Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 14.12.1976, Qupperneq 2

Stúdentablaðið - 14.12.1976, Qupperneq 2
2 Stúdentablaðið • Pólitiskur rógur hefur allia tiö ver- iö snar þáttur i islenskri menn- ingarumræöu. Hann hefur heltek- iöskriöbenta um bókmenntir sem margir hafa lifaö á flokkunum meö skipunarbréf uppá vasann um aö brennimerkja suma höfunda, en hefja aöra til skýj- anna þrátt fyrir misjafnt gildi verka þeirra frá bókmenntalegu sjónarmiði. Þetta hefur einkum veriö áberandi hjá þeim kyn- slóöum sem hlutu sina eldskfrn i kalda striöinu og hafa siöan búiö við kaliö hjarta og skerta sjón. ömurlegasta dæmiö um slík skrif var hinn frægi þrikantur Morgun- blaðsins, Matthias — Jóhann — Guðmundur Hagalin. Siðboruö fóstur þessa hugsunarháttar hef- ur staöið Háskólanum nærri i tvö ár — Hannes Hólmsteinn Gissur- arson. I honum má sjá margar helstu öfgar sem borgaralegt afturhald hefur alið meö sér allt frá þvi aö stéttin kom undir sig fótunum á landinu i upphafi aldarinnar. Maöur verður þvi hálfhlessa þegar Vaka bætir við sig lærisveinum á þessu sviöi og þaö heldur efnilegum, og þeir koma Ur röðum þeirra manna sem hafa alist upp viö þann gróskumikla akur sem popp og rokktónlistin er. Ólafur Helgi Kjartansson átti i siöasta Vöku- blaði siðu sem bar yfirskriftina tónavaka. ölafur er maöur vel aö sér i lágmenningarfyrirbærinu rokki. Hann hefur um árabil hlustað á þessa tónlist og er ugg- laust sá fylgismanna Vöku sem best vit hefur á þeim hlutum. Samt fellur hann i þá gryfju aö láta beita sér fyrir flokkshags- munina og skrifar þar niögrein, um popp og pólitik, sem beinist aö einni ákveðinni hljómplötu og markaönum, Fráfærum Þokka- bótar. f upphafi máls sins fjallar Ölaf- ur mjög almennt um fjölmiðilinn hljómplötu. Hann tekur til dæmis um nýtingu manna á poppi i póli- tiskum tilgangi, þaö þegar for- setaefni bandarisk nota sér lista- menn úr bransanum sér til aug- lýsingar. Þar feilar hann reynd- ar. Ameriskir hafa ekki notað sér popp beint i pólitiskum tilgangi. Hinsvegar hafa þeir notað sér þá auglýsingu og umtal sem er i poppiönaöinum bandariska til aö fá einni myndinni fleira af sér i pressuna. Það er tilað reyna færa bandariskri æsku heim sanninn um það að þeir standi nú nálægt þvi fólki sem hefur aö yrkiséfnum manngæsku, frið og bræðralag. Pólitiskir textar eru annað og meira. Ólafur segir: „Visnasöngvarar margir eru pólitiskir og syngja um þaö i ijóöum sinum og lögum en viröast ekki ná verulegum vin- sældum fyrir”. Lesandinn á aö draga þá ályktun aö þaö sé vegna þess að áheyrendum almennt liki ekki við slik yrkisefni. Og áfram heldur hann og tilkynnir lesand- anum aö þaö séu nú helst vinstri sinnar sem leggi i þessa óhæfu. Þessi fullyrðing Ólafs er i senn rétt og röng. Það eru einkum vinstri sinnaöir og róttækir lista- menn sem hafa gætt poppiö póli- tiskri dýpt. Þetta er meira en það ,,aö lýsa frati á kerfið”. í mörg- um löndum Evrópu gefur um ára- tugi veriö starfandi hreyfing trúbadúra sem hafa lagt lif sitt i það aö gæöa dægurlagiö pólitisku inntaki. Hitt er rangt að þeir nái ekki vinsældum þó alþjóðlega skipulagöir dreifingaraöilar sjái sér hag i þvi að taka þá i sina arma. ólafur rekur fullyröingu sina um vinsældir ofan i sjálfan sig