Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1928, Page 5

Fálkinn - 27.10.1928, Page 5
FALKINN 5 >HILIPS Umboðsmaður Júlíus Björnsson, Raftækjaverzlun. Austurstræti 12. Sunnudagshugleiðing. ,,F.ins er þjer vant; far þú og sel allar eigur þínar og gef fdtœkum, og munt þú eignast fjársjóS á himni; °g kom og fglg mjer. En hann varð dapur í hragði við þetta orð og fór hurt hrgggur. þvi að hann átti mikl- ar eignir“. Mark. 10, 21—23. Guðspjallið segir frá ungum manni og ríkum, er kom á fund frelsarans og spurði: >»Hvað á jeg að gjöra til þess að eignast eilíft líf?“ Og er Jesús áminti hann um að uppfylla það, sem venjulega er lcallað borgaralegar skyldur, svaraði ungi maðurinn því, að þess hefði hann gætt frá barnæslcu. En þeg- ar Jesús minti hann á það, sem tilvitnunin hjer að framan seg- ir frá, vrað hann „dapur í bragði • • . . og fór burt hryggur'*. Hversu mörgum af oss er ekki líkt varið og þessum unga nianni? Hversu margir þykjast ekki lifa sem góðir borgarar í þjóðfjelaginu og þykjast vilja erfa eilíft líf, en hafa eigi sterk- ari vilja til þess en svo, að þeg- ar þeir eiga að fara að fórna ein- hverju fyrir eilífa sælu, þá reyn- ist ástin á veraldlegum hags- tnunum þessuni veika vilja of- ursterkari. Og er mörgum svo hjartfólgið, að mönnum finst lífið muni verða tómt og einskis- virði, ef þeir sjái þessu á bak. Enn þann dag í dag eru þeir margir, sem fer á sömu leið og unga manninum ríka. 1 bæn sinni krjúpa þeir fram fyrir Drotni og spyrja: Hvað á jeg að gera til þess að erfa eilíft líf? Hvað á jeg að gera til þess að öðlast frið og sælu í þjer? Þessir menn, sem svo spyrja hafa eygt í fjarlægð ljómann af dýrð Guðs. Þeir standa miðja vegu milli himins og veraldar og það er oft undir smáalviki komið, hvor stefnuna þeir taka. Hvort þeir hverfa til baka hrygg- ir eða hvort þeir eru komnir á leiðina til nýs lífs með nýju og háleitu takmarki. Svo var ríka manninum farið og svo er þjer farið, Og það er vel. Því Jesús „horfði á hann og fjekk ást á honum“. í hvert skifti sem þú kemur til hans horfir hann á þig og fær ást á þjer. Þó þú hafir komiÖ til hans — og snúið við aftur, þá horfir hann á þig eigi að síður er þú kemur í annað sinn. Hans gæska er ótæmandi, hans náð óendan- íeg. Þegar þú kemur til Jesú, og spyrð hvernig þú eigir að fara að erfa eilífa lífið, þá máttu ekki láta henda þig það, sem hendi unga manninn ríka: að snúa við dapur í bragði. Spurðu þá, sem valið hafa rjett, hvort þeir hafi ekki fengið fult end- Urgjald fyrir það, að þeir fórn- uðu lífsþægindum. Og allir munu svara þjer á einn veg, að þeir hafi fengið í staðinn það sem ^neira var um vert en öll jarð- Hesk auðæfi. Og vel þú síðan sjálfHr. Hafir þú valið rangt áð- úr þá veldu nú rjett. . m * t m —------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- FRÁ IJÐINM TÍÐ SPITALIHOLDSVEIKRA Á SUnURLANDI 17, —19. ÖLD. Tala sjúklinga m. m. Brynjólfur biskup vildi hafa 12 rúm í skálanum og 12 