Stúdentablaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 4
4
Stúdentablaðið
1 fyrstu greininni um Vöku
sem birtist i Vinstri-
meinnablaöinu var fjallaö ura
tengsl afkvæmisins Vöku viö
vöðurinn i islensku ihalds-
f jölskyldunni, Sjálfstæöis-
flokkinn. I þessari grein verð-
ur einkennum föðursins lýst
nokkuð nánar og sýnt fram á
hve svipmótið er mikið sam-
eiginlegt feðginunum. Auk
þessa veröur að nokkru rakið
samsvörun milli afturhalds-
stefnu Vöku fyrr á árum og
núna.
Tengsl Vöku við Sjálfstæðis-
flokkinn er rakin voru i fyrstu
greininni, eru i stuttu máli i
þvi formi að ýmsir af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins
hafa setiö i stjórn Vöku og/eða
setið i stúdentaráði sem full-
trúar Vöku. Auk þess hefur
mikiö af Vökumönnum horfið
til starfa hjá Sjálfstæðis-
flokknum að námi loknu, við
málgögn flokksins, i bæjar- og
sveitastjórnum, orðið þing-
menn, gegnt forystu i hinum
ýmsu innri stofnunum flokks-
ins og/eða fengið bitlinga og
embætti á setutima flokksins f
rikisstjórnum. Ég hef einf,
heimildir fyrir þvi
stjórnarfundir Vöku, voru
haldnir i húsakynnum Sjálf-
stæðisflokksins, t.d. Valhöll
um langt árabilog var ékki ó-
algengt að stjórnarmenn
Heimdallar sætu
stjórnarfundi Vöku. Auk þess
voru stjórnarfundir haldir
nokkuð oft i húsakynnum fyr-
irtækis nokkurs i borginni.
Vaka segist vera félag lýð-
ræðissinnaðra stúdenta hvar i
fiokki sem þeir standa. Sjálf-
stæðisflokkurinn segist vera
ljósberi og verndari lýðr. og
frelsis á Islandi svo og flokkur
allra stetta. Vist er það að
flokkurinn á fylgi meðal allra
stétta, starfs- og stöðuhópa i
þjóðfélaginu, flokkurinn hefur
m.a. völdin i stærsta stéttar-
félagi landsins, Verslunar-
mannafélagi Reykjavikur. En
Sjalfstæðifflokkurinn er flokk-
ur allra stétta og lýöræöislega
uppbyggður flokkur, þá ætti
forystusveit flokksins að vera
skipuð samkvæmt þvi. En er
hún það . Nei ekki aldeilis.
Atvinnurekendur eru hlut-
fallslega stærsti forystuhópur-
inn. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins á timabilinu 1928 (en
þá er flokkurinn stofnaður) til
1974 eru rúmlega 90 aö tölu.
Að minnsta kosti 37 áf þeim
hafa átt eða eiga fyrirtæki 25
af þessum 37 þingmönnum
tóku sæti á Alþingi 1949 eða
siðar og 13 af þeim eru meö at-
vinnurekstur i formi verslun-
ar, innflutnings eða smásölu-
verslunar.
Þótt aldrei hafi verið um
bein skipulagstengsl að ræða
milli hagsmunasamtaka at-
vinnurekenda, Vinnuveit-
endasambandsins og Sjálf-
stæðifslokksins, eins og voru á
milli, t.d. SIS og Framsóknar-
flokksins og Alþýðusam-
bandsins og Alþýðuflokksins,
hérfyrr á árum, þá hafa verið
og eru óneitanlega töluverð
tengsl flokksins við hags-
munasamtök atvinnurekenda.
Þess ber þó að gæta að þessi
tengsl eru að mestu órannsök-
uð, á fræðilegan hátt.en þó má
benda á ýmislegt i þessu sam-
bandi.
Ólafur Thors, sem var einn
af eigendum Kveldúlfs, var
m.a. einn af þeim sem sömdu
fyrstu lögin fyrir Félag is-
lenskra botnvörpuskipaeig-
enda. Bróöir Ólafs, Kjartan
varð fyrsti formaður Vinnu-
veitendasambandsins er það
var stofnaö 1934. Jón Þorláks-
son, er varð einn af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins,
m.a. forsætisráðherra og
borgarstjóri, rak umsvifa-
mikla innflutningsverslun, J.