meö þvi dæmi sem hann tekur siðar i greininni um Wolf Bier- mann og þann ótta sem austur þýska stjórnin ber fyrir þessum mæta söngvara. A siöustu árum hefur CBS i Vestur-Þýskalandi gefiö Biermann út og staöið þann- ig að kynningu þessa róttæklings vestantjalds. Ekki vegna þess aö þeim liki skoöanir hans, heldur vegna þess að hann selst grimmilega. Lista- maður sem hefur jafnmikiö vald á túlkun sinni og boöskap, og hann er sko pólitiskur, hann á er- indi á markaö i allri Evrópu. Ólafur ræöir siðan nokkuö um efnismeðferð i pólitiskum text- um. Hann tekur dæmiö af Sóleyjarkvæöi Jóhannesar. Þaö er aö hans áliti „flokkspólitisk plata” (hvaöa flokkur ætli þaö sé?) Og hann kvartar yfir þvi að ekki „sé reynt aö sjá hlutina frá báöum hliöum”. Eins og þaö eigi að skrifa pólitiska texta meö jafn- ræöi i huga milli þeirra sjónar- miða sem veriö er að ota gegn hvoru ööru? Attu Stones ’68 aö hafa millivers i Street fighting man sem kynnti sérstaklega við- horf Dalys borgarstjóra i Chicago? Eöa Dylan i Idiot wind, átti hann aö skrifa nokkur erind- anna sem varnarræðu fyrir glæpakliku Nixons? Það ættu jafnvel aö vera takmörk f yrir þvi hvaö menn leyfa sér aö vera rugl- aöir og rökvilltir i Vökublaöi, Ólafur.Ogþarna ertu aö koma aö meginefni greinar þinnar, semsé Fráfærum Þokkabótar. „í plötu- flóðinu áriö 1976 skjóta upp kollin- um plötur sem flytja sama ein- hliöa pólitiska boöskapinn, þrátt fyrir þaö aö flytjendur reyna aö sverja af sér allan pólitiskan lit. Hvers vegna reyna þeir slikt? Verkin hljóta aö tala sinu máli. Ha.ttan er alltaf sú aö um leið og flytjendur tónlistar hafa fengiö á sig ákveöinn pólitiskan stimpil missi þeir andpólitlska aödáend- ur, nema þvi aöeins aö flutningur þeirra sé þess betri og boðskapur- inn ekki óþarflega stingandi.” Þaö er þó gott aö vita aö þér þótti boöskapur áf Fráfærum Þokka- bótar „óþarflega stingandi”. Eg þykist vita aö þér hafi þótt flutningurinn mjög góöur. Hvort tveggja vitnar um þaö aö þér sé enn bata von. Tónlist eins og á plötuÞokkabótargetijafnvel haft þar eitthvað um að segja. „Eitt viröist einkennandi og þaö er, aö meöan háöiöog skopskyniö situr I fyrirrúmi i textunum, þá velta hlustendur þvf ekki svo mjög fyrir sér hvert hiö raun- verulega inntak texta kann aö vera. En þegar liturinn sést greinilega, ákveðinn boöskapur veröur rikjandi, þá kaupa menn það sem þeir vilja helst heyra sjálfir. Þessi orö má ekki skilja svo aö pólitiskar plötur séu siöri aö tónlistarlegum gæöum en aör- ar. En stundum velti ég þvi fyrir mér hve margir af þeim sem eiga og hlusta á Litla kassa meö Þokkabót hafi Fráfærur i plötu- skápnum sinum.”Dómur þinn er þvi á þá leiö: Liturinn sést greini- lega, verkið telst gott aö tón- listarlegum gæöum háö og skop- skyn er ekki i þeim ákveöna boö- skap sem er rikjandi. Menn eiga aö kaupa þaö sem þeir vilja, helst heyra sjálfir. Og i þessu tilviki, er verið aö ræða um Þokkabót og Fráfærur, Þaö vantar aöeins áskorun til .liesenda Vöku- blaðsins: Kaupiö ekki þessa plötu: Og ég efa ekki að þessum boðum hefur stór hópur náð. Þú minnist ekki á aö platan hafi aö geyma fleiri verk, en það sem tekur herinn fyrir. Þú veltir ekkert fyrir þér þeim efnistökum sem eru i þvi verki. Og ég er hræddur um að ef þú hefðir