Spegillinn - 26.07.1930, Síða 2
114
Ö p e g i 11 í n n
13., V.
MpggHlíimw
(Samvlska þjóðarinnar,
góð eða vond, eftir ástœðum).
Bítur tvisvar á mánuði. — Áskriftarverd
kr. 10,00. Lausasala 50 aura blaðið.
Ritstjórn:
Páll Skúlason, simi 1418 og 955,
Sig. Guðmundsson, slnii 1394,
Tryggvi Magnússon, slmi 2176.
Afgreiðslumaður: Sig. Guðmundsson.
Utanáslcrift:
Spegillinn
P. O. Box 594 — Reykjavlk.
Prentaður l ísafoldarprentsmiðju h.f.
\r
"\]
3. og 4.
árgangar Spegilsins
fást innheftir hjá
Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar
(1. og 2. uppseldir). ^
„Island erlendis!"
Það er kalt verk og kallmannlegt að
vera útsendur »tíðindamaður« stórblaðs,
hvort sem það nú draujar sig um að
fara þvert yfir Grænlandsísinn, eða t. d.
á þúsundárahátíð hins íslenska ríkis. En
ekki tjóar um það að fást, þegar blaðið
og föðurlandið er annars vegar, og bjugg-
um vjer oss því út með nýja skó á fót-
um vorum og ókum til Þingvalla. Nesti,
sem sumir eru vanir að hafa með sjer
í því líkar ferðir, höfðum vjer aftur á
móti ekki, því oss var talm tru um, að
Jón á Brúsastöðum og aðrir matsalar
staðarins gætu hæglega mettað 30000
manns og þótti oss það mikið, því í
biblíunni er hvergi getið um, að meira
en 5000 manns hafi verið mettaðir, en
það var nú, að vísu á tveim marhnút-
um og fimm súrbrauðum. En auðvitað
var ekki nema trúlegt, að Jón hefði ráð
á 12 marhnútum úr Öxará og 30 brauð-
um einhversstaðar frá. Vorum vjer því
hvergi kviðnir, er vjer störtuðum. Það bar
heldur ekki á öðru en ferðin gengi slysa-
laust. Jafnskjótt sem til Þingvalla kom,
vorum vjer beðnir að líta þar inn í
eitt af tjöldum þeim, er höfðu inni að
halda blaðamenn frá sambandsþjóð vorri.
Voru þar samankomnir skriffinnar bæði
frá Politiken og Nationaltidende og
fleiri ágætum blöðum bræðra vorra við
Eyrasund. Láu þeir á beddum sínum
stynjandi og látandi ýmsum greylegum
látum. Fannst oss þetta þvi undarlegra,
sem danir eru sagðir kallmenni mikil,
og enda þótt vjer hafim aldrei sjeð það
með eigin augum, hýfum vjer lesið það
á prenti í góðu dönsku blaði, og er það
sjón rikara. Vjer erum alls ekki lausir
við mannkærleika — upp að vissu tak-
marki — og víkjum oss því að einum
kolleganum, sem lá þar á meltunni og
var lítt haldinn. Spyrjum vjer hann sem
ýtrast um hagi hans og kveðst hann
hafa óttalega magaverki, en ei kveðst
hann vita til þeirra neina ástæðu.
Vjer höfðum einhverntíma á yngri árum
lesið ýmsa kafla í lækningabók dr.
Jónassens, og gátum þegar í stað gefið
kollega vorum þær upplýsingar, að þetta
gæti ekki af öðru stafað en Tryggva-
kjöts-áti. Væru einkennin ekki að villast
á. — Og, det forbandede Tryggve-köd,
stynur kollega vor, — hvað er det
m
egentlig for et Dyr, den Tryggve? . . .
■ — Þetta r misskilningur, kollega, segj-
um vjer, — nafnið er þannig til komið,
að útlent kjöt er bannað hjer á landi
— forbandet, eins og þjer sögðuð ný-
lega — en nú qefir forsætisráðherrann
— sem heitir Tryggvi, eins og jeg hjelt,
að þjer vissuð — leyft innflutning á
hræfuglaketi frá yðar eigin landi, dan-
mörku, og jeg hefði nú annars haldið,
að þið danir þylduð það, þótt söng-
mennirnir frá Akureyri þyldu það ekki.
(Þjer hafið kanski heyrt, að þe r fóru
að bera Geysisnaimö með ískyggilegri
rentu). En hjer er sein sagt ekki um að
villast, að þið, mínir herrar eruð búnir
að taka gin- og klaufaveikina, og má
þá skollinn bjóða túskylding í ræflana
af ykkur, í minn stað. Vjer höfum sjald-
an haldið jafn áhrifamikla ræðu sem
þessa, á æfi vorri, og var átakanlegt að
horfa uppá fulltrúa pressunnar er vjer
höfðum lokið máfl voru. — En, — höld-
um vjer áfram, — enginn skal geta sagt,
að vjer íslendingar viljum ekki hjálpa
bágstöddum bræðrum. Víkjum vjer oss
þvínæst að smásveini einum, er jafnan
var í för með oss um hátíðina, til þess
að bera fyrir oss blýanta vora og önnur
áhöld, og sendum hann sem skjótast á
fund Hannesar dýralæknis og biðjum
hann bregða við skjótt. Snúum vjer oss
þvínæst að kollegunum dauðvona og
segjum: — Nú er best að hafa snör
handsök, og rubba nú einhverju upp í
snatri um hátíðahöldin, og svo skal jeg
með fáum orðum hnýta dánarfregn ykk-
ar ofaní. — Ja, men hva’ Fa’n ska’ vi
skrive? segja þeir. — Illa spurt af blaða-
manni, og honum dönskum, segjum vjer.
— Nú skal jeg gefa ykkur nokkra punkta
og svo getið þið teygt lopa úr þeim
eftir því, sem blöð ykkar hafa efni á
að borga fyrir skeyti. Þið skuluð byrja
á því, að þið sjeuð ataðir í aur og skit
upp fyrir haus, að alt fólk sje að flýja
frá Þingvöllum, að helmingurinn af há-
tíðanefndinni sje orðinn brjálaður (þið
vitið, að Jónas er þar stærri helmingur),
að bílstjórar stýri trogum sínutn sofandi
milli Þingvalla og Reykjavíkur og takist
furðanlega, að sögulega sýningin, sem
er okkar þjóðarstolt, sje eins og Mad-
papir i Skoven, að kvenfólk fái hysterisk
anföll, að einhver ónafngreindur maður
gráti yfir því að vera búinn að undir-
búa þetta í tvo ár og svo verði það