Spegillinn - 26.07.1930, Qupperneq 3
13., V.
S p e g i 11 i n n
115
færeyingauppreisnin.
111 ■iiiiiiiiiiiiiniiiiininiiiiiiniiin,(mniiimi|MIm]n,|, .|g|||iiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«-iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiniiii
til athlægis iyrir alheim, jafnvel Græn-
lendinga og dani, að biskupinn sje eins
og lifandi mynd, höggvin i klett (þetta
síðastnefnda kann að hafa tekniska
erviðleika í för með sjer, en hvað mun-
ar ykkur um það). að drengurinn. sem
tór með fyrri skeytin ykkar (þessi, sem
aldrei voru send), hafi týnst í einhverja
gjána . . . . o. s. f. (Lengra vorum vjer
ekki kominn þegar Hannes kom með
lækningatösku sína og tók kollega vora
«1 frekari meðferðar).
Boesgaard Spegilsins.
(merkur blaðamaður).
Danskir blaöamEnn.
Mjög hefur nokkrum dönskum blaða-
mönnum orðið tíðrætt um illliðan sína
í hreti því er dundi yfir Þingvöll fimtu-
dagskvöldið 26. f. m., og munu þeir
víst aldrei þóst hafa í slíkar mannraunir
komið, enda var svo kalt, að ekki var
langt frá að fjelli snjór, og stóð svo f
nærri tvo tíma, að fór að hlýna aftur.
Vjer skulum nú að vísu játa það, að
oss hefði þótt meiri virðing að því ef
þessi blöð sambandsþjóðar vorrar hefðu
að hætti annara erlendra blaða sent
hingað dugandi menn, en ekki hjartveika
kvenræfla, dulbúnar í buxur. En úr því
svona fór má það heita ófyrirgefanlegt
skeytingarleysi og gestrisnisbrot af Al-
þingishátíðarnefndinni að sjá ekki fyrir
betri aðbúnaði handa þessum kollegum
vorum, t. d. láta flóa ofan í þá mjólk,
láta þá fá heita vatnsflösku við fæturn-
ar, o. s. frv. En um orðin hlut tjáir ekki
að mögla. Vjer vonum að þessir vinir
vorir sjeu nú búnir að ná sjer aftur eftir
hrakningana, og vildum óska þess, að þeir
stofnuðu aldrei oftar lífi sínu í aðra eins
ófæru eins og þeir gerðu umrætt júní-
kvöld á Þingvöllum.
Frjeftaritari Spegilsins.
Alþingismannatal Spegilsins
fæst hjá öllum útsölumönnum
vorum.