sjer- stæð sæti í baðstofunni. Hefir því hugsað sjer spitalavist fyrir 12 holdsveika menn að líkind- um. En fjarri fór því. Gjafirn- ar hrukku skamt, og urðu víst endasjeppar hjá fleslum nema bisk. Hann gaí' fyrst 5 hndr. og svo 1 hndr. árlega. Margir prest- ar gáfu 1. árið 10—60 álnir, en síðan minna, eða ekkert. Og lítt gætti þess, þó konungur vildi (1655?) láta þá gefa til spítalans sem gátu — þar hann hefði „gefið“ 4 jarðir. Af gjöfum þess- um vildi bisk. stofna spítalasjóð, og verja vöxtunurn til timbur- kaupa. Spítalahlutirnir urðu misjafnlega af hendi leystir. Og í fiskleysisárum fóru þeir að mestu í kostnað og eltingaleik um allar verstöðvar Suðurlands. Tilkostnaður varð mikill á fyrstu árum, en tekjur ekki nema fyrir 4—6 sjúklinga, þegar bezt ljet, og síðar fyrir 2 eða enn minna á tímabili. Fyrsta árið hefir farið til und- irbúnings og húsbyggingar, víst að miklu leyti. Og virðist því varla hægt að telja 1. starfsár spítalans fyr en fardagaárið 1653—4. Það ár voru þar 3—4 sjúklingar. En flestir hafa þeir orðið árið þar á eftir (hjá Árna I3., og F. J., fyrsta árið): 4 kvenmenn og 2 karlm. Spítala- húsin eru þó ekki meiri eða meriklegri en svo, að sjúkl. urðu að hírast í ljelegum hjáleigu- húsum, þar úti á túninu. — Og ekki sjest hversu þetta eina spítalahús var notað. Að öðru leyti telja sjúkl. að sjer líði vel. Gefa þeir og ráðsm. gagnkvæma og góða vitnisburði hvorir öðr- um, þegar Br. bisk. heimsækir þá, 8. ág. 1655. Á fyrsta ráðsm.- ári F. J. (22. apr. 1656) var rsétt um að lögleiða alment skatt- gjald til spítalanna hjer á landi. En þrátt fyrir gott umtal, geklc ekki betur en svo, að á 4. starfsári lýsti Br. liisk. því á al- þingi (1657), að hann neyddist til að hætta við innheimtu spí- talafislcanna. Hafði hann reynt að setja sjerstakan innheimtu- mann, og fór mest alt í kostnað. En til sparnaðar gaf bisk. það ráð, að úthluta fiskum þessum til holdsveikra framfæris heima- fyrir á hverjum stað; hætta svo við spítalareksturinn, og byggja jarðirnar fátækum mönnum. — Að þessu ráði var horfið á Klausturhólum skömmu síðar. Ofan á fjárhagsörðugleikana bættist það, að nálega engir feng- ust til að þjóna sjúklingum þessum, nema þá með afarkost- um, og fáir heilbrigðir vildu vera þar. Af því var um það rætt og á- lyktað í lögrjettu á alþ. 1658, að það hjóna er maka ætti veikann á spítölum, skyldi vera þar til þjónustu veikra, og börn þeirra vinna á spítalabúinu, fremur en á öðrum stöðum, ef ráðsm. vildu. En nú fór ráiðsmenskan á Klausturhólum að ríða slig á spítalann, og veikum fækkar óð- um. Fardagaárið 1657—8 hafði biskup ráðstafað 10 hundr. í kaup til forstöðuinanna. F. J. ráðsm. hafði í kaup 5 hndr., kona hans (Guðrún Toríad.) 2 hndr., og innheimtum. (Snorri Símonss.). 