leyft þér þann munaö aö kryfja verkiö frá þeim forsendum sem þú gefur þér um Sóleyjarkvæöi, sem ég reyndar skil ekki, þá heföi riiöur- staða þin að nokkru orðið önnur. Sannleikurinn er nefnilega sá aö i Fráfærum situr háö og skopskyn i fyrirrúmi ásamt mjög mann- legum almennum viöhorfum til hers og striðsvéla. Þokkabót tekst að vinna sina pólitisku sann- færingu svo vel i texta og lög, aö enginn sem hlýðir á plötuna með hreinum hug getur neitaö þeim boðskap sem hún hefur að flytja. Þetta er afturhaldinu i landinu vel ljóst. Hættan af verkinu er mikil. Það er áróðurslega sterkt. Þvieru öll meðul notuö til þess að þegja plötuna I hel. Hana má ekki spila i Utvarpi af þeim orsökum, enda forðast morgunútvarps- mafian það aö leggja nál á Frá- færur. Sama er að segja i Mogganum. Herleiðing blaöa- manna þar er svo algjör að þeir hafa ekki einu sinni skrifað tónlistarkritik um plötuna. Og siðan kemur þú á eftir meö þitt tillegg, tjaslar saman i langa grein litt yfirveguöum skoðunum og fullyrðingum meö fyrirfram ákveðinni niðurstööu. Þaö er litur. Ákveöinn áróöur. Menn eiga ekki aö hlusta eftir ööru en þeir vilja heyra sjálfriOg um leiö vísar þú fólki frá þeirri hljóm- plötu sem er stærsta tónlistarlegt tillegg i okkar poppi til þess og ætlast liklega til aö það kaupi sér eitthvaö af draslinu I staðinn. Kannski er þaö eölilegt aö þú eigir um sárt aö binda. Þú ert hernámssinni, styöur rikjandi efnahagskerfi á landinu. Þér þyk- irboðskapur á Fráfærum „óþarf- lega stingandi”. Eg held því aö þér sé hollast aö setjast niður við græjurnar þinar eitt kyrrt kvöld og renna i gegn þessari ágætu plötu. Þaö verður erfitt fyrir þig aðafneita boöskapi hennar, nema þú sér oröinn svo forstokkaöur aö þin flokkspóiitik neiti þér aö vega og meta af þeirri marg- nefndu skynsemi, umburöarlynd- inu og samvisku ykkar Vöku- manna. Tónlistarsmekk þinum treysti ég. En hafðu ekki þaö aö leiðarljósi sem stýröi penna þin- um i grein þinni. „Kannski er von, Kannski er glæta.” pbb Styrkir til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram i lönd- um sem aðild eiga að Evrópuráðinu fjóra styrki til há- skólanáms i Noregi háskólanáms I Noregi háskólaárið 1977-78. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til framhaldsnáms viö háskóla og eru veittir til niu mánaöa námsdvalar. Styrkfjárhæöin er 2.200. - n. kr. á mánúöi, auk allt aö 1.500.- n. kr. til nauð- synlegs ferðakostnaðar innan Noregs. Umsækjendur skulu hafa góöa þekkingu á norsku eöa ensku og hafa loklð háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Æskilegt er aö umsækjendur séu eigi eldri en 40 ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: utanrikisdepartementst Kontoret for kulturelt samkvem meö utlandet Stipendiesksjenen N-Oslo-Dep„ Norge, fyrir 1. apríi 1977 og lætur sú stofnun I té frekari upplýs- ingar. Menntamálaráöuneytiö, 29. september 1976. Styrkir til háskólanáms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram I lönd- um sém aöild eiga aö Evrópuráöinu 10 styrki til háskóia- náms I Frakklandi háskólaáriö 1977-78. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut islendings. — Styrkir þessir eru eingöngu tlaöir til fram- haldsnáms viö háskóla og eru veittir til niu mánaöa náms- dvalar. Styrkfjárhæöin er 1.000 franskir frankar á mán- uöi, auk ferðakostnaður frá Frakklandi aö námi loknu. