Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 14.12.1976, Síða 3

Stúdentablaðið - 14.12.1976, Síða 3
Stúdentablaðið 3 Kosningar: Obreytt ástand Háskólaráðskosningar sem fram fóru 24. nóv. siðasttiðinn breyttu heldur litlu í pólitiskum valda- hlutföllum hér i skólanum. Kosnirvoru tveir fulltrúar, annar til eins og hálfs árs, hinn til árs. Tveir listar voru í framboði, listi vinstri manna sem hlaut meirihluta atkvæða 836 at- kvæði (í síðustu Stúdenta- ráðskosningum hlutu vinstri menn 854 atkv. eða 54,7%), listi Vöku fékk hinsvegar 618 atkvæði (í vor fékk Vaka 706 atkv. eða 45,3%). Að þessu sinni var kosningaþátttaka léleg, aðeins 1389 kusu, eða tæp 53% (síðasta vor kusu 58,2%, vorið þar áður 61%). Hundraðstala að baki fylkingunum tveim í skólanum hefur ekki breyst mikið, vinstri menn hafa að baki sér 54,4% í þessum kosningum, en Vaka 45,6%. Kosningaslagurinn var heldur daufur að þessu sinni, enda höfðu vinstri menn lýst þvi yfir að þeir myndu ekki halda uppi venjulegu kosningastarfL Vaka hafði hins- vegar umsvif. Bæði var gef- ið út blað i tilefni kosninganna, einnig sendi frambjóðendur Vöku öllum 1 ársnemum bréf, auk dreifibréfa og veggspjalda. Sömuleiðis stóð félagið i þvi að keyra atkvæðum á kjörstað. Er þvi mesta furða að félagið skyldi ekki uppskera meira fylgi, þvi óróður þeirra var oft sem áður harla róttækur. Nýir fulltrúar bætast þvi i háskólaráð. eru það þau Berglind Asgeirsdóttir (varamaður Dögg Pálsdóttir) og Gylfi Arnason (varamaður Kristin Astgeirs- dóttir). Fulltrúar stúdenta sem fyrir eru i ráðinu eru tveir Kristinn Friðfinnsson og Þor- steinn Magnússon. Háskólaráð er mikilvægur valdastóll i skólanum, þótt ekki sé nógu mikið um það að málum sé skotið til ráðsins. Með fleiri fulltrúa i ráðinu ætti stúdentum aö verða auöveldara að sækja sin mál á þeim vettvangi. Þá hlýtur það verkefni að vera á næsta leiti að fulltrúar stúdenta i ráðinu móti sameiginlega stefnu i þeim mörgu málum sem sýnilegt er að á næstu mánuðum kóma til kasta ráðsins. pbb Berglind Asgeirsdóttir Fundurinn i Lögbergi 1. des. taliö frá vinstri i fremstu röð: Þorkeii Sigurbjörnsson, meðstjórnandi Vöku. Dögg Pálsdóttir og Berglind Asgeirsdóttir frambjóðendur Vöku til Háskólaráðs, ólafur tsleifsson, flissandi Vökumaöur, Hannes Hólmsteinn Giss, Tryggvi Agnarsson, varaformaður Vöku, Geir Waage. Aftar má sjá fleiri Vökumenn: Steingrim Ara, ólaf Kjartans. „ Lýðræðissinnaðir stúdentar" bættu á fræðgarferil sinn i þágu „lýðræðisins" fullveld- isdaginn 1. desember. Réttri viku fyrir 1. des. var hengd smáauglýsing á nokkrar af töflum skólans þess efnis að framha Idsaðalfundur Stúdentafélags Háskóla Islands yrði haldinn 1. des. kl. 20.30 í Lögbergi. Fundinn átti að halda meðan að stúdentar héldu fullveldisdaginn hátiðlegan i Háskólabíó og að auki meðan þar yrði flutt dagskrá til- einkuð þeim stórfelldu kjaraskerðingum sem verkafólk og námsmenn hafa orðið að þola á síð- ustu misserum. Hér var því um mjög ósvifna at- lögu að ræða. Sú stjórn sem auglýsti fundinn hafði engan rétt til að halda hann og átti sjálf staðf esti nga rmá I á þeim rétti fyrir dóm- stólum. En sumum mönnum eru öll vopn nothæf, tilgangurinn helgar þeim ætið meðal- ið, jafnvel þótt „lýðræð- ið" liggi þeim sýknt og heilagt á kjafti, ásamt silfurskeiðinni. Kjartan Gunnarsson og Co boðuðu til þessa framhalds- aðalfundar. Þeir settu sem kunnugt er lögbann á stjórn Garðars Mýrdal sem gert hef- ur kröfu á stjórnarnafninu. Til þess að svara þessari ósvifnu árás greip stjórn Garðs þvi til þess ráðs að krefjast lögbanns á fundinn. Mættu lögfræðingur Garðarsstjórnarinnar ásamt fulltrúa fógeta á fundinn þeg- I þágu „Lýðræðis ÖLL MEÐUL NOTUÐ ingunni. Staðfestingarmál