Spegillinn - 26.07.1930, Blaðsíða 7
Spegillinn
119
'13., V.
fl. Dagbók,
Frá frjettaritara vorum'er oss símað: Þau, ritstjóri Tímans og
frú Quðrún Lárusdóttir, hafa í nokkrar vikur fyrir landskjörið skifst á
opnum brjefum. — Aths. vor: Jú, ætli maður hafi ekki orðið var við
það. Og til þess að gera einhverja viturlega tillögu í málinu, viijum
vjer stinga upp á, að ef þau geta ekki setið á sjer að skrifast á, hafi
þau brjeiin framvegis lokuð. Teljum vjer víst, að allur þorri þjóðarinn-
ar muni fallast á þetta — eins og reyndar flestar tillögur Spegilsins.
Frá_skipaútgerð rikisins er oss símað: íslendingar ferðast með
islenskum skipuin. Vjer munum framvegis koma af stað hraðferðum
til Norðurlands. Aths. vor: Þið munuð ætla að nota Súðina tii
þeirra ferða, eða hvað ? Að minsta kosti sannaði hún það í fyrstu ferð
sinni, að hún er vel fallin til hraðferða.
IJr Skafíafelissýslu er oss símað: Meðan á stóð símalagning-
unni hjer austur, var Jónas ráðherra á ferðinni og sá þá strax, að síma
vantaði tilíinnanlega í kaupfjelagshúsið við Skaftárós. Sýnir þetta
glögglega eftirtekt Jónasar og vakandi áhuga fyrir umbótum og íram-
förum, og hvar þeirra sje mest þörf. . . . Hingað hafa fyrr komið ráð-
herrar og aðrir hátt settir menn, en ekki virðast þeir hafa sjeð um-
bótaþörfina hjer, eða að minsta kosti hefir þess ekki orðið vart í verk-
inu, — Aths. vor: Vjer höfum eitt sinn sýnt af oss sömu glögg-
skygni. Ætluðum vjer að fara að borga Tímann með 25 aurum á göt-
unni, og sáum þá, að vjer höfðum týnt buddunni. Likt hefir staðið á
fyrir Jonasi. Hann hefir verió staddur i nefndu kaupfjelagshúsi og
þurft að koma frá sjer einhverri slefsögunni til birtingar í Tímanum
(aó sjer fjarverandi), en rekið þá hornin í þann sorglega sannleika, að
simi fyrirfanst enginn á staðnum.
Frá Vísi er oss simað: Uppsettur refur óskast til kaups. — Aths.
vor: Vjer höfum einn niðursettan ref til umboðssölu, en ef hlutaðeig-
andi hefðarkona viil heldur kaupa hann uppsettan, er velkomið að
leggja eins og 100% á hann.
Frá frjettastofu vorri er oss símað: Breskt flugfjelag hefir i
hyggju að koma upp föstum flugferðum milli London og Winni-
peg, yfir ísland og Grænland. — Aths. vor: Þetta er engin ný bóla.
Hyggjum vjer, að flestir Islendingar kannist við slíkar ferðir, þar sem
flugvjelin kemst ekki úr stað. En, kannske er fregnin gripin úr lausu
lofti.
Frá Tímanum er oss símað: Georg Bretakonungur hefir undan-
farið þjáðst af gigtveiki (ekki geðveiki, eins og missímast hafði í sið-
asta skeyti), en er nú á góðum batavegi.
Frá sama stað: í greininni »Sendiherra Shellfjelagsins« hefir í
nokkrum hluta upplagsins misprentast ritstjórnina. Á að vera ríkis-
stjórnina. — Aths. vor: Þetta bendir ekki á annað en að ritstjórnin
er farin að þjást af mikilmenskuæði. Annars finst oss ekki prentvillan
svo mjög meinleg. Oss finst líkt um . . .