Þorláksson og Normann. Hall-
grimur Benediktsson stór-
kaupmaður,varum langt ára-
bil áhrifamaður í Vinnu-
veitendasambandinu og jafn-
framt oft i framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn i Reykja-
vik. Einn sonur hans er núver-
andi forsætisráðherra og ann-
Þórður Ingvi Guðmundsson:
VAKA í FORTÍÐ OG
NÚTÍÐ — GREINING
Þjóðernisstefnan
I sninræini við niðurstoður visimianna
litur jijoðerr.isstefiian a rnanninn stfii lir-
voru er fæCist með akveðnu og ou.-nbreyt-
anii-ru cð!i. sein stjorni gerðum hans. og
viðlJiíni : hvivetna. Þar eð einstakling-
arnir trfa eiginloika sír.a af forfeðrunum.
tt-r.ijir skyliileikinn |ja misj.tíníega sterk-
tim bunulurri Þessi staöreynd er gr'und-
völiurinn. undis fjólskyldumyndun oy jijuða
Þess vogna gerir jijoðornisstefnan ein-
staklirsrjiíin. heimiiið og jjjoðerniö að hyrn-
infii.rsteii.um komanui jijoöskipulays.
An tíliits til skyidleika eru mer.r.irmr
aínier.nt iiúnir vissum eðiishvóium Helztar
junrra eru sjalfsbjargarhvötin oj samfe
iaíjSl'.viitin.
! jijoöfelaíji framtiöarinnar verður nvi
aö l;ta a manninn i.inkurii fra tvci.r, sjur.-
armiöum: Hann er i fyrsta lajji
staiður einslaklir.gur og i iiðru !agi jijoð-
fciajsico vera
Vcí,:ia sja!fs 1)iarij.ar!ivatari r. r.n r v <. rö.. r
f-lnkaeicnarrertarinr. u.; ci«isí-*.k!:n. sf 'ar. -
Vcgna sia::si),arijar11vaiar:r.r,nr vuronr
.-'•fikaeicnarreKar'.nr. o.: cifist.:kl:n,,^l-
laku'i a£ vera a.-uiircl.iða atvinnJ.ski,,]-
lajsins. V-egr.a t,air,:.■:asi'.vat..rinar verð-
::r afl iriöi tfraiiagssi■írfsemina við hag
ug jjoð ■rlieiifiurinnar.
Hið ytra form |ie>sarar kennin.jnr lýs-
ir scr nmnig. að hinir tveir .»ði!ar. se:n
að frair.íciðsíunni standa. fjarmagn ou
vinna. iaym!a ir.uð ser sntr.íeliuj a hverju
1 sv iCi aiviiii ulifc i;rs, i biiir.ijur.U vi j r kií)
< Sl :n fuiltrua j;:; fii.'.rlícildarinnar. H1 u t v erk
) |)C sstira saniícl -.'.•a tT að fjalí X um uil
Ifl liC'fni 'rttvi.inu grcincricnar, ja ;n; li, ys-
{ 11) iiruksíuníi: i oy vinna að m en ninga-r-
( lc- ui) cfr.a! ,.'u;:n tramtorum með aö-
:;t 0Ú Vi: iCi.’ú .):; t..:<Tii.
t f.‘M .. lífoiU.i i .i uið i iKiskap c(j m 6 a i. híj-
/ tl í viciciifii j-,jo.y .rinnar er skaj.að i sicin-
> u: . jiur sc-fi) ói! po3t:i samfeiúíj ei ja s : r. a
fu stofr.un vcruur n sk: :uð
<4 0 rír.i.i'iiijiini ji jouarinnar a i.verj 1 sv iöi.
ý 5C iV. IV. ‘ju í j •; X K i I gu oy reynslu vcr. ia j. ( S ‘5
\ JT. ijr.ugir uj lcysa ur vandairs:*! u •' í !te n • > ii
'i ' 4 ■* u : vúrjui)! t ti! neilia ou !i: ..js,
ar l.iniiar isler.2k«i jijúðár i riut:ð cj fiar.:-
iið. - A jjessum örugga grundvc.íi skal
hiö samvirka jijuuriki bygyt G. E
ar sonur hans var í stjorn V.si.
A þennan hátt mætti lengi
halda áfram, en þaö er einnig
hægt að skoða tengslin á ann-
an hátt, en það er að skoða
áhrifastöðu V.S.I. eftir þvi
hvort Sjálfstæðisflokkurinn á
aðild að rikisstjórn eða ekki.
Á þeim árum sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er ekki i
rikisstjórn, t.d. 1936, á
vinnuveitendasambandið
erfitt uppdráttar, Thor
Thors og Garðar Þorsteins-
son, báðir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, frumvarp til
laga um vinnudeilur og stétta-
félög. Frumvarpið var samið
af Vinnuveitendasambandinu.
