Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 14.12.1976, Síða 1

Stúdentablaðið - 14.12.1976, Síða 1
TUDEN Útgefandi Stúdentaráös Háskóla Islands 10 í Éð H| ! ■ !f /f 1 - HUNGURVERKFALL - FJOLDAFUNDUR - RAÐSTEFNA Hvers vegna er þessi deyfð ríkjandi? Hafa námsmenn það svona gott? A siðustu vikum og mán- uðum hefur námsmanna- hreyfingin risið og hnigið i baráttu sinni. Þrátt fyrir það að stór hluti hreyfingarinnar búi nú við lakari hlut en áður i lánafyrirgreiðslu og kjörum af hálfu rikisvaidsins. Og ekki er það að sjá að stórkostlegar breytingar i átt að meiri fjöldavirkni og baráttu séu væntanlegar á næstunni. Hverjar eru ástæður þess að námsmenn láta troða á sér og sinum, láta brjóta á sér rétt og öll lög og virt gildi i þágu afturhaldsaflanna? Ekki er mikill hluti námsmanna úr efri lögum þjóðfélagsins lengur? Og sá stóri hópur sem kominn er til mennta frá lág- stéttum, hvað er, hann að bedrifa? Er stéttarvitund þess hóps með öllu slokknuð? Aðgerðtirnar í nóvember öll afgreiðsla rikisvaldsins á lögum, reglugerð og úthlut- unarreglum vegna lána til námsmanna hefur verið til haborinnar skammar. t nóvember var komin allmikill hugur i menn, rýrar sumar- tekjur voru á þrotum, skildag- nr lána voru liðnir og orð embættismanna og framagosa i þeirra þágu reyndust litils virði. bað var þvi staðið fyrir verkföllum i nokkrum skólum, mótmælafundum og upplýs- ingavinnu i öðrum. Unnið var upp prógram til að skila til al- mennings og námsmanna upplýsingum svo vigstaða námsmanna væri sterkari. t þvi skyni var dreift dreifiriti um borgina alla og kom I ljós aö það hafði allmikil áhrif. Al- menningsálitið var náms- mönnum I vil. Er dróst að út- borgun og skilum á lánum, seint en um siðar, var gripið til ráðuneytistöku til undir- strikunar kröfum náms- mannahreyfingarinnar, Tókst aðgerðin býsna vel. Þó er tæpt að álfta að andóf námsmanna hafi á þessum vikum skilað neinum beinum árangri i baráttunni, enda á þessum tima farnar að myndast glufur I hreyfinguna, einstaka hópar farir að skera sig úr, jafnvel i aðgerðum. útborgun lána hefst Siðan hófst útborgun. Hver fékk sinn skammt. Margir litinn. Þeir, sem fara verst út úr settum reglum i úthlutun eru námsmenn sem búa heima við og blessað barna- fólkið. Hvorugur hópurinn er fjölmennur og báðir verða þeir fyrir þvi að sá bandamað- ur sem treyst var á i barátt- unni, námsmenn utan heima- húsi, þeir búa við svipaðan ef ekki betri kost en áður, og hafa ekki þann samhug með námsfélögum sinum að þeir leggi i baráttu þeirra vegna. Ýmsum þótti útreikningur lánanna gruggugur þótt ekki væri það saumfarið nánar. En að frumkvæði Kjarabaráttu- nefndar hélt andóf gegn út- hlutunarreglum áfram. Þegar höfðu verið höfðuð mál á hendur rikinu fyrir lögbrot á reglugerð og úthlutunarregl- um, en nú skyldi komið á sam- stöðuaðgerð. Hungurvakan Hugmyndin var sú að koma á tveggja sólarhringa hungur- vöku námsmanna. Skyldi hún haldin i Kennaraháskólanum og átti að ljúka á fundi með ráðamönnum. Það var Kjarabaráttunefnd sem tók ákvörðun þessa einhliða. Hún var ekki Ihuguð frekar i ein- staka skóla, engin rannsókn var gerð á hugsanlegri þátt- töku. Þegar eftir að hugmynd- in var kynnt I Stúdentaráði þótti hún óráðleg. Og þegar skráning hófst upp úr 1. des. kom i ljós að það var aöeins smár hluti þess hóps sem von- ir stóðu til að fá i aksjónina sem