Þjóðviljinn - 18.12.1977, Side 7
Sunnudagurinn 18. desember 1977 j ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Nóvuslagurinn á Akureyri er meóal þeirra minnisveröra tl&inda sem Tryggvi segir frá I sögu sinni.
svo hátt að sem flestir gætu til
hans heyrt, „helvitis pakk er
þetta!” Siöan sneri hann andlit-
inu að búðinni sinni til að sjá ekki
meir. Stefán gamli hreppstjóri
var I kaupstað og glápti á göng-
una eins og naut á nývirki. Hann
sá hvar ég gekk eins og liðsforingi
með rauðan borða um handlegg-
inn og kallaöi til min: „Komdu
hérna svo ég geti slitið af þér
þessa rauðu dulu.” Einu sinni fór
þessi karlljótum orðum um hann
föður minn i mln bamseyru
vegna þess hve við vorum fátæk á
Gili, það var erfitt að fyrirgefa,
en þar sem ég gekk I kröfugöngu
verkafólks hvildi á mér þyngri
ábyrgð en svo að ég léti smáskit-
legheit i hreppstjóranum koma
mér úr jafnvægi.
Við hlið mér gekk um stund
ungúr verkamaöur og leiddi tvö
böm, hann var i bláum nankins-
fötum og á vaðstigvélum meö
slitna skyggnishúfu, viö vorum
næstum eins klæddir nema hvað
ég var meö rauöa boröann á
handieggnum. Hann söng á göng-
unni „Fram þjáðir menn I þúsund
löndum”og ég tók undir sönginn
af heilum hug, það sungu margir
þegar leið á gönguna. Sárt þótti
mér að frétta af þessum ágæta
félaga og hraustlega unga manni
að honum var sagt upp vinnunni
fyrir þátttöku sina I göngunni,
það var ekki létt að komast aftur
inn um þau hlið.
Ég set hér eitt dæmi af mörg-
um viðlika sem i minninu búa,
dæmi þess hyldýpis sem staðfest
var milli vinnandi fólks og þeirra
sem réöu hverjir fengu að vinna
fyrirsinu daglega brauði, hvernig
fáir menn rikir höfðu llfsafkomu
fjöldans í hendi sér. Gamall mað-
ur, mér skyldur, stóö álengdar,
hann var fátæklega til fara, tneð
hnýttar hendur og bogiö bak og
horfði hryggum augum á syni
sina tvo auk tveggja sinna
tengdasona meðal uppreisnar-
manna. Kannskihefir hann tárast
af þeirri ofraun, hann sem setti
allt sitt traust á kaupmanninn
sem seldi honum oft svikna vöru
og á trúboðann sem hét honum
umbun sins erfiðis i öðru lifi, hann
gat ekki skilið kröfugeröir unga
fólksins, ekki einu sinni barnanna
sinna sem öll voru upp alin isára-
fátækt. Mér var kunnugt um að
hann gekk fyrir þann herra sem
hafði oft leyft honum að vinna i
seinni tið, og baðst afsökunar á
framferði barna sinna en fékk
þau svör að þaö væri hann sem
hefði getið af sér þennan þokka
lýð. Hann varð að beygja sig
djúptfyrirþessumherramannitil
að fá vinnu næst, það var blövuö
bón, en hann var enn i elli sinni að
ala önn fyrir tveim börnum, sér
óskyldum, en munaðarlausum.
Kröfugöngufólkiö komst vlst
flest á svartan lista þar sem vel
var með þvi fylgst i þessum fá-
menna kaupstað hverjir voguðu
sér sér út á götunaen atvinnuof-
sóknum var misjafnlega hart
beitt, sumir fengu strax að kenna
á krumlunni, aðrir fengu nöpur-
leg orð I eyra. En það hafði
áratuga reynsla kennt verkatoiK-
inu að undirgefnin var vopn 1
hendi kúgarans þar sem hver
varð að.standa frammi fyrir sin-
um vinnuveitanda eftir á, og þvi
tóku menn fast saman höndum I
þessari kröfugöngu, yfirstéttin
skyldi fá að mæta verkafólkimi
sameinuðu i baráttunni.
Þau spor sem troðin voru á
malarvegum Akureyrar i þessari *
fyrstu kröfugöngu verkalýðssam-
takanna á staðnum, voru undir-
strikun verkalýðsbaráttunnar,
krafan um að láta baráttunni
aldrei linna meðan einum auð-
valdsherra er gefið vald til aö
drottna yfir lifsafkomu fjöldans,
krafa um enn öflugri samtök, enn
kröftugri göngu og vakandi vilja.
Sporin okkar mega þvi ekki
hverfa af götunni og kröfuorðin
aldrei hætta að hljóma.
