Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1928, Side 14

Fálkinn - 27.10.1928, Side 14
14 F A L K I N N iPteimiHllOLSEMl P—----- REYKJAVÍK --------------------— ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. miiiijitmniimiiinnimimiiiiimHiiHiiiHmm«iiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiMiiiiiiriiiniiiii!iiiiiiiiinióniiiiini Biðjið um BENSDORPS SÚKKULAÐI Ódýrast eftir gæðunum. Sfmar: 27 — 2X27 — 2183 Símnefni: FOSS Hafnarstræti 18 I SRáR-dœmi nr. 6 Eftir Guðm. Bergssoti. Hvítt byrjar og mátar í 2. leik. Lausn á skákdtemi nr. 1: 1. D bl. — h7., K — c7., 2. e7. — e8. = R mát. 1. D bl. — h7., B — e8., 2. B g5.— f4. mát. 1. D bl. — h7 B x B, 2. e7. — e8. = R mát, o. s. frv. Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. „M á la r i rin“. Reykjavík. Lausii ci 2. skák-dœmi: I. R e7 til f5, K X R. 2. R d3. til e5. mát. I. R e7 til f5, K x d5, 2. R d3. til b4. mát. I. R e7 til f5, B x B. 2. R d3. til f2. inát. FABRIEK6MERM súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. Kvensokkar í miklti úrvali í Hanskabúðinni. yy Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. — að það er ekki til siðs að blanda sjer inn í einkamál fólks, sem vinnur hjá manni, en jeg hefi í morgun frjett nokkuð, sem gerir mig dálítið órólegan. — Er það um mig? spurði Ann. — Já, það er um yður. Jeg hefi heyrt, að þjer borðið að staðaldri með alræmdum glæpamanni, sem þjer hafið hitt af tilviljun einhversstaðar úti í borginni, í einhverjum tesal. — Ann tók þessari ásökun á alt annan hátt en húsbóndi hennar hafði búist við. Á- nægjusvipur kom á andlit hennar cg hún brosti: — Er hann virkilega glæpamaður? spurði hún. — Já, það hefi jeg frá bestu heimildum, svaraði hann stutt. — Þá hefi jeg ekki eytt tímanum til eink- is, sagði hún og stundi eins og steini ljetti frá hjarta hennar. Daniel horfði á hana steinhissa. — Þjer vilduð kannske skýra það nánar, sagði hann. — Með ánægju. Þjer hafið sökkt yður nið- ur í önnur áhugamál, og gleymt manninum, sem vantaði ekki spönn til að gera út af við yður. En jeg hefi ekki gleymt manninum, sem myrti föður minn. — Er það meining yðar, að þjer sjeuð að rekja spor hans? spurði Daniel tortryggnis- lega. — Jeg vona, að jeg sje búinn að finna spor, svaraði hún. — Það er alveg satt, að jeg kynntist þessum manni í tesal. Hann sendi mjer miða, sem á var skrifuð ósvífin orðsending, og jeg var að því komin að rifa hann í sundur þegar jeg sá, að nafnið, sem prentað var á spjaldið hafði verið strikað út. Mjer fannst samt jeg geta lesið það þá. Og nú, í svona góðri birtu, er það vel læsilegt. Hún dró bögglað spjald úr brjefahylki, sem var í vasa hennar og rjetti honum. Hann hjelt því upp að birtunni, og æpti undrunar- óp: — Sir Joseph Londe! Hún kinkaði kolli og hjelt áfram: — Þeg- ar jeg sá, að maðurinn hafði hjá sjer spjald með þessu nafni, þá gaf jeg honum auðvit- að undir fótinn. Jeg hefi borðað með bonum tvisvar eða þrisvar og farið í kvikmyndahús með honum. — Hafið þjer nokkurntíma minnst á Londe? spurði Daniel. Auðvitað ekki, svaraði hún. Maðurinn er vel greindur og mig skyldi ekki furða minnstu vitund, þótt hann væri glæpamaður. Og einmitt það, að hann er misendismaður gerir það sennilegra, að hann sje á ein- hvern hátt í makki við Sir Joseph. — Hefir hann látið í ljósi nokkurn til- gang sinn gagnvart yður, annan en daðrið tómt? — Já, hann er að minnsta kosti í þann veginn, svaraði Ann með ákafa. — Hann er alt af að dáðst að hárinu á mjer. Fyrst