Frá Alþýðublaðinu er oss símað: Halla er svo hlaðin kvendómi
frá hendi höíundarins, og unr hana leika þeir logar ástar og haturs, að
hún krefst heillar kvensálar, sjóðandi blóðstraums og djúpsærrar leik-
mentar, ef hún á að koma til dyra eins og hún er klædd........Aths.
vor: Það var svei mjer heppilegt, að Eyvindur skyldi hreppa hana, en
ekki vjer. Þetta er meiri kvenmaðurinn.
Frá Hvammstanga er oss sítnað: Tvö býli hjer í sýslunni, Speni
og Rófa, hafa farió að dæmi Ihaldsins og skift um nafn. Var annað
þeirra thalds- en hitt Sjálfstæðiskot.
Frá Frjettastofu vorri er oss símað: Hallveigarstaðir þegar komn-
ir upp. Inngangur frá Bernhöftsbakaríi. Aths. vor: Þá ætti hinum blóð-
uga kvennaslag um lóðina að vera lokið.
Frá sama stað er oss símað: Við nýafstaðið landskjör (sem sumir
kalla landkjör, til aögreiningar frá sjókjöri) unnu allir flokkar, sjerstak-
lega þó Alþýðuflokkurinn, sem engum kom að. Enginn flokkurinn vill
eiga Bríetarlistann, sem eitt sinn kom fram við landskjör, heldur eigna
þeir hann andstæðingunum. Aths. vor: Engin.
Frá Morgunblaðinu: Varaforseti lýðveldisins Uzbekistand, ungfrú
Comrade Abidova, flýði í æsku frá þeim arga stað, Harem.
uúum meðfram bæjarveggnum, til
Þess að baka þau í brennandi sólskin-
mu, hvít og þvegin, og þá1 voru ekki
ttijólkurskjólurnar og strokkurinn
síðri. Aldrei sá jeg svo mörg og hrein-
ílát hjá föður mínum sæla, og átti
^ann þó stundum gott kúabú og mörg
í'alleg ílát.
Engan sá jeg úti við, og átti jeg þó
a- nt. k. von á því’, að Kraujer sjálfur
stæði e. t. v. úti á hlaði til að taka
a Jnóti mjer og bjóða mig velkominn,
þyí að jeg gerði honum orð í vetur,
að ske kynni að jeg heimsækti hann,
°n Jeg sá ekki svo mikið sem hund
nje kött er þangað kom. Jeg barði að
dyrum, og út kom feitlagin og lagleg
s1;úlka, sem lauk upp dyrunum í hálfa
gátt og talaði þannig við mig meðan
jeg stóð við.
Jeg hugsaði sem svo: „Já, já, ekki
er nú gestrisnin hjerna úti um alt í
bænum þeim arna, þó mikill sje og
merkilegur bóndinn, en hvað um það;
best að bera sig mannlega og skrafa
við stúlkugreyið: „Sæl vert þú, stúlka
mín!“ sagði jeg, „er hann Kraujer
heima?“ „Já, hann er heima. En hvað
má jeg segja honuto um það, hvað-
an þjer sjeuð, og hvert erindi þjer
hafið við hann?“
„Þú getur sagt honum, að jeg sje
norðan af Hornströndum, þingmaður
þar og æðsti eða helsti landráðamað-
urinn þar nú sem stendur — þ. e. a. s.
jeg ræð þar löndum. — Jeg sje af tign-
um kúabændaættum og vanti eld-
spítur. Hejdulr þú ekki, að hann
mundi vilja lána mjer nokkrar eld-
spítur, ha? af því að við erum í vand-
ræðum með þær hjerna á Ströndun-
um, ha?!
Þú getur sagt honum Kraujer, að
hann verði að lána mjer nokkrar eld-
spítur — jeg komist ekki einu sinn
heim án þess — og að jeg hafi nóg-
an pant að bjóða: Hvað segið þjer um
hattinn minn? Jeg get vel látið hann
með öðrum veðrjetti, næst á eftir ó-
tvílandi skuld sem hví'lir á 1. veð-
rjetti við Jónasar- og Bolsa-samvinnu-
fjelagið hjá okkur, og svo hefi jeg
alveg nýbyggt tvíbýlishús í Gljúfur-
árholti í ölfusi — bestu kúasveit