Spegillinn


Spegillinn - 26.07.1930, Qupperneq 4

Spegillinn - 26.07.1930, Qupperneq 4
116 S p e g i 11: n n 13., V. fieiðuvsmerki. Þar sem kunnugt er að allmiklu hefur verið útdeilt af heiðursmerkjum á AI- þingishátíðinni og þar á meðal forsætis- ráðherra fengið sinn skerf, þó honum hafi verið það þvert um geð að taka á móti, þá virðist það næsta kynlegt, hve fjármálaráðherra hefir fengið lítið af slík- um hlutum. Hafa margir haft orð á því, hvernig á þessu muni standa. Lausn þeirrar gátu er að finna í myndinni sem fylgir hjer með, þó ekki kunni hún kanske Hggja opin fyrir öllum. Má þar sjá hvernig búpeningi ráðherrans muni verða við þegar hann lítur hann með Alþing- ishátíðarorðu þá er hann var sæmd- ur á ÞingvöIIum. Er þar auðsjeð bæði undrun og aðdáun. En ef skepnunum finst þetta svo mikilsvert, sem er í raun- inni smáræði hjá hinum æðri heiðurs- merkjum, þá má nærri geta hvernig þeim yrði við ef þær sæju hann ennþá meira dekóreraðann. Hefði blátt áfram mátt búast við að dýrin hefðu tæplega þolað slika geðshræringu og beinlínis fengið »chok«. Þetta hafa þeir vitru menn sjeð, sem útdeila áttu, og því tekið það viturlega ráð, að stofna ekki fjármunum fjármálaráðherra í meiri voða. Bs. Kort o g umslög. Margar tegundir af kortum ný- komnar. Umslög, fjöldi tegunda, ódýr og falleg. Isafoldarprcntsmiðja h.f. Sœlt er að hafa skorið skeggið og skarnið þvegið af sinum kropp og prjedikað í sinn pvivat kopp og kroppað í sig kriueggið. Ö, hve sœlt er að sitja inni, er svona hamast stormurinn og rigningar árans ormurinn bleytir alla inn að skinni. Aldrei hefir mjer leiðst eins litið að lifa eins og þennan dag og senn er komið sólarlag. Er það nú ekki annars skrítið! En dagsverktð var alveg ágœtt: Alger hreinsun á kroppinum, er hófst á hvirfiltoppinum og lauk á Höðbroddi — slíkt er fágœtt. Nú geng jeg fram i hreinleik hjartans og holdsins sjer í lagi þó og horfi á mina hreinu skó og hugsa um sáluhjálp sjera Kjartans. .................mmmii.....mmmmmii.............. fiEstaat á Þinguöllum.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.