Spegillinn


Spegillinn - 29.11.1940, Blaðsíða 14

Spegillinn - 29.11.1940, Blaðsíða 14
SPEGILLINN XV. 22. 77/ þess að fá fullkomna rafmótorum, hringja menn í síma viðgerð á 1467 BRÆÐURNIR ORMSSON VESTURGÖTU 3 Nýft sagnarif Söguþjóðin er að vakna. Menntamálaráð og Menningar- sjóður eru risin upp í flatsæng sinni og byrjuð að klóra sjer. Og þjóðin á að fá sitt v,eglegasta sagnarit upp úr því krafsi. Það er ótrúlegt en satt, að þrátt fyrir allmikinn mokstur og blekeyðslu á sagnfræðileg efni, hefir engum enn dott- ið í hug að rita sögu íslands í heild, sem væri eitthvað meira en ágrip. Þetta má ekki teljast vansalaust hjá þjóð, sem lifir aftur á bak, og hefir það fyrir hæsta mark að líkj- ast einhverjum forfeðrum, sem hreint ekki er einu sinni víst, að sjeu forfeður vorir, því menn hafa nú verið brokk- gengir á öllum tímum. Því lofsverðari er þessi hugkvæmni sjóðsins og ráðsins að hefjast handa einmitt nú, þegar saga vor virðist um það bil að verða öll, og taka henni þá tak, allri í einu, án þess að skilja eftir stubb, eins og gert hefir verið í sumum ágripunum, sem ekki hafa neitt eftir 1874. Sumir hafa verið að kvarta yfir því, að útgáfa hinnar miklu Islendingasögu — sem á að verða í tólf bindum og heita Slúðursaga íslands — skyldi ekki hefjast þegar á þessu ári með billegheitunum hjá Menningarsjóði. En því er mörgu til að svara. í fyrsta lagi þurfa höfundarnir að hafa nægan tíma til að „rannsaka heimildir“, en það er lúxus, sem þeir Espólín og Gísli Konráðsson leyfðu sjer ,ekki, en þykir ómissandi í nútíma sagnaritun. I öðru lagi fer talsverður tími í stílsnilldina, og svo þarf Nordal vænt- anlega sinn tíma til að skrifa formálana, ekki síst ef það er satt, að hann eigi fyrst eftir að skrifa formála fyrir Arf- leifð Islendinga og fjórum markaskrám, sem út eiga að koma á næstunni. í þriðja og mesta lagi stóð útgáfan í óbættri sök við ástandið um að gefa út tvær bækur úr heimalandi þess, Markmið og leiðir, sem Grj.etar Fells er yfir sig hrifinn af og lætur svo um mælt, að því vitrari sem mennirnir eru, því hrifnari sjeu þeir af henni, og svo Vikt- oríu drottningu, sem hefir legið helsti lengi óbætt hjá hey- garði vorum, jafn mikið og vjer eigum henni upp að inna, þó ekki væri nema fyrir Viktoríubaunirnar, þessar sem menn eru að bölva í sand og ösku, af því þeir kunna ekki að bleyta þær upp áður en þær eru soðnar. Hjer var því um að ræða skyldu við Bretland og einkennisbúning þess, sem ekki dugði að draga á langinn. En hvað um það. Það er ekki nema bara betra, að sög- unni var ekki skellt á oss fyrirvaralaust, heldur tækifæri gefið til að hlakka til hennar — og væntanlega lengi. — Væntum vjer að nefnd manna verði skipuð til þess að hafa eftirlit með útgáfunni, svo tryggt sje, að sambærilegum mönnum verði gert nokkurnveginn jafnt undir höfði. Vjer kærum oss ekki um að sjá Gissur Þorvaldsson upphafinn á kostnað Snæbjarnar, nje að Ormur Stórólfsson verði gerður meiri maður en Eyjólfur, sem glímdi við blámann- inn. Pappírsuörur EI Ritföng Bókhaldsbœkur JA> ... Verslunin l'i&' Björn Kristjánsson Pappírsdeild 186

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.