Spegillinn - 26.07.1930, Qupperneq 5
13., V.
S p e g i 11 i n n
117
mismunur að ferðast á sjó og landi.
[Úr DprEntaQri fErðasögu, sEm uæntanlEga^kEmur bráðnm út].
En þegar til hœða hugur stígur
hátt yfir storm og vestan átt,
upp er hrundið hurð á gátt
og svanni einn í faðm minn flýgur.
Um sáluhjálpina svo fór mina!
Svanninn kemur með lófann sinn
og strýkur non'œna karlmannskinn
og kappans varir af kossum hlýna.
Já, svona er að hafa skorið skeggið
og skarnið þvegið af sínum kropp
°g prjedikað í sinn prívat kopp
og kroppað í sig kríueggið.
B. F. B.
Kjötinnflutninpr
forsætisráölierra.
Forsætisráðherra hefur fengið ámæli
fyrir það að hafa flutt inn útlent ket til
neyzlu á alþingishátíðinni, og því haldið
fram, að engin þörf hafi verið á þeim
'nnflutningi, þar sem nóg var til af slíku
heima fyrir. Eins og iðuglega á sjer stað
eru slíkar fullyrðingar sprottnar af því,
að menn hafa ekki kynt sjer málið nógu
vel frá öllum hliðum og geta því í raun-
inni ekkert sagt um hvort af þessu hafi
leitt gott eða ilt.
Það er sennilega rjett að um sveltu
hefði ekki hjer verið að tala, þó þetta
hjöt hefði ekki komið, því nóg mun
hafa verið hjer til af þessari vöru. En
hver veit nema miðdagsmatur á Þing-
völlum hefði skroppið upp í 12] kr. í
stað 6, ef ekki hefði hjer verið um
þessa samkepni að ræða. Og það er
liklega eitthvað til í því, að þessi inn-
hutningur hafi ekki alveg verið lögum
samkvæmur, eða svo heldur að minsta
hosti Ólafur Lárusson, og bæði Björn
Þórðarson og Pjetur Jakobson eru í vafa
~~~ en slíkt eru nú smámunir einir, og
e'ginlega er þetta lagabrot, ef nokkurt
er» vel verjanlegt eða öllu heldur verður
telja það sjálfsagt, fyrst Iandið hafði
hagnað af því, sem vera mun, eftir því
sem vjer höfum heyrt, þó sá hagnaður
sje nokkuð á annan veg, en menn höfðu
búist við, nje tæplega fyrirsjeður af
forsætisráðherra.
Svo er nefnilega mál með vexti, að
það voru viss hús á Þingvöllum sem
báru sig'/afar vel og gáfu miklu meiri
arð, en nokkur hafði búist við, eða öllu
heldur svo mikinn, að þar er einn veru-
legur tekjuliður upp í hinn gífurlega út-
gjaldakostnað. Og spyrji svo hver sem
vill, þó sem vit hafa á, hvort ekki muni
vera eitthvert samband á milli þessa og
útlenda kjötsins.
Einn sem lagOi fram drjúgan skerf.