3 hndr. Fleiri en Br. bisk. gerðu sjer í fyrstu fagrar vonir, og háar kröfur til spítalans. Sendu þeir, án leyfis biskups, sjúklinga til spítalans. En hann brást stiggur við, og skrifar ráðsmanni (17. júní 1658) að flytja 4 Iimi aftur á sínar sveitir: 3 suður í Garð og einn á Kjalarnes, vegna „ör- byrgðar og vanefna spítalans“. — Ekki sjest hve margir „limir“ voru þá eftir. En þegar á 1. ára- tugnum má svo heita að spítal- inn sje upphafinn, samltvæmt áður sögðum tillögum biskups. Þegar Finnur ráðsm. fór frá Klausturhólum, vorið 1660, tók presturinn þar: Gísli Þórodds- son (og k. h. Valdís Guðmunds- dóttir) við kirkju, húsum og jörð til ábúðar, gegn 8 rd. af- gjaldi. Afgjaldið skyldi hann greiða með því, að hafa einn spitalalim. Árin þar á eftir, 1662—-6 eru limirnir oftast tveir: Nikulás Þorkelss. úr Tungum, og Páll Jónss. af Rangárv. — Kona og börn voru látin fylgja Nikulási, og var þó heldur illa þokkað. Árið 1662—3 töldust árstekjur spítalans 10 hndr. 55 áln. Voru þá lögð 4 hndr. með holdsv. karlm., og 3 hndr. með kvenm. En fljótt lækkaði þetta. Þrernur árum síðar voru árstekjur komnar niður að 3 hndr., með gjöf biskups, og meðlag með karlm. í 3% hndr. En biskúp varð að ábyrjast þau 4 hndr., er þá vantaði, til þess að prest- ur hjeldi næsta árið (1666—7) sjúklingana tvo og ráðsmenslcu yfir þeim. Að presti G. Þ. látnutn 1667, er jörðin bygð Jóni Ásmunds- syni með sama hsetti, en hærri meðlagskröfum. Afgjaldið 8 rd. nægði nú ekki ineð kvennmanni nema 2 rd. væri bætt við. Og ef sjúkíingurinn yrði ltarlmaður, lofaði bislcup að bæta við upp í 14 rd. Meðgjafartexti þessi gilti svo um nokkuð mörg ár. Og er óvíst hvort þann tíma hefur verið nema einn á „spítalanum“. En meðan svo stóð, var spí- talafiski ráðstafað heima í hverju hjeraði, samkvæmt úr- skurði Árna lögm. Oddssonar og lögrm. á alþingi 1662: „að af hverju skipi sem gengur til sjós, af allra hlutum er á því róa, skyldi gerður af árlega einn stökuhlutur, fyrnefndum fátæk- um til handa, í vertíð á vetur í sunnlendingafjórðungi og í Vest- m.eyj. og alt að Horni, á þann næsta dag er róið verður eftir Maríumessu á langaföstu, og nokkuð aflast“*). Farmenn áttu að skila fiski- bolnum verkuðum, en hafa ,Iausung“ alla í kostnað. — Aðr- ir afladagar voru ákveðnir fyrir M. og a. land. (Lovs. for Isl., I. 247, 249). *) Aflinn var slðar miðaður við minnst 5 fiska í blut. Hjelst svo langt fram á 19. öld. Var þá kallað „að komast frá kerlingu“ þegar tókst að losna við hlut þennan. En ilt þótti og ómannlegt, ef þetta tókst ekki á 1. róðradegi. Leiðrjetting: — í siðustu grein er tvisvar misprentað: skóli f. skáli. Ungur amerískur maður þykist hafa fundið upp áhald, sem gerir fóllci unt að hefja sig til flugs án þess að nota venjulega flugvjel. Það eru nokkurs- konar vœngir, sem hann hefjr gert sjer, og þykist geta bundið á sig svo hann verði fleygur. Maðurinn heitir Peter N. Karabatsos, og kvað vera verkfrœðingur. — Vjer höfum ekkert á móti þessum Pjetri og vonum þess vegna að hann finni eklti upp á þeim fjanda að reyna vængina sina til þess að flúga á yfir Atlantsliaf.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.