Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagurinn 18. desember 1977 . ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Byltíngarstefna Framhald af bls. 8. miö i framleiðslu þjóðar- verðmæta er i mótsögn við grund- vallaratriði andlegs veruleika og er alvarleg hindrun i þróun sam- félagsins. Af þeim sökum mun frelsi til auðsöfnunar efnislegra gæða vera takmarkaö, en á vits- munalegu og andlegu sviði er ein- staklingnum gefinn fullur kostur á að tjá hugmyndir sinar og innri þarfir. Jöfn áhersla mun vera lögð á þjóðfélagsþróun og persónuþroska, hagsmunir ein- staklingsins og rikisvaldsins munu fara saman. Þessi nýja hugmyndafræði mun i helstu atriðum vera andstæð bæði kapitalisma og kommúnisma, þvi i þeim helst einstaklingsþroski og þjóðfélagsþróun ekki i hendur. Þjóðfélagsframfarir samfara einstaklingsþroska Af reynslu hinna sósialisku landa má sjá að engin varanleg breyting á þjóðfélaginu getur átt sér stað nema að samfara breyting gerist i vitundarlifi almennings. Rætur hinna ýmsu vandamála liggja ekki aðeins i stjórnmála- og éfnahagslegri uppby^gingu heldur jafnframt i sálarlifi og vitund hvers einstak- lings og gefa verður hvoru tveggja jafnan gaum. Ljóst er að maðurinn er efnisleg, hugleg og andleg vera. Hinn efnis- og hug- legi hluti tilveru okkar ætti að þjóna sem undirbygging eða grundvöllur þaðan sem andlegur þroski rynni frá. Tilgangur lifs okkarfinnstá þessu andlega sviði og það þjóðfélag sem styður ekki þessa andlegu viðleitni með vit- rænum þroska og efnislegri þróun er igrundvallaratriðum gallaö og er dæmt til að liða undir lok. Það er einmitt þessi efnislegi skiln- ingur á eðli mannsins sem veldur þvi að þjóðfélög nútimans leggja megináherslu á aukna fram- leiðslu i stað þess að örva hug- rænan þroska og nýta fingerðari eigindir mannssálarinnar. Róttæk mannúðar- stefna og andlegir byltingarmenn Þessa móthverfu á milli efnis og anda, og á milli róttækrar þjóð- félagsafstöðu og framsækinnar andlegrar viðleitni veröur að leysa. Visindi nútimans eru ein- göngu bundin við hinn efnislega heim og byggjast á rökhugsun og sundurgfeiningu. Andleg visindi byggjast hins vegar á samtong- ingu og til þess að rannsaka dulræn óskilin fyrirbæri er ekki aðeins beitt rökhugsun, heldur einnig innsæi. Boðberar hinnar nýju hugmyndafræði og leiðtogar framtiðarinnar verða að þróa með sér efnislegan, jafnt sem andlegan skilning á innri gerð mannsins og tengslum hans við þjóðfélagið. Þessi andlega efnis- hyggja mun byggjast á innsæi sem þroska má með hugræktun og reglulegri ástundun jóga. Ef þessir nýju leiðtogar eiga að starfa meö velferð mannkynsins I huga, má persónulegt markmið þeirra hvorki vera völd né met- orð, heldur andleg eining við upp- sprettu lifsins. Hugmyndafræði þeirra mun einkennast af rót- tækri mannúðarstefnu og þeir munu virkja og leiða fjöldann sem andlegir byltingarmenn. ALVEG í RUSLI Kærleiksheimilid Bil Keane „Við getum ekki lcikiö okkur núna. Viö þurfum aö hjálpa pabba viö aö setja upp jólaljósin.” ■ ANDLEG HREASTl-ALLftA HE1U.B ogecvernoarfélag islandso Munið frimerkjasöfnun félagsins. Innlend & erl. Skrifst. Hafnarstr. 5,pósth. 1306 eða simi 13468. Blikkiðjan Ásgarði 1, Garðabæ. ónnumst þakrennusmiði og uppsfitnmgu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð öiyteSjá 0RAFAFL m |C** framleiðslusamvinnu- hjonM . framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna r ■ O 17 Skólavörðustíg 19. Reykjavík ggglfll ------Símar 217 00 2 80 22 Til umboðsmanna Þjéðviljans Vinsamlega útfylliö og endursendiö til útbrei ösludeildar SPURNINGALISTANN sem ykkur var nýlega sendur ásamt bréfi. Æskilegt væri aö menn taki fram hvort þeir hyggjast breyta núverandi bókhaldi sinu og uppgjöri eöur ei. Viö væntum þess aö umboösmenn sjái sér fært abgera upp mánaöarlega og sem fyrst eftir mánaöamót. Þjóöviljinn —útbreiösludeild, Sfbumúla 6, Reykjavik slmi ' 8 13 33 Málf relsiss j óður Tekið er á móti framlögum i Málfrelsissjóð á skrifstofu sjóðsins Laugavegi 31 frá kl. 13-17 daglega. Girónúmer sjóðsins er 31800-0. ' I Allar upplýsingar veittar i sima 29490.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.