Verklýðsblaðið - 11.06.1935, Page 2
VERKL'i ÐSBLAÐIÐ
Atvínnuofsóknír
Tíminn skýrir frá því 16. april
að útgerðarmenn séu að flæma
Framsóknarmenn burt af skipum
sínum og láta þá gjalda sinna póli-
tísku skoðana.
Blaðið kallar þetta með réttu
atvinnuofsóknir og segir að þær
séu „fullkomið siðleysi“ og „níð-
ingsverk" gagnvart þeim, sem' fyr
ir þeim! verða og „glæpsamlegar
gagnvart þjóðfélaginu".
Við Tímann mætti nú reyndar
segja svona í, fullu bróðerni:
„Öðrum' fórst en þér ekki“.
Enginn hefir beitt atvinnuof-
sóknum gagnvart pólitískum and-
stæðingum af jafn mikilli ósvífni
og broddar Framsóknar. Má í því
sambandi minna á brottrekstur
Enoks Ingimundarsonar af Esju.
En um það þegir Tíminn af skilj-
anlegum ástæðum.
Atvinnuofsóknir geta verið
fólgnar í fleiru en því að flæm'a
menn af skipum sökuni pólitískra
skoðana þeirra.
Við Hrútfirðingar höfum kom-
ist að ráun um það nú upp á síð-
kastið.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá í Verklýðsbl. urðu átök uin
val á framkvæmdastjóra fyrir
Verslunarfélag Hrútfirðinga nú í
febrúar s. 1. Meiri hluti alþýðunn-
ar í héraðinu vildi fá mann sem
hún þekkti og treysti, Jónas Ben-
ónýsson. Hann er Kommúnisti og
hefir staðið framarlega í verka-
lýðsbaráttunni hér.
Gegn þessari ósk héraðsbúa rís
forstjóri Sís með slíkri ósvífni
að slíks munu vart dæmi. Rétt um
það leyti sem fulltrúakosning á að
fara fram í deildum kaupfélags-
og þar sem eingöngu var kosið
um þetta eina, með eða móti Jón-
asi, þá er því dreift út meðal
manna af útsendara Sís hér, Gunn
ari í Grænumýri, að Sís muni
alls ekki skipta við kaupfélagið ef
Jónas verði kaupfélagsstjóri. —
Þetta dugði. Deigustu! mennirnir,
sem þó engan vildu persónulega
fremur en Jónas, glúpnuðu við
þessa hótun og þar m!eð fekkst sá
litli meirihluti sem stjórn V.H.
hefir nú að baki sér.
Aðrir héldu aftur á móti að
forstjóri Sís væri ekki svo djúpt
sokkinn að hann gripi til svo lúa-
legra bragða, að hóta félögum
viðskiftabanni, ef meirihluti félags
manna kysi framkvæmdastjóra
sem hefði aðra pólitíska skoðun
en hann sjálfur. Aftur á móti
héldu þeir að Gunnar væri að
breiða þetta út fyrir eigin reikn-
ing af sinni venjulegu lævísi.
En svo reyndist þó ekki.
Nokkru síðar átti gamall og
reyndur bændi héðan, sem staðið
hafði með Jónasi, tal við forstj.
Sís um þessi mál. Þá lýsti for-
stjórinn því yfir hreint og hik-
laust að ef Jónas hefði verið kos-
inn framkvæmdastjóri V.H. mundi
Sís alls ekki hafa skipt við það.
Þetta eru atvinnuofsóknir miklu
alvarlegri en það þótt maður sé
rekinn úr skiprúmi sökum póli-
tískra skoðana, og er það þó ein-
staklega svívirðilegt athæfi.
Og það er annað og verra.
Það er tilraun til þess að hafa
áhrif á persónulega sannfæringu
m'anna með hótunum. Slíkt varð-
ar við lög.
Svona eru þau sokkin djúpt
samvinnufélögin íslensku. Forstj.
þeirra hótar fátækum bændum og
verkamönnum hinni svívirðileg-
ustu atvinnuofsókn sem dæmi eru
til á landi hér, ef þeir skyldu
dirfast að velja þann mánn fyrir
framkvæmdastjóra kaupfélagsins,
sem þeir treysta best. Þennan
mann getur forstjórinn ekki liðið
sökum síns pólitíska ofstækis.
Tíminn 16. apríl 1935 segir að
atvinnuofsóknir af pólitískum! á-
stæðum séu! „fullkomið siðleysi“
og „níðingsverk“ gagnvart þeim,
sem fyrir þeim verða og glæpsam-
legar gagnvart þjóðinni.
Þetta ættu þéir forstjóri Sís og
Gunnar í Grænumýri að leggja
sér á hjarta.
