Spegillinn


Spegillinn - 21.12.1935, Blaðsíða 2

Spegillinn - 21.12.1935, Blaðsíða 2
SPEGILLINN Eldhúsdagur. Það má telja vott um vaxandi áhuga almennings fyrir þjóðmálum, að í ár — en aldrei fyr — hefir SPEGILLINN bókstaflega ekki haft stundlegan frið fyrir áhugasömu fólki, sem hefir ótt og uppvægt viljað fá að vita, hversvegna þessi athöfn í þinginu sje kölluð eldhús- dagur. Þessi fáfræði sýnir glöggt hví- líkar nútímamanneskjur Islendingar eru orðnir, að minnsta kosti þeir yngri. Nafnið stafar af því, að í gamla daga voru notuð eldhús með opnum hlóðum, og eru enn til, nema rjett þar sem Bygg- ingar-, landnáms og Kreppulánasjóður hefir náð til með sín blessunarríku á- hrif. í eldhúsum þessum safnaðist að vonum mikið sót og voru raftarnir í þakinu því kallaðir sótraftar. Víða var sá siður, að taka sig til og dusta þessa sótrafta einstöku sinnum, þegar þeir fóru að verða alt of hrímaðir, og var það kallað eldhúsdagur, þegar það var gert. Þótti þetta mesta sóða vinna. Þá hyggjum vjer fari að verða skiljanlegt, hversvegna það er kallað og kallað eld- húsdagur, þegar ríkisstjórn vor er dust- uð til. I ár er þessi athöfn nýlega afstaðin, þegar þetta er ritað. Svo er útvarpinu og tilheyrandi rafmagnssparnaði fyrir að þakka, að hreingerningin tók ekki nema tvo daga í þetta sinn, enda varð árangurinn lítill; helst sá, að klessa sót- ið enn fastar en það áður var. — Hjer verður ekki rakið allt það, sem stjórn SPEGILSINS var fundið til foráttu, því menn hafa bæði heyrt það í útvarpi og lesið það endurbætt í blöðunum. Að stjórnin stóð sig eins og þríhöfðuð hetja þarf ekki að taka fram. Erindið með þessu greinarkorni var allt annað, sem sje, að stinga uppá alveg nýju fyrir- komulagi á eldhúsdeginum framvegis, og hyggjum vjer megi koma því í gegn jneð einföldum lögum (enda er þinginu ekki treystandi að búa til önnur lög). Verði eftir þeim eldhúsdagurinn í því fólginn, að stjórnin sjálf játi syndir sínar, en andstæðingarnir geri sem minnst úr þeim. Dæmi: Eysteinn seg- ir: „... og svo gerði jeg það glappa- skot, að búa til vitlausustu fjárlög, sem nokkurn tíma hafa komið fyrir háttvirt Alþingi ...“. Ólafur Thors: „Jeg vil 186 r-' C ú X. 23—24 Nýja sólskríkjan. Þín rödd er svo grátklökk og glóandi smart, sem gnauðandi líður frá útvarpsins sölum. Jeg hlusta,----en víst er það horngrýti hart, að hafa’ ekki „sjónvarp“ með víðboðans kvölum. Þá gætum við sjeð af þjer svolítinn part og sælunnar notið í borgum og dölum. Já sjónvarpið,----það væri þokkalegt þing og þjóðina gerði það andlega ríka; að sjá þessa hersingu sitja í hring; Sigurðinn, jónas og kumpána slíka, en best væri samt ef það kæmist í kring, að kossa við fengjum í útvarpið líka. Þin rödd er svo táprík og tilgerðarlaus,-- hún tryllir mig rjett eins og sterkasti landi. Gapandi af undrun jeg hristi minn haus, og heiti’ á þig bokku frá kaupfjelags-Brandi. — -----En forláttu Sigrún, mitt fávita raus; -----jeg fylgi þjer altaf, sem hundur í bandi. Ókey. Úr Kreppu-Annál. Annáls brot þetta, sem hiklaust má telja eitt hið merkilegasta þeirra, sem enn eru ófundin, á sjer dálítið merki- lega sögu. Þegar Mjólkurbú Flóamanna fyrir nokkru gerði út menn í dauðaleit eftir hinum rjetta skyrgerli, sem þá hafði lengi verið týndur, búinu til hins mesta óhagræðis, var meðal annars leit- að í ostahvelfingum þess. Rákust leitar- menn þá á einn 30% gamalost, sem bóndi einn á Skeiðunum hafði átt að fá sem endurgjald fyrir auðsýnda mjólk, en endursent með háðulegum orðum, því hann skuldaði Kaupfjelagi bara ekki heyra þetta nefnt; hvað ætli maður sje að taka til þess, Eysteinn litli, þó þetta sje ekki allt sem full- komnast hjá þjer; við vitum, að þetta batnar allt, þegar þú stækkar ..— Eitthvað þessu líkann viljum vjer hafa tóninn í eldhúsumræðum í framtíðinni. Væri gott, að Alþingi vildi taka þetta til greina, meðan það hefir ekki annað þarfara að gera. Árnesinga ekki neitt. En utan um ost- inn var reyndar handritið að annáls- broti þessu; lítt skemmt, það sem það náði. Hefir stjórn Mjólkurbúsins góð- fúslega látið oss það í tje, til birtingar, að því tilskildu, að vjer afhendum það síðan Háskóla íslands. Hefir það þegar verið gert, er þetta er lesið, og hafði Háskólinn góð orð um að leita í fórum sínum að doktorsgráðu, sem ekki þyrfti að brúka til annars og veita hana að launum fyrir gjöfina, sem í hans aug- um er eitt óeigingjarnt drengskapar- trikk. Annálsbrotið er hjer prentað ó- breytt, nema hvað rjettritun hefir ver- ið vikið til, framhjá Nordal og alla leið til lifandi manna stafsetningar. ' m <' . • i .... Vetur harður, með snjókomu, illri fjármálastjórn og áfreðum; fjellu peningar. Rán og gripdeildir um alt land, en deyfð yfir öðrum atvinnu- vegum, til lands og sjávar. Úrkoma svo mikil sunnanlands, að mönnum þótti uggvænt um þök á húsum sínum.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.