Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 3
V ERKLYÐSBLAÐIÐ VEDICLÝÖíBLÁÐIfi Útgefandi: KOMMÚNISTAFL. ÍSLANDS. Ritstjóri: EINAR OLGEIRSSON. Afgr.: Vatnsstíg 3 (þriðju hœð). Sími: 2184. — Pósthólf 57. Prentsmiðjan Acta h.f. KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (Deild úr Alþjóöa- sambandi kommúnista). Formaður; BRYNJÓLFUR BJARNASON. Skrifstofa: Vatnsstíg 3 (3. hæð). Viðtalstími: Daglega kl. 6—7, virka daga. Hræsni eða ræflaskapnr Stjórnarblöðin fara heldur hjá- kátlega að, er þau reyna að verja hinar nýju svívirðilegu tollaálög- ur. „Nýja Dagbl.“ segir að helzt hefði „Framsókn“ viljað taka tekjuaukann sem mest með há- tekjuskatti, —• en til samkomu- lags hefði því miður orðið að ganga inn á tollana. — Alþbl. segir að Alþbl. hefði helzt viljað taka tekjuaukann með utanríkis- verzlun (mun meina á kostnað heildsalanna?), en til samkomu- lags hefði nú orðið að hafa þetta svona. Sem sé: báðir flokkar segjast hafa viljað taka tekjuaukann af yfirstéttinni, en af því þeir hafi ekki komið sér saman um að- ferðirnar, hafi þeir til samkomu- lags ákveðið að taka hann með tollum á alþýðu. Það má með sanni segja um þá tvo flokka orð Hamlets: Veg- urinn til helvítis er lagður góðum áformum, sem aldrei eru fram- kvæmd. Ef þessir ílokkar ætla sér að vernda lýðræðið í þessu landi á- líka dyggiléga og þeir gæta hags- muna alþýðunnar í þessu máli, þá má'gera ráð fyrir, að þegar vopn- aðar fasistasveitir væðu hér uppi, myndi þá greina á um hvort held- ur ætti að afvopna fasistana eða vopna verkalýðinn, — og til sam- komulags þá yrði það svo ofan á teningnum að afvopna verkalýðinn að þeim litlu varnartækjum, sem hann kynni að hafa eignast. En þeim fer nú að fækka, sem treysta þeim ræflum eða hræsnur- um, sem nú skipa forustu þessara flokka til að vernda hvert heldur er lýðræði landsins eða hagsmuni alþýðunnar. Munið ettir HEIMSKRENGLU, Laugaveg 38, þegar yður vantar góðar bækur, blöð eða ritföng. Hðrmungarkjör þýzka verkalýðsins — en dagur hsfndarinnar er í nánd Víðtal við þýzkan sjómann íslenzkur sjómaður átti fyrir nokkrum dögum eftirfarandi sam- tal við þýzkan togarasjómann, sem var að bíða eftir skipsrúmi í Hamborg: íslenzki sjómaðurinn: „Er það satt, sem Hitlersstjórnin breiðir út, að atvinnuleysið sé að minnka í Þýzkalandi?" Þýzki sjómaðurinn: Já, það er alveg satt, en þetta, sem kallað er atvinna — er þrældómur, eins cg staðreyndir sýna, sem ég nú skal telja upp fyrir þér: Hér í Þýzkalandi er verkalýðurinn flokkaður niður í gifta menn og ógifta. Giftu mennimir hafa þau hlunnindi fram yfir þá ógiftu, að vera ekki alltaf, hvenær sem er teknir í hina þrotlausu þræla- vinnu, þegnskylduvinnuna, en þó ; verður hver einasti maður, þó j heimilisfaðir sé, að vinna 1—3 j mánuði (eftir heimilisástæðum) í þegnskylduvinnu frá heimilum sínum. Heimilin verða að bjarga sér eins og bezt gengur á meðan. Þeir sitja einnig fyrir sömu vinnu og þeir höfðu, eftir