Spegillinn


Spegillinn - 01.08.1936, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.08.1936, Blaðsíða 7
XI. 15. SPEGILLINN ir tilverknað póli-tíkanna, dregnir fyr- ir lög og dóm, eða þó öllu heldur rjett- aðir án undangengins dóms og laga. •— Það er fjandi hart að eiga líf sitt undir einfaldri lögreglusamþykkt — verra en að vera tekinn af samkvæmt bráða- birgðalögum frá Hermanni, og er það þó full slæmt. Er því ekki að furða þótt sorg og gremja hafi nú tekið sjer ból- festu í mörgu húsi, þar sem áður ríkti gleði og hundsleg ánægja. Það munu hafa verið þeir doktorarn- ir Þórður á Kleppi og Gunnlaugur Claes- sen, sem illu heilli komust í bæjarstjórn, endur fyrir löngu, og ljetu það helst eftir sig liggja að útrýma hundunum, hvað sem því hefir valdið, en að líkind- um hafa þeir átt einhverjar persónuleg- ar útistöður við dýrin og því viljað þau feig. Liðu svo mörg ár, að lítt bar á hundum í borginni og farið leynt með þá fáu, sem lifðu blóðbaðið af. Hófst nú sælutími fyrir sveitahunda, þegar þeir komu hjer á haustin, því ekki voru þeir fyrr komnir niður í Sláturhús, lafmóðir eftir fjárreksturinn og drullugir upp fyrir haus, en þeir voru sóttir af ein- hverri fínni frú og voru gestir í fínum húsum, í allskonar vellystingum, meðan staðið var við í borginni. Þótti þeim þetta viðbrigði, því annað eins höfðu þeir ekki upplifað, alla sína hundstíð. Er ekki að efa, að þetta hafi stórum aukið „samúð og skilning“ milli Reykja- víkur og „byggðanna“, og sá kritur, sem þar er á milli, kom fyrst er hundum fjölgaði í höfuðborginni sjálfri og sveitahundarnir lækkuðu þar með í kúrs. I pólitískri styrjöld undanfarandi ára og annríki allra yfir- og undirvalda, má svo heita, að hundarnir hafi gleymst, en þar fyrir hafa þeir ekki gleymt að nota tímann til að margfaldast og upp- fylla jörðina, og ekki leið á löngu áður en þar mátti heita, að tvö höfuð væru á hverri kind, þ. e. hundkind. Voru nú hundarnir alveg hættir að fara í felur með tilveru sína, en gengu geltandi og ýlfrandi um stræti og torg, svo sem eins og til að gera lítið úr hinum pólitíska úlfaþyt höfuðstaðarins. Sjerstaklega voru þeir uppivöðslusamir kringum þingrofið, og fylgdust yfirleitt vel með í öllum helstu stjórnmálaviðburðum. — Fór svo að lokum, að Reykjavíkur- íhaldinu þótti komið meira en nóg, og voru stjórnarvaldaauglýsingar gefnar út þess efnis, að mönnum gæfist kost- ur á að hlýða lögunum innan viss tíma, ella tæki rjettvísin til sinna ráða. En þá var eins og komið væri við hjartað í borgurum bæjarins, og þá kom það fyrst aímennilega í ljós, hvað Jónas Þorbergs- son er góður í sjer. Undir hans forsæti var haldinn fundur í sjálfu Varðarhús- inu og kosin nefnd, þar sem Jónas var gerður að formanni, og veit hann síðan hvernig það er, aö vera í ólaunaðri (og illa þakkaðir) nefnd. Skyldi nefndin ganga á fund rjettvísinnar og hóta henni öllum hugsanlegum harðindum, ef hún ljeti ekki í litla pokann og helst bæði hundana fyrirgefningar. Einhvernveg- inn villtist nefndin til borgarstjórans og fjekk því framgengt, að bæjarráðið skyldi fá hundana til meðferðar. Þetta var ekki nema gálgafrestur fyrir hund- ana, til að búa sig undir dauðann í nokkra daga, og ef allt fer með felldu, eiga þeir að vera hinum megin við tjald- ið — eða þá uppi í sveit — þegar þetta er ritað. Þetta eru þær sögulegu staðreyndir, en pólitískar afleiðingar eru ófyrirsjá- anlegar. Þegar Jónas Þorbergsson fjekk ekki að halda ástvinum sínum, hundun- um, hugsaði hann sjer, að best væri þá að vera sjálfum sjer samkvæmur, og gekk úr framsóknarflokknum líka. Er hann nú á opnum markaði, sem stendur, og geta lysthafendur gefið sig fram á skrifstofu útvarpsins, fyrst um sinn. Hundar. Flesta hunda um dauðans dyr skal senda — nú dregur fyrir sól hjá margri tík. — Hundadagar hafa tekiS enda, meS heiðri og sóma fyrr, í Reykjavík. En umhyggjusöm yfirvöldin hafa undantekiS marga hunda samt, því ýmsir hundar eiga að fá aS lafa, ef apótekin vilja selja „skamt“. Þeir, sem hjer í höfuSstaSnum ráða, halda um rjettarfarií sterkan vörS. RauSa hunda í ráSi er aS náSa, því rautt er orSiS flest á vorri jörS. Já, ailar reglur undantekning hafa — er þaS reglusemi og mikiS vit. — Mannhundarnir mega fá aS lafa, því mannhundalaus yrSi þjóSin bit. Boga, örvar, byssur á aS kaupa, búa út fagurt liS í hundastríS. Þá sjest margur halur vaskur hlaupa, en hundeltur hver rakki um strætin víS. ÞaS má segja um þessa gæSa-kalIa, aS þeir eru ekki úr tómri mold og leir. ÞaS er hlaupinn hundur í þá alla, og hundslegir á svipinn ganga þeir. Einn hund jeg á, og hann í góSu standi, hann úr postulíni og gyltur er. Jeg sjálfsagt verS aS senda hann úr landi, þótt sárni bæSi hundinum og mjer. Þetta er gæSadýr og gripur besti: geltir vart og kemur sjaldan út. Hundaskamtinn hafa þarf í nesti, en hvor skyldi nú stinga skamtinn út? 89

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.