Þaö eitt að fara út á stræti sins
heimabæjar i fyrsta sinn var
meira en rétt að smokra sér i
skárri garmana og ganga á stað,
mörg okkar urðu aö yfirvinna ótt-
ann við rótgróna fordóma um
yfirmenn og undirgefna, óttann
við þá hefnd sem koma mundi
harðast niður á börnunum.
Kröfugangan var uppreisn gegn
allsráðandi öflum i þjóöfélaginu,
löggjafarvaldinu, kaupmönnum
og kirkju, valdhafinn gat beitt
okkur vendi laganna ef nokkuð
bar út af, kaupmaðurinn lokaöi
reikningnum, presturinn mundi
fordæma athæfið sem brot á
þeirri undirgefni sem skylt var aö
auðsýna yfirboöurum, atvinnu-
rekandinn gat svipt okkur vinn-
unni. Ollþessi sverð voru á lofti
og tilbúin til höggs, vegna alls
þessa urðu menn aö sannfæra
sjálfa sig, f jölskyldur og frændur
um réttmæti og tilgang upp-
reisnarinnar, og það var engin
áhlaupavinna. Stéttarþroskinn
var enn á leitandi stigi, enn voru
margir verkamenn utan samtak-
anna jafnvel andvigir baráttunni
fyrir bættumkjörum og þeirgáfu
andstæðingunum valdið meö at-
kvæðum sinum, og þeir gera það
enn.
Kröfuganga verkafólksins á
Akureyri þennan fyrsta mai var
fámenn og það var gert aö henni
hróp, en hún gaf verkafólki nýjan
kjark og kraft, nýjan vilja og
þann eldmóö hugarfarsins sem
var og er mátt'ir og megin sam-
takanna.
David Morreli
ANGIST
Frægur blaðamaöur verður til þess
með skrifum sínum að fletta ofan af
myrkraverkum harðsvíraðra
glæpamanna. Þeir hefja gegn
honum ógnvekjandi hefndarað-
gerðir og þar með hefst atburðarás,
sem er gífurlega áhrifamikil og svo
spennandi að lesandinn heldur
nánast niðri í sér andanum meðan
á lestrinum stendur.
Höfundinn þarf ekki aö kynna fyrir
þeim sem lesið hafa bókina í
greipum dauðans. Hún kom út fyrir
ári og seldist upp þegar í stað.
Bókmenntatímaritiö National Re-
view segir um þessa bók: „Afbarða
góð ... ieiftrandi frásögn, gífurieg
spenna .. . Morrell ber höfuð og
herðar yílr flestíi bandtmska sam-
tímahöfur-Ja.“
Mary Stewart
ÖRLAGARÍKT SUMAR
Ung leikkona dregst inn í dularfulla
og ógnvekjandi atburöarás á
grísku eyjunni Corfu, sem virðist
ætla að verða í meira lagi afdrifárík
fyrir hana. En sumardvölin á Corfu
verður henni örlagarík á annan veg
en útlit var fyrir í fyrstu, því að
hamingjan bíður hennar að lokum.
„Afar spennandi saga, sem óum-
flýjanlega hlýtur að kosta and-
vökunótt." THE GUARDIAN.
„Mjög vel gerð saga, þar sem
spennu og ást er haglega blandað
saman.“ the obsérver.
FuRSETARANIÐ
Alistair MacLean
FORSETARÁNIÐ
Forseta Bandaríkjanna og tveimur
arabískum olíufurstum er rænt og
krafist svimandi hárrar fjárhæðar í
lausnargjald. Foringi mann-
ræningjanna er óvenjulega gáfaöur
og búinn ótrúlegri skipulagsgáfu,
enda viróist hann hafa öll trompin á
hendi, en í fylgdarliði forsetans er
einn maður á annarri skoðun . . .
„Uggvænlega spennandi, ótrúlega
hugvitssöm .. . Besta bók eftir
MacLegn um langt skeið“. sunday
EXPRESS.
,, . . . bók sem er erfitt að leggja frá
sér.“ THE TIMES LITERARY
SUPPLEMENT.
„Æsandi, sannfærandi, ótrúleg
spenna.“ bristol evening post.
Hammond Innes
LOFTBRÚIN
Inni í flugvélaskýlinu heyröi ég
raddir — karlmannsrödd og kven-
mannsrödd. Lögreglan var á
hælum mér og ég yrði spurður
ákveðinna spurninga. sem mér var
óljúft aö svara . . . En hvað var á
seyði á þessum eyðilega og af-
skekkta stað? Hvers vegna hvíldi
slík launung yfir því verki, sem þessi
dularfulli maður hafði þarna með
höndum? Nauðugur viljugur varð
ég þátttakandi í örlagaríku samsæri
og innvígður í leyndarmál, sem
ógnaói lífi margra manna . . .
Hinn víðkunni metsöluhöfundur
Hammond Innes fer á kostum í
þessari snjöllu, þrauthugsuðu iig
æsispennandi bók — ein af hans
albestu bókum.