Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 02.09.1935, Page 2

Verklýðsblaðið - 02.09.1935, Page 2
VERKLÝÐSBLAÐIÐ Frá ríki Staunings „Mestu vandamálin“ fari minnkandi úr þessu, væntan- lega með vinnulöggjöf eða öðrum þrælaákvæðum, sem málpípur at- vinnurekenda hrópa nú á daglega,. „Mestu vandamálin" virðast að hans dómi vera á hvern hátt megi hindra iðnaðarverkafólkið í því að fá þau laun fyrir vinnu sína, að það þurfi ekki að vera að meira eða minna leyti ómagar á öðrum atvinnugreinum, í gegn- um foreldra eða aðra vandamenn, sem það nýtur hjálpar hjá til þess að framfleyta lífinu. Og Vig- fús eygir lausnina á þessum vandamálum, samvinnufyrirkomu- lagið. Það er nú samt viðbúið, að verkafólkið verði ekki mjög hrif- ið af þessari lausn málsins, því hin dýrkeypta reynsla sjómann- anna í þessum efnum. hefir kom- ið svo óþyrmilega við lífsafkomu margra þeirra, að því er ekki auðgleymt. Samvinnurekstur inn- an núverandi þjóðskipulags er notaður til þess að draga úr bar- áttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum, en gefur fjármagninu lausan tauminn til að arðræna hann jafnvel ennþá miskunnar- lausara en í gegn um einstakl- ingsreksturinn. Það er fullvíst, að iðnaðar- verkafólkið lætur ekki blekkjast, en heldur óhikað áfram baráttu sinni fyrir hærri launum og betri vinnuskiiyrðum og treystir hin nýstofnuðu samtök sín, „Iðju“. Björn Bjamason. „Við hðfum ekki enn þá nægar sannanir“ 3. ágúst kom til Berlínar 4ra manna ensk sendinefnd, sem kos- in hafði verið og send af fyrr- * verandi varnarliðsmönnum þýzk- um. „Við spurðum, hvernig með- ferðin væri á Thálmann? Okkur var svarað, að allar sögur um meðferð hans væru uppspunnar. Hann væri í fangelsi, af því að hann væri „kommúnisti" og „af því að kommúnistar vildu trufla eining þýzku þjóðarinnar". Auk þess var okkur sagt, að kommún- istar héldu með Gyðingum. Þegar við gengum fast eftir að fá að vita, hversvegna mál Thálmanns væri ekki enn komið fyrir rétt, eftir U/2 ár, og sýnd- um brúnu embættismönnunum' fram á, að hjá okkur gæti slíkt ekki komið fyrir, fengum við merkilegt svar, sem kom okkur á óvart, vegna þess hve hreinskil- ið það var: „Við höfum ennþá ekki nægilegar sannanir gegn Thálmann". (Bulletin d. Int. Befreiung fur Thálmann). Frá Félagi járniðnaðarmanna. I tilefni af lausn Andradeil- unnar samþykkti Félag járaiðn- aðarmanna á fundi, sem haldinn var s. 1. þriðjudag: að þakka öll— um þeim félögum og einstakling- um, sem studdu það í nýafstað- inni vinnudeilu, til að ná þeim á- rangri, sem orðinn er. Það er ekki ósjaldan að Alþýðu- blaðið og krataforingjarnir bá- súna fyrir verkalýðnum1 ágæti Stauningsstj órnarinnar og hina hægfara og öruggu framkvæm'd sósíalismans. Já, já, öllu má nú nafn gefa. Hér verður ekki gerð nein til- íaun til að hrekja framkvæmd „sósíalismans" í Danmörku. En til þess að gefa íslenzkum1 verkalýð sýnishorn af því hvernig dönsku krötunum gengur að útrýma auo- valdinu, skulu hér birtar nokkrar tölur, sem eru teknar eftir Hag- stofunni í Danmörku, og miðaðar vig skattárið 1933—34. 