Spegillinn - 30.07.1943, Blaðsíða 4
SPEGILLINN XVIII. 15.
t«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii» Miimiiiiiiiiiiiir
? Erfitt var í gær að ná í for-
stöðumenn Hallgrímssóknar.
Hvorugur prestaníla var í borg-
inni. Síra Sigurbjörn Einarsson
hafði skroppið til Suðurnesja og
síra Jakob Jónsson farið vestur
á fjörðu. En herra biskupinn,
Sigurgeir Sigurðsson, er á yfir-
reið ívísitasíu) einhvers staðar
úti á landi. Felix Guðm.son var
íustur í sýslum.
FógetavalfS oep forstöða-.
Sumarþáttur
Það er þó aldrei svo, að ekki sé hægt að hefja þennan
sumarþátt á „dagsins skandala“, en allir vita, hvað þar er
við átt, sem sé hina hraksmánarlegu uppgufun Mússa af
valdastóli Ítalíu. Getum vér af henni lært, hvort ekki er betra
að hafa rólega og friðsama valdsmenn — þarna situr Björn
Þórðarson sem fastast, hvernig sem heimurinn kútveltist,
og þarf ekki að flýja í neina Hallgrímskirkjuna hér, en svo
er talið, að Mússi leynist í beinakjallara Péturskirkjunnar,
þar sem geymdar eru m. a. hinar 14 ósviknu hauskúpur, sem
enn eru til af postulanum, að því er fróðustu menn telja.
Hætt er við, að nú fari að styttast vörnin hjá ítölum, enda
viðbúið, að jöfurr þeirra hafi glýu í augum eftir langdvöl í
vasa Mússa. Af innlendum fréttum má nefna, að mokveiði
er nú í Elliðaánum, og hafa veiðzt á einum eftirmiddegi og
á eina stöng 34 laxar og er talið mesta veiði síðan verið var
að virkja laxveiðina með dýnamiti hérna endur fyrir löngu.
Að vísu höfðu margir húkkar brotnað við þessa miklu veiði,
en það er ekki að marka, þar sem þetta er stríðsframleiðsla,
samansoðin úr hverskyns sora. En það eru ekki laxarnir
einir, sem veiðast þarna í ánum, heldur voru þar á einum
degi slegnir í hel fjórir minkar, og þykir það góð búbót í
hallærinu.
Af innanlandspólitíkinni er það helzt að frétta, að Jónas
ætlar nú að fara að stofna íslenzkan Lappóflokk, eftir því
til, eins og Jón heitinn Sigurðsson, að taka nú brimróðurinn
meðan lag er, svo að vér getum heilsað upp á Dani eins og
frjálsir menn, þegar „hinum ægilega hildarleik" er lokið, og
sagt við þá „gúmoren á latínu“.
sem Þjóðviljinn segir og lýsir átakanlega. Er tilgangurinn
með þeim flokki að koma upp nazistastjórn, með tilstyrk
stríðsgróðamanna og stórbænda, og pína síðan almúgann
eftir nótum, eftir beztu fasistiskum fyrirmyndum. Vér erum
með Þjóðviljanum í því, að oss lízt illa á þetta. Hvorki SPEG-
ILLINN né önnur blöð eru ofgóð þó að þau séu ekki undir
ritskoðun, að ekki sé nú talað um ef farið verður að brenna
þau á báli á opinberum torgum, eins og alveg er viðbúið. Þó
ber að gefa gamla manninum það, sem hann á, og það er
þjóðlegheit, því að óneitanlega er það rammíslenzkt að inn-
leiða hluti hér, sem eru að syngja sitt síðasta annars staðar,
en hins vegar ber það vott um meiri andlegan seinþroska
gamla mannsins, en orð hefur verið á gert, að vera svona
seinn með þessar umbætur sínar.
Nokkrar stúlkur hafa verið sektaðar fyrir skiparáp, en
við því eru farin að liggja viðurlög á síðustu tímum. Fer
þetta þannig fram, að stúlkurnar eru kapraðar þegar þær
koma úr skipunum, enda þýðir það auðvitað ekkert fyrr,
þar sem þær eiga vitanlega ekki fyrir sektinni, þegar þær
fara um borð. Væntir ríkissjóður sér mikils af þessum tekju-
stofni og má segja nú orðið, að víða komi Hallgerði bitl--
ingar. t
Síðasta tillagið til sjálfstæðismálsins er það, að nú hefur
Ólafur Thors ritað Stefáni Jóhanni bréf, sem prentað er í
Morgunblaðinu á þriðjudaginn var. Kveður þar við annan
og kurteisari tón en verið hefur hingað til í skrifum um
þetta viðkvæma mál, og freyðir kjassmælgin út um hverja
rifu. Kom oss þetta spánskt fyrir og tókum að hugleiða, hyar
Ólafur hefði lært þessa hógværð og hjartans lítillæti, en
komumst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri, að ekki hefði
það verið í Keflavíkinni, því að þar eru menn ekki að við-
hafa slíkt málskrúð, þegar þeir þurfa að segja meiningu
(Frh. á bls. 126)
124