Þjóðviljinn - 18.12.1977, Side 8

Þjóðviljinn - 18.12.1977, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 18. desember 1977 Guðmundur S. Jónsson: Andleg byltingarstefna Tvö andstæð sjónarmiö koma i ljós ef saga mannlegrar þekk- ingar er skoðuð, hið frumspeki- lega og hið dialektiska sem eru rikjandi varðandi þröunarlögmál alheimsins. Stuðningsmaður hins fyrrnefnda eða hughyggju- maðurinn, leggur megin áherslu á vitund mannsins og telur hana vera upprunalegri, en efnis- hyggjumaðurinn álitur aftur á móti að allt sé raunbirting eða afleiðing af efni. Ot frá þessari móthverfu hafa tvennskonar þjóðfélög mótast, hið kapitallska, sem boðar einkaeign auðmagns, og hið sósialiska sem byggist á rikiseign eða félagsskap um framieiðsluna. Hin sósialisku þjóðféllög hafa náð réttlátari og skynsamlegri dreifingu á nauðsynjavörum og félagsþjónustu en hafa sýnt til- hneigingu til þess að hefta tjáningar- og persónufrelsi ein- staklingsins, en þar veitir hiö kapitaliska þjóðfélag meiri möguleika. Þó að bæði stjórn- kerfin hafi sinar jákvæðu hliðar þá getur hvorugt þeirra talist fyrirmyndarþjóöfélag framtiöar- innar. Bæði eru i meginatriöum gölluð og hafa verið ófær um að leysa brýnustu vandamál mann- kynsins. Tvennskonar róttækni Hin veika aðstaöa siö- menningar nútimans kallar á rót- tæka breytingu og á meðal þeirra er vinna að þessari framsæknu ummyndun má finna tvær ólikar stefnur. 1 fyrsta lagi eruþeir sem taka róttæka þjóðfélagsafstööu. Styrkur þeirra liggur i stjórn- málalegum þroska og þeirri áherslu er þeir leggja á þjóö- félags- og efnahagslegan raun- veruleika. Þeir eru leiðtogar verkalýðs og alþýöu I ólikum löndum og hafa myndað i krafti byltingar framsækna breytingu samfélagsins með þvi aö leggja áherslu á aukinn andlegan þroska. Þeir kenna að með Hugræktun i þágu þjóðfélagslegra breytinga? 1 Guðmundur Daníe/sson i VESTANGÚLPLPUR GARRÓ Aðdáendum vel skrifaðra sakamálasagna býðst nú mikill fengur. í skáldsögunni Vestangúlpur Garró skröltum við eftir gamla Keflavikurveginum að næturþeli í fornfálegum vöru- bil. Á pallinum eru likkistur. Um innihald þeirra vitum við ekkert. ■ ".'O' ..... . Sjgiftygp ÞORSKASTRH) Sir Andrew Gilchrist OG HVERNIG Á AÐ TAPA ÞEIM Hvers konar starfsemi fer fram innan veggja erlendra sendiráða í Reykjavík og hvert er hlutverk sendiherr- anna? Lesið berorða lýsingu Sir Andrews Gilchrists fyrrum sendiherra Breta á íslandi á samskiptum hans við forystumenn þjóðarinnar á dögum þorskastríðsins mikla 1958-60. FIFA Skáldsagan Fifa er háðsk nútimasaga, ádeilusaga og ástar- saga. Hún segir frá Fifu ráðherradóttur, sem neitar að gerast þátttakandi i framakapphlaupi föður sins, og gerir yfirleitt allt andstætt þvi sem faðirinn hefði kosið. Gísii J. Ástþórsson . -*• • • Kári Tryggvason 1.BÖRNÍNOGÉ i IraMkgNNg BORNIN og heimurinn þeirra er úrval úr ýmsum barnabókum Kára Tryggvasonar og að hluta smásögur, sem ekki hafa birzt áður. Efnið er valið af höfundi sjálfum. ' zSB hhhhbhhbhhhhhhhhhhHhhhhmhhbhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhiií ■ RAGTIME E.L. Ooctorow m ^ ' 7*., f Spennandi saga ur bandarísku þjóðlífi í byrjun þessarar aldar. Við kynnumst hetjum og úrhrökum, auðmönnum, sósíalískum byltingarseggjum og kynþáttahatri. Viður- kennd einhver merkasta skáldsaga síðustu ára. Þýðandi Jóhann S. Hannesson. ry ——— Almenna b.