Verklýðsblaðið - 05.11.1935, Blaðsíða 2
VERKLÝÐSBLAÐIÐ
A: Eigum við annars
ekki að drekka kvöld-
kaffið á RISNU?
B: Jú; endilega.
13 að segja samningnum upp.
Var síðan stjóminni falið að vinna
að nýjum samningum fyrir fé-
lagsins hönd.
Verkakvennafélagið hélt fund
tveim dögum áður, en þar beitti
stjómin sér gegn því, að samn-
ingunum yrði sagt upp.
Óánægja verkakvennanna með
samninginn er þó svo mikil, að
þrátt fyrir andstöðu stjórnarinn-
ar greiddu 17 atkvæði með því
að segja honum upp, en 25 á
móti. Allmargir sátu hjá.
Alþýðubrauðgerðin
Bvauð* og kökugerð
Reykjavík
Laugaveg 61. Sími 1606 (3 línur).
Hafnarfirði
Strandgötu 32. Sími 9253.
Keftavík
Hafnargötu 23. Sími 17.
Verðið er 10^20°\o lægra en annarsiaðar
Rúgbrauð
Súrbrauð
Vínarbrauð
Tvíbökur 0.5 kg.
40 aura
30 aura
10 aura
110 aura
Normalbrauð
Súrbrauð V*
Bollur
Kringlur 0,5 kg.
40 aura
15 aura
10 aura
50 aura
Franskbrauð
Franskbrauð lh
Snúðar
Skonrok 0,5 kg.
40 aura
20 aura
10 aara
50 aura
I
Höfum sölustaði víðsvegar um bæinn og nágrennið.
Alþýðubrauðgerðin
Reykjavík — Laugaveg 61 — Sími 1606 (3 línur)
Starlsstúlknalélag'ið Sókn
SEMUR VIÐ RlKISSPlTALANA UM STÓRFELLDAR
KJARABÆTUR FYRIR Sl’ÚLKUR Á RÍKISSPÍTÖLUN-
UM HÉR I REYKJAVÍK OG VÍFILSSTÖÐUM.
Á laugardaginn undirskrifaði
starfsstúlknafélagið „Sókn“ vinnu
samninga við stjómamefnd ríkis-
spítalanna. Er það í fyrsta, sinn,
sem starfsstúlkur hafa haft fasta
samninga um kaup sitt og ráðn-
ingarkjör.
Eftir samningum þessum fá
stúlkurnar vinnutíma sinn stytt-
an allt frá 13 stundum niður í 10
stundir á dag, án skerðingar mán-
aðarkaupsins, og það mánaðar-
kaup samningsbundið, sem stúlk-
umar fengu viðurkennt með bar-
áttu sinni síðastliðið vor.
Ef til vill eitthvert þýðingar-
mesta atriði samningsins er á-
kvæðið um sjúkratryggingar. Eft-
ir því fá fastráðnar stúlkur (þær
sem eru búnar að vera 3 mánuði),
4 vikna fría sjúkrahússvist og
læknishjálp, með fullum launum,
'en stúlkur, sem verið hafa 6 mán-
uði eða lengur, hafa 6 vikna fría
sjúkrahússvist og læknishjálp,
með fullum launum. Uppsagnar-
frestur af beggja hálfu er iy2
mánuður. Auk þess fá stúlkurnar
ákveðið yfirvinnukaup, 1 kr. um
kl.st., en það hefir aldrei verið
greitt áður.
Spítalarnir skuldbinda sig eftir
samningi þessum til þess, að taka
ekki aðrar stúlkur en þær, sem eru
skipulagðar í starfsstúlknafélag-
inu „Sókn“.
Starfsstúlknafél. „Sókn“, sem
■ ekki er nema rúmlega ársgamalt,
hefir á þessum stutta tíma tek-
izt að hækka launin á ríkisspítöl-
unum all verulega og nú með
þessum samningi bætt kjör þess-
ara stúlkna að miklum mun.
Auk þess, sem félagið heldur á-
fram starfi sínu fyrir stúlkurnar á
sjúkrahúsum, mun það nú herða
baráttu sína fyrir bættum kjör-
um stúlkna, sem vinna í húsum.
Hefir félagið fengið skrifstofu í
Mjólkurfélagshúsinu, sem verður
opin 4 kl.st. í viku og vill hvetja
allar starfandi stúlkur til að koma
þangað.
Verklýðsblaðið óskar starfs-
stúlknafélaginu „Sókn“ til ham-
ingju með starf sitt og baráttu
og allra heilla í framtíðinni.
Nemendafélag
húsgagnasm iða
Á laugardaginn var stofnað
nemendafélag húsgagnasmiða, og
voru stofnendur 16, en það er
mikill meirihluti nemenda í iðn-
inni. — Stofnfundinum tókst
ágætlega valið á stjórn sinni. —
Á samtökum þessum var hin
brýnasta þörf, og munu þau verða
sveinunum mikill styrkur í bar-
áttu þeirra.
Næsta skrefið verður að vera,
að nemendurnir tengist sveinafé-
lagi húsagagnasmiða hinum nán-
ustu bróðurböndum.
Beynslan er sannleikur
Beziar, ödýrastar viðgerðir á skö-
fatnaði fást á skóvinnustofunni
Nlúlsgröta 23. Siml 3814.
Sækjum, sendum.
Kjartan Arnason.
Kaupmenn og
kaupfélög
Simið iil min áður en þið gerið innkaup á
brjósisykri, karamellum og safi
EfnagerðHafnarfjarðar
Sími 9189 og 9244
r-------------------------
Pöntunarfélag
verkamanna
Skólavörðustíg 12. Sími 2108
PÖNTUNARDEILDIN útvegar félagsmönnum
flestar nauðsynjavörur við kostnaðarverði, Kostn-
aður við vörudreifinguna er mun lægri en í
venjulegum sölubúðum, vegna hagstæðari af-
greiðsluaðferða en áður hafa þekkst.
Meðalfjölskylda sparar 100-150 kr. á ári
með því að skipta við Pöntunarfélagið
Nú þegar eru um 900 fjölskyldur,
sem njóta þessara hlunninda.
Alþýðufólk!
Vinnið gegn dýrtíðinni!
IStyrkið ykkar eigin félag!
...............■