1 milljón manna hafa undir 1600 kr. árstekjur. Samkvæmt þessum skýrslum eru skattgreiðendur alls 1 milljón 148 þús. 186 — þ. e. þeir, sem hafa. yfir 800 kr. árstekjur. Um þá, sem hafa undir 800 kr. tekj- ur, liggja engar skýrslur fyrir, en ef maður reiknar með sama fólksfjölda og árið áður, auk eðli- legrar fjölgunar, verða það a. m. k. 565 þús. manns, sem hafa undir 800 kr. árstekjur sér til lífsviðurværis. Skattgreiðendur ættu að vera 1.700.000, þ. e. V3 (Verkamannabréf). Fyrir skömmu stóðu nokkrir nazistar við homið á Hótel ís- land og ræddu sín daglegu áhuga- mál. Meðal þeirra va.r Kjartan nokk- ur Ólafsson skáld-! — hver kunn- ur er af „drefjum“ þeim, er á hverri þúfu sjást í hinum and- lega óræktarmóa íhaldsins. Auðvitað voru bolsarnir á dag- skrá og mál járnsmíðaverkalýðs- ins seni þá stóð í svokallaðri „Andradeilu". Allt í einu gafst Kjartani skáldleg!! sýn: Tunna full af grút! — Já, þessu væri bezt að hella inn um gluggann á skrif- stofu A. S. V. og vita svo hvort þessi félagsskapur, sem safnar peningum til styrktar „bölvuðu j ámsmíðahyskinu “, til að stræka á „okkar menn“ og leggur þeim til bækistöð fyrir verkfallsdrasl sitt — og vita svo hvort ekki minnkar í honum gorgeirinn“!! Þarna vár einnig mættur spek- ingurinn“, sem (að sögn) hrakti í einum matmálstíma allar hag- fræðikenningar Karls Marx. Kvað hann „eina grútartunnu ekki vera meira en sem svaraði einni ausu af vatni í brennandi hús“ (Lík- lega hefir hann haft í huga rík- isþingsbrunann í Leipzig!) Hvað sem nú úr þessum bolla- leggingum varð í þetta sinn, var hugmyndin ekki úr sögunni, því að nokkru seinna, á samskonar fundi, var grútartunnan orðin að tjörukút, sem auðvitað skyldi helgaður baráttu járnsmiðanna og A. S. V. — Tjörukútshug- myndina átti sá „maður“, er hluti þjóðarinnar hefir undir 800 kr. árstekjur, sem er talið það allra minnsta, sem hægt sé að lifa af — eða „þurftarlaun“ eins og það er kallað hér á landi. 445,743 þús. manns hafa tekj- ur á milli 800 og 1600 kr. Það verða því rúmlega 1 milljón manna, sem hafa undir 1600 kr. árstekjur, eða 60% af allri þjóð- inni. Þeim, sem hafa yfir 100 þús. kr. árstekjur, hefir fjölgað um 51 á einu ári. Jafnframt þessu er fróðlegt að athuga afkomu hátekj ustétt- anna, því þar hefir einnig orðið breyting, þ. e. a. s. hátekjumönn- unum fjölgar og tekjur þeirra aukast. Árið áður höfðu 160 ein- staklingar yfir 100 þús. kr. tekj- ur, en samkvæmt þessum nýju skýrslum eru þeir nú 211, eða hefir fjölgað um 30% á einu ári. Ef við athugum aðra floklta hátekj umanna, verður það sama uppi á teningnum. T. d. hafa nú 708 menn milli 50 og 100 þús. kr. tekjur, á móti 569 árið áður. 139 hafa því bætzt við í þennan tekju flokk. 37 nýir milljónerar. heyrzt hefir að hafi á sínum tíma getið sér frægð fyi’ir þann dæmafáa innrætis-eiginleika, að hafa makað tjöru utan á lifandi kött og kveikt svo í. Fyrir stuttu var kastað hnull- ungssteini í gluggapóstinn á skrifstofu A. S. Y. Ásgeir Bjara- jrórsson listmálari var þá þar staddur ásamt fleiri mönnum. Sat Ásg-eir við gluggann með höfuðið rétt við gluggapóstinn og hefði hlotið meiðsl af eða bana, ef ódæðið hefði heppnazt. Þegar þeir er innifyrir voru snöruðust út til að sjá hver valdur var að þessu, skauzt mannkind nokkur, sem gjörla mátti sjá af hvaða sauðahúsi var, inn í bíl, sem óðar þaut af stað. í Þýzkalandi notar hin