lögbannanna koma að öllum likindum ekki til dóms fyrr en i janúar. Verða þau lögð fyrir einn dómara að öllum likind- um og hefur Kjartansstjórnin þar sinu verri stöðu, þvi ekki aðeins var öll meðferð hennar á fundinum i vor hin fautaleg- asta, heldur var fundarboðið ■ 1. des ólöglegt. Samkvæmt lagabreytingu frá fundinum i vor átti að auglýsa fundinn i öllum blöðum með viku fyrir- vara, hann var hinsvegar að- eins auglystur deginum áður i Mogganum. Var það bókað i dómþinginu. Sömuleiðis var hann aðeins auglýstur i fjór- um byggingum skólans sem er fjarri þvi nóg auglýsing. t fyrri lögunum var kveðið á um að hann skyldi auglýstur i Stúdentablaðinu. A fundi sin- um 29. nóv. lýsti Stúdentaráð , yfir vanþóknun sinni á tiltæki þeirra öfgaafla sem þykjast ráða stjórn félagsins og boð- uðu til fyrrnefnds fundar. pbb ar kl. 20.30. Voru þá þegar mættir nokkrir hægri sinnar i Lögberg. Var óskað eftir þvi að fundinum yrði frestað en þvi hafnaði Kjartan að fengnu samráði við stjórn sina og lög- mann. Tók fulltrúi fógeta öll gögn i sinar hendur og vék sér afsiðis til að kynna sér máls- gögn. „Lýðræðissinnarnir” hófu þá fundinn þegar i stað. Gekk afgreiðsla auglýstrar dagskrár greiðlega, enda lá mikið við. Er komið var að siðasta dagskrárlið óskaði Garðar Mýrdal eftir þvi að sér yrði gefiö orðið og gekk siðan i pontu. Tók Garðar það gam- alkunna ráð að tala þar til full- trúi fógeta hafði lokið störfum, úrskurður hans var á þá lund að hægri menn gætu ekki frek- ar en vinstri haldið fund i nafni félagsins. báðar stjórn- irnar eru þvi komnar i lög- bann og eiga þær báðar stað- festingarmál fyrir dómstól- um. Ein milljón Við slikt lögbann verður að setja tryggingu. Kjartani Gunnarssyni var á sinum tima ekki skotaskuld að hrista um- beðna tryggingu út úr erm- inni. Þá var tryggingin 100.000 kr. Er lögbannsbeiönin kom frá Garðarsstjórninni óskaði Kjartan hins vegar eftir tifalt hærri upphæð. Þvi neitaði fógeti hins vegar og var trygg- ingin sú sama i báðum málun- um. Verslunarbankinn stóð að baki lögbannstryggingar Kjartans, vinstrimenn hafa ekki slika bakhjarla. Hinsveg- ar hefur verið hrundið af stað fjársöfnun meðal vinstri- manna til að standa að trygg- Varaformaður Vöku að mótmæla lánastefnu Geirs: þjóðremban og svartstakkurinn, hvenær verður lýðræðisgrimunni kastað? ................................................................................................................................. ■ ii ungir höfundar Sigurður Euðjái f „Það sem fyrst og fremst gerlr þessa sögu jafn gle'Öilega og hún er I minum huga er sú frá- sagnargáfa sem hún lýsir, sú næmlega frásagnar- og lifsgleði sem hún geíslar af. . . . Húmor er leiðarljós I frá- sagnargerð Péturs Gunnarsson- ar . . . Það er oft hrein unun að lesa þennan texta, bæði græskulaust og grátt gaman hans. Höfundur býr yfir fágætum hæfileika til að hremma og forma kimilegar myndir úr umhverfinu . . . hríf- andi skemmtileg — og umhugs- unarverð — upplífun á æsku einnar kynslóðar og þess þjóð- félags sem hún erfir . . Iesnina.“ Vísir ptmktur punktur komma strik Frásögn ungs manns af baráttu við að finna fótfestu í lífírtu, festa hendur á þeim iifsgildum sem duga. Sigurður Guðjónsson sýndi það strax með sinni fyrstu bók, Truntusól, að hann er ritfær I bezta lagi. Still hans einkennist af hispursleysi og hreinskilni og hann er ófeiminn við að tjá skoð- anir sinar umbúðalaust. Áköf leit af sannleikanum og kjarkur til að segja hann eru aðalsmerki Sigurðar sem höfundar. Hin nýja bók hans er óvenjulega opinská heimild um innri átök. Hún vek- ur til umhugsunar og á tvímæla- laust erindi við marga. Gylfi Arnason

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.