Þetta frumvarp náði ekki
fram að ganga, því ríkis-
stjórnin, skipuð Alþýðuflokkn-
um og Framsóknarflokknum,
leggur fram sitt eigið frum-
varp, er varð siðan að lögum,
án þess að hafa samráð við
V.S.Í. Vinstristjórn árið 1956-
1958 voru V.S.I. mjög erfið,
þvi þá lagði rikisstjómin á
stóreignaskatt og setti lög um
atvinnuleysistryggingar, án
samráðs við sambandið og
kvartaði það töluvert út af þvi.
Með viðreisnarárunum kom
betri ti"ð með blóm f haga. Þá
er leitað meir álits Vinnuveit-
endasambandsins á frum-
vörpum, þingsályktunum og
reglugerðum. Auk þess fær
V.S.l. að tilnefna nú oftar full-
tnia sina i stjórnir, nefndir og
ráð á vegu rlkisins. Heimildin
fyrir þessu öllu er einkum
afmælisritið: Vinnuveitenda-
samband Islands 40 ára, 1934-
1974, útgefið i Rvik af V.S.I.
1975. En hvað koma öll þessi
tengsl atvinnurekenda við
Sjálstæðisflokkinn, Vöku við?
Jú vegna hinna miklu tengsla
Vöku við Sjálfstæðisflokkinn,
þá hefur Vaka einnig tengsl
við atvinnurekendur vegna
hinnar sterku stöðu stvinnu-
rekenda i flokknum. Margir af
þessum þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins sem eiga eða
hafa átt fyrirtæki, eru einnig
gamlir Vökumenn. Styrktar-
manna eða velunnara kerfi
Vöku, er samansett af at-
vi nnu rekendum og/eða
gömlum Vökumönnum. Þessi
tengsl.sem einnig eru oftper-
sónuleg, koma Vöku mjög til
góða við rekstur kosninga-
baráttu sinnar, söfnun auglýs-
inga o.fl. Vaka hefur t.d. gefið
út 3 blöð i vetur, sem öll eru
kostuð af auglýsingum i þvi
fyrsta. I kosningabaráttunni
fyrir Háskólaráðskosningarn-
ar nú um daginn, sendu fram-
bjóðendur Vöku öllum nýstú-
dentum bréf. Kostnaður,
30.000 krónur. Er Vaka var að
innrétta hið nýja húsnæði sitt
við Hallærisplanið, þá komst
félagið að vildarkjörum i
gegnum styrktarmannakerfis
sitt. Auk þess borgar Vaka
enga leigu af húsnæðinu.
1 fyrrihluta greinarinnar
hefur verið fjallað um ýmis
innri einkenni þess flokks.
Sem Vaka er fulltrúi fyrir i
Háskólanum. Nú i seinnihlut-
anum verður fjallað um það
sem við getum nefnt, Hina
miklu þversögn” i fortið og
nútið, þ.e. blekkinguna um ást
Vöku á lýðræðinu.
Árið 1936 er kosið til stú-
dentaráðs i Háskólanum, einu
sinni sem oftar. Ráðið var þá
skipað 9 mönnum. 3 listar voru
boðnir fram. Úrslit kosning-
anna uröu þannig að Vaka
fékk 4 menn kjörna, en nasist-
ar fengu 1 mann kjörinn.
Skömmu eftir kosningarnar
skrifa 4 forystumenn Vöku
bréf þeir Jóhann, Hafsteinn,
Stefán Snævarr, Ólafur
Bjarnason og Bald Möller
(faöir Markusar Möller). Bréf
þetta var til þess manns sem
náði kjörisem fulltrúi nasista.
Þessi maður er núverandi lög-
reglustjóri i Reykjavik. I
bréfinu kemur fram að fjór-
menningarnir bjóða Sigurjóni
sæti i ölium nefndum á vegum
stúdentaráðs, ef hann vill
mynda með þeim meirihluta i
ráðinu. Sigurjón gekk að þessu
boði. Þannig tóku lýðræðis-
sinnarnir i Vöku, nasista fram
yfir krata og framsóknar-
menn. 1 riti Vöku er kom út
skömmu eftir kosningarnar,
er hver langhundurinn á fætur
öðrum birtur til að réttlæta
þetta bandalag. Þar er m.a.
sagt að bandalagið sé ekki
byggt á pólitiskum grundvelli,
heldur fyrst og fremst hags-
munalegum. (mörg upp-
hrópunarmerki). Siðan hve-
nær hafa stjórnmál og hags-
munir verið aðskild fyrir-
bæri.? Þetta var árið 1936, en
hefur Vaka breyst? Fyrirfinn-
ast enn einstaklingar og hóp-
ar innan Vöku sem gera
bandalag við eða styðja blind-
asta afturhald hvar sem er og
hvenær sem er? Athugum þaö
aðeins nánar.
