Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 14.12.1976, Qupperneq 5

Stúdentablaðið - 14.12.1976, Qupperneq 5
Stúdentablaðið 5 Ræða 1. desember Jósep Kristjánsson, sj ómaður Auðvaldsheimurinn er nú að hrista af sér timburmenn fyrstu almennu efnahags- kreppunnar frá striðslokum. Ljóst er, að islenskri borgara- stétthefur tekist mun betur en stéttabræðrum sinum i þróuð- um auðvaldsrikjum að velta kreppuvandræðum sinum yfir á herðar verkalýðsstéttarinn- ar. Nú þegar timabundinn upp- sveifla hefur stóraukið gróða borgarastéttarinnar, vaxandi baráttugleði gætir meðal launafólks, kröfu um bætt kjör og minni vinnuþrælkun verða háværari og ASt hefur þing, þar sem mótuð skal stefna i málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar til næstu f jög- urra ára, er timabært að leggja mat á möguleika verkalýðsstéttarinnar til að blása til atlögu og styrkja samfélagslega stöðu sina. Til þess verðum við að leita or- saka hins hrikalega undan- halds undanfarið. Hér verður þó timans vegna að fara fljótt yfir sögu. Baráttustyrkur verkalýðs- stéttarinnar á hverjum tima markastaf þeirri fjöldavirkni, þeirri virku þátttöku hins al- menna félaga, sem einkennir baráttuna á hverjum tima og árangur baráttunnar á hverj- um tima markast af þeirri, leiðsögn sem verkalýðsstéttin hlýtur hverju sinni. Til þess að greina orsakir undanhaldsins verður þvi að leggja mat á báða þessa þætti, fjöldavirknina og leiðsögnina. Um hið fyrrnefnda þarf ekki að fara mörgum orðum. Fjöldavirknin brátt fyrir siaukna sam- stöðu hinna ýmsu félaga og sambanda i þeim allsherjar- verkföllum, sem^einkennt hafa baráttu undanfarinna ára, verður þvi ekki á móti mælt að virk þátttaka hins al- menna félagsfólks hefur fariö siminnkandi og nú er svo kom- ið, að hún er i þviliku lág- marki, að tæpast er hægt að hugsa sér, að neðar geti hún farið. Sama gildir einnig varö- andi undirbúning krafna, stefnumótun og aðra þætti i starfsemi verkalýðsfélag- anna. Félagsfundum fer fækkandi, umræða á þeim verður fátæklegri um leið og þeir verða i vaxandi mæli af- greiðslustofnanir, sem lýsa blessun sinni á þvi, sem þegar hefur veri ákveðið og fram- kvæmt i r.afni verkalýðs- hreyfingarinnar. Undanhaldið verður skiljanlegra þegar við gerum okkur grein fyrir þessu. Leiðsögnin Litum þá nánar á hinn þátt- inn, þá leiösögn, sem fyrir verkalýðsstéttinni er. Islensk verkalýðshreyfing hefur nú um langt skeið lotið samvirkri forystu þeirra pólitisku flokka, sem sæti eiga á al- þingi, sem skipt hafa með sér valdastöðum innan sambanda og stofnana verkalýðs- hreyfingarinnar i hlutfalli viö fylgi sitt innan Alþýðusam- bandsins hverju sinni. Leið- sögn þessarar forystu á hverj- um tima markast af þvi inn- byrðis samkomulagi, sem nægt hverju sinni. Þessi for- ysta á það sameiginlegt, að hún hefur alltaf verið að vinna sigra. Jafnvel undanhaldiö, eöa hinn skipulagslausi flótti, sem átt hefur sér stað nú um hrið, þar sem kaupmáttur launa hefur verið skorinn nið- ur um 30 prósent, vinnu- þrælkunin aukin og þrisvar sinnum hefur verið reynt að fylkja liði til endurheimtar á kaupráninu án nokkurs árang- urs, er i augum forystunnar varnarsigur. Þár sem sam- staða hefur verið góö, þegar á heildina er litið. Þegar spurt er, hvort ekki hafi veriö hægt að gera meir, eru þau svör algengust, að' allt hafi verið gert sem hægt er. En af hverju er ekki hægt að gera betur. Svar við þvi er, að bor- ið er við deyfö og áhugaleysi hins almenna félaga i starfi i verkalýösfélögunum og skiln- ingsleysi hans á mikilværi baráttunnar. Hverjar eru or- sakir þess. Langur vinnudag- ur. Yfirburöir áróðursaðferða ihaldsins og traust á okkur eru andsvör forystunnar. Hefði barátta islenskrar verkalýðsstéttar hefur risið þaö hátt, aö um hrikalega afturför er að ræða, þarf að leita fleiri skýringa. Jafnvel þó við sé bætt áhrifum þess \ þensluskeiðs, sem auðvalds- heimurinn hefur gengið i gegnum frá