Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 04.05.1936, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 04.05.1936, Blaðsíða 2
VERKLtÐSBLAÐIÐ iit ný krafa i SSS KS Þér hafið sjálf borið fram kröfur um að fá sjálf að framleiða vörurnar sem þér nofið. Frá í dag krefjist þér öll án undanfekningar, að yður séu aðeins afhenfar vörur sem þér hafið sjálf framleiff, annað vazri líka bein móðgun við yður. FlX-þvoffaduff og MANfl-sfangasápa hafa að nokkru Ieyh sigrað erlenda keppinaufa á frjálsum markaði. Rðeins með sfynk yðap fæsf fullur sigur. eiginlegan, hátíðlegan 1. maí, með þátttöku Kommúnistaflokks- ins, Alþýðuflokksins, iðnaðar- mannafélagsins og verkakvenna- félagsins „Snót“. 1 útifundinum og kröfugöng- unni tóku þátt 12—1500 manns. Ræðumenn voru Guðmundur Gíslason, Guðlaugur Hansson, Jón Rafnsson, Guðlaugur Gísla- son, Haraldur Bjamason, Guð- mundur Helgason, Isleifur Högnason og Gestur Auðunnsson. Gengið var undir rauðum fána og samfylkingar-kröfuspjöldum um 5 helztu götur bæjarins. Karlakór verkamanna söng undir stjóm Guðjóns Guðjóns- sonar. Fréttaritarinn. SigluSjörður. Á iímfa hundrað manns á útifundi verkalýðsiél' aganna og K.F.Í. Samkv. símtali við Sigluf jörð. Kommúnistaflokkurinn, Verka- mannafélag Siglufjarðar, Verka- kvennafélagið „Ósk“ gengust fyr- ir sameiginlegum útifnndi og kröfugöngu á Siglufirði 1. mal. I útifundinum tóku þátt hátt á 5. hundrað manns og í kröfugöng- unni um 150 manns. Um kvöldið var haldin afar f jölmenn skemmt- un í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Alþýðuflokknrinn hafði hafnað samfylkingu 1. maí og hafði hvorki kröfugöngu né útifund. Norðijörður. Samkoma kommúnisfa stærri en AIpýðuíL Norðfirði 2. máí. Tvær samkomur voru haldnar 1. maí og héldu jafnaðarmenn aðra og Kommúnistar hina. Sam- koma Kommúnista var geysi-f jöl- menn, yfir 300 manns. — Húsið troðfullt og margir stóðu úti. Var hún miklu fjölmennari en sam- koma jafnaðarmanna. Hjá Kommúnistum töluðu Lúð- vík Jósefsson, Jóhannes Stefáns- son og Bjarni Þórðarson. Hinn nýstofnaði verkamannakór söng undir stjórn Ingólfs Sigfússonar. Sveinn Sveinsson söng gamanvís- ur. Fimm drengir sungu og kvik- myndin Leningrad var sýnd. Hús- ið var prýtt með myndum og kjör- orðum deginum tilheyrandi. Mik- ill áhugi verkamanna var fyrir sameiginlegum hátíðahöldum, og hvatti karlakórinn til þeirra, en vegna klofningsins söng hann hjá báðum. Komúnistar gerðu sitt ítr- asta til samkomulags og voru flestir í 1. maí-nefnd Alþýðu- flokksins því hlynntir, þar til fyr- irskipun kom frá broddimum í Reykjavík um klofning, en nokkr- ir voru fylgjandi samkomulagi, einnig eftir skipunina. Samkom- unni var prýðisvel tekið. Fréttaritari. EskiSjörður. Fjölmenn samfylkingar- kröluganga. Eskifirði 2. maí. Hátíðahöldin hófust í Verklýðs- húsinu. Þaðan hófst fjölmeim kröfuganga undir fánum flokk- anna og samfylkingarinnar. Dag- skránni var haldið áfram í bama- skólanum við mjög mikla aðsókn og ágæta stemningu. Hakakross- fáni var strekktur yfir götuna, þar sem kröfugangan fór um. — Hann var rifinn niður og týndist hann síðan. Fréttaritari. Hornaf j ör ður. Höfn í Homafirði 3. maí. Samkoma haldin hér af sam- iylkingarmönnum. Þátttakan í henni um 100 manns. Nokkrir bátar flögguðu. Nánar seinna. Fréttaritarinn. Húsavík. Húsavík. 2. maí. Verkamannafélagið, Verka- kvennafélagið og Kommúnista- deildin minntust 1. maí með kvöld fundi, ræðurn og upplestri í anda stéttareiningar, skrautsýningu og dansi. Rúmir 200 sóttu fundinn. Fréttaritari. BréS DimitrofSs til austurrisku verka- mannanna er nýkomið út í íslenzkri þýðingu. Utgefendur: Nokkrir * sósialistar. Kostar að- eins 50 aura, Þessi merkilegu bréf Dimi- troffs sem hann skrifar eftir febrúaruppreisn- ina 1934, þurfa allir að lesa. Seld á götunni og fást enntrem- ur I bókaverzluninni „Heíms- krin§lu“ hjá Guðmundi Gamali- eissyni. Eymundsen og víðar. lcallaði svikara, sem þyrftu að hverfa! Slíkar vellýgna-Bjama- sögur fara fram úr öllu því, sem nazistastrákamir hafa leyft sér. Af jafn óvönduðum manni og Jón- as er, gátu menn raunar búizt við flestu, en sú hlið, sem að út- varpinu snýr, er alvarlegri. Sam- fylkingarmenn fengu ekki inn í útvarpið algerlega hlutlausa fregn nema alla úr lagi færða. En mála- ílutningur Jónasar er tekinn góð- ur og gildur! Þetta er „hlutleys- ið“. — Hneyksli þessu mun verða eftirminnilega mótmælt! Krðfuganga samfylkingarinnar Framh. af 1. alðu. / Allir voru á einu máli um, að þetta hafi verið sögulegur dagur. Hér er ekki rúm til að skýra írá innihaldi í ræðum manna, en hin mesta nauðsyn er á því, að tækifæri gefist til þess seinna. Kvöldskemmtunin í K.-R.-húsinu, sem Kommúnist- flokkurinn boðaði til, var afar íjölmenn. Seldust allir aðgöngu- miðar á svipstundu, en fjöldi varð frá að hverfa. Skemmtu menn sér hið bezta og fögnuðu hinum sig- ursæla degi. Kristinn Andrésson og Áki Jakobsson héldu ræður, Jóhannes úr Kötlum las upp tvö ágæt kvæði, karlakórinn söng mörg lög og ungherjar A. S. V. skemmtu. Hjá krataforingjunum. Þrátt fyrir húsvígsluna ber öll- um saman um hve mjög hafi stungið í stúf hvað kröfuganga sú, sem aðalforingjar Alþýðu- ílokksins boðuðu til, var fámenn- ari en samfylkingarkröfugangan, og bar þó ekki eins mikið á því vegna þess, hve gisin ganga krat- anna var. — Mest áberandi var þó hversu fámennt var á Austur- velli. Ofurlítill hnappur kring um ræðumennina. Samt hafði Jónas framkvæmdastjóri frá Norðfirði brjóstheilindi til að segja í út- varpinu, að hún hefði talið 4—5 þúsund manns, — innan um sví- virðingar á þá flokksmenn hans, sem samfylkingu vilja, sem hann

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.