Spegillinn


Spegillinn - 29.11.1940, Page 9

Spegillinn - 29.11.1940, Page 9
XV. 22. SPEGILLINN lieimila bruggun á sterku öli Jxauda breska setuliðimx. Hræðslan við ríkissjóðinn Stofnun, sem vér höfum ekki áður heyrt nefnda, og kall- ar sig „Tilraunaráð búfjárræktarinnar“, en mun reyndar vera mæðuveikinefndin í nýrri innpakkningu, hefur fyrir skömmu látið á þrykk út ganga spakmæli, sem víst fáir hafa heyrt áður, en hljóðar þannig: ,,Fé er afl þeirra hluta, sem gera skal“. Yið fyrsta lestur gætu menn haldið, að hjer væri um smekklega auglýsingu að ræða fyrir mæðuroll- urnar, en bæði er það ótrúlegt, að mikið afl sje í þeim og svo kemur líka rjetta skýringin í næstu línum. Tilrauna- ráðið hefur komið auga á nýjan tekjustofn til framdráttar starfsemi sinni, og vill nú leggja hann undir sig með þeim forsendum, að það hafi orðið fyrst til að sjá hann, sbr. annað spakmæli, sem gjarna hefði mátt prenta þarna líka: „Sá á fund, sem finnur“. (Spakmælið mun vera samið á Al- þýðusambandsþinginu, þegar Finnur var fundarstjóri). Það er tollurinn af ástandsölinu, sem Tilraunaráðið hef- ur komið auga á. Ölið er nú að vísu hálfhrátt enn og eng- inn tollur greiddur, en ráðið vill vera viðbúið, eins og skátarnir. Þó vjer værum allir af vilja gerðir að hrósa mæðuveiki- nefndinni fyrir frumleik, gætum vj.er ekki gert það fyrir þessa uppáfinningu, því hún er eldgömul í landinu, og hef- ir hvergi náð jafn miklum þroska og einmitt hjer á landi. Og eins og endranær er það neyðin, sem hjer hefir kennt nöktu konunni að spinna. Yfir ríkissjóðnum hafa jafnan ginið glefsandi vargar, til að hramsa jafnharðan það, sem í hann hefir verið látið, svo þessi venja hefir skapast næst- um af sjálfu sjer að láta tekjur hans ganga beint frá upp- sprettunni og þangað, sem þeim er ætlað að koma að gagni, án viðkomu í sjóðnum, því reynslan hefir sýnt, að þær drýgjast ekkert við þá viðkomu. Þannig átti að láta allan skemmtanaskatt ganga til Þjóðleikhússins og ágóða happ- drættisins til háskólans. En með einu pennastriki var skemmtanaskattinum veitt beint í ríkissjóð og atvinnu- deildin sett á happdrættið. Sömu förina fór landhelgissjóð- ur; hann kom líka við í ríkissjóði með þeim árangri, að hann varð alveg að hætta að kaupa hesta og gat varla einusinni tekið bíl, þó lífið lægi við. Tilraunaráðið veit því hvað það syngur, er það vill fá öltollinn heilan og óskertan til starfsemi sinnar. Þarf ekki að taka það fram, að vjer mælum eindregið með þessari ráðstöfun og vonum bara, að ástandið drekki sem allra mest, þó það kunni að kosta lítilsháttar óeirðir, því ekki veitir ráðinu af einhverju rekstrarfje. Má minnast þess með trega, að hrossin standa enn uppi og heimta drepsótt- ir í sig, og má ekki minna vera en að þarfasti þjónninn fái einhverja bölvun í sig, eins og heimsk sauðkindin er þegar búin að fá. Ef ástandið verður hjer nógu lengi, mætti jafn- vel kaupa einhverja pest í flestar þær dýrategundir, sem hjer eru til í landinu og enn hafa orðið út undan. Og ef af- gangur verður, ætti að muna eftir honum Snæbirni. SPEGILUNN RITSTJÓRI: PÁLL SKÚLASON Ritstjórn og afgreiðsla: Smáragötu 14 — Reykjavík. Sími 2702 (kl. 12—13 daglega). Árgangurinn er 24 tbl. — um 200 bls. Áskriftajverð 10 kr. Einstök tbl. 50 aura. Áskriftir greiðist fyrirfram. Blaðið er prentað í ísafoldarprentsmiðju. 181

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.