Spegillinn


Spegillinn - 01.05.1937, Qupperneq 2

Spegillinn - 01.05.1937, Qupperneq 2
SPEGILLINN XII. 9. 5a*riTiá<M"- ma.nna.. f/Os/tí^ó f Klerkur einn í danmörku á bók, sem er tal- in minsta guðsorðabók í heimi, og er á stærð við frímerki. Ekki getur Moggi — sem vjer höfum visku vora frá — um það, hvaða guðs- orð standi i bókinni, og meðan það ekki upp- lýsist, verðum vjer að telja vasabók Eysteins frægari. Moggi getur þess líka, að í skrá yfir em- bættismenn breska ríkisins sjeu taldir nokkrir ferfætlingar, sem þar sjeu á launum. Vjer hyggjum, að ef skrá væri samin yfir alla þá, sem hjer taka uppeldi sitt af rikissjóði, mætti með glans finna bæði „fugla, ferfætlinga og skriðkvikindi". Hvalaveiðar hafa farið stórlega minnkandi í Suðuríshafinu, að því er norskar skýrslur herma. Hitt ber mönnum ekki saman um, hvoru sje meir um þetta að kenna, dragnóta- veiði i landheigi, eða íhaldinu. Haraldur hefir aðspurður látið svo um mælt, að ekki fari hann úr stjórninni fyrr en hinir ráðherrarnir fara, og bendir þetta til þess, að einingin sje ekki eins lítil og af er látið. Minnir þetta og nokkuð á drenginn, sem fjekk skipunina um að fara til andskotans og svaraði: „Jeg fer ekki fet nema hún mamma komi líka“. „Dugi nú hverr, sem betr má“, sagði Ás- geir, þegar hann hjelt, að flokkarnir ætluðu að fara að bjóða í hann. (Grettis saga Mbl.). J. J. hefir undaníarið verið að hamra á þvi i málgagni sínu, að Framsóknarflokkurinn vilji hvorki verðlauna nje hvítþvo Kveldúlfs- menn. Onei, Jónas sæll, ykkur veitir víst hvorki af verðlaununum nje grænsápunni handa ykkar eigin flokksmönnum. Ásgeir er nú sem óðast að æfa sig í sósíal- isma og er búinn að taka þátt í atkvæða- greiðslu og greiddi þar atkvæði gegn tveim andstæðum tillögum um sama efnið, til þess að sýna, hvað hann væri sjálfstæður. Er hann fyrir þessa góðu byrjun kominn í nefnd, sem mun vera launuð, og líkar S'igfúsi þetta ekki, að svona nýliðar skuli taka bitana frá eldri flokksmönnum — rjett eins og Sigfús gerði sjálfur á sínum tíma, þegar hann var að ryðja sjer til rúms í flokknum. N. Dbl. kallar þetta fyrsta kaupmála Ásgeirs við sósana, og getur þess til, að fleiri muni á eftir fara. Vjer vild- um ráða Ásgeiri til að hafa þetta einhvern veginn öðruvísi samning, því að kaupmálar ganga ekki í gildi fyrr en eftir 4 ár, og er þá hæpið, að hann hafi nokkra ánægju af sós- unum, eða þeir af honum — fremur en aðrir. Nýja DagblaSiS skýrir frá því um daginn, að maður einn hafi verið dæmdur af Hæsta- rjetti í 8 mánaða gæsluvarðhald. Auðvitað neyðumst vjer til að halda, að svo sannort blað sje ekki að fara með fleipur, og má þá segja, að Tíma-jústistin ríði ekki við ein- teyming. Mun þetta vera helsta endurbótin á rjettarfarinu síðan „gömlu mennirnir“ fóru. AflraunamaSurinn Gunnar Salómonsson hefir nýlega i skrípaleikhúsi einu í útlandinu lyft 14 mönnum samtimis. Nú er eftir að vita, hvort þeim sterka Hermanni tekst að lyfta 14 þingmönnum í sínu skrípaleikhúsi, þann 20. júní næstkomandi. Templurum hefir nýíega ■— með reskripti frá Brekkan — verið bannað að vera með- limir í sænsk-íslenska fjelaginu SVÍÞJÓÐ, á þeim grundvelli, að það f jelag noti tillög með- lima sinna til að kaupa sprútt fyrir, en þetta passar ekki í kram stórstúkunnar. Oss þykir þetta sniðugt, því á þessum sama grundvelli getum vjer losnað við templarana úr þjóð- fjelaginu, sem sannað er, að notar tillög með- lima sinna að einhverju leyti til sprúttkaupa. Nema t. d. Hermann borgi sjálfur sprúttið, sem hann veitir í opinberum veislum? Morgunblaðið skýrir frá því, að danskur leikflokkur, sem hingað er bráðum á uppsigl- ingu, ætli meðal annars að leika Erasmus frá Rotterdam. Er það ekki vonum fyrr, að sá gamli selur fái að sýna sig á leiksviði. Aðrir telja, að hjer sje bara verið að leika . . . á Morgunblaðið. Forseti Fiskifjelagsins hefir sýnilega feng- ið blóð á tönnina við danska intervjúið, sem hjer birtist í blaðinu fyrir nokkru, og hefir nú látið til leiðast að tala við Alþýðublaðið, og' hefir eftir því lífsstarf hans verið látlaus bar- átta við íhaldið. Vjer getum upplýst, að þetta er freklega villandi, því þess má geta forset- anum til hróss, að hann hefir spilað nokkurn- veginn jafnf við menn af öllum flokkum, þó hitt kunni að vera satt, að honum hafi reynst ihaldsmennirnir örðugastir viðureignar. Sem svar upp á margar fyrirspurnir, skal þess getið, að framboð SPEGILSINS til Al- þingis verða ekki opinberlega birt fyrr en í kosningablaði voru. Eru menn varaðir við að trúa kviksögum, sem þeir kunna að heyra um þetta efni. 70

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.