Arið 1967 ályktar Vaka um
Vietnam. Þar segir m.a.: ,,í
Vietnam er háð barátta al-
heimskommúnismans og hins
frjálsa heim. (Vökublað, 1 tbl.
30 árg.) Böm sins tima?
Hugsanlega. 1 mai 1968 for-
dæmir Vaka réttinda baráttu
stiídenta í V-Evrópu og Band-
rikjunum, þ.á.m. barátta fyrir
auknum áhrifum á stjórn Há-
skólan (Vökublað, 2 tbl. 31
árg.) Born sins uma? Ef til
vill. A almennum stúdenta-
fundi I matsal FFélagsstofn-
unar, ekki alls fyrir löngu, er
haldinn var um lánamálin,
var atkvæðagreiðsla um það
hvort fara skyldi i verkfall
sama dag og útifundurinn var
á Austurvelli. Forýstumenn
Vöku er staddir voru á fundin-
um, greiddu ekki atkvæði með
tillögunni . Einn áhrifamesti
Vökuleiðtoginn um þessar
mundir, Hannes Gissurason,
lýsir fyrirlitningu sinni á lýð-
ræðinu, i 3.-4. hefti af timarit-
inu Eimreiðin, með þessum
orðum:” ,,En hvers vegna á
þá að láta kjósendur velja um
varnaraðgerðir gegn verð-
bólgu eða aðildinn að Atlanz-
hafsbandalaginu? Hafa þeir
nægilega þekkingu á þessum
málum? varla. Flestar- ef
ekki allar — ákvarðanir, sem
taka verður i stjórnmálum,
eru slikar, að þær eiga ekki er-
indi til almennings.” (bls. 24.)
Hannes réttlætir þessa skoðun
sina svo á þann snilldarhátt,
sem honum er einum gefinn,
jú almenningur hefur ekkert
frekara vitá stjornmálum, en
sjúklingur sem kemur með'
sjúkdóm sinn tillæknis til þess
að láta segja sér hvað að sér.
Þesski skoðun Hannesar er
ekki frábrugðin skoðunum
eins afturhaldssamasta
stjórnmálamanns i Vestur
Þýskalandi, þ.e. Frans Josef
Srauss. Strauss hamraði á þvi
i kosningabaráttunni fyrir
þingkosningarnar 3. október
s.l. að friðu og frelsi væru ekki
lengur sjálfsagðir hlutir.
Fólkið þyrfti nú á aö halda
sterkri forystu til þess að hafa
hemil á þeim öflum sem vilja
þjóðskipulagið feigt, en það
eru einkum studentar og
menntamenn. (Þjóðviljinn 2.
október 1976). Þessi forsjá
hugmynd Strauss er ekki
ósvipuð forsjárhugmyndum
Hannesar.einsog þærbirtast I
þessari einstæðu grein hans
um lýðræöi. Hugmyndir
Strauss eru útbreiddar i V-
Þýskalandi og hafa m.a. leitt
til ofsókna á hendur mennta-
mönnum, og setningu
strangari löggjafar um stjórn-
málaflokka. I sambandi vð
lögin um stjórnmálaflokka I
Þýskalandi, þá ervert að geta
þess að einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins og fyrr-
verandi fulltrúi Vöku i stú-
dentaráði, Ragnhildur Helga-
dóttir, hefur hælt mjög þess-
um lögum og mælt með þvi að
Islendingar teki þau upp, i
þingræðu. (Sjá Alþingistiðini,
4. hefti 1975 bls. 167-371). Þing-
konan minnist einnig á það i
fyrrnefndri þingræðu að nauð-
synlegt sé að takmarka starf-
semi hagsmunasamtaka, þvi
þau ógna bæði þingræði og
lýðræði. Menn geta svo leikið
sér að tengja þessa skoðun,
hugmyndunum á bakvið fyrir-
hugað frumvarp um stétta-
félög og vinnudeilur.
Þessi umræða hér að fram-
an sýnir okkur að bak við
brosmilda frjálslyndisgrimu
Vöku þrifast skoðanir og hug-
myndir, sem lykta af svo
stæku afturhaldi að samherjar
Vöku i nágrannalöndum okkar
glygðast sin fyrir að þekkja
þá. Þrátt fyrir það að Vöku-
mönnum tekst að halda þess-
ari grimu á lofti fyrir framan
hinn almenna stúdent, þá er
ekki óalgengt að hún brotni á
stúdentaráðsfundum og á
fundum i nefndum ráðsins.
Það hefur þvi alltaf verið hægt
að efast um heilindi Vöku i
stefnumálum, sem falla i
framið hjá stúdentum, en ekki
hjá flokknum og ráðherrum
hans, bæði i fortið og nútið.