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskóiaprófi áöur en styrktimabil hefst og hafa nægilega þekkingu á franskri tungu. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 15. janúar 1977. Menntamálaráöuneytiö, 8. desember 1976. Styrkir til háskólanáms á italíu ttölsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram I lönd- um sem aöild eiga aö Evrópuráðinu fimm styrki til há- skólanáms á ttallu háskólaáriö 1977-78. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram- haldsnáms viö háskóla og eru veittir til 12 mánaöa náms- dvalar. Styrkfjárhæöin er 150.000 Hrur á mánuöi auk þess sem feröakostnaöur er greiddur aö nokkru. Umsækjendur skulu hafa góöa þekkingu á frönsku eöa ensku, eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokið há- skólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 15. febrúar 1977. Menntamálaráöuneytiö, 8. desember 1976. Styrkur til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa Islendingi til háskólanams I Hollandi háskólaáriö 1977-1978. Styrkur- inn er einkum ætlaöur stúdent sem kominn er nokkuö áleiöis I háskólanámi eöa kandidat til framhaldsnáms. Nám viö listahásóla eöa tónlistarháskóla er styrkbær til jafns viö almennt háskólanáms. Styrkfjárhæöin er 950 flórinur á mánuöi I 9 mánuöi og styrkþegi er undanþeginn greiöslu skólagjalda. Þá eru og veittar allt aö 300 flórinur tilkaupa á bókum eöa öörum námsgögnum og 300 flórinur til greiöslu nauösynlegra útgjalda I upphafi styrktimabils- ins. Nauösynlegt er aö umsækjendur hafi gott vald á holl- ensku, ensku, frönsku eöa þýsku. Umsóknir um styrki þessa, ásamt nauösynlegum fyigi- gögnum, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 6. janúar n.k. Umsókn um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum um- sækjanda, en segulbandsupptaka, ef sótt er um styrk til tónlistarnáms. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráöu- neytinu. Menntamálaráöuneytiö, 3. desember 1976. Styrkir til háskólanáms eða rannsóknarstarfa i Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa islendingi til háskólanáms eöa rannsóknarstarfa I Finnlandi námsáriö 1977-78. Styrkurinn er veittur tii nlu mánaöa dvalar frá 10. september 1977 aö telja og er styrkfjárhæöin 1.000 finnsk mörk á mánuöi. Þá bjóöa finnsk stjórnvöld einnig fram eftirgreinda styrki er mönnum af öllum þjóöernum er heimilt aö sækja um: 1. Tiu fjögurra og hálfs til niu mánaöa styrki til náms I finnskri tungu eöa öörum fræöum er varöa finnska menningu. Styrkfjárhæö er 1.000 finnsk mörk á mánuði. 2. Nokkra eins til tveggja mánaöa styrki handa visinda- mönnum, listamönnum og gagnrýnendum til sérfræöi- starfa eöa námsdvalar I Finnlandi. Styrkfjárhæö er 1.300 finnsk mörk á mánuði. Umsóknum um alla framangreinds styrki skal komiö til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyr- ir 5. janúar n.k. Umsókn skal fylgja staöfest afrit prófsklr- steina, meömæli og vottorö um kunnáttu i finnsku, sænsku, ensku eöa þýsku. — Sérstök umsóknareyðublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 10. nóvember 1976.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.