að þeir koma úr þegnskylduvinnunni. Yfirleitt sitja giftir menn fyrir allri vinnu svo sem sjómennsku, verksmiðju- og hafnarvinnu. — Hvernig er þegnskylduvinn- unni hagað og í hverju er hún fólgin ? — Öll þegnskylduvinnan er í þágu vígbúnaðarins. Ég er nú t. d. að koma frá því að setja upp vélbyssur á Helgolandi. Verið er að víggirða alla ströndina og byggja geysistór jarðhús, sem matarforða er sankað saman í. Þessi jarðhýsi eru aðallega með ströndinni eða nálægt hafnarborg- unum. Öll vígi er verið að fylla með fallbyssum og nýtízku her- gögnurn, svo að segja má, að ströndin við Eystrasalt séu ekki annað en gapandi fallbyssukjaft- ar. — Hvað við fáum fyrir þessa þrælavinnu, það eru nú ekki ann- Kröfur Félag Félag styrkþega í Reykjavík hefir snúið sér til Alþingis og krafist þess, að þegar gengið verði írá hinum nýju fátækralögum, verði eftirfarandi kröfur þess teknar til greina: 1. Allir styrkir, sem vcittir eru vcgna örorku, sjúkdóms, elli, atvinnu- lf'ysis eða ómegðar séu óafturkræfir. 2. Styrkþörf og styrkupphæð sé metin af þar til kosinni 5 manna nefnd i sveítar- eða bæjarfélagi og skal ncfndin eingöngu taka tillit lil lifsnauðsynja og heilbrigðis þeirra lieimila eða einstaklinga sem um styrk sækja, sérstaklega skal lögð á- lierzla á að gera aðbúð barna og ung- bnga sem bezta og hollasta fyrir and- legan og líkamlegan þroska. Aðeins 2 nefndarmenn séu kosnir af sveitar eða bæjarstjórn og skulu þeir kosnir hlutfallskosnihgu. Styrk- þegarnir sjálfir liafa rétt til að kjósa 2 fulltrúa og verkalýðsfélög, ef til eru á staðnum, skulu í sameiningu iiafa rétt til að kjósa 1 fulltrúa, skal sá vera sérfræðingur í heilsuvernd, ef siikur maður eða kona er til á staðn- um. Sé þessi réttur styrkþega eða verkalýðsfélaga ekki notaður, skulu þcir, sem á vantar, kosnir almcnnum kosningum og mega þeir ekki eiga sæti í sveitar- eða bæjarstjórn. Sé starf nefndarinnar það mikið, að það krefjist launa, skal hún launuð a.f því opinbera, þó hafi hver nefnd- armanna skipunarbréf sitt frá kjós- endum sínum og hafi þeir einir rétt fil að segja iionum upp stöðunni. 3. Ekki má undir neinum kring- umstæðum neyða styrkþega til að taka vinnu fjarri heimili sínu eða fvrir kaup, sem er lægra en taxta- s styrkþega icaup verkalýðsfélaga á staðnum. 4. Sérhver styrkþurfi eigi fram- íærslurétt, á dvalarstað. 5. Við leggjum til, að í kaupstöðum verði sett af Alþingi sérstakt lág- mark styrkupphæðar, og cftir reynslu þcirri, sem við höfum fengið, má það ekki vera lægra i Reykjavík en kr. 5.00 á dag fyrir hjón, kr. 2.00 fyrir fyrsta barnið, kr. 1.50 fyrir annað, kr. 1.25 fyrir þriðja, kr. 1.00 fyrir fjórða, kr. 0.80 íyrir fimmta, en meira má það ckki lækka þó börnin séu fleiri, en einídeypur maður getur ekki lifað af minnu eu kr. 4.00 á dag. þessir styrkir ættu að nægja fyrir öðru en sj úkrakostnað i. Öll alþýða mun styðja þessar kröfur eindrégið. Eru þetta sann- arlega þær minnstu kröfur, sem hægt er að gera, til þess að hag styrkþega sé svo borgið, að við- unandi sé. „IÐNNEMINN“, blað Málfundafél. Iðnskólans, 1. tölublað 3. árgangs, er nýkom- inn út. Að þessu sinni eru helztu greinarnar þessar: „Hvað dvelur iðnnámslagafrumvarpið ?