5. maí 1935
Sk. G.
skarplega fyrir Fisksölusamband-
ið og þýzku samninganna og fóru
svo leikar, að þeir Ólafur Thors
og Haraldur Guðmundsson urðu
að snúa bökum saman og verjast,
en reyndu þó öðru hvoru hátíð-
lega að sverja sig hver af öðr-
um, en ekki villti það mönnum
sýn um skyldleikann.
Hneykslin í þýzku samningun-
um urðu þeir, að allmiklu leyti,
að viðurkenna þarna opinberlega
og það, sem þeir ekki fengust til
að meðganga í ræðunum viður-
kenndu þeir óvart, Ólafur með
því að segja, að kommúnistar
hlytu að hafa „stolið þýzku
samningunum“ og Haraldur með
því að spyrja „hvar þeir hefðu
náð honum“?
Um verðjöfnunarsjóðinn — lx/%
miljón kr. — gat Har. Guðm. að-
eins svarað því, að einhverntíman
kæmi skýrsla!
Meginhlutinn af ræðum! þeiira
fór í að verja Fisksölusambandið
og áttu báðir sannarlega í vök
að verjast. Hinar skörpu ádeilur
kommúnista á hið samrunna
banka og stórútgerðarauðvald og
ríkisstjórn þes§ fengu mjög góð-
ar undirtektir.
í Keflavík er sterk smáútvegs-
mannastétt, sem auðsjáanlega er
að rísa upp gegn einræði Kveld-
úlfs, og vill baráttu gegn hringa-
valdinu. 1 Reykjavík éru nokkrir
nazistastrákar, sem gefa út sorp-
blaðið „ísland“ og hafði það 1.
júní tekið ákveðna afstöðu með
sölusambandinu' og Kveldúlfi og
svívirt og rógborðið andstæðinga
Fisksölusambandsins, eins og því
tiefði verið borgað fyrir það
af Landsbankanuml
Þegar smábátaútvegsmenn syðra
sjá þetta, — en þeir höfðu helzt
hneigst að þjóðemissinnum, er
þeir voru að yfirgefa íhaldið, —
ritar Finnbogi Guðm. grein gegn
þessu rugli og rógburði „íslands"
— og nazistarnir í Reykjavík
„söðla nú um“ í snarhasti og gefa
út blað gegn Fisksölusamband-
inu! Síðan beita þeir öllu því liði,
sem þeir eiga á Keflavíkurfund-
inn — annars mættu engir frá
þeim — og tala þar fyrir þá
Finnbogi Guðm., Helgi S. Jóns-
son og Óskar Halldórsson.
Fyrir verklýðshreyfinguna er
það hið þýðingarmesta mál, að
sannfæra smáútvegsiúennina um
að þeirra barátta gegn hringa-
valdinu verði eingöngu háð í
bandalagi við verkalýðinn — og
þá undir forustu' Kommúnista-
flokksins. Smáútvegsménnimir í
Keflavík og skríl yfirstéttarinn-
ar í Reykjavík eiga enga sam-
eiginlega hagsmuni. Enda lýsti
Ólafur Thors yfir vissú sinni um
það, að nazistastrákamir myndu
brátt hverfa „heim“ til föðurhús-
anna, — en barátta smáútvegs-
manna gegn Fisksölusambandinu,
fisktollinum, beinatollinum, olíú-
tollinum og öðní arðráni auð-
mannaklíkunnar verður háð uns
fullúr sigur er fenginn — í banda-
lagi við verkalýðinn og aðrar
vinnandi stéttir.
FUNDIJRINN í GRINDA-
VÍK.
Á fundinum mættu um 100
manns. Fyrir Kommúnistaflokk-
inn töluðu Áki Jakobsson og Hen-
drik Ottósson. Umræður snerust
sérstaklega um fiskmálin. Afneit-
aði Sigfús Sigurhjartarson þýzku
samningunum sem „uppspuna
kommúnista“ méðan Har. Guðm.
og Ól. Th. voru að viðurkenna
þá í Keflavík. Sigurður Kristjáns-
son (íhald) viðurkenndi 44/2 milj.
kr. skuld Kveldúlfs hjá Lands-
bankanum og kvað 900.000 kr. af
því „prívat-lán“ til Thorsaranna
og fleiri!
Kommúnisturn var vel tekið á
fundinum.
BFUNDURINN
Á BRUNNASTÖÐUM
Um 100 manns voru þar mætt-
ir. Fyrir kommúnista talaði Ing-
ólfur Gunnlaugsson. Voru mjólk-
urmálin rædd m'ikið á þessum
fundi og kom greinilega í ljós, að
íhaldið þóttist nú hafa öll tök og
vera ánægt, þó — réttara sagt —
af því — ekkert væri gert fyrir
neytendur og smábændur.