striöslokum nægir það ekkit til útskýringar þess- arar hnignunar baráttunnar. Framvarðarsveitin Eitt er það ótalið, sem aldrei má minnast á, og hefur hvað mest áhrif á, hvernig nú er komið. Það er röng leiðsögn þeirrar framvarðarsveitar, sem haft hefur forystu fyrir stéttinni undanfarið. Á sama hátt og rétt leiðsögn leiðir til aukins stéttarlegs þroska þeirra, sem þátt taka i barátt- unni, leiðir röng leiðsögn til mistaka vonbrigða og sund- runar, séu mistökin ekki viðurkennd rædd og reynt að draga af þeim rétta lærdóma. A sama hátt og verkalýðss- téttin myndar fagfélög til bar- áttu fyrir hagsmunum slnum, myndar hún pólitiska flokka og samtök og hinar ismunandi stefnur, sem innan hreyfingarinnar eru. Hér á landi myndast fyrstu pólitisku flokkar verkalýðshreyfingar- innar i mjög nánum tengslum viö verkalýðsfélögin og það er fyrst og fremst innan hennar, sem átök þeirra um mismun- andi stefnur og leiöir fer fram. Óhætt er að fullyrða, aö þá hfi verið til staðar lifandi og virk verkalýðshreyfing, þó ung væri og fámenn. Skipuleg bar- átta fór fram i félögunum þar sem skipulagðir og undirbúnir hópar tókust á um mismun- andi stefnur og leiðir. Jafn- framt var kröfugerð i átökum við atvinnurekendur einföld, og svo til hver einasti félags- maður var fullkomlega meö- vitaður um það, sem tekist var á um. I átökum voru félögin lifandi, og virkni og þátttaka hins almenna félaga var meiri. Meö þvi, að verkalýðs- flokkarnir hafa að leggja I vaxandi mæli áherslu á bar- áttuna fyrir kjörfylgi til al- þingis hefst hnignunin innan stéttarfélaganna. öllum málum er i vaxandi mæli stillt þannig upp, að bar- áttan fyrir þeim eigi sér stað inni á þingi og hlutverk hins almenna manns i baráttunni sé að einfalda baráttu sina fyrir bættum kjörum niður i kross á réttan stað og stinga henni siöan niöur I kjörkassa. Einnig verða þau sjónarmið ofan á um leið og skipulegt samstarf er tekið upp við ihaldið innan verkalýðs- hreyfingarinnar, að innan verkalýðsfélaganna beri ekki að ræða neitt, sem heitir póli- tik. Þar megi eingöngu ræða um hrein fagleg mál, svo sem mismunandi launafyrirkomu- lag, þróun kaupmáttar, bilið milli launatexta o.s.frv. Samfara þessu og klofningi verkalýðshreyfingarinnar, þar sem annar verkalýðs- flokkurinn var i stjórn með ihaldinu, varð áratugnum milli 1960 og 1970 mjög ör efl- ing aukins maiðstjórnarvalds. Ekki er hér verið að van- meta nauösyn lýöræðislegs miðstjórnarvalds, en þessi þróun, auk þess sem hér var nefnt á undan, að við mættum uppgangi á fyrri hluta þessa áratugs, dró án efa mjög úr virknihins almenna félaga, og honum fannst minni þörf á aö mæta á fundi i félögum sin- um„ en þegar félögin sömdu beint, þar sem hinar raun- verulegu ákvarðanir voru teknar af toppforystunni. Þessu til viöbótar leiddu bar- áttuaðferðirnar þar sem kór- onu hinnar faglegu baráttu — allsherjarverkfallinu — var beitt, og ávinningar barátt- unnar jafnskjótt að engu gerð- ir, til þess að álit manna á mætti verkfallsbaráttunnar minnkaði. Þegar svo efnahagskreppa og atvinnuleysi héldu innreiö sina i kjölfar útrýmingar á sildarstofnunum i lok þessa áratugs, stóð verkalýðshreyf- ingin uppi varnarlaus og færð- ist ekki annað i fang en skrá atvinnuleysið og skipuleggja útflutning þess. Frármagni var aö visu ráð- stafað til atvinnubyggingar og voru forystumenn hreyfingar- innar hafðiir þar með i ráðum, en ráðstöfun var notað, um það hvernig þvi skyldi varið. Uppúr þessari efnahags- kreppu verður vinstri sveifla sem að öllu leyti er beint ofani kjörkassana. Alþýöustjórnin sjálfnefnda kemur fagnandi og færir verkalýðshreyfing- unni loforð um 20% kaupmátt- araukningu og styttingu vinnuvikunnar sem sönnum þess að i Alþingishúsinu séu kjarabæturnar geymdar. Sú kaupmáttaraukning sem þarna varð, veröur þó ekki út- skýrö nema útfrá þeirri efna- hagslegu uppsveiflu sem átti sér stað á þessum tima og stytting vinnutima verkafólks