í stað ljet jeg það auðvitað eins og vind um eyr- un þjóta, en hann hefir haldið þessu áfram, svo mig fór að gruna inargt. Það er ekki nema fá kvöld síðan hann spurði mig, hvorl jeg myndi tilleiðanleg til að selja það. — Til hvers ? — Hann talaði eitthvað um auðuga konu, sem virðist á einhvern hátt standa í sam- bandi við frænda hans, svaraði hún. Að minsta kosti virðist frændi hans vera milli- liður. Jeg hló að honum, en engu að síður er jeg viss nm, að eitthvað meira liggur á bak við þetta. — Hann hefir þó ekkert sagt, sem gefur í skyn að hann þekki Londe? — Jeg veit varla, svaraði hún og liugsaði sig um. Hann liefir talað einu sinni eða tvisvar uin auðugan frænda sinn — sem. væri læknir. —- Hvenær hittið þjer hann næst? — Jeg horða með honum í kvöld. — Og aftur hjá Ronico, eða hvað? — Nei, við förum til Imano í þetta sinn. Jeg liugsa, að hann hafi það fyrir augum, að við höfum betra næði þar. Daniel hleypti brúnum. Hann gat ekki gert sjer grein fyrir því, hversvegna hann komst alt í einu i vont skap. — Yður virðist þykja maðurinn skemti- lengur, hvað sem öðru líður. — Jeg reyni til þess, svaraði hún. Það er eini vegurinn til þess að hann gefi mjer eitt- hvert spor að fara eftir. — Og er það ætlun yðar að halda áfram þessum rannsóknum uppá eigin spítur? — Ekki er það neitt aðalatriði fyrir mjer. Ef þjer gætuð fundið eitthvert ráð til að hjálpa mjer, verð jeg ekki nema fegin að varpa nokkru af áhyggjunni frá mjer. — Fyrir kvöldið, sagði Daniel, — ætla jeg að safna fáeinum upplýsingum um þenna unga mann. Hvað ltallar hann sig? — Hr. Leopold Greatson. — Laglegur? spurði Danicl ólundarlega. — O, jæja, — hár, með lítið, svart herfor- ingja-yfirskegg og mjög svörl augu. — Kemur hann vel fram? — Já, á yfirborðinu. svaraði hún eftir augnabliks hik. —- Hvernig málróm? — Dálítið óeðlilegan. Daniel varð hressari í bragði. — Farið þjer ekki i kvöld án þess að tala við mig fyrst, sagði liann. Jeg skal hafa upplýsingarnar um manninn til um það leyti. — Dálítill hrollur fór um hana. — Þjer inegið ekki sýna mjer þær, sagði hún biðj- andi, — því þá þori jeg eklci að hitta hann. Daniel brosti einkennilega. Þjer verðið ekki einar, sagði hann .... Ungfrú Ann Lancaster sat við eitt borðiö á svölunum hjá Imano. Hún var óvanalegn fögur og hafði stóran fjóluvönd við diskinn sinn ,og var að reyna að telja sjálfri sjer tru um, að hún hefði ánægju af máltíðinni. Mað- urinn, sem með henni var, var uppá sina vísu lögulegur og vissulega aðlaðandi. Mat- urinn var hinn besti, sem fjekst þar á staðn- um og stútgylt flaska var í isvátni við hliö þeirra, og ágæt hljómsveit Ijek fagurlega- Þarna var yíirleitt flest, sem unað mátti veita, en samt var Ann í eitthvað undarlegu skapi. í fyrsta sinn á æfinni fann hún hvað hræðsla var. Öðru hvoru laut fjelagi hennar í áttina lil hennar til þess að hvísla að henni aðdáunarorðum. í hvert skifti brosti hún aftur til hans, en henni veitti það æ erfiðara- í hvert skifti sem hann tók að hvísla haföi hún mesta löngun til að æpa upp, og hann hvíslaði því oftar, sem meir leið á máítiðina- Meðan þau voru að bíða eftir kaffinu, færði hann stólinn sinn og laut svo langt fram, aö höfuð þeirra næstum snertust. — Ann, — sagði hann. — Jeg hefi ekki gefið yður neitt ieyfi til að kalla mig fornafni, tólc liún fram í. — Þá gerið þjer það bráðum, hjelt hann áfram, — mjög bráðlega, vona jeg, þegar þjer hafið lieyrt það, sem jeg ætla að segja-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.