fasist- iska yfirstétt heilt samsafn af vissri tegund vitfirringa, sem ganga með sjúkdóm (sadisma), er lýsir sér í óslökkvandi nautn við að kvelja og drepa menn og skepnur. — Þessi manndýr eru svo uppæst og tamin til að beita ástríðu sinni gegn kommúnist- um, byltingarsinnuðum verka- mönnum, verklýðssinnum og Gyð- ingum. Skýrustu dæmi þessara hryllilegu dýratamninga og mannaveiða gerast nú með Gyð- ingaofsóknum í Hitler-Þýzka- landi. Um íslenzku nazistana skal ekki fjölyrt frekar, því sjúlding- ar hafa sína afsökun og að orð þeirra og tilburðir eru ekki ann- að en það sem íslenzk auðvalds- klíka hugsar og ráðgerir. („Oft er í holti heyrandi nær“). Barnaheimili A. S. V. Frarrnh. af 1. síðu. að bæta aðbúð barnanna og við- urværi. Verkalýðurinn hér í Rvík á líka heimtingu á því, að bærinn styrki slíka starfsemi. Sívaxandi atvinnuleysi hér í bænum kemur einna harðast niður á ungviðinu. Langvarandi atvinnuleysi þýðir verri húsakynni, verri aðbúð á heimilunum og skort á kraftmiklu fæði. En hvemig sem1 bæjarvöldin svara kröfum atvinnuleysingja um atvinnubætur, atvinnuleysisstyrki og styrk til bamaheimila sinna, þá mun Alþjóðasamhjálp verka- lýðsins starfa af fremsta megni að því í vetur að skapa möguleika fyrir barnaheimili á komándi sumri handa fátækustu börnun- um hér í Reykjavík. Jafnframt tekjuskýrslunum gaf IJagstofan einnig yfirlit yfir eignir „þjóðarinnar“. Það sem rnaður rekur fyrst augun í, er að þeim sem eiga eignir yfir 1 mill- jón kr., hefir fjölgað um 37, enn- fremur hafa 89 bætzt við í hóp þeirra, sem eiga milli 500 þús. og 1 milljón kr. Alls eru nú í Dan- mörku 1383 einstaklingar, sem eiga yfir hálfa milljón króna og þar af 464 yfir 1 milljón. (Skatt- svikin eru vitanlega ekki reiknuð með). Þetta hefir áunnizt eftir nokk- urra áratuga starfsemi hinna gætnu og ráðslyngu sósíaldemó- krata. Þetta er fyrirmyndin, sem hin- ir íslenzku kratabroddar benda verkalýðnum á. Þetta er það semj íslenzkur verkalýður getur vænzt í framtíðinni, ef hann felur skoð- anabræðrum dönsku kratanna forystuna í verklýðshreyfing- unni. Verkamenn! Þið skuluð stinga þessum staðreyndum að stéttar- bræðrum ykkar: Þriðjungur dönsku þjóðarinnar hefir undir S00 kr. árstekjur. Tveir þriðju hlutar hafa undir 1600 kr. árstelcjur. 211 menn hafa yfir 100 þús. kr. árstekjur. 708 menn hafa milli 50 og 100 þús. kr. árstekjur. 1383 menn eiga yfir hálfa milljón króna. 464 milljónamæringar eru nú í Danmörku, ríki Staunings, sem íslenzku kratamir kalla land sósíalismans! Auðvaldið dafnar vel í skjóli dönsku kratanna,. Verkalýðurinn lifir við sult og seyru, atvinnu- laus, eignalaus, ofurseldur blekk- ingum kratanna. Augu danska verkalýðsins eru að opnast fyrir auðvaldsþ j ón- ustu kratanna. Danski verkalýð- urinn fylkir sér nú seni óðast undir merki samfylkingarinnar, Sanifylkingin undir forystu danska Kommúnistaflokksins vinnur nú hvern sigurinn á fæt- ur öðrum. Á sama tíma ganga kratarnir borgaraflokkunuml á hönd, kné- krjúpa fyrir stórbændum og að- alsmönnum, ganga fremst í því að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar verkalýðsins. Auðvaidið hugsar upphátt (Endurminning’ar irá Andradeilnnni)

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.