“, „Mál- fundafélagið“, grein um leikfimi og baráttu Málfundafélagsins fyr- ir því að knýja skólastjórnina til þess að taka hana upp sem náms- grein, svo kemur grein um skóla- borðin og bekkina í 1. bekk o. fl. Blaðið er skemmtilegt og mjög fróðlegt og ættu sem flestir að kaupa það. að en lélegt fæði og 30 penningar á dag og svo ókeypis vinnuföt rneðan við vinnum. — Hvernig er þá með ógiftu ntennina? — Það má segja, að megnið af öllum ungum, ógiftum karlmönn- um í Þýzkalandi séu atvinnulaus- ir. Og þeir eru svo að segja undantekningarlaust teknir í her- inn, sé hægt að nota þá í hann. Þessir menn eru látnir hafa her- æfingar 3—6 klt. á dag, en hinn hluta dagsins eru þeir látnir vinna við að hlaða skotgrafir og viggirðingar, þannig að saman- lagt verður vinnutími þeirra 12 stundir. Fyrir þetta fá þeir fæði, íöt og 30 penninga (ca. 55 aura) sem er ætlað í tóbak. Aðrar þarf- ir er þeim ekki ætlað að hafa. Óherfærir menn eru látnir vinna í svokallaðri „Arbeits- c-ienst“ (þegnskylduvinnu) hjá stói’bændunum. Þeir fá líka að- oins fæði, 30 penninga á dag og írí vinnuföt. Á sunnudögum verða þeir auk þess að standa í heræfingum frá 6 f. h. til kl. 2. — Ekki held ég að þið hafið nú mikla skatta, fyrst launin ei*u ekki hærri en þetta? — Já skattarnir og allt betlið það vantar ekki. Við togarasjó- menn þurfum t. d. að borga í hreinan skatt 25% af launum okkar. Ef við erum svo heppnir að fá 300 mörk á mánuði í hlut, verðum við að borga 75 mörk af því í skatt, auk alls betlisins, sem ómögulegt er að komast hjá. — Það lítur ekki út fyrir, að kjör alþýðunnar séu mikið að batna, eftir þessu? — Síður en svo, þau fara hríð- versnandi, t. d. get ég sagt þér, að kjöt, fiskur og síld er svo dýrt, að almúganum þykir það kóngafæða, ef hann getur veitt sér fisk eða kjöt tvisvar í viku. Mestöll síldarframleiðsla og allt það kjöt, sem hægt er og mikið af fiski, er soðið niður í loftþétt ílát, allt að 12 kg. dunka, og sett í jarðhúsin, sem stríðsforði. T. d. eru búnar til pylsur úr síldinhi, þér þykir það kannske skrítið, en sjálfsagt fáum við eitthvað af kindargörnunum, sem notaðar eru um þessar pylsur, frá Is- landi. — Hvernig hugsar þá þýzka alþýðan til framtíðarinnar T — Ég skal segja þér, að það er komið svo langt að það lítur helzt út fyrir, að það sé að verða ómögulegt f yrir aíþýðu- fólk að lifa hér í landi. Nú tala verkamenn ekki um annað sin á milli, en hvern daginn Hitlers- stjórnin muni æða út í nýtt blóðbað. En það má alheimur vita, að þýzki almúginn bíður eft- ir allar þessar hörmungar ekki eftir öðru en tækifærinu til að skapa sér nýjar og betri tíðir. C.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.