ókafélagi^ Auslurslræti 18, Bolhoili 6, sfmi 19707 sfmi 32620 skipulagðri hugrænni þjálfun geti einstaklingurinn náð völdum á innri öflum sál- arlifsins sem siðar mundi stuðla að alhliða framþró- un þjóðfélagsins. Styrkur þeirra liggur i því aö þeir gera sér grein fyrir að maðurinn er fyrst og fremst andleg vera. Aukiö fylgi þessarar viöleitni má finna sérstaklega hjá yngri kynslóð hinna vestrænu allsnægtarþjóð- félaga. Þar rikir nú andleg og siðferðileg hnignun sem bein afleiðing af allsráðandi efnis- hyggju. Ófullkomnar kenningar Greinilega kemur fram ófullkomleiki ef skoðaður er i þessu ljósi hinn takmarkaði grundvöllur sem báöar stefn- umarbyggja á. Annars vegar er róttæk pólitfsk hugsun sem hefur gefiö hagnýta sundurliðun á þjóð- félags-, efnahags- og sögulegum veruleika, en einskorðast ein- göngu við hið efnis- og félagslega svið mannsins. Hins vegar er andleg róttækisstefna sem gefur andlegu eðli mannsins fulla viðurkenningu en skortir greinar- góða þjóðfélags- og hagfræðilega skýringu. ólikar skoðanir mætast Þeir einstaklingar sem fremstir eru i þessum tveim hópum I aö þróa yfirgripsmeiri og viðtækari hugmyndafræði, virðast nálgast hvor annan meir ■ og meir. Nokkurs konar eining eöa samtengingólikra hugmynda virðist eiga sér stað. Þannig hafa mörg pólitisk sameignarbú kapp- kostað að efla starfsemi sina á sem breiðustum grundvelli og viðurkenna þýðingu rannsókna á dulrænum hæfileikum mannsins. Margir stjórnmálamenn hafa kynnt sér austræna heimspeki og visindi um eöli og þroska manns- sálarinnar. Markmið stjómmála- baráttunnar hefur vikkað og nær ekki aðeins yfir takmarkað svið efnislegrar tilveru, það felur einnig i sér almenna ræktun við sálarlif þjóöfélagsþegnanna. Sem dæmi má nefna Svörtu Hlébarð- ana og Hreyfingu Amerískra Indjána (AIM) í Bandarikjunum. Báðar þessar þjóðfélagshreyfing- ar telja að þjóöfélagsframför verði að vera samstiga einstakl- ingsþroska. Kjá andlega sinnuðu fólki má aftur á móti sjá viðleitni til að taka virkari þátt I pólitískri baráttu fjöldans gegn efnahags- legu óréttlæti. Hinar nýju andlegu hreyfingarsiðustu ára hafa staðið að geysifjölþættri hjálpar- og þjónustustarfsemi og komið á fót samyrkjubúum sem byggja á anda sóslalismans. Framfara- sinnaðir prestár Suður-Ameriku gera tilraunir með að reyna aö útlista kristilegan Marxisma og kaþólskir verkamenn I Banda- rikjunum sameinast á grundvelli kristilegs sósialisma og hafa þróað afgerandi baráttuaðferðir gegn heimsvaldastefnu Banda- rikjanna. Ný hugmyndafræði An þess að þessar tvær fylk- ingar komi sér saman og skapi með sameiginlegu átaki nýja hugmyndafræð i mun almenningur vera sundraður og kapitalistar drottna I þjóð- félaginu. Gildi lifsins mun halda áfram að hnigna og hvorugur hópurinn mun upplifa drauma •ina um réttlátt þjóðfélag. Þróun •amtimans kallar á nýja altæka efnahags- og félagslega hug- myndafræði sem byggist á and- legum veruleika. Þessi nýja hug- myndafræði mun móta þjóðllfið á þann hátt að þaö veitir einstak- lingunum fullt rými til þess að þroska hæfileika sina á efnislegu, huglegu og andlegu sviði. Hún mun einnig sjá um aö frumþörf- um hvers þjóðfélagsþegns, svo sem fæði, fatnaður, menntun, húsaskjól, læknishjálp og at- vinnumöguleikar, verði fullnægt. Samdráttur stjórnmálalegs valds I hendur þeirra einstaklinga er hafa til að bera vlðsýna menntun, sterkt siðgæði og and- legan þroska og dreifing efna- hagslegs valds á hendur verka- lýðs- og samvinnuhreyfinga, er forsenda trausts þjóðfélags. Séreignarréttur og gróðasjónar- Framhald á 11. siöu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.