Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 28.02.1936, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 28.02.1936, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS DEILD ÚR ALÞJÖÐASAMBANDI KOMMÚNISTA Reykjavík, föstud. 28. febr. 1936. I ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST I VII. árg., 17. tbl. Gífurleg skattsvik olíuhringanna Allt bendir til pess ad olíuhrmgarnir hafii fialsad reikninga sína um fileiri ára skeið og þannig fialið gróða afi olíuokrinu, sem nemur hundruðum púsunda króna. — Hafia peir með pvi móti getað svikið skatt og gert sig seka um brot á gjaldeyrislögunum. Ætlar íslenzka ríkísstjórnín nú að hjálpa peím til enn Srekarí míljóna fjárllótta? Opinber rannsókn verður tafiarlaust að fiara firam YFIRFÆRSLA Á MILJÓNUM. Verklýðsblaðið getur í dag upp- lýst, að ríkistjómin og umboðs- maður brezka bankaauðvaldsins hér, Magnús Sigurðsson banka- stjóri, hafa undanfamar vikur staðið í samningum við olíuhring- ana um að yfirfæra í erlend- an gjaldeyri inneign þeirra í bönk- Unum hér, sem mun nema urn tvær nviljónir króna. Hefir ríkisstjómin fallizt á kröfu olíuhringanna og ætlar sér að framkvæma yfirfærsluna á eft- irfarandi hátt: Ríkisstjórnin tekur fé þetta að láni í íslenzkum krónum, en skuld- bindur sig jafnframt að endur- greiða það, ásamt vöxturn, í er- iendum gjaldeyri á ákveðnura tíma. Þessi ráðstöfun ríkisstjómar- innar sýnir slíka þjónslund við olíuhringana, ber vott um slíkt vald þessara auðfélaga, er þau hafa aflað sér með nánum tengsl- um við helztu brodda pólitísku flokkanna, að full ástæða er til að lara að taka fyrirtælci þessi til nánari athugunar. Þegar þess jafnframt er gætt, að fjöldi erlendra verzlunarfyrir- tækja eiga hér stórfé innifrosið á lokuðum reikningi í bönkunum og þeim nú fyrir skömmu verið tilkynnt með umburðarbréfi frá Landsbankanum, að engar líkur séu á yfirfærslu þessa f jár á næst- Héðinn Valdimarsson, forstjóri Olíuverzlunar íslands. unni, liggur í augum uppi að hér er í uppsiglingu stórkostlegt fjár- málahneyksli, sem getur haft al- varlegar afleiðingar. Hneyksli þetta verður enn um- fangsmeira þegar það er tekið ineð í reikninginn, sem allar líkur benda til, að upphæð sú, sem um cr að ræða mun vera innlendur ágóði af sölu olíuafurða á íslandi, í--------------------------------- Fransk-rússneski sáttmálinn samþykktur Flandin, utanríkisráðherra Frakka. I gærdag kl. 2 e. h. var fransk- rússneski samningurinn sam- þykktur í franska þinginu, með yfirgnæfandi meirihluta. Samþykkt þessa samnings hef- ir afarmikla þýðingu í baráttunni fyrir heimsfriðnum og kemur á heppilegasta tíma, einmitt þegar hernaðarbrjálæðið logar upp úr í Japan og fasistaböðlar Þýzkalands og Italíu ei-u með hótanir gegn heimsfriðnum. Þá ríður á að þau lönd, sem virkilega vilja verada friðinn — og fremst þeirra eru Sovétríkin — sýni brennivörgum veraldarinnar í tvo heimana, skapi þeim aðhald með voldugu og sterku bandalagi. svo fremi sem gengið er út frá því, að félögin séu innlend félög er starfi í samræmi við landslög, en ekki leppar útlendra auðmanna. — Væri svo, er ráðstöfun ríkis- Magnús Guðmundsson, formaður Shell á íslandi. stjórnarinnar 'oeinn stuðnlngur við innlenda auðmannaklíku til þess að fremja gjaldeyrissvik í stórum stíl. TENGSLIN VIÐ PÓLI- TÍSIvU FLOKKSFOR- INGJANA. Olíúfélögin hafa komið ár sinni svo fyrir borð, að völd þeirra virð- ast ótakmörkuð. I félögum þess- um hafa helztu leiðandi menn allra þriggja stærstu stjórnmála- ílokkanna mikilla hagsmuna að gæta. Héðinn Valdimarsson og Jón Baldvinsson, Hermann Jónasson og Sigurður Kristinsson, Magnús Guðmundsson og Hallgrímur Benediktsson, allir hafa þessir herrar fengið drjúgan skilding af okur-álagningunni á olíuafurðirn- ar, einhverja helztu nauðsynja- vöru íslenzka smáútvegsins. Með aðstöðu sinni í stjómmála- flokkunum hafa þeir hagnýtt sér til framdráttar löggjafarvaldið, haft áhrif á dómsvaldið (sbr. málaferlin gegn Shell), stjórnað aðgerðum ríkisstjómarinnar og bankanna, beitt áhrifum sínum sér til einkahagsmuna í skatta- nefndum (sbr. íormennsku Héð- ins Valdimarssonar í ríkisskatta- nefnd), fengið að leika lausum hala með verðsetningu, fjárflótta, leppmennsku, skattsvikum og fölsunum á reikningum. Það virðist því sannarlega tími til kominn að athuga starfsémi þessara fyrirtækja dálítið nánar. OKRIÐ Á OLlU- AFURÐUNUM. Meðan smábátaútvegurinn slig- ast undir allskonar féflettingu frá yfirstétt landsins, (sbr. kúgun Kveldúlfs og fiskhringsins, Gis- mondimálið, verðjöfnunarsjóðinn og spönsku múturnar, beinatollinn til handa beinahringnum brezka, okurvexti bankalána, rangláta skiptingu á fisksölu til markaðs- landanna), hefir klíku þeirri, sem að olíuhringunum stendur, haldizt uppi að okra svo á olíunni, að þess munu annarsstaðar engin dæmi. Hráolía kostar hér 16 og 17 aura kílóið að frádregnum dá- litlum afslætti við staðgreiðslu. Sama vara kostar í Noregi 10 aura hvert kíló, í Danmörku 9— J1 aura. Þó eru tollar hinir sömu, mnkaupsverð hið sama, fragt og sölukostnaður mjög svipaður og hér. — Olían kostar félögin bér ekki nema 7 Vi eyri hvert kíló lcomið á íslenzka höfn. Af þessari vöru notar smábáta- útvegurinn íslenzki um 7 Vi mil- jón kíló á hverju ári, eða fyrir um 1(4 miljón krónur. Hreinan Shell og B. P.-tankar í einu porti á Siglufirði. liagnað hringanna einungis af olí- unni má varlega áætla 350000,9t krónur á ári. Er þá ótalið samskonar okur á

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.