FUNDURINN Á STOKKS-
EYRI.
Hann var boðaður af Alþýðu-
flokknum. Mætti þar fyrir Komm.
únistaflokkinn Hjalti Árnason.
Tók hann m. a. sérstaklega fyrir
hneykslið með vegavinnuna, þar
sem fangarnir af Litla Hrauni
erú látnir talca vinnuna af verka-
mönnum, og eins, að aðeins sé
greitt 90 aura kaup, þegar taxt-
inn er ein króna. Ennfremur vakti
mikla eftirtekt, er hann ‘ sýndi
fram á, að tekjuskattur hefði
með nýju lögunum hækkað á lág-
launamönnum úti á landi.
Tóku Alþýðuflokksmenn á
Stokkseyri undir þessa gagnrýni,
svo fulltrúar Alþýðuflokksins
urðu að lofa því, að beita sér fyr-
ir afnámi fangavinnunnar. Á
fundinum var augsýnileg vaxandi
óánægja með ríkisstjómina og
mikil samúð með gagnrýni kom-
múnista.
Eiríkur Einarsson (fulltrúi
Ihaldsins) þakkaði ríkisstjóminni
fyrir endurreisn Fisksölusamlags-
ins undir stjóm Kveldúlfs og
Hambros Bank (Magnúsar Sig-
urðssonar). Ennfremur þakkaði
•hann fyrir „lausn mjólkurmáls-
ins“ með Eyjólf Jóhannsson á
oddinum.
Stjórnarflokkamir notuðu mest-
an ræðutímá sinn til árása á
Kommúnistaflokkinn fyrir af-
hjúpanir hans á hungurstefnu
núverandi stjómar og samvinnú
við Kveldúlf og aðra burgeisa
(sbr. Fisksölusamlagið og mjólk-
úrmálið). Signrjón Ólafsson og
Ejarni Bjarnason sögðu, að skrif
Verklýðsblaðsins um þýzku land-
láðasamningana væru ósannindi
frá rótum og að þeir („sjálfir
þingmennimir“) vissu ekkert um
þá. I hinu orðinu viðurkenndu
þeir, að ekki væri unnt að gera
, nemá beztu-kjara-samninga við
stórveldi", þ. e. að þýzki samri-
ingurinn væri í samræmi við
norska landráðasamninginn. —
Þannig viðurkenndu þeir, að
Vklbl. segði sannleikann í þessu
máli.
Fulltrúum Alþýðuflokksins gekk
lieldur treglega að sannfæra fund-
armenn um efndimar á kosninga-
loforðum 4 ára áætlunarinnar.
Sigurjón Ólafsson fór gætilegar í
málið, og afsakaði svildn með því
að ekki væri liðið eitt ár af f j ór-
um og því tími til efnda. Hinn
l’ulltrúi Alþýðuflokksins sagði
aftur á móti, að nú „þegar væri
búið að framkvæma 27 atriði 4
ám áætlunarinnar af 36 atrið-
um“! og skemriitu menn sér vel
að þessu, þar sem ræðumaður
ekld gat bent á eitt einasta at-
riði til hagsbóta fyrir verkalýð-
inn, en aftur á móti ýmsar feitar
stöður fyrir brodda stj ómar-
flokkanna (nefndimar).
FUNDURINN
1 BORGARNESI
var allfjölmennur fundur og
hafði Framsókn haft allmikinn
viðbúnað meðal stórbænda.
Þar var mættur fyrir hönd
Kommúnistaflokksins fél. Biyn-
jólfur Bjarnason.
Eysteinn Jónsson, fjármálaráð-
herra, sem1 þama var mættur,
gat ekki með einu orði mótmælt
afhjúpun Verklýðsblaðsins lun
þýzka samninginn, og þegar fél.
Brynjólfur skoraði á hamt að
birta landráðasamninginn — fór
hann allur hjá sér.
Thor Thors, sem mættur var
fyrir hönd Sjálfstæðisflokksíns
mótmælti því ekki, að verðjöfn-
unargjaldinu, að upphæð 1 Vn
milj. hefði verið stolið, en það
væri bara ekki Fisksölusam-
bandið, sem hefði þetta fé undir
höndúm, heldur Fiskimálanefnd.
— Sannleikurinn er, að það er
ekld Fiskimálanefnd, heldur sér-
stök nefnd (sem meðal annars
Sig. Einarsson er í), sem stjórn-
ar í orði kveðnu' verðjöfnunar-
sjóðnum, en broddar Fiskisölu-
Framh. á 3. síðu.