varð aðeins i orði en ekki á borði, þvi aukin eftirspurn eft- ir vinnuafli lengdi vinnudag hjá stórum hluta þessa fólks, sérstaklega i fiskiðnaði — þar sem fók barðist við það mest- an hluta sólarhringsins alla daga vikunnar aö bjarga hrá- efni undan skemmdum i kjöl- far aukins afla—. Um mitt ár- ið ’73 fer verkalýðshreyfingin að undirbúa sig undir gerð nýrra kjarasamninga og setur markiö hátt. Vegna sundrungar innan hreyfingarinnar sem ekki verður greind hér, drógust samningar frami febrúarlok ’74, um það leyti sem kreppan ber að dyrum. Samið var um tæpan helming þeirrar launa- hækkunar sem farið var fram- má og öðrum kröfum varpaö fyrir róða. Vinstri stjórnin sem þá rið- aði til falls afnam visitölu- bindingu launa, blés út verö- bólguna og gerði ávinninga kjarasamninganna að engu. ’ Ekkert var gert til að virkja fjöldann til baráttu gegn þvi launaráni sem veriö var aö fremja og fyrirsjáanlegt var að aukast myndi, kæmi ekki til öflugrar fjöldabaráttu. Allra augum var beint að koandi þingkostningum. Afturha Idið Tvennt er það sem magnaði óþökk verkafólks á við- einarstjórninni — afnám visi- tölubindingar launa og skipu- legtrán allra ávinninga kjara- baráttunnar með gengisfell- ingum. Þegar Alþýðustjórnin i upphafi ferils sins felldi gengið hnyklaði margur verkamaðurinn brýrnar. En þegar hún endaði feril sinn með afnámi visitölubinding- arinnar voru það æ fleiri sem hristu höfuðið og sögðu „þeir eru allir eins” og útkoma kosninganna varö hrikaleg hægri sveifla og i kjölfar þeirra var mynduð einhver al- ræmdasta afturhaldsstjórn sem setið hefur hér á landi. Sú rikisstjórn hefur ráðist með offorsi gegn verkafólki i nafni Laga og Reglugerða. Lága- brandinum hefur miskunnar- laust verið beitt til niður- skurðar kjara og réttinda allra verkamanna og náms- manna og Reglugerðirnar hafa siðan fylgt á eftir. Dæmi um þetta eru launa- jöfnunarbæturnar svokölluðu sem höfðu þann eina tilgang að sundra verkalýðsstéttinni og koma i veg fyrir sjálfstæða baráttu hennar fyrir bættum kjörum. Vinnulöggjafarfrum- varpið sem fyrirhugað er aö leggja fyrir Alþingi og felum i sér — ef samþykkt verður — að verkfallrétturinn er langt til afnuminn og barátta innan ramma þess lagahálks naum- ast annað en sýndarmennska. Setning bráðabirgðalaganna að kröfu útgerðarmanna á Vestfjörðum af ótta við átök þar vegna þeirrar skeröingar hlutaskipta sem framkvæmd hafði verið. Ekki höfðu lögin þó fyrr verið sett en einmitt þessir útgerðarmenn brutu þau og sjávarútvegsráðherra beiti svo höfuðið af skömminni með þvi að láta hafa það eftir sér i blöðum að lögin hefðu einmitt verið sett til þess að þau yrðu brotin. Þegar svo er komið að þeir sem krefjast lagasetningar verða fyrstir til þess að brjóta lögin og löggjöfin lýsir þvi siðán yfir að lögin hafi verið sett til þess að þau yrðu brotin fer naumast hjá þvi að augu almennings opnist fyrir slétt- ar eðli löggjafarinnar og hlægilegar verði kröfur lög- gjafans um að virðingu fyrir lögum um leið og hann fótum- treður þau sjálfur. Þrisvar sinnum frá þvi að þessi rikis- stjórn settist á valdastóla hef- ur verkalýðshreyfingin reynt að ná þvi sem af henni hefur verið tekið án árangurs. Og þrátt fyrir viðtækt allsherjar- verkfall varð niðurstaða sið- ustu tilraunar sú að gerðir voru samningar til langs tima, sem falið hafa i sér kaupmáttarrýrnun á samningstimabilinu og þessir samningar voru gerðir um það leyti sem efnahagsástandiö var að batna aftur. Farið var fram með alltof óljósa kröfu- gerð sem ómögulegt reyndist, að sameina félagsmenn um til virkrar baráttu og litið var gert af hálfu forystunnar til að virkja verkafólk i átökunum. Hinn almenni félasmaður stóö álengdar og fylgdist með van- Framhald á 6. siöu Stúdentar athugið: að það er tilvalið að gefa og láta gefa sér námsbækur í jólagjöf Bóksala stúdenta Félagsstofnun, opin 9-6

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.