Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 03.04.1936, Qupperneq 4

Verklýðsblaðið - 03.04.1936, Qupperneq 4
VEMUÐSMÐH) Naesta fræðsíukvöld verður þriðjudaginn 7. aprfl á Skjaldbreið. Austurbæjarklúbb- urinn (ABC) helduF fund 1 kvöld Það er óhætt að segja, að Aust- urbæjarklúbburinn hefir átt vin- sældum að fágna síðan hann hóf göngu sína, enda vaxið og eflst með hverjum fundi. Þessar vin- sældir má sjálfsagt þakka þeirri fjölbreytni í starfi, sem þar hefir verið, enda þótt þörf sé á að hafa enn meir fjölbreytni í því slcemti- og fræðslustarfi, sem klúbburinn hefir með höndum. Nú í kvöld er Abc-fundur kl. 9 á Bókhlöðustíg 9. Þar verður flutt erindi um Maxim Gorki, spuming- um svarað, leikið á fiðlu, borðað- ar appelsínur, lesið upp, sögð gam- ansaga, spilað á grammófón og kannske dansað, — og rædd fé- lagsmál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og koma með gesti og taka með sér 25 aura í klúbbgjaldið. Abc-stjómin. í næsta blaði kemur grein eftir félaga Gunn- ar Benediktsson um vegavinnu- málin í Ámessýslu, sem heitir: ,,Falsaða bréfið". Er það svar við blekkingum Alþýðublaðsins. Bi, bí og blaka, Álftirnar kvaka, Jeg lcet sem jeg sofi, Samt mun jeg vaka. KAUFIÐ LJÓÐABÆKUR JÓHANNESAR ÚR KÖTLUM í bókayerslun Heimskrinfiu Laugaveg 38 Bæjarstjórnariundurinn í gær: Bæ|arst|órnin viðnrkennir hve óþolandi dstandið er. Tillögur kommúnista um að fækka ekkí í atvinnu- bótavinnunni teknar til alvarlegrar atkugunar. S Á bæjarstjómarfundi í gær bar Einar Olgeirsson fram eftir- farandi tillögu í sambandi við b^éf Dagsbrúnar til bæjarráðs: Bæjarstjóm ákveður að fækka ekki meira í atvinnubótavinnunni en orðið er, sökum þess hve at- vinnuleysið enn er mikið. Bæjarstjóm felur bæjarráði að gera í samráði við ríkisstjómina ráðstafanir til að auka atvinnuna í bænum og sé sérstaklega reynt að finna nýjar leiðir til að skapa hér atvinnu. Sýndi E. O. fram á að atvinnu- leysið hefði sáralítið minnkað. — Enn væru skráðir 819 atvinnu- leysingjar og aðeins 200 þar af hefðu atvinnubótavinnu. Það mætti því ekki fara að segja þess- um 200 upp nú á fimmtudaginn og leggja þar með atvinnubóta- vinnuna niður, eins og ráðgert hefði verið. Rakti hann síðan út- litið eins og það væri nú með at- vinnulífið og sýndi fram á að ein- mitt nú í vor yrði bæjarstjórnin að taka í taumana og skipuleggja sumarvinnu, ef ekki ætti allt að hrynja saman í haust. Benti hann á fyrri tillögur kommúnista um byggingar í stórum stíl, á stór- aukna garðrækt og vegalagning- ar, sem hægt væri að ráðast í nú, meðan verið væri að leita að nýjum leiðum. Fór E. 0. síðan nokkuð inn á möguleika fyrir lánum og ástandið í fjánnála- pólitík landsins. Það urðu út af þessu allmiklar umræður í bæjarstjóm og var al- mennt viðurkennt að rétt hefði verið lýst horfunum. Gaf Sigurð- ur Ólafsson bæjarfulltrúi þær upp lýsingar að af sjómönnum, sem farið hefðu á 8 togara, hefðu að- eins 20 áður látið skrá sig atvinnu- lausa. Og nú væru hinsvegar allir vélbátarnir hættir og skipshafnir af þeim bættust við í atvinnuleys- ingjahópinn. — Borgarstjóri við- urkenndi að þó að það hefði verið ætlunin að leggja niður atvinao- bótavinnuna 8. apríl, þá yrði að taka til alvarlegrar íhugunar «8 halda henni áfram. Var tillögunni vísað til bæjar- ráðs. V Er engirtn efi á því að nú vantar aðeins lierzlumuninn til að knýja fram áframhald atvinnubótavinn- unnar. Það ríður því á að verkamerat sýni nú áhuga sinn með því aö f jölmenna í K.R.