skráði sig. Samt var vakán haldin. Þátttaka var engin og er þetta annað það atvik i andófi siðustu ára sem bakað hefur námsmönnum hvað mest afhroð áróðurslega. Hitt er Týsaðgerðin, sem leit á timabili út fyrir að ætla að heppnast, en fór einhverra hluta vegna i köku. Þessi atvik hafa orðið hýenum afturhalds- blaðanna góðir bitar að kjamsa á. 1. des. Námsmenn komuu aftur áróðurslega sterkt út úr há- tiðahöldum á fullveldisdaginn. Er það I raun i fyrsta skipti sem námsmenn og verkalýðs- hreyfing horfast i augu við samstöðumöguleika sins og það sem þeirri samstöðu fylg- ir. Hátiðin var vel unnin dag- skrá, i senn leiðbeining og hvatning námsmönnum og verkafólki um þau markmið og þá baráttu sem háð verður á næstu misserum. Okkary verkefni hér i skólanum verð- ur að hefjast til verks það fag- kritlska, gagnrýna nám, sem losar okkur undan viðjum þeirrar mötunar sem hér á sér stað i nafni borgaralegra vis- inda. „Ætlið þið að berjast gegn fáfræðinni” spurði Aðal- heiður Bjarnhéðinsdóttir námsmenn 1. des. Það mark hlýtur róttækt námsfólk að setja sér og að þvi marki verðum við að fara að vinna. Lánamálaráðstefna Úr rústum Hungurvökunnar reis siðan Lánamálaráðstefna námsmanna, öllum opin. A hana mættu um 30 manns. Þar af um 10 stúdentar, flestir starfandi i vinstrimeirihlutan- um eða i jaðarhópum hans, vinstrihópum i hinum ýmsu deildum. Enginn lýöræðis- sinnaður stúdent sást. Umræðan á ráðstefnunni snerist einkum um þrennt: menntun i dag, lán til náms- manna og fyrirkomulag þeirra, og baráttuaðferð hreyfingarinnar. Hugur var ekki I fólki og má af stemmningunni þar enn ráða hvilik deyfð er að setjast i námsmenn. Það var meðal annars umræðuefni langa stund i starfshópum: hvað er þessi deyfð? Vantrú á aðferö- ir, aðferðir, forystu, eða það að nokkur árangur verði. Er það fyrsta verk námsmanna- hreyfingarinnar að losa menn við þrælsóttann? Er svo komið i menntaðasta geira samfé- lagsins að jafnvel það fólk er orðið huglaust gagnvart rikis- valdi auðs og eignamanna? Eða hafa stúdentar og aörir námsmenn það bara svona gott? Eru sögurnar sannar um hljómtækin og bilana, Ibúðir og utanferðir? Nei, málið er ekki svo einfalt að þvi megi svara með einni setningu. Þrælsóttinn Þó er það ekki neinum vafa undirorpið að það veldur miklu hversu gifurlega rlkis- valdi i þessu landi hefur tekist að koma fram hinum ólik- legustu kjaraskerðingum i formi ýmissa breytinga á lög- gjöf og reglum. Uppgjör gagn- vart auðstéttinni er ekkert óskiljanleg, miðað við það hvilikum árangri hún hefur náð i skjóli svika hagsmuna- samtaka launafólks og um leið i skjóli vanmáttar og vitund- arleysis hins almenna félaga. Það er þetta sem verður að breyta. Það verður að snúa þessu linkulega undanhaldi i sókn. Það hafa Alþýðusam- tökin boðað með sterkri stjórn vinstri aflanna i ASl þingi. Takist sú sókn á hendur rikis- valdi og atvinnurekendum verður hægt að lita bjartari augum til baráttu komandi ára. En enginn þræll er aumari en sá sem biður þess að vera frelsaður undan oki sinu. Sá þræll á það ok skilið. Það verða námsmenn al- mennt að skilja. Þeir hafa um það að velja að sitja að- gerðalausir undir óréttlætinu, ólögunum og ónógum lánum, eða hefja baráttuna, hvar sem þeir eru niðurkomnir og vinna að henni stöðugt. Þanmg verð- ur þetta strið að vinnast. pbb

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.