirlit með rekstrinum. Skapið samfylkingu við atvinnu- leysingjana og annan verkalýð og krefjist af bænum og ríkisstjórn- inni: Aukinna atvinnubóta fyrir alla at- vinnulausa vörubílsljóra. Kfötokrid. Síðastliðna viku var kjötverði.ð kr. 1,60 kílóið. Stjórnarblöðin belgja sig mjög af þessu „lága“ verði, og segja, að kjötið múni lækka enn um ca. 20 au. 1 slátur- tíðinni. Hvað þýðir það að kjötið verði í kr. 1,40 í sláturtíðinni ? Það þýðir að kjötið verði B0 aurum hærra en í fyrra. Það þýðir, að sama okrið helzt áfram. Þegar kjötverðið var ákveðið kr. 1,70 þá var ætlunin að þetta verð héldist þar til sláturtíð byrj- aði. En einokunin hefir neyðst til að lækka það fyrr um 10 aura, vegna þess, að fjöldi fólks hætti að kaupa það. Hvað sýnir þetta? Það sýnir, að við höfum það einnig í hendi okkar að knýja ríkisstjórn okur- hringanna til að lækka verðið á mjólkinni, ef við erum samtaka. Fyrir smábændur er það eng- inn hagnaður að okrað sé á kjöt- inu, og innanlandsmarkaðurinn þar með rýrður, jafnframt því sem þeir eru rændir réttinum til að selja kjöt, á annan hátt en að kasta því í gin einokunar- stofnana, sem hirða andvirðið upp í skuldir. Við mótmælum því að blóð- skattar séu lagðir á alþýðuna í bæjunum til þess að borga úti- standandi skuldir okraranna. Við krefjum'st þess, að skuldir smábændanna séu strikaðar út á kostnað hinna ríku. Og við krefjumst þess, að kjöt- verðið verði lækkað að minnsta kosti niðnr í sama verð og í fyrra. I KENNI HÚSGAGNATEIKN INGV I VETZJR. Uppl. í sima 2 3 4 6 Jónas Sólmundsson I

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.