-húsið á sunnu- daginn kl. 4, á fundinn gegn at- vinnuleysinu. Fjölda verzlunavmanna sagi upp atvinnu Ýmsir heildsalar og jafnvel nokkrir smásalar, eru nú að segja upp starfsfólki sínu, sumir öliu starfsfólkinu, aðrir nokkrum hluta þess. Ástæðumar fyrir þessum uppsögnum eiga að vera þær, að þessi fyrirtæki verði að draga saman seglin, eða jafnvel að hætta alveg, vegna þess að þau fái ekki næg innflutnings- og gjaldeyris- leyfi. Sumstaðar mun fólkinu hafa verið heitið því að það sæti fyrir vinnu ef fyrirtækið gæti starfað áfram, sumstaðar hefir því verið sagt upp algerlega. Hversu margt fólk verður við þetta atvinnulaust, er ekki hægt að segja um ennþá. Líklegt er, að það sé rétt, að kaupmenn og heildsalar verði að draga saman seglin vegna gjald- eyris- og innflutningshafta. En það er einmitt þessi heildsalastétfc, sem dyggilegast hefir unnið, og vinnur enn, að því að skapa við- skipta- og verzlunarólag það, sem nú pínir þjóðina, með vitlausri ' verzlun, óheyrílegu okri, gjald- eyrisflótta o. s. frv. Það verður að krefjast þess af þeim sem nú stjórna landinu, kosnir til þess af hinni vinnandi alþýðu landsins, að þeir athuga Til baráttii gegn aivmnuieysíttu. Allir í K-R-húsíð kl. 4 á sunnudaginn 5. apríl á fundinn, eem Kommúnistaflokkurinn gengst fyrir gegn atvinnuleysinu. Á þessum fundi verður tekin fyrir atvinnupólitík ríkisstjórnar og bæjarstjórnar, ennfremur fjármálapólitík Landsbankakllkunnar. Sam- fylkingin 1. maí verður einnig rædd. Ræðumenn: Brynjólfur Bjarnason, Einar Oigeirsson, Edvard Sigurðs- son, Skafti Einarsson og Þorsteinn Pótursson, Verkamenn og allir, sem bepjasf vilja gegn at- vinnuleysi og neyð! Fjölmennið! Kommúnisfaflokkup íslands. þetta betur en þeir hingað til hafa gert. Og verzlunarmenn ættu einnig að athuga þetta. Þegar þeim er nú sagt upp og ríkisstjórn og inn- fiutningsnefnd kennt um, og þeg- ar sömu atvinnurekendur um leið leggja allt kapp á að hvetja eða jafnvel hræða starfsfólk sitt til þess að ganga í „Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur“, sem þeir sjálfir eru í og ráða að öllu leyti, til þess að koma í veg fyrir, að það gangi í stéttarfélag sitt „verzlunarmannafélagið", og þar með að tryggja það, að það ekki taki þátt í hagsmunabaráttu sinn- ar eigin stéttar. Verzlunarmenn! Það má ekki lengur svo til ganga, að atvinnu- rekendur geti á allan hátt farið með ykkur eftir eigin geðþótta, skammtað ykkur smánarlaun fyr- ir langan vinnutíma sagt ykkur upp hvenær sem er, ef þeim þókn- ast o. s. frv. Þið verðið nú þegar að fara að dæmi ýmsra annara stétta og treysta ykkar hags- munasamtök, svo að þið í krafti þerra getið að nokkru ráðið at- vinnu ykkar og atvinnukjörum. Það er rétt: Ríkisstjórn og imi- flutningsnefnd bera þunga ábyrgð á vandræðum verzlunarfólksins, og verzlunarstéttin verður að beita samtökum sínum til þess að knýja þessa aðila til að grípa til þeirrn ráða sem duga. En það eru ekki þau „ráð“ sem heildsalarnir vilja vera láta. — Verzlunarfólkið fær aldrei bætt kjör sín nema í bar- áttu gegn þeim. Ríkisstjórn og innflutnings- nefnd þurfa að nota vald sitt til að stöðva gjaldeyrisflótta og ok- ur þessara heiTa. Þar með eru skapaðir möguleikar fyrir meiri innflutningi, meiri kaupgetu, meiri verzlun, og betri kjörum verzlunarfólksins. — Og þar sem innlend framleiðsla kemur í stað erlendrar, þarf verzlunarfólkið að krefjast þess að fá atvinnu við hin nýju fyrirtæki, en ekki láta atvinnurekendum haldast það uppi að nota breytt fyrirkomulag á atvinnurekstrinum sem átyllu til að segja gömlu starfsfólki upp.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.